Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 10
10 C FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ BIOBLAÐIÐ Frumsýning Sambíóin Álfabakka og Kringlubíó frumsýna gamandramaö Gallalaus eöa „Flawless" meö Robert De Niro og Philip Seymour Hoffman í leikstjórn Joel Schumachers. Homminn.pg .. harðjaxlinn Walt Koonts (Robert De Niro) er fyrrverandi hermaður í landgöngu- liði bandaríska flotans. Hann er um fímmtugt og starfaði áður sem ör- yggisvörður og er sannkölluð hetja því hann bjargaði gíslum úr höndum bankaræningja með því að skjóta tvo ræningjanna til bana. Hann er erki- íhald og hreykinn af þvi. Rusty (Philip Seymour Hoffman) er dragdrottning, skemmtikraftur og næsti nágranni Walts. Hann fer sí- fellt í taugarnar á Walt með því einu að vera til. Hann sér í Rusty allt það sem aflaga hefur farið í heiminum. Svo gerist það að Walt fær hjartaáfall og missir röddina og verð- ur að leita til Rusty og biðja hann að hjálpa sér að ná aftur heilsu. Þannig er sagan í myndinni Galla- laus eða „Flawless“ sem er með Robert De Niro og Philip Seymour Hoffman í aðalhlutverkum undir leik- stjóm Joel Schumachers. Aðrir leik- arar í myndinni em Barry Miller, Nashom Benjamin, Wilson Jermaine Heredia og Scott Allen Cooper. Schumacher gerir sjálfur handritið en framleiðandi er Jane Rosenthal. Leikstjórinn Schumacher hefur notið nokkurrar velgengni í Holly- wood á undanfömum áratug. Hann er fæddur í New York þar sem hann r< starfaði m.a. við gluggaskreytingar. Hann starfaði sem leikmyndaráð- gjafi fyrir leikstjóra á borð við Woody Allen og Paui Mazursky áður en hann tók að skrifa kvikynda- handrit m.a. myndarinnar „Car Wash," sem náði miklum vinsældum. Philip Seymour Hoffman: Drag- drottningin í næstu íbúð. Fyrsta bíómyndin sem hann leik- stýrði var „The Incredible Shrinking Womarí' með Lily Tomlin en síðan þá hefur hann gert myndir á borð við „Dying Young" og „Flatlineríog í seinni tíð „The Client" með Tommy Lee Jones og Susan Sarandon og Batmanmyndirnar tvær Að eilífu Batman og Batman og Robin. Það er óþarfí að kynna Robert De Niro sem hefur verið í hópi fremstu leikara sinnar kynslóðar í Bandaríkj- unum frá því á öndverðum áttunda áratugnum en mótleikari hans, Philip Seymour Hoffman, er nýliði í leikara- stéttinni vestra sem vakið hefur mikla athygli. Hann er 31 árs og seg- ist vera ósköp venjulegur náungi. Hann vakti fyrst verulega athygli í myndinni „Boogie Nights“ eftir PaulThomas Anderson en hefur síð- an farið með bitastæð hlutverk í myndum eins og „Happiness “og „The Big Lebowski" og á móti Robin Williams í „Patch Adams“. „Ég hef óskaplega gaman af að sjá hann í öðr- um myndum," er haft eftir leikstjór- anum Anderson, sem sagt er að hafi uppgötvað leikarann, „en hann er minn,“ bætir hann við. Framleiðandinn Jane Rosenthal er gamall samstarfsmaður leikarans Roberts De Niros hjá TriBeCa kvik- myndafyrirtækinu og hefur starfað við myndir eins og „Cape Fear“ og „A Bronx TaJe“með leikaranum. Gallalaus Leikarar__________________________ Robert De Niro, Philip Seymour Hoffman, Barry Miller, Nashom Benjamin, Wilson Jermaine