Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Karlinn á tunglinu og Milos Forman REUTERS Með silfurbjörninn í Berlín: Besti leikstjórinn fyrir The Man On the Moon. Heimurinn er ekki Karlinn á tunglinu er nýj- asta útspil leikstjórans Milos Formans, sem unnið hefurtil tuga Ósk- arsverðlauna á ferlinum. Ævi hans hefur líka verið viðburðaríkari en flestra. Pétur Blöndal ræðir við hann um for- eldramissi í seinna stríði, vorið í Prag, kímni oggerð myndarinnar Karlsins á tunglinu, sem nú ersýnd hérlendis. svart hvitur LEIKSTJÓRINN MUos Forman hefur lifað tímana tvenna. Hann var níu ára þegar foreldrar hans voru handteknir af Gestapo og síðar teknir af lífi í útrýmingarbúðum nasista. Hann var alinn upp af ættingjum sín- um í Tékklandi á dögum kommún- ismans og fékk áhuga á leiklist þegar hann sótti heimavistarskóla fyrir munaðarlausa krakka eftir stríðið; þar kviknaði áhugi hans á Charlie Chaplin sem er eftirlæti hjá honum enn þann dag í dag. Eftir tvær stuttar heimildarmynd- ir leikstýrði hann fyrstu kvikmynd sinni, Svarta Pétri, árið 1963. Hún vakti athygli á hátíðum víða um heim, m.a. í Cannes, New York og Locamo. Næstu tvær myndir hans voru báðar tilnefndar tO Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvUcmyndin og var hann orðinn þekktur á alþjóðavett- vangi. Eftir að vorið í Prag var bælt niður af Rússum árið 1968 flutti hann tíl Bandaríkjanna og brátt hófst glæstur ferill hans í HoUywood með myndum á borð við Gaukshreiðrið, Hárið, Amadeus og Larry Flynt. Carrey var of góður Nýjasta kvikmyndin úr smiðju Foremans er Karlinn á tunglinu eða „Man on the Moon“ og fjaUar hún um bandaríska uppistands- og gaman- leikarann Andy Kaufman, sem fræg- astur er fyrir hlutverk sitt í fram- haldsþáttunum „Taxi“. MUos Forman fer ekki dult með vonbrigði sín yfir því að Jim Carrey skuli ekki hafa verið tUnefndur tíl Oskarsverð- launa fyrir frammistöðu sína í hlut- verki Kaufmans. „Mér blöskraði," segir Forman, „því ég veit hversu stóran leiksigur hann vann. Engu að síður er mér Ijóst að gamanmyndir eiga erfitt uppdrátt- ar hjá akademíunni og auk þess líður Carrey fyrir að vera of góður. Maður sér hann ekki leika; hann er Andy Kaufman. Leikarar fá ekki óskarinn nema þeir rembist. Því er einfaldlega þannig farið í HoUywood að séu tekin vetraratriði á sumrin, þá er það stór- kostlegt. Ef það er gert á vetuma kaUast það ekki list; það þykir of auð- velt.“ Hvemig kanntu við Carrey? „Hann er frábær náungi, skarp- greindur, mikUl fagmaður og það er gott að vinna með honum. Raunar hvarf hann alveg á tökustað og varð Andy Kaufman, Tony Clifton eða jafhvel Elvis. Ég var þegar orðinn mildll aðdáandi Carreys áður en tök- ur hófust; mér finnst „Aee Ventura“ bráðfyndin. En ég var ekki viss um að Jim Carrey gæti verið annar en Jim Carrey, því hann er svo sterkur pers- ónuleild. Ég bað því alla sem höfðu áhuga á hlutverkinu að senda mér upptöku; sína útgáfu af Andy Kauf- man. Mér þóttí vænt um hversu margir góðir leikarar urðu við því, stjömur á borð við John Cusack, Kevin Spacey, Ed Norton og Hank Azaria. En það var þama sem ég sá að Carrey gat virkUega sett sig í spor Andys Kaufmans án þess að blanda sjálfum sér í hlutverkið." Léstu