Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 6
'3 C FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 BÍÓBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ r : !lll Péxur Blöndal Tíu litlir negra- strákar LIFIRÐU áhugaverðu lífi? Mikiö eróþægilegt að vera spurður þessarar spurningar í morgun- sárið áður en maður fær séryl- volgan Brezel á lestarstöðinni Zoologischer Garten. Lifi ég áhugaverðu lífi? Blaðamanni svelgist á og verður litið á kær- ustuna sína. Hún yppir öxlum. Enginn stuðningur par. Ásjónan speglast í glugganum á lest- inni. Nú eru tölurnar orðnar tvær sem vantar á frakkann og blaðamaður hefur ekki far- ið f klippingu í nokkra mán- uöi. Ætli það sé áhugavert? Er hann kannski kominn yfir mörk þess að vera lúði og orðinn sérvitringur? Sá sem spurði spurningar- innar veitir líka svariö. Þaö er framleiöandi sjónvarpsþátta sem fjalla um líf venjulegra meðaljóna á borð við blaöa- mann. Til að koma til greina þarf maður að skila inn úr- drætti úr lífi sínu. Ef fram- leiðandanum líkar lesturinn kemst maður í náðina og fær háar fjárhæðir fyrir hverja mínútu sem þykir nógu merki- leg til að sýna í sjónvarpi. Allt út af því að það er í tísku að sýna eitthvaö raunverulegt, að vinirnir f sjónvarpinu séu til. Heimildamyndir eru í tísku, Truman er í tísku, Blair- nornin svífur enn yfir vötnum og svo er okkur fólkinu úr hversdagsleikanum jafnvel safnað saman á einn stað og búinn til leikur svo hinir nenni að horfa á. Þættirnir Big Brother hafa vakið miklar deilur í Þýska- landi enda er nafniö ef til vill skírskotun í firringu nútíma- samfélagsins. Tíu þátttakend- ur búa í einangrun í hundrað daga, þar sem myndavélar fylgjast með þeim allan sólar- hringinn, jafnvel í sturtu og uppi f rúmi. Þeir tilnefna reglulega tvo fulltrúa úr eigin röðum til að senda heim og áhorfendur velja á milli. Það myndast mikil spenna á milli þeirra, þeir baktala hver annan, eins og í Tfu litlum negrastrákum springur einn af öðrum á limminu, þartil sá síðasti slekkur Ijósiö og verður um 10 milljónum ríkari. Það er veriö að leika hættulega sálfræðileiki, hrópa óánægjuraddir í Þýska- landi og skora á þjóðina aö sniðganga þættina. Þannig var þetta líka þegar þættirnir Robinson hófu göngu sína í Svíþjóð og voru síöar teknir upp í Danmörku. Þátttakend- ur voru sendir til fjarlægrar eyju, kepptu sín í milli og völdu sjálfir hver yrði sendur heim. Þrátt fyrir varnaðarorðin fengu þættirnir svo mikiö áhorf að þátttakendurnir urðu landsfrægir og fengu jafnvel umsjón með eigin sjónvar- psþáttum í kjölfariö. En samt var það sárt aö vera sendur heim og vinna ekki gullpottinn, einn af öðr- um brustu þeir sem sendir voru heim í grát og einn framdi jafnvel sjálfsmorö. Stóri bróðir glottir út í annaö. Hann er bara að horfa á leiki mannanna. hann þrjár myndir sem settu hann í fremstu röð kvikmyndaleikstjóra: pókerdramað The Cincinnati Kid með Steve McQueen, kaldastríðs- kómedíuna The Russians Are Coming, The Russians Are Com- ing! og loks glæpamyndina In the Heat of the Night, sem hafði fyrir sögusvið kynþáttaátök í Suðurríkj- unum og sagði af svörtum alríkis- lögreglumanni sem leysti morð- gátu með hjálp lögreglustjóra í smábæ, kynþáttahatara mikils; myndin hlaut fimm Óskara, þar á meðal sem besta mynd (Jewison var ekki tilnefndur fyrir leik- stjórnina). Jewison hefur síðan gert hinar fjölbreytilegustu