Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 C 5 BÍÓBLAÐIÐ stúlkna frá öllum ríkjum Bandaríkj- anna, um aðalkvenhlutverkið í mynd nr. 2., um Karatestrákinn. Swank tók hlutverkið af þeirri hreinræktuðu fagmennsku sem ein- kennir lífshlaup hennar frá upphafi. Nam karate næstu mánuðina hjá Pat Johnson, frægum kappa sem sleit henni út fimm tíma á dag. Það bar árangur, hún skyggði á stjörn- una, Ralph Macchio, sem reyndar er ekki ýkja hár í loftinu. Síðan eru liðin 5 ár og hin kattlið- uga leikkona frá Bellingham hefur ekki legið á meltunni þótt bið hafi verið á bitastæðum hlutverkum. Sí- vinnandi og tekið flestu sem að höndum ber. Farið með stór hlut- verk í sjónvarpsmyndunum Terror In the Family (’97), Dying to Belong (’97), og Sleepwalker Kings (’98). Kvikmyndahlutverkin létu á sér standa. Swank brá fyrir í Sometimes They Come Back... Again (’97), óm- erkilegu framhaldi hryllingsmyndar byggðri á hand- riti eftir Stephen King. Síðan komu Heartwood (’98) og The Way We Are, sem er reyndar ósýnd enn en á að fá að spreyta sig undir nafninu Quiet Days In Holly- wood, í kjölfar verð- launa- leiksins í Boys Don’t Cry. Myndin um harm- sögu Brandon Teena olli straumhvörfum í lífi leikkonunnar, sem und- irbjó sig á ýmsan hátt. Til dæmis klæddi hún sig og hegðaði á allan máta eins- og strákur í margar vik- ur áður en æfingar hóf- ust. Þetta var einkar óþægileg reynsla. „Ef þú fellur ekki ER VON aö menn spyrji. Fyrir síöustu helgi var nafn leikkonunnar Hillary Swank nánast óþekkt, en óvænt Ósk- arsverölaun á sunnudagskvöldiö fyrir bestan leik í aðalhlutverki, kom því á hvers manns varir. Sæbjörn Valdimars- son kynnti sér hver þaö er sem leikur stúlkuna sem vildi veröa strákurí Boys Don’tCry. Hillary Swank lék reyndar Kimberley, bestu vinkonu blóðsugudráparans í Buffy the Vampire Slayer (’92), og kærustu Karatestráksins í Next Karate Kid (’94), en hvaða heilvita maður man þessar lummur? Öllu líklegra að aðdáendur sjónvarpsþáttanna Beverly Hills 90210, rámi í þessa snotru stúlku sem fór með aukahlutverk Carly Reyn- olds í nokkra mánuði á árunum 1997-98. Það var tvímælalaust aðalafrek Swank á leiklistarsviðinu á lengst af litlausum ferli. Swank er fædd 1974 í Washington, Kyrrahafsríkinu fagra, og smitaðist komung af leiklistarbakteríunni. Aðeins 9 ára, og ósköp stutt í annan endann (120 cm), fékk hún hlutverk Mowgli í Frumskógasögu Rudyards Kipling, og teningnum var kastað. Næstu árin lék Swank í fjölda leikrita á fjölunum í heimabæ sín- um, Bellingham, þar sem hún bjó til 16 ára aldurs. Þá héldu henni engin bönd lengur og Swank hélt ótrauð til höfuðborgar kvik- myndaiðnaðarins, Los Angeles. Ekki leið á löngu uns örlögin blönd uðu sér í málin; sú stutta fékk sitt fyrsta atvinnutilboð, heilar tvær línur í sjónvarpsþátt- unum Harry and the Hend- ersons (’91). Sem leiddi til innkomu í Growing Pains og Evening Shade, tveim- ur, vinsælum þáttum á þessum tíma ( a.m.k. sá síðamefndi var sýndur hérlendis). Swank þótti standa sig vel og kom fram í nokkur skipti til viðbótar í báðum þáttunum. Þaðan lá leið- in í fast hlutverki Camp Wilder þáttaröðinni hjá ABC sem var vinnustaður hennar næsta hálfa árið. í millitíðinni komst hún í fyrsta sinn á blað hjá kvikmyndaverinu 20th Century Fox, í unglingahrollinum Buffy the Vampire Slayer. Næsta stoppistöð í Hollywood var Columbia kvikmyndaverið, þar sem hún sótti, ásamt þúsundum annarra vongóðra, ungra inn í svart/hvíta skilgreiningu pilts eða stúlku, þá lendirðu í spmngunni á milli og það er einmanalegur stað- ur,“ segir Swank. Þegar tökur hóf- ust var Swank búin að umbylta persónuleika sínum, farin að haga sér einsog strákur í allri framkomu, þannig að vinum hennar og félögum leist alls ekki á blikuna. Sjálfri leið henni illa, Swank var búin að lifa sig um of inn í vandasamt og dapurt hlutverk Teena. „Ég leit hvorki út fyrir að vera strákur né stelpa, var glötuð, flaut um í einskismanns- landi.“ Uppskeran var ríkuleg. Túlkun Swank á stúlkunni sem vill vera strákur er margrómuð og hefur fært henni fjölda verðlauna gagn- rýnenda í New York, Los Angeles, Boston og víðar. Óskarinn er punkt- urinn yfir iið. Að leika annað kyn er erfitt, einkum ef leikarinn er ekki að fást við gamanmál, líkt og Jack Lemmon í Some Like It Hot (’59), Julie Andrews í Victor/Victoria (’82), Barbra Streisand í Yentl (’83), Dustin Hoffman í Tootsie (’82). Það hjálpar. Brandon Teena er hins veg- ar hádramatískt hlutverk, þannig að frammistöðu Swank má líkja við afrek Jaye Davidson í The Crying Game (’92), og að vissu leyti William Hurt í Kossi köngurlóarkonunnar - Kiss of the Spider Woman (’85). Það hefur verið ákveðið að taka mynd- ina til sýninga hérlendis en frumsýningardagurinn er enn ófrá- genginn. Framtíðin er bjartari. Swank er að verða búin að leika eitt aðalhlut- verkið (ásamt Cate Blanchett, Dav- id Arrow, Gary Cole, Greg Kinnear, Keanu Reeves, o.fl. góðu fólki), í The Gift, nýjustu mynd leikstjórans Sam Raimi og handritshöfundanna Toms Eppersons og Billys Bobs Thorntons. Saman stóðu þessir heiðursmenn að ekki ómerkilegri myndum en One False Move (’91) og A Simple Plan (’98), þannig að kvikmyndahúsgestir og fröken Swank eiga von á góðu. Því næst tekur hún sér fyrir hendur aðalhlut- verk franskrar 18. aldar konu í The Affair df the Necklace, sem verður tekin í sumar í Prag og Parísarborg. Ofan á þetta allt er Swank ágæt afrekskona í íþróttum, einkum fim- leikum og sundi, sem hún æfði fyrir síðustu Olympíuleika. Býr í Los Angeles ásamt hundi sínum, þrem köttum, afrískum páfagauk og eig- inmanninum, sjónvarpsmyndaleika- ranum Chad Lowe. Og gylltum karli sem stendur hnakkakertur á arin- hillunni... Svefnpokar Bakpokar Gönguskór Flíspeysur Útivistarfatnaður Apolartec Faxafeni 12 • 108 Reykjavík • S: 588 6600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.