Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ylströndin 1 Nauthólsvfk formlega opnuö
i^/4u/JD'
Ykkur er óhætt að hoppa út í elskurnar mínar, það er enginn „k.... í lauginni".
Stóraukin
virkni
við Geysi
HVERAVIRKNI á Geysissvæðinu í
Haukadai hefur, að sögn heima-
manna, stóraukist í kjöifar jarð-
skjálftanna á Suðuriandi. Eins og
fram hefur komið í Morgunblaðinu
mátti greina aukna virkni á svæðinu
í kjölfar fyrri skjáiftans og að sögn
Más Sigurðssonar, sem hefur fylgst
grannt með því siðustu áratugi,
urðu enn frekari breytingar eftir
þann seinni. Ekki sjást merki þess,
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
að sögn Más, að virknin sé á nokk-
urn hátt að dvína á ný.
Þessi aukna virkni sést einna
heist í Konungshver, sem var orðinn
nánast þurr fyrir skjálftana. Eftir
fyrri skjálftann var hann hins vegar
farinn að gefa af sér um hálfan sek-
úndulítra af heitu vatni og nú segir
Már að úr honum renni u.þ.b. einn
iítri á sekúndu. Virkni í Strokki er
einnig meiri og segir Már hann bæði
gjósa oftar og af meiri krafti en áð-
ur.
Hvað sjálfan Geysi varðar segir
Már að hann bulli enn og ólgi en nái
ekki að gjósa vegna pokans sem er í
raufinni. MikiII ferðamannastraum-
ur er nú um Geysissvæðið, enda
veðrið gott og staðurinn sem fyrr
vinsæll meðal erlendra ferðamanna.
Bíldshöfða, 110 Reykjavik
s.510 8000 www.husgagnahollin.is
Teg. BR04313
kr. 99.360,-
HUSGAGNAHOLUN
on á ge&tum?
Verð frá
89.420,-
Vandaðir ameriskir svefnsófar með
innbyggðri springdýnu. Frábær lausn
þegar sameina þarf fallegan sófa og
gott rúm. Við bjóðum margar gerðir,
mikið úrval áklæða og lita.
Kór Flensborgarskólans
I söngferð
til Kanada
Þórunn Harðardóttir
KÓR Flensborgar-
skóla hyggur á ut-
anferð 1. júlí nk. til
að syngja á kóramóti í Tor-
onto í Kanada undir stjóm
Hrafnhildar Blomst-
erberg, sem er kórstjóri.
Kórfélagar eru um þessar
mundir að selja happ-
drættismiða til styrktar
utanferðinni. Kór þessi
hefui- starfað við Flens-
borgarskóla um langt
skeið og sungið víða, meðal
annars á kóramóti í Port-
úgal í fyrra. Þórunn Harð-
ardóttir hefur verið kórfé-
lagiíþrjú ár.
„A kóramótinu í Toronto
mun Kór Flensborgar-
skóla syngja bæði einn sér
og einnig taka þátt í sam-
söng með öllum hinum tólf
kómnum sem sækja þetta kóra-
móta.“
- Hvaðan koma þessirkórar?
„Nokkrir em frá Kanada en
einnig koma kórar frá Englandi,
Spáni, Noregi, Nýja-Sjálandi,
Slóveníu og fleiri stöðum. Allt em
þetta unglingakórar, félagar era á
aldrinum 15 til 27 ára.“
- Hvað eru margir í Kór Flens-
borgarskóla?
„Við eram rúmlega fjöratíu og
við eram með tiltölulega jafnt
hlutfall milli stráka og stelpna,
sem er nokkuð sérstakt, venju-
lega era stúlkumar mun fleiri.“
- Hvað eruð þið með á eíhis-
skránni fyrir tónleikana í Tor-
onto?
„Við eram aðallega með íslensk
lög, einkum ættjarðarlög. En
einnig erum við með nokkur er-
lend lög á efnisskránni. Við eram
með nokkur lög sem við sungum á
kóramóti í Portúgal í fyrra en flest
lögin era þó nýlega æfð hjá okk-
ur.“
- Er mikið tjör í kórstarfsem-
inni hjá ykkur?
