Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afkoma rfkissjóðs fyrstu fímm mánuði ársins Tekj uafgangur 6,5 milljarðar Morgunblaðið/Sigurgeir Jónsson Sprungur eru í Klifinu og er talin stafa hætta af þeim. Hætta talin stafa af sprung- um í Eyjum TEKJUAFGANGUR á ríkissjóði fyrstu fimm mánuði ársins nemur rúmlega 6,5 milljörðum króna, skv. upplýsingum fjármálaráðuneytis- ins, en fyrstu fimm mánuði ársins í fyrra nam afgangurinn 4,3 milljörð- um króna og 0,7 milljörðum árið 1998. Hreinn lánsfjárjöfnuður fyrstu fimm mánuði ársins var já- kvæður um 5,6 milljarða króna sem er einnig talsvert hagstæðara en ár- in 1998 og 1999. Tölur um afkomu ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins 2000 eru nú fyrir hendi á greiðslugrunni og því ekki sambærilegar við fjárlög ársins, að því er kemur fram í til- kynningu fjármálaráðuneytisins, en fjárlög eru sett fram á rekstrar- grunni. Geir H. Haarde fjármála- ráðherra segir að menn séu af þess- um sökum ekki tilbúnir til að fullyrða að þetta þýði að í árslok verði afkoma betri fyrir árið í heild á rekstrargrunni en tölurnar veki engu að síður ákveðnar vonir um það. „Þessar tölur sýna að ríkissjóður stendur mjög traustum fótum og ef eitthvað er þá eru tekjurnar heldur meiri en við höfðum reiknað með, á VERULEGA hafði dregið úr virkni á jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi í gær og sagði Vigfús Eyjólfsson, jarðfræðingur á Veðurstofunni, í gærkvöld, að 363 smáskjálftar hefðu mælst á síðasta sólarhring en það er það minnsta frá því skjálftavirknin hófst fyrir rúmri viku. Stærsti skjálftinn varð í Fagra- dagsfjalli á Reykjanesskaga kl. 21.37 í gærkvöld og mældist hann 3,2 á Richter. I Grindavík fannst hins veg- ar fyrir skjálfta sem varð kl. 18.11 í gærdag tæpa fimm kílómetra norð- meðan útgjöldin aukast ekki að sama skapi. Síðan sést vel á þessu að skipulega er verið að greiða upp skuldir," sagði Geir en á fyrstu fimm mánuðum ársins námu af- borganir lána 19,3 milljörðum króna. Á móti komu lántökur að fjárhæð 12,7 milljarðar króna og þegar hreinn lánsfjárjöfnuður er hafður í huga var greiðsluafkoma ríkissjóðs því neikvæð um tæplega 1 milljarð króna, sem er rúmlega 4 milljörð- um króna hagstæðari niðurstaða en í fyrra. Heildartekjur ríkissjóðs nema 81 milljarði króna Heildartekjur ríkissjóðs námu 81 milljarði króna á tímabilinu janúar- maí, samanborið við tæplega 73 milljarða á fyrstu fimm mánuðum síðasta árs og 62 milljarða árið 1998. Aukningin frá fyrra ári nem- ur 11%, samanborið við 17,% árið áður. Heildargjöld ríkissjóðs námu 74,5 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, sem er hækkun um tæpa 6 milljarða, eða 8,6% frá sama tíma fyrir ári. Fjármálaráðherra segir að tekju- austur af Grindavík, jafnvel þó að hann væri aðeins 2 á Richter. Kortið er fengið af vef Veðurstof- unnar, www.vedur.is/ja/skjalftar/ svest.html, og uppfærist sjálfvirkt á hálftíma fresti. Dökkrauðir punktar tákna nýjustu skjálftana og dökkblá- ir þá elstu en um er að ræða alla skjálfta sem átt hafa sér stað 48 klukkustundir fyrir útgáfu kortsins. Skjálftar stærri en 3 á Richter- kvarða eru táknaðir með grænum stjörnum, óháð því hvenær innan tímabilsins þeir urðu. aukningin sýni að enn séu mjög mikil umsvif í þjóðfélaginu „og það sem er athyglisvert er að það eru ekki síst tekjuskattar sem hækka, en ekki fyrst og fremst veltuskatt- ar, eins og sumir hafa talið“. Tekjuskattur einstaklinga skilaði tæplega 15% meiri tekjum á fyrstu fimm mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra og segir í tilkynn- ingu fjármálaráðuneytisins að til samanburðar megi nefna að launa- vísitalan hækkaði um rúmlega 5% á þessu tímabili. Ljóst sé því að mikil eftirspurn á vinnumarkaði birtist í þessum tölum. Aðspurður um það hvort ekki megi túlka þessar tölur sem vís- bendingu um áframhaldandi þenslu segir Geir, að þar sem veltuskattar séu helsti mælikvarðinn á þenslu sé þensluaukning mun minni fyrstu fimm