Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 C 9 UÍÓIÍLAÐIÐ fræðilega þrýstingi og fyrir vildð upp- lifðum við yndislega tíma, þótt það stæði ekki lengi. Það er mun auðveld- ara að finna umfjöllunarefni í landi með stranga ritskoðun, því þá vísar hún leiðina. Ef eitthvað er bannað verður það um leið kjörið viðfangs- efni. Vandamálið í Austur-Evrópu eftir að kommúnisminn gekk sér tii húðar er að kvikmyndagerðarmenn hafa svo mikið frelsi að þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eiga að gera við það; þeir vita ekki lengur um hvað myndimar eiga að fjalla. En þú mátt samt ekki halda að heimurinn sé svarthvítur, annars vegar einræðisríki og hins vegar hinn frjálsi heimur. Fólk er alls staðar eins. Það eru til dæmist fjöimargar hættulegar tilhneigingar í Bandaríkj- unum; hvarvetna er fólk sem vill troða eigin skoðunum, lífsspeki og trúarbrögðum upp á aðra og það vinnur sigra á hverjum degi. Þess vegna er það svo, að þótt maður verði aldrei algjörlega frjáls má maður aldrei hætta að beijast fyrir frelsinu. Þá verður maður hnepptur í fjötra." Kímnigáfa nauðsynleg til að lifa af Hvar varstu þegar rússnesku skriðdrekamir óku inn í Prag? „EgvaríPai-ís.“ Kom þér á óvart að Rússar skyldu ráðast inn í Prag? „Ég skil ekki alveg af hverju eng- inn í Tékklandi átti von á þessu; mér finnst það dálítið skondið. Einhvem veginn vissum við öll innst inni, sem bjuggum utan Tékklands, að þetta ætti eftir að gerast.“ ,?f . Gætirðu hugsað þér aðvinna aftm- í Evrópu? „Þegar maður er kominn á minn aldur er maður of latur til að byrja aftur frá granni,“ svarar hann og dæsh'. Kímni á sér langa sögu í bókmennt- um og listum í Tékklandi. „Það er aldalöng hefð fyrir henni, enda hefur kímnigáfa verið nauðsyn- leg til að lifa af í Tékklandi. Það má rekja hana allt aftur til Capeks, Ha- seks og allra þessara dásamlegu höf- unda. Tékkland er lítið land í miðri Evrópu umkringt voldugum ríkjum sem era alltaf að reyna að drottna yf- ir því. Það getur ekki barist vegna smæðar sinnar og þess vegna leitar það at- hvarfs í kímninni." Ferð þú oft til Tékk- lands og hvernig finnst þér að koma þangað? Forman leikstýrir Carrey: Líðurfyrirað vera ofgóður. „Ég fer þangað einu sinni til tvisv- ar á ári, en bara í einkaerindum. Ég heimsæki þá elsta son minn, sem býr þar ennþá. Mér finnst þjóðskipulagið þar flókið og þungt í vöfum. Það er skiljanlegt vegna þess að fólk, sem menntaðist á tímum sem voru ekki sérlega hliðhollir sannleikanum, er enn í áhrifastöðum í flestum þrepum þjóðfélagsins, t.d. stjórnmálum, við- skdptalífinu og réttarkerfinu. Það set- ur óhjákvæmilega mark sitt á samfé- lagið.“ í framhaldi af því að bekkjarbróðir þinn, Vaclav Havel, varð forseti í Tékklandi, gætir þú hugsað þér frama í póíitfk? „Nej, það er of langt síðan ég bjó þar. Ég veit ekki lengur hvemig hversdagslífið gengur fyrir sig.“ Hver vora mestu viðbrigðin við að flytja frá Tékkiandi til Bandaríkj- anna? „Tungumálið," svarar hann að bragði. „Ekki við komuna til Banda- ríkjanna heldur eftir að hafa búið þar í sjö mánuði. Það er erfiðast þegar maður heldur að maður skilji tung- umálið en er ekki alveg viss. Þegar maður heldur að maður sé að tjá sig skýrt en er ekki alveg viss. Það reyndi mest á þolrifm, svo mjög að ég fékk hálfgert taugaáfall og eyddi þremur mánuðum í rúminu.