kvikmyndaverið um að taka endanlega ákvörðun? „Ég sagðist vera reiðubúinn að gera myndina með Carrey, Ed Nor- ton eða óþekktum leikara að nafni Greg Anthon,“ segir Foreman. „Jim hafði tvennt tU að bera umfram hina. í fyrsta lagi hefur hann mUda reynslu af uppistandi og í öðm lagi var hann eftirsóknarverður kostur fyrir kvik- myndaverið þar sem hann dregur að marga áhorfendur." Er það rétt að Carrey hafi ekki svarað þegar hann var kaUaður sínu eigin nafni á tökustað heldur aðeins ef hann var kaUaður Andy eða Tony? „Já, það var ekki aðeins þannig meðan á tökum stóð heldur líka utan þeirra. Að minum dómi var það góð aðferð hjá honum. Ég get í raun sagt að ég hafi aldrei unnið með Jim Carr- ey. Eg hef aðeins unnið með Andy eða Tony og gat sem leikstjóri ekki komið eins fram við þá báða.“ Svo skírðir þú tvíbura þína, sem þú eignaðist árið 1998, Jim og Andy. „Já, en það var hefðum samkvæmt. Ég eignaðist líka tvíbura þegar ég var að leikstýra Svarta Pétri og auð- vitað var annar þeirra skírður Peter. Þegar ég frétti að ég myndi aftur eignast tvíbura ætlaði ég að skíra þá Andy og Tony. En í millitíðinni eign- aðist Peter sonur minn dóttur og skírði hana Tony, þ.e. Antoniu, þann- ig að ég varð að finna annað nafn og Jim varð fyrir valinu." Ritskoðun vísar leiðina Af hverju vildirðu gera mynd um Andy Kaufman? „Ég fylgdist með ferli hans í mörg ár og mér fannst hann alltaf skemmtilegur þegar ég sá til hans í sjónvarpinu, sem verður að teljast óvenjulegt því maður þreytist á því að horfa á sömu persónuna yftur og aft- ur í framhaldsþáttum. Ég veit ekki hvað olii þessu segulmagni sem hann hafði. Hann hafði afar sérstæðan húmor. Jafnvel þótt maður hneyksl- aðist á honum og bölsótaðist stundum hálft í hvoru yfir því að vera að sóa tíma í að horfa á hann, þá varð maður gagntekinn. Ef til vill var það vegna þess að það stafaði alltaf af honum væntumþykja, jafnvel á meðan hann gerði grín að fólki.“ Gagnrýnendur hafa kvartað yfir því að þeir séu engu nær um Kauf- man eftir að hafa horft á myndina. „Það var ekki annað hægt,“ segir Foreman óðamála. „Ef faðir Kauf- mans getur ekki skilgreint hann og ef kærastan hans getur það ekki heldur, hvernig á ég þá að geta það? Málið er, að enginn veit hvemig Kaufrnan var í eðli sínu. Ætli hann hafi nokkuð vitað það sjálfur?" Myndir þínar fjalla oft um persón- ur sem eru í einhvers konar uppreisn. „Líklega er það ómeðvitað eftir að hafa búið hálfa ævina við kommún- isma í einræðisríki," svarar hann með hægð. „Þá fyllist maður aðdáun á fólki sem hefur hugrekki til að beijast gegn kerfinu.“ Hvemig var að alast upp sem kvik- myndagerðarmaður í þannig samfé- lagi? „Það var ekki alslæmt,“ svarar Forman og hallar undir flatt. „í ein- ræðisröd er hugmyndafræðilegur þrýstingur og í hinum ftjálsa heimi er fjárhagslegur þrýstingur, þannig að maður er alltaf undir álagi. Ég kann samt betur við fjárhagslegan þrýst- ing því þá á maður allt sitt undir mil- ljónum manna, áhorfendum í kvik- myndahúsum, en í einræðisríki getur framtíð manns oltið á duttlungum eins afglapa. Það sem gerðist á blómaskeiðinu í Tékklandi á sjöunda áratugnum var að það slaknaði á hinum hugmynda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.