mánuði þessa árs heldur en á sama tímabili í fyrra. Fram kom í máli fjármálaráð- herra að framvegis yrðu tölur um afkomu ríkissjóðs birtar mánaðar- lega og sagði hann að það ætti ekki síst að gagnast aðilum markaðarins sem fylgjast vildu grannt með stöðu ríkisfjármála. VISS hætta er talin stafa af sprung- um í Heimaey að mati almanna- varnanefndar Vestmannaeyja og er nefndin að íhuga að ýta lausu grjóti eða sprungum niður, hugsanlega með sprengingum. Vegum og gönguleiðum við Klifið hefur verið lokað og verða ekki opnaðar aftur fyrr en menn hafa sannfærst um að veruleg hætta sé ekki á grjóthruni. Þá hefur tjaldstæðum í Herjólfsdal verið lokað en Shell-mót hefst í Eyj- um á morgun og munu gestir á mót- inu reisa tjöld sín við Þórsvöllinn. Karl Gauti Hjaltason, sýslumað- ur í Vestmannaeyjum og formaður almannavarnanefndar í Eyjum, sagði að nefndin hefði rætt þá hættu sem stafar af hruni í Vest- mannaeyjum. Hann sagði að víða væru sprungur og laust grjót en hættan væri talin mest í Klifinu og í nágrenni við það og þar hefði gönguleiðum verið lokað. Hann sagði að í athugun væri að sprengja laust berg niður og draga þannig úr hættu á að það félli nærri fólki. Mjög erfitt væri að meta hversu mikil hætta stafaði af sprungunum. Það gæti tekið áratugi eða hundruð ára fyrir sprungur að falla fram en tíminn gæti einnig verið miklu styttri og nefndin ætlaði að skoða þetta mál betur á næstunni. Sem kunnugt er fótbrotnaði stúlka í Herjólfsdal á þjóðhátíðar- daginn þegar jarðskjálfti reið yfir landið og grjót úr hlíðinni féll á hana. Tjaldstæði í dalnum eru enn lokuð. Guðjón Hjörleifsson bæjar- stjóri sagði þetta eðlilega varúðar- ráðstöfun á meðan menn væru að skoða aðstæður eftir skjálftana. Hann sagði að þjóðhátíð yrði haldin í dalnum í sumar en til skoðunar væri að flytja flugeldasýningu sem jafnan hefur verið á hátíðinni. -------------♦-*-«------ Alvarlegt um- ferðarslys við Akranes ALVARLEGT umferðarslys varð rétt fyrir utan Akranes á móts við bæinn Bekansstaði á fjórða tímanum á sunnudag. Fólksbfl var ekið aftan á sendiferðabfl með þeim afleiðingum að sendiferðabfllinn fór út af vegin- um og endaði ofan í skurði. Okumað- ur hans er talinn alvarlega slasaður og var fluttur í sjúkrahús. Auk þess voru tveir aðrir fluttii' í sjúkrahúsið á Akranesi minna slas- aðir, farþegi í sendiferðabflnum og ökumaður fólksbflsins. Tveir piltar létu lífið í slysi á Svalbarðsströnd TVEIR piltar, tæplega 21 árs gamlir, létu lífið í umferðarslysi á Svalbarðsströnd snemma á sunnu- dagsmorgun. Þeir hétu Aðalsteinn Már Björnsson og Elvar Hilmarsson. Aðalsteinn Már var fæddur 17. ágúst árið 1979 og var til heimilis í Stafholti 12 á Ak- ureyri. Elvar var fæddur 2. septem- ber árið 1979 og var til heimilis í Bakkahlíð 25 á Akureyri. Slysið var tilkynnt til lögreglu á Akureyri kl. 5.25 á sunnudags- morgun. Piltarnir höfðu verið í Vaglaskógi og voru á leið til Ak- ureyrar. Slysið varð nálægt bænum Höfn á Svalbarðsströnd, handan Akureyrar. Þar fór bíll- inn út af veginum en ökumaður og farþegi köstuðust báðir út úr Aðalsteinn Már Björnsson Elvar Hilmarsson bílnum að sögn lögreglu og er talið að þeir hafi látist sam- stundis. Rannsókn á tildrögum slyss- ins fer nú fram á vegum rann- sóknardeildar lögreglunnar á Akureyri og biður hún þá sem kynnu að hafa orðið varir ferða bifreiðarinnar, sem var rauð Toyota Corolia, að gefa sig fram. -22.5° -22° -21.5° -21° -20.5° -20° -19.5° 64.4° 642° 64« 63.8° 63 6° km 0 10 20 A A nÍé? xm <, ■ ........ Veðurstola íslands 2000-06-28 22:18 PLP-4-I Wm Aldur (klst.) 63.6° 0 4 8 1 2 1 620 24 -22.5° -22° -21.5° -21° -20.5° -20° -195 64.4° 64.2° 64° 63.8° Mun minni skjálftavirkni Sérblöð í dag jti Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimíli Nýliðar Fylkis hafa hreiðrað um sig á toppinum / B3 ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Rúnar Kristinsson til Grazer eða Lokeren / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.