„Já, það er ákaflega skemmti-
legt að syngja í svona kór með
svona mörgu ungu fólki. Mikið fé-
lagslíf er í kringum kórinn og við
hittumst mikið fyrir utan sönglíf-
ið. Við höldum mikið saman í skól-
anum líka, þetta er orðin hálfgerð
„klíka“.“
- Syngið þið mikið opinberlega?
„Já, það era alltaf haldnir jóla-
tónleikar og oft hausttónleikar
líka, einnig höfum við verið fengin
til að syngja við alls konar tæki-
færi, svo sem við brúðkaup, við
kynningar og í afmælum. Við
syngjum líka alltaf við útskrift
Flensborgarskólans, það er eina
skylda okkar gagnvart skólan-
um.“
-Styrkir skólinn þessa kór-
starfsemi?
„Já, skólinn hefur styrkt okkur
mjög vel og sýnt okkur mikla góð-
vild. Við fóram í söngferðalag í
kringum landið og sungum á
nokkram stöðum. Skólinn styrkti
okkur fyrir þetta ferðalag meðal
annars en við verðum
einnig að vera dugleg
við fjáröflun sjálf.“
-Þið eruð núna að
selja happdrættismiða
- hvað eruð þið með í
vinninga?
„Það eru listaverk
eftir hafnflrska listamenn. Um er
að ræða m.a. vatnslita- og olíu-
málverk, teikningar, höggmyndir
og fleira. Alls era vinningamir
sautján að verðmæti um 600 þús-
und krónur."
- Hvaða fjáröflun hafði þið ver-
iðmeðaðra?
„Við geram þetta hefðbundna -
► Þórunn Harðardóttir fæddist í
Reykjavík 12. desember 1980.
Hún stundar menntaskólanám á
náttúrufræði- og málabraut við
Flensborgarskóla og mun vænt-
anlega Ijúka prófi um næstu ára-
mót. Hún starfar við garðyrkju-
störf um þessar mundir. Þórunn
hefur verið í Kór Flensborgar-
skóla í Hafnarfirði í þrjú ár. Hún
er ógift og bamlaus.
að selja klósettpappír. Svo voram
við með söngmaraþon i mars, þá
sungum við samfellt í heilan sólar-
hring í verslunarmiðstöðinni
Firði. Einnig reyndum við að vera
með kökusölu en það gaf svo lítið
af sér að við hættum því.“
- Eru þið búin að koma ykkur
upp kórbúningum ?
„Já, við gerðum það áður en við
fóram til Portúgal. Stelpumar eru
ýmist í himinbláum síðum kjólum
og/eða svörtum og bláum kjólum,
strákarnir era í svörtum buxum
og í bláum eða svörtum skyrtum."
- Gengur jafn vel að fá allar
raddir í kórinn ?
„Nei, það gengur erfiðlegar að
fá stráka, einkum tenóra, í kórinn.
Núna eram við með sjö tenóra.
Flestar stelpurnar syngja sópr-
an.“
- Er mikið ævintýri að fara til
útlanda með svona kór?
„Já, það er rosaleg upplifun ef
svo má segja. Maður lærir svo
mikið á þessu. Við fengum
fimmtán sameiginlegu söngverkin
send að utan svo við gætum æft
okkur og það hefur gengið mjög
vel, en þetta era mjög erfið verk,
við heyrðum utan að okkur að
sumum hinna kóranna þættu
verkin full erfið. Það er alltaf
gaman að syngja en það hlýtur að
vera ótrúleg tilfinning að syngja
með fimm hundrað manns - það
fáum við að gera í Toronto."
- Hvernig hefur gengið að selja
happdrættismiðana?
„Það hefur gengið vonum fram-
ar, við höfum líka fengið styrki frá
skólanum og frá Hafnarfjarðar-
bæ, við þurfum því ekki
að borga nema lítilræði
sjálf. Við fáum fæði og
húsnæði á mótinu. Við
verðum fyrst tvo daga í
Boston og syngjum þar
við messu. Þriðja júlí
förum við á kóramótið í
rútu og stendur mótið í sjö daga.
Við verðum þó ekki allan tímann á
sama stað, heldur fer allur hópur-
inn til Ottawa þar sem haldnir
verða tónleikar og hugsanlega
gerð upptaka af söngnum. Þess
má geta að happdrættismiðar fást
á Súfistanum í Hafnarfirði og
Reykjavík.“
Tiltölulega
jafnt hlutfall
í kórnum milli
stráka og
stelpna