Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ rnm Freysteinn Jóhannsson Stóru nöfnin og ald- urinn ALDURINN eltir uppi kvik- myndastjörnur, eins og ann- aö fólk. Nú hafa þær Van- essa Redgrave og Eileen Atkins sagt sig frá hlutverk- um Virginiu Woolf og Vita Sackwllle-West, þar sem svo langan tíma hefur tekiö aö afia f)ár til kvikmyndarinn- ar Eileen Atkins skrifaði leikrit um ástir Woolf og Sackwille-West, sem var aö mestu byggt á bréfum þeirra, og hún og Vanessa Redgrave fóru með leikritið frá London vestur á Broadway 1995 við mikinn orðstír. Kvikmynda- framleiðandinn Bill Shepherd reyndi árangurslaust að afla fjár til kvikmyndagerðar í Bretlandi og þaö var ekki fyrr Vanessa Redgrave: Dóttirin fær hiutverkið í arf. en hann leitaði til Banda- ríkjamannsins Sonny Everett seint á síðasta ári að hjólin fóru að snúast. Leikkonurnar voru báðar 57 ára, þegar þær fóru með hlutverkin á sviöi, sem var í hærri kantin- um, þar sem Virginia á að vera 54 ára og hin tíu árum yngri. Nú þegar máliö er komið í kvikmyndahöfn hefur Vanessa Redgrave fengiö dóttur sinni, Natasha Richardson 37 ára, hlutverk Virginiu Woolf og Eileen Atk- ins hefur látiö Fiona Shaw 39 ára eftir hlutverk Vita Sackwille- Wes t. En stóru nöfnin geta brugð- izt til beggja vona. Ég fór að sjá kvikmyndina Hvaö varö um Harold Smith?, þar sem Peter Hewltt var leikstjóri, Ben Steiner höfundur hand- rits og Tom Courtenay lék Harold Smith. Tom Courten- ay hefur oft hrifiö mig með leik sínum og hann bregzt ekki í þessu htutverki. Harold Smith eyðir lífinu við sjónvar- þsgláþ og að sþlundra skjald bökum, því hann er gæddur hugarorku og getur beyglað borðbúnað og fært hluti úr stað. Túlkun Courtenay er hófstillt og hárfín; þessi leik- ur, sem færir áhorfandanum þersónuna á silfurfati. Bara að maöur fengi að sjá meira af honum. En því miöur hefur handritshöfundurinn ákveðið aö segja líka sögu sonar Har- olds, Vince, sem er ómerki- leg í alla staði. Þessar tvær sögur hefur leikstjórinn svo buröast með og illu heilli hef- ur saga Vince oröið ofan á, þótt kvikmyndin sæki nafn til þabba hans. Útkoman er rugl með einum demant - en hann er líka eilífur. Rauða skikkjan: Gitte Hænning og Oleg Vidov í mynd Edda Film. NÝLEGA var auglýst til sölu hluta- fé í elsta kvikmyndafyrirtæki á ís- landi, Edda Film ehf., sem stofnað var 1949. Hlutabréfin 18 eru talin nema um 5% af öllu hlutafé félags- ins og voru flest í eigu Guðiaugs heitins Rósinkranz, sem var for- maður Edda Film. Að sögn Erlu S. Árnadóttur, hrl. sem hefur milligöngu um söluna, hafa nokkrar fyrirspurnir borist um hlutafjárkaup frá starfandi kvikmyndafyrirtækjum í landinu. Ekki hefur verið gengið frá samn- ingum enda þarf að kanna ýmis mál áður en unnt er að meta til fulls verðgildi bréfanna, sem eru 1000 gkr. hvert. Erla segir að ekki sé ólíklegt að einhverjir vilji reyna að safna saman bréfum til að eignast félagið. Edda Film á sýningarrétt á Islandi á kvikmyndunum Salka Valka, 79 af stöðinni og Rauða skikkjan. Stuttmyndadagar. veroa