“ Öll elska þau Kaufman Geturðu nefnt einhvem gaman- leikara í Bandaríkjunum sem hefur svipuð áhrif á þig og Kaufrnan? „Nei, í rauninni ekki. Ég veit ekki um neinn sem er jafn mikil ráðgáta, en það hafa komið fram margir gam- anleikarar sem eru undir miklum áhrifum frá honum, eins og Adam Sandler." Hvemig stemmning var á töku- staðnum þegar allir leikaramir úr „Taxi“-þáttunum mættu á svæðið? „Hún var þrungin tilfinningum. Sumir þeirra höfðu ekki hist í mörg ár og skyndilega voru þeir mættir aft- ur í sömu leikmyndina. Marilu Henn- er var með tárin í augunum. Ekki síst af því að þau elska öll Kaufman í dag, sem var alls ekki raunin þegar hann vann með þeim. Sum þeirra þoldu hann ekki af augljósum ástæðum, þau vora stjömur og unnu hörðum höndum frá þriðjudegi til föstudags, en hann æfði aldrei, mætti rétt að- eins á föstudögum, lék sína rullu, fór heim ogvarð skær- ari stjama en þau.“ Hvemig var að vinna með Courtney Love, samanborið við það þegar hún lék í Larry Flynt? „Það var mun betra núna,“ svarar hann. „Ég ber mikla virðingu fyrir henni, ekki aðeins sem leikkonu held- ur líka því hvemig hún er að taka sig á í lífi sínu.“ Hann bankar þrisvar í borðið til að ögra ekki máttarvöldun- um. „Hún er afar viðkvæm," segir hann til útskýringar. „Hún er yndis- leg stúlka sem er hætt allri óreglu, er einbeitt og afar vel gefin, en hún lifir ekki auðveldu lífí því fortíðin hangir yfir henni. Hún á mína aðdáun. Við eram reglulega í sambandi, tölum saman í síma eða skrifumst á, og mér þætti hörmulegt ef henni mistækist að ná aftur fótfestu í lífinu.“ Tókstu þátt í handritsgerðinni ásamt Scott Alexander og Larry Karaszewski? „Ég geri það alltaf, en legg áherslu á að fyrsta uppkastið sé unnið án mín. Ég hef ákveðnar skoðanir og vil ekki að handritshöfundamir séu að reyna að gera mér til hæfis. Þá er betra að þeir skrifi handritið eins og þeir ættu sjálfir að leikstýra myndinni; að þeir hafi næði til að finna upp á einhverju sem mér dytti aldrei í hug. Eftir fyrstu útgáfuna sest ég yfir handritið með þeim og tek þátt í að fullklára það.“ Vinur Kaufmans, Bob Zmuda, er einn af framleiðendum myndarinnar; var hann jafn uppáfinningasamur við gerð hennar og í myndinni sjálfri? „Bob Zmuda steig stundum á svið sem Tony Clifton meðan Andy var á lífi. Það vakti hins vegar ekki mikla lukku þegar hann gerði það sama á blaðamannafundi í Los Angeles í fyrra; hinir viðkvæmu kvikmynda- gagnrýnendur kunnu ekki að meta það. Hitt var verra að hann sagði Jim ekki einu sinni frá því, þannig að hann gekk fram af honum líka.“ Hvað gerði hann? „Hann byrjaði að veitast að Jim eins og Tony Clifton veittist að Andy Kaufman á sínum tíma.“ Þegar For- man rifjar þetta upp bregður hann fyrir sig kunnuglegri rödd karlremb- unnar Tonys Cliftons: „Ég vil ekki heyra minnst á Andy Kaufman! Hver í fjandanum er þessi Kauftnan? Hann er bara að reyna að stela frá mér sviðsljósinu!“ Mamma í haldi Gestapo Þú sagðist áðan vera orðinn latur, ertu þá ekki með nein verkefni á prjónunum? „Nei, ég er enn of önnum kafinn við að fylgja þessari mynd úr hlaði.“ Hvað um „The Little Black Book“? „Það gekk ekki upp. Okkur tókst ekki að gera handritið þannig úr garði að allir væra ánægðir." Nú hefur þú lifað viðburðaríku lífi. Hefur þér aldrei dottið í hug að gera kvikmynd byggða á eigin lífi? „I raun ekki,“ svarar hann. „Maður þarf svo kaldhæðna hlutlægni til að geta nálgast viðfangsefni í kvikmynd- um og ég held að ég gæti ekki ijallað þannig um eigið líf.