Heredia og Scott Allen Cooper. Lelkstjóri: Joel Schumacher (Batman Forever, Batman og Robin, The Client, „Flatliner, Dying Young). Frumsýning Stjörnubíó sýnir Winslow-strákinn eöa „ The Winslow Boy“sevr\ leikritaskáldiö David Mamet gerir eftir leikriti Terence Rattigans. Heiður Winslnw- fjolskylaunnar England 1912. Winslow - fjölskyldan er að koma úr kirkju og búa sig undir kvöldverðinn þegar reiðarslagið dyn- ur yfir. í ljós kemur að yngsti fjöl- skyldumeðlimurinn, sem er fjórtán ára sjóliðakandídat, hefur verið rek- inn úr skóla vegna þess að hann er talinn hafa stolið peningum. Þetta er stórkostlegur álitshnekk- ir fyrir föður hans, Arthur (Nigel Hawthorne) enda er mikil virðing borin fyrir honum í samfélaginu en ' hann starfar sem bankastjóri. Arthur trúir syni sínum sem segir að hann hafi ekki hnuplað peningum í skólan- um og faðirinn ákveður að leggja allt í sölumar svo réttlætið verði ekki fót- um troðið og það sem jafnvel verra er, fjölskyldan verði ekki fyrir álits- hnekki. Hann fær tii liðs við sig færan lög- fræðing, Sir Robert Morton Jeremy Northam) og hefst nú málarekstur sem á eftir að hafa mikil áhrif á fjölskylduna. Þannig er söguþráðurinn í nýjustu mynd bandaríska leikritaskáldsins David Mamets, sem á undanfömum ámm hefur lagt fyrir sig kvikmynda- gerð í æ ríkari mæli, en hún heitir Winslow-strákurinn eða „The Wins- low Boy“ og er byggð á leikriti eftir Terence Rattigan, sem byggt er á sönnum atburðum og var kvikmynd- Hawthorne: Fjölskyldufaðirinn. Winslow fjölskyldan Lelkarar:_____________________ Nigel Hawthorne, Rebecca Pid- geon, Gemma Jones og Jeremy Northam. Leikstjóri:___________________ David Mamet („House ofGa- mes“, „Things Change", „Hom- icide, Oieanna"og The “Span- ish Prisonerí) • að með góðum árangri fyrir nokkmm áratugum. Með aðalhlutverkin í nýju myndinni fara Nigel Hawthorne, Rebecca Pidgeon, Gemma Jones og Jeremy Northam. Winslow-strákur- inn er sjötta kvikmynd David Mam- ets en hinar em „House of Games“, „Things Change", „Homicide", „01- eanna" og „The Spanish Prisonerí, sem sýnd var á kvikmyndahátíð fyrir nokkru. Winslow-strákurinn var einnig sýnd á nokkmm sýningum á kvikmyndahátíð í Reykjavík sl. haust. Nlgel Hawthorne varð kunnur ís- lenskum sjónvarpsáhorfendum þeg- ar hann lék ráðríka ráðuneytisstjór- ann í bresku gamanþáttaröðinni Já, ráðherra en hann hefur síðan leikið í fjölda kvikmynda beggja vegna Atl- antshafsins. Hann fór með hlutverk Georgs Englandskonungs í gaman- myndinni The „Madness of King George" en af öðmm myndum hans má nefna „Demolition Man“ og „Am- istad." Jeremy Northam er einn af þeim bresku leikumm sem vakið hafa at- hygli með bresku kvikmyndabylgj- unni. Hann lék á móti Emmu Thomp- son í „Carrington“ og á móti Ralph Fiennes og Jullette Binoche í Fýkur yfir hæðir. Þá má geta þess að Rebecca Pid- geon, sem fer með aðalkvenhlutverk- ið í myndinni, er eiginkona Mamets og hefur leikið nokkuð í hans mynd- um, m.a. „The Spanish Prisoner." Frumsýning Regnboginn, Laugar- ásbíó, Nýja bíó, Keflavík, og Borgarbíó, Akureyri, frumsýna hryllingsmyndina Öskur 3 eöa Scream 3 með