alþjooiegir UMSÓKNARFRESTUR um þátt- töku í Stuttmyndadögum í Reykjavík á þessu ári rennur út 21. apríl, en há- tíðin fer svo fram 23. til 25. maí. Þetta er í níunda sinn sem Stuttmyndadag- arnir eru haldnir. Sem fyrr eru kvik- myndaleikstjóramir Jóhann Slgmar- sson og Júlíus Kemp forkólfar hátíðarinnar í samvinnu við Kvik- myndasjóð Islands og Reykjavíkur- borg og veitir borgin þrenn verðlaun fyrir bestu myndir, 50.000,100.000 og 200.000 krónur. í fyrra tóku um 60 myndir þátt í keppninni en Jóhann Sigmarsson segir Bíóblaðinu að æ auðveldara og ódýrara sé að gera frambærilegar stuttmyndir eftir að stafræna tæknin kom til sögunnar. „Við óskum eftir því að myndimar séu ekki styttri en 2-3 mínútur og ekki lengri en 15 mín- útur, þótt til greina komi að gera und- antekningar.“ Jóhann segir að hátíðin í maí verði alþjóðlegri en áður og gert ráð sé fyrir þátttöku mynda frá New York og Berlín. ,Árið 2001 verða Stuttmyndadagamir orðnir að al- þjóðlegri hátíð undir nafninu Reykja- vík Intemational Short Film Festival og í þeim tilgangi er ég núna að útbúa netsíðu á ensku, þar sem stuttmynda- höfundar erlendis geta kynnt sér há- tíðina og skráð þátttöku. Við gemm svo ráð fyrir að veitt verði sérstök verðlaun fyrir bestu erlendu stutt> myndina, auk innlendra verðlauna." Umsóknir skal senda til Kvik- myndasjóðs íslands. Eftir Sæbjöm Valdimarsson LWÖ er sjálfsagt komiö í eins eölilegt horfí ________ kvikmyndaheiminum eftir hrunadans Ósk- arsverölaunaafhendingarinnar og þaö getur oröiö. Fjórir veröa aö taka ósigri því aöeins einn stendur uppi sem sigurvegari, líkt og annars staöar í frumskóginum. Viö, kvikmyndaunnendur, hijótum aö teljastyfir í rööum sigurvegaranna. Þaö er almennt áiitiö aö besta myndin hafi sigraö, sem er fjarri því aö vera sjálfgefiö, og aörir veröiaunaþegar vel aö þeim komnir. Aldrei þessu vant lét ég ekkert fara í taugarnar á sér (aö undanskildu þó ömurlegu blaörinu í fréttamönnunum á undan veisl- unni, sem tönnluöust á hisminu, hvaö allir væru æðislegir og smart). Undanfarinn áratug hefur fyrirtæki aö nafni Miramax, veriö einkar út- smogiö viö aö koma myndum sínum á framfæri og uppskera þessa dvergrisa (9 tilnefningar á 8 árum og tvær verölaunamyndir) Er þaö meö slíkum ólíkindum aö þess finnast ekki dæmi í kvikmyndasögunni. Ekki einusinni hjá risunum, svokölluöu; MGM/UA, 20th Century Fox, Columbia, Universal, Paramount, Disney eöa Warner Bros. Miramax er gott, metnaöarfullt fyrirtæki sem leggur miklu sterkari listrænar áhersl- ur í efnisvali og hefur uppgötvaö og staöiö við bakiö á úrvalskvik- myndagerðarmönnum einsog Woody Allen og Alan Rudolph, sem ann- ars gengu atvinnulausir, sumir hverjir. Miramax á því margt gott skilið. Þaö breytir þó engu um aö markaösdeild þess nær stundum meiri ára- ngri en myndirnar eiga skiliö einsog kom í Ijós í fyrra þegar Ástfanginn Shakespeare - Shakespeare In Love, stakk mikiö betri myndum aftur fyrir sig og fleytti undirmálsfólki áfram til sigurs á þessari virtustu (a.m.k. frá