“ Svo ég spyrji þig aðeins um bam- æsku þína; það hefur verið erfitt fyrir þig að missa foreldra þína sem krakki. „Ef til vill veldur svarið þér von- brigðum, en það er mun auðveldara að missa foreldra sína áður en maður kemst á kynþroskaaldur en eftir það. Krakkar era í fyrsta lagi ótrúlega ót- ilfinninganæmir og í öðra lagi gera þeir sér ekld grein fyrir endanleika lífsins; dauðinn fær aðra merkingu eftir því sem maður þroskast meira. í þriðja lagi reyndust ættingjar og vin- ir foreldra minna mér mjög vel og hlífðu mér við sannleikanum. Ég komst ekki að því fyrr en eftir stríðið hvaða hryllingur hafði átt sér stað. Það sagði mér enginn að foreldrar mínir hefðu þjáðst, verið pínd og dáið hræðilegum dauðdaga. Þau voru bara í búðum og einu búðimar sem ég þekkti voru skátabúðir. Svo þetta var mér ekki erfitt tilfinningalega. Það varð hins vegar mun átakanlegra eft- ir að ég stálpaðist og gerði mér grein fyrir hvað hafði átt sér stað, t.d. þegar ég skoðaði myndir úr útrýmingar- búðunum." Ég las um að þú hefðir fengið að heimsækja móður þína í fangaklefa Gestapo. „ Já,“ svarar hann. „Okkur var leyft að heimsælga hana einu sinni í fimm- tán mínútur. Það var einkennileg upplifun. Þegar maður sér svona at- riði í bíómyndum er það jafnan djúpt og hlaðið merkingu, en ég man að þetta var skelfilega hversdagslegt. Við sátum fimm hæðum neðanjarðar, því Gestapo var með höfuðstöðvar í fyrrverandi banka í Prag og notaði peningageymslur undir yfirheyrslur og jafnvel pyntingar. Það var blóð á _ veggjunum og við sátum þarna, ég, bróðir minn og frændi minn, þegar hurðin opnaðist skyndilega og móðir mín gekk inn. Það eina sem hún talaði um var hvort frú Prohaska hefði það gott, því hún hafði verið svo slæm í hnénu, hvernig plómuuppskeran hefði verið og að það væri best að fá sultuuppskrift hjá þessum eða hinum. Allt samtalið var í þeim dúr.“ Gerði hún sér þá ekki grein fyrir aðstæðum? „Jú, annað var ómögulegt, en það var ekki hægt að spyrja beint út hvort hún hefði verið pyntuð. Hún hefði * ekki svarað því og þar að auki var þýskur vörður í dyragættinni allan tímann. Ég var bara krakki svo þau gátu ekki talað um neitt sem legði það fólk í hættu sem væri enn frjálst." Þetta hlýtur að hafa haft róttæk áhrif álífþitt. „Maður gerði sér samt ekki grein fyrir alvarleika málsins; lífið heldur bara áfram. Ég man afar vel eftir því þegar ég kom heim úr skólanum einn daginn, ég bjó hjá vinum foreldra minna í annarri borg, að bróðfr minn var í heimsókn og það var einkennileg þögn. Mér var sagt að mamma væri dáin. „Og?“ spurði ég. „Má ég fara núna?“ Eg átti nefnilega að spila í fót- boltaleik. Það breyttist ekkert, mamma lést en hún var þegar búin að vera í burtu í þrjú ár.“ Er húmorinn ekki góð leið til að takast á við svona lagað? „Ég veit það ekki,“ svarai' hann. „Ég held að ég hafi svo sem ekki fengið húmorinn við þessa upplifun; ég vissi að færi ég að hlæja yrði ég sendur til sálfræðings,“ segir hann og hlær. „Ekki það að ég hafi viljað hlæja. Það væru ýkjur. En húmorinn á sér aðra uppsprettu." Lveislu Fqóu Hard Roclc til bín ijr.irtðekiQyeis TnjiQQveisn LáttiJ oWttjr sja um veisluna fujrir þig! Við komum með kokka og ^kræsirigar til þín VerofrQ850,- Qmanninn meó þeimkegrslu q böfuðbor górsvaeðmu Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.