Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ BIOBLAÐIÐ Hún sagóist heita Marlene Rocha: Hver var hún i raun og veru og hvers vegna var hún hingað komin? Og var þessi maður prestur í raun og veru? Megan, Deirdre og Kim Fitzpatrick frá Wyoming ásamt Denise Reeves frá San Fransisco: Eyddu nótt undir berum himni til að deila degi með stjörnunum. The Shrine: Vettvangur 72. óskarsverðlaunaafhendingarinnar. jpfr' j HmR 1 W’ •- iM \ 1 1';' | vHBH „American Beauty er hræöileg mynd. Ég meina, skilaboöin í myndinni eru hræðileg," segir Marlene Rocha við Sig- urbjörn Aöaisteinsson sem skrifar frá Hollywood um viðburðaríka helgi þar, bæði með og án Óskars frænda. „MYNDIN dregur upp svo dökka mynd af bandarísku þjóðfélagi,“ heldur hún áfram, full ákafa. „Ég meina, ég þekki enga svona fjöl- skyldu. Þekkir þú ein- hverja svona fjölskyldu? Ekki eru nágrannar mín- ir svona.“ Hún hugsar sig um. „Ja, ef þeir eru það, þá fela þeir það vel.“ „Hollywood er að eyði- leggja Bandaríkin," er það næsta sem Marlene leggur til málanna. Hollywood er að eyði- leggja Bandaríkin. Er þetta ekki gömul mantra frá repúblikönum? Eitt- hvað sem þeir kyrja á milli þess að taka á móti framlögum frá Clint Eastwood og Kurt Russ- ell. Ég er samt ekki staddur á ársþingi repúblikana. Ég sit á hækjum mér fyrir fram- an The Shrine Auditor- ium í Los Angeles. Það er laugardagur og á morgun verður Oskarinn afhent- ur hér. Marlene er búin að tjalda fyrir framan bygginguna (bókstaf- lega) og bíður þess að fræga og ríka fólkið komi. Á hverju ári flykk- ist fólk hingað hvaðan- æva úr Bandaríkjunum, til að berja stjörnumar augum. Af orðum og æði Marlene að dæma hef ég á tilfinning- unni að hún hafi eitthvað annað í huga. Brjóstgóð eða brjóstgóð? „Ég kem hingað í öðrum erinda- gjörðum en flestir," segir hún. Ein- mitt það. Ég kyngi og bíð eftir því að hún segi mér að brjóstin á henni séu í raun handsprengjur. Ég skima í kringum mig eftir undankomuleið. Þama er öryggisvörður. Kannski ég geti haldið þessari brjáluðu konu í skefjum á meðan hann handjárnar hana? Senur úr Arlington Road þjóta í gegnum huga mér. Jeff Bridges reynir árangurslaust að koma í veg fýrir hryðjuverk. Svo sé ég Annette Bening fyrir mér, komna níu mánuði á leið, gang- andi eftir rauða dreglinum. Það er kallað á hana „Annette!“ Hún snýr sér við og Marlene kemur hlaupandi í átt að henni, haldandi um hand- sprengjumar. Homgrýtis. Ég sem kom hingað Loksins: Marlene öðlast sína 15 mínútna frægó sem bakgrunnsskreyting fyrir fréttamann ABC. Stóri bróðir Óskars: Stytturnar sem daginn eftir voru komnar inn á sviðið í The Shrine. til að spjalla við fólk sem leggur það á sig að bíða dögum saman í röð til þess eins að berja frægt fólk augum. Ekki berja það. Fólk eins og Fitz- patrick mæðgumár frá Oconomowoc (ekki reyna að segja þetta upphátt, þið kafnið) í Wyoming. Þær voru að koma annað árið í röð. Mamman Kim og dætur hennar Deardrie (18) og Megan (13). Þegar við spjölluðum saman voru þær að mála skilti sem á stóð „N’sync, from Glitter to Gold“. Svona fólk kom ég til að hitta. Fólk sem kiknar í hnjánum þegar það sér kvikmyndastjörnur. Fólk sem held- ur með Cider House, frekar en Am- erican Beauty. Eða öfugt. Sama er mér. Ég kom hingað til að hitta venjulegt fólk. Venjulegt fólk sem sefur á gangstéttum í Los Angeles vegna þess að það eru engar kvik- myndastjömur í Wyoming. Ekki hryðjuverkamenn. Ég kom hingað Morgunblaðið/ Sigurbjöm Aðalsteinsson til að hitta fólk eins og Denise Reeves, félagsráðgjafa frá San Fransisco. Hún hefur ekki séð myndimar sem eru tilnefndai’ og stendur nokk á sama um hver vinn- ur. Hún ætlar að liggja á gangstétt- inni í nótt með vinkonu sinni, sem er kennari frá Ohio. Dæmið ei eftir útlitinu Ég horfi í augun á Marlene „His- bola“ Rocha, eða hvað hún nú heitir. Hún lítur ekki út fyrir að vera „terroristi". Þetta er 42-45 ára göm- ul, smágerð, aðlaðandi kona með dökkt, stuttklippt hár. En það er kannski það sem er svo djöfullegt við þetta allt saman. Þeir