atvinnulegum sjónarhóli) verðlaunahátíð kvikmyndaheims- ins. Svipaö var uppi á teningnum í ár. Miramax (sem er í eigu Disney- risans), setti markaösmaskínuna ígang og önnur þokkaleg meðal- mynd þess, Cider House Rules, var farin aö draga í skoöanakönnunum hægt og bítandi á Ameríska fegurö - American Beauty, líklegasta sigur- vegarann. Nýjasti Hollywoodrisinn, (eöa kannske öllu frekar dvergrisinn einsog Miramax), Dreamworks, með Steven Spielberg í fararbroddi, var ekki á því að horfa uppá þaö þegjandi og hljóðalaust. Líkt og er þeir treystu því aö gæðin dygöu Saving Private Ryan til sigurs. Brennt barn foröast eldinn. Spielberg, Katzenberg og Geffen drógu uþp þrútnar þyngjurnar og guldu líku líkt, auglýstu sína Amerísku fegurö sleitulaust, og árangurinn erkominn á síður kvikmyndasögunnar - og Dreamworks meö fyrstu Óskarsverðlaunamyndina í húsi. Katzenberg er búinn aö skáka sínum gömlu húsbændum og erkifjendum í Músarhreiörinu, „Mousehouse“, einsoggárungarnir kalla gjarnan Disneyveldiö. Nokkur þolraun er að fylgjast meö hátíöinni hér, fjölda tímabelta austar. Sem fyrr eru veisluhöldin ógnarlöng þar sem óteljandi auglýs- ingatímar teygja þau í röska fjóra tíma. Þaö er þó bót í máli að auglýs- ingar verða fjölbreyttari með hverju árinu; fyrstu árin voru þær flestar frá íslenska útvarpsfélaginu sjálfu. Þó ætla ég aö vona aö Akademían eigi eftir að straumlínulaga hátíðahöldin enn frekar, t.d. fer alltoflang- ur tími í kynningu á tónlistinni oggaspur sigurvegaranna og endalausar bull-þakkarræöur veröur aö stytta. Leyfa þó mönnum sem liggur eitt- hvaö jákvætt og ögn vitsmunalegt á hjarta (eisnog Michael Caine og Warren Beattyj, aö fá rýmri tíma. Þessi viöleitni er farin aö bera árang- ur, t.d. var heiðurskemþan, sjálfur sigun/egarinn , Pedro Almodóvar- dreginn nauöugur af sviðinu þegarhann lét ekki afmunnræpunni. Meira afslíku! Friðbert Pálsson var framkvæmdastjóri Háskólabíós í tvo áratugi, eða til loka ársins 1998. í byrjun síðasta árs stofnaði hann sitteigið innflutnings- og dreifingarfyrirtæki kvikmynda, Góðar stundir, og segir hér PáliKrístni Pálssynifrá því. Vandaðar myndir fyrir krofunarðarrmarkað „Mér þótti einfaldlega kominn tími til að skipta um vinnustað," segir Frlðbert um ástæðu þess að hann hætti í Háskólabíói. „En ég var alls óákveðinn um hvað ég ætlaði að gera. Eg fékk nokkur atvinnu- tilboð og lá yfir þeim um hríð, en svo komst ég að því að mér líkaði einna best við þá atvinnugrein sem ég hafði verið í, innkaupum og innflutningi á kvikmyndum. Ég þekki svo vel til allra staðhátta í þeim heimi. Ég ákvað því að slá til og byrja sjálf- stætt sem dreifingaraðili, og er í raun og veru eini aðilinn á íslapdLgem fæst eingöngu við dreifingu kvikmynda. Ég erlíka með myndbönd og hef skipt við ákveðið fyrirtæki um dreifingu þeirra, en er að setja á stofn mitt eigið dreifingarapparat í næsta mánuði. Það verður undirdeild í Góðum stundum með sérstöku nafni, en hvert það verður er ekki komið á hreint.