Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þingkosningarnar í Japan Mori heldur velli Tdkýí.AFP. STJÓRNARFLOKKARNIR í Jap- an lýstu í gær yfir stuðningi við Yoshiro Mori forsætisráðherra, sem hefur verið kennt um mikið fylgistap þeirra í þingkosningunum á sunnu- dag. Komu leiðtogar flokkanna sam- an og samþykktu að kalla þing saman 4. júlí til að staðfesta að Mori héldi embættinu. Áður hafði Mori játað að hann bæri ábyrgð á fylgistapi Frjálslynda lýð- ræðisflokksins, sem missti meirihluta sinn í neðri deild þingsins. Hinir stjórnarflokkarnir tveir töpuðu einn- ig mikiu fylgi en stjómin er þó enn með meirihluta í deildinni. „Mori forsætisráðherra heldur velli um sinn, en við efumst um að hann geti haldið embættinu þar til næsta sumar í ljósi þess að fylgi hans er sáralítið," sagði japanski stjóm- málaskýrandinn Shigenori Okazaki. Gagnrýndur fyrir ummæli sín Samkvæmt skoðanakönnunum er Mori einn af óvinsælustu forsætis- ráðherram Japans eftir síðari heims- styrjöldina vegna ýmissa ógætilegra yfirlýsinga hans. Hann var gagn- rýndur harkalega fyrir að lýsa Japan sem „landi guðs, með keisarann sem þungamiðju." Þá sætti hann einnig gagnrýni eftir að hafa hvatt óákveðna kjósendur til að „sofa á kjördag". Margir virðast þó hafa farið að ráði hans því kjörsókn var 62,49%, hin næstminnsta í sögu landsins. ■ Kjósendur völdu/24 Jafnt fylgi flokkanna ZANU-PF og MDC í þingkosningunum í Zimbabwe AP Drengir úr norðurhluta Zimbabwe við auglýsingar fyrir stjórnarand- stöðuflokkinn MDC, í nágrenni kosningamiðstöðvarinnar í Guruve. Drengirnir sýndu gestum og gangandi hvaða flokk þeir styddu, en MDC var lengi með meirihluta atkvæða. Stjórnarflokkurinn ZANU-PF náði síðan naumri forystu er rúmur helmingur atkvæða hafði verið talinn. Endanleg úrslit kosninganna lágu ekki fyrir er blaðið fór í prentun. Stjórnarliðar með nauma forystu Harare. AP, AFP, Reuters. ÞINGKOSNINGAR fóru fram í Zimbabwe um helgina og hafði stjórnarflokkur Roberts Mugabes, ZÁNU-PF, nauma forystu er rúm- ur helmingur atkvæða hafði verið talinn. Áður hafði stjórnarand- stöðuflokkurinn, Hreyfing fyrir lýðræðislegum breytingum (MDC) leitt kosningarnar. Endanleg úrslit kosninganna lágu ekki fyrir er blaðið fór í prentun, en að sögn AFP-fréttastofunnar hafði ZANU- PF þó tryggt sér þau 46 þingsæti sem flokkurinn þurfti til að halda þingmeirihluta. Kosningarnar fóru að sögn al- þjóðlegra eftirlitsmanna friðsam- lega fram, en kosningabaráttan hafði einkennst af ofbeldi og ógnun- um stuðningsmanna ZANU-PF á hendur stjórnarandstæðingum. Lögregla í Zimbabwe hafði því við mikinn viðbúnað í gær til að koma mætti í veg fyrir að átök brytust út. Hvatt til stillingar Allt var þó með kyrrum kjörum fram eftir kvöldi í gær og hvatti lögregla fólk til að halda ró sinni. „Þeir sem fara með sigur af hólmi verða að sýna stillingu og ráðast ekki gegn þeim sem bíða ósigur. Þeir sem tapa verða að taka því með ró,“ sagði Augustine Chihuri, lögreglustjóri, í ávarpi til þjóðar- innar í gær. Þingkosningarnar í ár voru þær fyrstu sem taldar voru geta fellt stjórn Mugabes, sem hefur verið við völd frá þvi að Zimabwe hlaut sjálfstæði árið 1980. Ekki var ljóst í gær hvort stjórn- arflokkurinn hefði hug á að virða úrslit kosninganna yrði niðurstaðan sú að MDC færi með sigur af hólmi, en John Nkomo, formaður ZANU- PF, sagði á sunnudag að flokkurinn myndi vera áfram við völd sama hver úrslit kosninganna yrðu. Kjörsókn mikil Kjörsókn vegna þingkosning- anna var mikil og var talið að um 65% kjósenda hefðu neytt atkvæð- isréttar síns. Kosningaþátttaka í Zimbabwe hefur ekki mælst meiri frá því kosið var í sjálfstæðiskosn- ingunum 1980. Að sögn Tobaiwa Mudede, sem hafði yfirumsjón með talningu atkvæða, olli þetta því að tölur vora seinna á ferðinni en ráð