myndir sem sýna áhuga hans á ólíkum viðfangsefn- um og ólík efnistök hans sjálfs. Hann stýrði McQueen á ný í The Thomas Crown Affair, gerði söng- leikinn Fiðlarann á þakinu að hinni bestu skemmtun á hvíta tjaldinu, gerði annan og byltingarkenndari söngleik, Jesus Christ Superstar, fjallaði um íþróttaofbeldi framtíð- arinnar í Rollerball, spurningar um réttvísi í ...And Justice of All og loks um leyndarmál nunnu í Agnesi barni guðs. Eins og síðast talda myndin bar með sér gerðist Jewison einskonar áhugamaður um að færa kunn leikrit á hvíta tjaldið og tókst að „opna“ þau með miklum ágætum eins og til dæmis A Soldier’s Story, þar sem hann fjallaði enn um kynþáttafordóma, auk þess sem rómantíska gamanmyndin Moonstruck, líklega kunnasta mynd leikstjórans í seinni tíð, var samin af leikritaskáldinu John Patrick Shanley og hafði ósvikinn leikritsblæ yfir sér. Norman Jewison hefur á seinni árum gengið erfiðlega að finna sér verðug viðfangsefni eða þar til söguna um Fellibylinn rak á fjörur hans. Jewison hefur á sínum langa ferli látið sig málefni svertingja í Bandaríkjunum miklu skipta og saga Fellibylsins var sem sniðin fyrir hann. Ekki spillti að Denzel Washington fer með titilhlutverkið en hann lék fyrst fyrir Jewison í A Soldier’s Story. Réttlætiskennd og mannúð eru tvö orð sem lýsa með einföldum hætti inntakinu í helstu verkum Jewisons og eru svo áber- andi þættir í nýju myndinni að það má segja að hún sé að sumu leyti summan af lífsstarfi hans í kvik- myndunum. Það er varla hægt að hugsa sér ánægjulegri endurkomu leikstjóra sem við höfum átt svo ánægjulega samleið með á tjaldinu. Þaö er líklega hár- réttaö tala um end- urkomu eins hæfi- leikaríkasta leikstjóra samtím- ans þegar rætt er um hina ævisögu- legu mynd Hurri- cane eftir Norman Jewison, skrifar Arnaldur Indriða- son. Sem dæmi um það hversu lengi Jewison hefur starfað við kvik- myndaleikstjórn er nærtækast að nefna að þegar hann heyrði fyrst um málareksturinn vegna hnefa- leikakappans Rubin Fellibyls Car- ters, sem er viðfangsefni Hurrica- ne, var hann að leikstýra Sidney Poitier og Rod Steiger í In the Heat of the Night, einni bestu mynd sem gerð hefur verið um kynþáttahatur í Suðurríkjunum. Það var árið 1966 en myndin var frumsýnd ári síðar. Ekki grunaði Jewison að hann ætti eftir að filma ævi Rubin Cart- ers 34 árum seinna en ferill leik- stjórans frá því hann hóf að gera bíómyndir á öndverðum sjöunda áratugnum, er markaður af vand- aðri atvinnumennsku og jafnvel í sumum tilfellum snilldartöktum. Hann er Kanadamaður fæddur í Toronto árið 1926 og því 74 ára á þessu ári og þar með einn elsti starfandi kvikmyndaleikstjóri í heiminum. Hann er líklega kunn- astur fyrir að ná því besta fram í leikurum sínum hverju sinni auk þess sem hann er fyrst og fremst góður sögumaður með auga fyrir dramatískri byggingu. Eins og svo margir af hans Jewison leikstýrir Washington í The Hurricane: Uppreisn æru. In the Heat Of The Night: Ungur Norman Jewison leikstýrir Rod Steiger og Sldney Poitier. kynslóð ólst hann upp við sjón- varpsþáttagerð á fimmta og sjötta áratugnum. Hann skrifaði og leik- stýrði og jafnvel lék ef svo bar undir í sjónvarpsþáttum en fyrsta bíómyndin sem hann gerði var Fourty Pounds of Trouble árið 1963. Á árunum 1965 til 1967 gerði Endurkoma Jewisons

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.