“ Friðbert segist ekki hafa neitt annað lifibrauð en Góðar stundir, og hann lítur ekki svo á að hann sé að keppa við stóru fyrirtækin á markaðnum. „Ég er miklu frekar að vinna með þeim,“ segir hann. „Auðvitað er samkeppni í innkaupum á myndum, hún hefur alltaf verið fyrir hendi og verður senni- lega áfram. En síðan sem ég einfaldlega við kvik- myndahúsin hér á íslandi um að sýna þær myndir sem fara í bíó. Háskólabíó var núna að sýna fyrir mig eina mynd, sú næsta verður í SAM-bíóunum og þarnæsta í Háskólabíói. Það fer semsé eftir því hvemig mér tekst hverju sinni að semja við þessa aðila hvar myndimar em sýndar." Nýlega lauk sýningum Ringulreið (Topsy Turvy) eftir Mlke Lelgh. „Hún kemur frá fyrirtæk- inu United Artists, sem ég hef einkaumboð fyrir. Ég er með nokkur slík umboð og það eru mest fyr- irtæki á frjálsa markaðnum, ekki stóm amerísku risarnir. Ég legg áherslu á að vera með vandaðar myndir, það er minn eigin smekkur og áhugi sem ræður ferðinni. Hann kom fram í Háskólabíói á meðan ég starfaði þar. Mér finnst stefnan hafa dá- lítið breyst hjá Háskólabíói, en þar sem ég kem til með að setja margar þessara mynda þangað þýðir það kannsld að þar verði ekki svo ólíkt úrval þegar upp er staðið." Friðbert stefnir að því að starfsemi Góðra stunda verði komin í fullan gang í lok þessa árs. „Fyrsta starfsárið mitt var í fyrra og ég byrj- aði með myndinni Allt um móður mína (Todo Sobre Mi Madré) eftir Pedro Almodovar, síðan var ég með þrjár myndir á kvikmyndahátíðinni og svo Mifune, dönsku dogmamyndina eftir Seren Kragh Jakobsen, þannig að það voru fimm myndir hjá mér í íyrra. í ár verð ég með átta til tíu myndir, en ég stefni að því að vera með tólf til fimmtán bíó- myndir á ári og á milli fjörtuíu og fimmtíu myndir á myndbandi. Það tekur dálítið langan tíma að koma þessu af stað. Sem dæmi má taka Under Suspieion eftir Stephen Hopklns með Gene Hackman og Morgan Freeman í aðalhlutverkum. Ég keypti hana í febrúar í fyrra, það er verið að klára hana núna og hún verður sýnd hér í haust. “ Friðbert telur gæðastandardinn mjög háan í ís- lenskum kvikmyndahúsum. „Þetta er kröfuharður markaður," segir hann. „Hér er fólk yfirleitt með vandaðan smekk og þess vegna held ég að það sé góður jarðvegur fyrir þá tegund kvikmynda." Friðbert Pálsson: Eigin smekkur og áhugi ræður ferð hjá Góðum stundum. Væntanlegt Flawless, bandarísk, leikstjóri Joel Schu- macher, aðalhlutverk Robert de Niro, Philip Seymor Hoffman og Barry Miller. Frumsýnd í dag. 8 % kona, bresk, leikstjóri Peter Greenaway, aðalhlutverk John Standing, Matthew Delm- are ogVivian Wu. Misery Harbour, norsk, leikstjóri Niels Gaup, listrænn hönnuður Karl Júlíusson, aðal- hlutverk Nicolaj Coster Waldau og Annekke von der Lippe. Maybe Baby, bresk, leikstjóri Ben Elton, að- alhlutverk Hugh Laurie, Joely Richardson, Emma Thompson og Rowan Atkinson. The Golden Bowl, bandarísk, leikstjóri James Ivory, aðalhlutverk Kate Beckinsale, James Fox, Anjelica Huston, Nick Nolte og UmaThurman. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.