hafa sent manneskju sem h'tur út fyrir að vera venjuleg. Alveg eins og Joan Cusack in Arlington Road. Það er plottið. Við hlið Marlene situr maður henn- ar. „Cliff er prestur," segir hún mér. Prestur! Já, var það ekki! Hefði bet- ur átt að segja að hann væri verk- fræðingur. Hann li'tur út fyrir að vera „terroristi". Hörkulegur maður með tálgaða andlitsdrætti. Starir beint framfyrir sig í gegnum dökk sólgleraugun. Virðir mig ekki viðlits. Er ábyggilega að fara yfir planið í huganum. Seinna þegar þeir gera mynd um þennan atburð mun Scott Glenn leika „prestinn“og Debra Winger mun leika Marlene. En hver mun leika mig? Útlendinginn sem reyndi að koma í veg fyrir „Ameríska Trag- edíu“. Og ég sem var að fara í óskars- partí með Kevin og Leonardo og Whitney. Hann lofaði því alltént kvikmyndaframleiðandinn sem bauð mér. Kannski þau munu minnast mín þar. Kannski mun Whitney syngja mér til heiðurs, Leo tárast og Kevin tileinka mér verðlaunin. Ef hann lifir þetta þá af. Verða það ör- lög mín að deyja í draumaverksmiðj- unni? Fómarlamb öfgafólks sem er þess fullvisst að Hollywood sé að reyna að kippa undirstöðunum und- an bandarísku þjóðfélagi. Kevin Spacey fróar sér í sturtu, Michael Caine framkvæmir fóstureyðingar á gestum og gangandi og Russell Crowe reynir að segja fólki að sígar- ettur séu banvænar. Pervertar!!! Warren og bömin Helgin byrjaði svo vel. I veislu sem óháðu kvikmyndagerðarsam- tökin stóðu fyrir sá ég Election vinna Spirit-verðlaunin sem besta óháða kvikmyndin. Ég sá Hillary Swank vinna þessi sömu verðlaun sem besta leikkona í óháðri mynd en ég mun aldrei vita hvort henni tekst að taka óskarinn af Annette. Ó Annette!! Hvað verður um Warren og börnin? Óskarshelgin er stærsta helgin í Hollywood. Það er ekki bara Osk- arinn og Spirit-verðlaunin sem eru afhent. Þessa helgi er Gullna hind- berið líka veitt fyrir verstu mynd ársins. Wild Wild West hafði „unnið“ fimm verðlaun. Héðan í frá mun hún vera kölluð Wild Wild Verst fyrir að vera versta mynd ársins, vera leik- stýrt af versta leikstjóra ársins, eiga versta handrit ársins, versta lag árs- ins og skarta versta leikarapari árs- ins (Kevin Kline og Will Smith). Geri aðrir verr. „Ég sagði ég kem hingað í öðram erindagjörðum en flestir." Ha? Ég hrekk úr þessum samhengislausu hugleiðingum mínum. Marlene er að horfa á mig. „Ég kem ekki hingað út- af kvikmyndunum." Eins og ég hafí ekki verið búin að fatta það. Eh... Afhv... Afhveiju komstu hingað? Næ ég loks að stama útúr mér, „Ég kem hingað útaf tískunni.“ Fyrirgefðu? „Tískunni, maður,“ seg- ir hún og slær á öxlina á mér. „Hvar annars staðar sér maður íburðar- mestu skartgripina, glæsilegustu kjólana og flottustu drossíurnar, rnaður?" Hún slær mig aftur í öxlina. Ég er alveg hættur að fylgjast með. „Hvergi, maður. Hvergi.“ Á dauða mínum átti ég von á, jafn- vel bókstaflega. En ekki þessu. Svaf hún þá í tjaldi í sex daga til að horfa á skartgripina og kjólana sem hanga utaná fólkinu? „Já.“ Þessu firrta fólki sem er að grafa undan samfélaginu? „Já.“ Ég ætla að fara varpa minni léttu önd yfir í næsta hérað þegar Marlene segir mér að hún voni að Annette Bening vinni óskarinn. „Hún stóð sig vel. Hún á það skilið." Stóð sig vel? Sem hvað? Besta leikkona í undirróðurshlut- verki? Ég virði Marlene fyrir mér. Á að sjá er hún venjuleg. En er hún það í raun? Er einhver það? Ég kveð hana með virktum, án þess að segja henni að hún minni mig á fólkið í American Beauty. Eins og Kevin Spacey sagði um Lester Burnham, persónuna sem hann leikur í myndinni. „Við sá- um allt það versta í fari hans en samt elskum við hann.“ Það era mótsagn- irnar sem gera okkur mennsk. Gerir fólk þess virði að kynnast því og þekkja það. Ég komst þrátt fyrir allt í mitt óskarspartí. Leo og Whitney mættu ekki. Þau hafa sennilega verið að hjálpa Kevin að pússa Óskarinn. Mér stóð á sama. Ég hafði nefnilega upplifað mína eigin sneið af Amer- ískri fegurð. Og svo drakk ég frítt alla nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.