hafði verið gert fyrir. „Þátttakan er bara of mikil, yfirþyrmandi... næst- um því helmingi meiri en við gerð- um ráð fyrir,“ sagði Mudede við fréttamenn. Kosið var um 120 af 150 þingsæt- um, en Mugabe velur 20 þingmenn, auk þess sem höfðingjar 10 ætt- flokka eiga einnig sæti á þingi. Þurfti stjórnarandstaðan því að ná 76 þingsætum til að ná þingmeiri- hluta á meðan að stjórnarflokknum dugðu 46 sæti til þess. Finnland Mannskæð Jónsmessa Helsinki. AP. ,AF hverju aftur? Hvers vegna læram við aldrei?" var fyrirsögn finnska dagblaðsins Iltalehti í gær eftir að 28 manns fórast í Finnlandi nú um helgina. Helgin í kringum Jónsmessu er sá tími sem hvað flestir Finnar halda í sumarfrí og hefur fjöldi dauðs- falla um þessa helgi farið vax- andi undanfarin þijú ár. I ár drukknuðu 15 manns, tíu fórast í umferðaróhöppum og ofbeldi kom við sögu við dauða þriggja. Að sögn AP-fréttastof- unnar fórast 20 um þessa sömu helgi í fyrra og 15 árið áður. Svo virðist sem að upphafi sumarleyfistímans í Finnlandi fylgi gjaman ótæpileg neysla áfengis. Þetta hefur reynst mörgum Finnum banvæn blanda, skv. sögn finnsku lög- reglunnar, sem telur að áfengi hafi komið við sögu í flestum dauðsfallanna. Finnar fagna Jónsmessunni gjaman með því að halda út í sveit og neyta þar áfengis í miklum mæli. Vinnu við frumgerð að korti yfír erfðamengi mannsins lokið Spáð byltingu í barátt- unni Washington, London. AP, Rcuters. TALSMENN vísindastofnana beggja vegna Atlantshafsins skýrðu í gær frá því í sameiginlegri yfirlýs- ingu að búið væri að Ijúka við fram- gerð að korti yfir genamengi manns- ins. Aukin þekking á genum, öðra nafni erfðavísum mannsins, og þætti þeirra í þróun sjúkdóma er talin geta valdið byltingu í læknisfræði. Vitað er að erfðir leika mikilvægt hlutverk í sjúk- dómum á borð við ýmis krabbamein og hjartasjúkdóma. „Þetta er stórkostleg uppspretta," sagði Bandaríkjamaðurinn James D. Watson í gær en hann fékk ásamt tveimur Bretum Nóbelsverðlaun 1962 fyrir að uppgötva tvöfalda helix- inn, uppbyggingu erfðaefnisins DNA. í samtali við BBC sagði hann að nú hefðu menn komið höndum yfir leið- arvísi að mannlegu lífi og þróunin yrði hröð. „Eftir að prentvélin var fundin gegn sjúkdómum Bill Clinton Bandaríkjaforseti skýrir frá kortlagningu genamengisins á blaðamanna- fundi í Hvíta húsinu í gær. upp varð sprenging, fleiri gátu fengið upplýsingar. Við munum öðlast betri skilning á okkur sjálfum, átta okkur betur á því hvert eðli mannsins er.“ Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, héldu í gær sameiginlegan blaðamannafund með aðstoð sjón- varpsskjáa til að skýra frá árangrinum. Sagði Clint- on að með betri þekldngu á genamenginu myndu vísindamenn fá „gríðar- legt, nýtt afl til að lækna“ með því að ráðast að erfðafræðiiegum rótum sjúkdóma. Blair sagði að genamengiskortið myndi hafa afleiðingar sem yrðu jafnvel „mun víðtækari en uppgötvun fúkkalyfja. Með afrekinu hafa nýir tímar í sögu mannsins runnið upp.“ Tveir aðilar hafa unnið að kortlagn- ingunni, annars vegar Genamengis- áætlunin (HGP) frá 1990 en einnig hefur einkafyrirtækið Celera Genom- ics undir stjóm Craigs Venters keppt við HGP sem er samstarf 16 opin- berra stofnana, aðallega í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Samvinna tókst nýlega miili keppinautanna tveggja. Venter sagði í gær að fyrirtæki hans hefði greint að fullu rámlega þijá milljarða basaraða sem mynda genamengið. Sýnin hefðu verið úr sjálfboðaliðum, þremur konum og tveimur körlum af ýmsum kynþátt- um. Talsmaður HGP, Francis Collins, skýrði frá því að liðsmenn hans hefðu lokið greiningu á 97% af genameng- inu og 85% basaraðanna hefðu þegar verið staðsett á litningum. ■ Grundvöllur/35 MORCUNBLAÐIÐ 27. JÚNÍ 2000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.