Courtney Cox í leikstjórn Wes Cravens. Scream 3: Enn einu sinnigrínast með unglingahrollvekjuna og áhorfendur. .. Enn heyrast oskrin Hollywood. Tökur standa yfir á hryllings- myndinni Hnífsstunga 3: „Aftur til Woods- boro“ eða „Stab 3: Re- turn to Woodsboro“ en hún fjallar um atburð- ina í bænum Woods- boro er ollu skelfingu mikilli og dauða ung- menna. Sidney Precott (Neve Cambell) hefur ekk enn náð sér eftir hryllinginn. Hún hefur sest að í Norður-Kalif- omíu en friðurinn er úti þegar atburðir taka að gerast við tökur á Hnífsstungu 3, sem minna óþyrmilega á það sem gerðist í Woodsboro. Sj ónvarpsskonan vinsæla Gale Weathers (Courtney Cox Arq- uette) flýtir sér á töku- stað tilbúin að segja fréttir af atburðunum. Þar kemst hún að því að gamli kærastinn Dewey Riley (David Arquette), sem er tæknilegur ráðgjafi við gerð myndarinnar, á í ástarsamband við Jennifer Jolie (Parker Posey) en Jennifer leikur einmitt Gale í öllum þremur Hnífsstungumyndunum. En Gale má ekki vera að því að velta hlutunum of mikið fyrir sér því enn gengur morðingi laus... Þannig er söguþráðurinn í hroll- vekjunni og framhaldsmyndinni Öskri 3 eða „Scream 3“ með Courtney Cox, Neve Campbell, David Arquette, Parker Posey, Matt Keeslar og Emily Mortimer. Leikstjóri er konungur unglinga- hrollsins, Wes Craven. „Það var alltaf ætlunin að gera þrjár Öskurmyndir,“ er haft eftir framleiðandanum Cathy Konrad en ár leið á milli fyrstu og annarrar myndar og tvö ár á milli annarrar og þriðju. Þriðja myndin gerist við tökur á mynd sem er ekkert ólík Öskurmyndunum og það var eitt af því sem leikkonunni Neve Camp- bell fannst mjög spennandi og skemmtilegt. „Þessar myndir eru svo skemmtilegar vegna þess að þær taka sig aðeins passlega alvarlega," er haft eftir henni. „Þær gera grín að hryllingsmyndum, leikurunum og stundum jafnvel áhorfendum." Wes Craven segir að þessi síð- asta mynd í flokknum haldi áfram að segja þroskasögu Sidney Prescott og fólksins í kringum Grlmuklæddi morðinginn í þriðju umferð: Þríleik- ur skipulagður frá upphafi. Oskur 3 Leikarar: Courtney Cox, Neve Campbell, David Arquette, Parker Pos- eym, Matt Keeslar og Emily Mortimer. Leikstjóri:___________________ Wes Craven: (Vampire in Brooklyn, The People Underthe Stairs, The Serpent and the Rainbow, Deadly Friend). hana um leið og það lendir í ógnar- legum hættum. „Sidney verður fullorðin í þessari mynd, sjálfstæð ung kona sem tekst á við drauga fortíðarinnar.“ Öskurmyndirnar eru í miklu uppáhaldi hjá Craven. „Þær stað- festa það sem ég hef alltaf sagt, að hryllingsmyndir eru frábær tæki til þess að segja sögur af fólki. Þær kafa djúpt í sálarlíf persónanna. Myndirnar takast á við margt af því sem krakkar óttast í dag og gera það á jákvæðan og fyndinn máta.“ Framleiðandinn Marianne Maddalena hefur unnið með Crav- en frá árinu 1987 og þekkir hann vel. „Wes er ákaflega flókinn pers- ónuleiki. Hann er virkilega vel gef- inn og sér lífið í svolítið öðru ljósi en flestir aðrir og hefur þekkingu á því hvað hræðir fólk. Hann er mjög góður í því sem hann gerir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.