Morgunblaðið - 27.06.2000, Side 9

Morgunblaðið - 27.06.2000, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 9 FRÉTTIR Alfreð Þorsteinsson vísar á bug gagnrýni á stjornarkiör í Línuneti Sjálfstæðismenn afsöluðu sér sætinu „MEÐ því að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn Línunets að- eins hálftíma fyrir aðalfund og lýsa því jafnframt yflr að minni- hluti sjálfstæðismanna myndi ekki tilnefna borgarfulltrúa í stjórnina var Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur að afsala sér sæti í stjórninni,“ sagði Alfreð Þorsteinsson, stjórn- arformaður Línunets, um gagnrýni oddvita sjálfstæðismanna á vinnu- brögð meirihlutans vegna stjórn- arkjörs í fyrirtækinu á aðalfundi þess í síðustu viku. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að eðlilegt hefði verið af Ingu Jónu að ræða fyrst við sig eða Alfreð í stað þess að taka málið svo skyndilega upp á stjórnarfundi rétt fyrir aðalfund. Borgarstjórn eigi að standa að fyr- irtækinu sem ein heild en ekki sem meirihluti og minnihluti, og óeðli- legt sé að búa til pólitíska deilu um skipan stjórnarinnar. Alfreð Þorsteinsson kveðst vísa á bug gagnrýni Ingu Jónu Þórðar- dóttur um að vinnubrögðin við stjórnarkjörið hafi ráðist af geð- þótta og hann segir hana hafa brugðist hlutverki sínu með því að bera í fjölmiðla fréttir af stjórnar- fundi í þeim tilgangi að sverta fyr- irtækið. „Uppástunga Ingu Jónu Þórðar- dóttur um Þóri Kjartansson, Reiðjakkar bama- og fulloröinsstærðir Skyrtur Bindi Rúiiukraga-| peysur Hvítir hanskar Reiðbuxur Reiðstígvél Háaleitisbraut 68, stmi 568 4240 þekktan mann úr unglingahreyf- ingu Sjálfstæðisflokksins, kom ekki til greina af minni hálfu,“ seg- ir Alfreð ennfremur. „Það var fyrst og fremst vegna þess að nýir hluthafar í Línuneti höfðu óskað eftir stjórnarsæti, þar á meðal Skýrr, og því varð niður- staðan sú að Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, var kosinn í lausa sætið sem sjálfstæðismenn skildu eftir sig. Það taldi ég góðan kost og er samsetning stjórnarinnar nú sú að þar sitja þrír borgarfulltrúar af sjö stjórnarmönnum. Það er í fullu samræmi við stefnu Reykja- víkurlistans varðandi hlutafélagið Línunet að smátt og smátt komi fleiri aðilar úr atvinnulífinu að stjórn fyrirtækisins.“ Ber vott um ófagmannleg vinnubrögð „Upphlaup Ingu Jónu á stjórn- arfundi, sem hófst klukkutíma fyr- ir aðalfundinn, ber vott um ófag- mannleg vinnubrögð. Að sjálf- sögðu átti hún að ræða annaðhvort við borgarstjóra eða mig sem stjórnarformann með einhverjum fyrirvara um fyrirætlun sína að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Það gerði hún ekki. Það hefði að mínu mati verið mjög eðlilegt að annaðhvort Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson eða Jóna Gróa Sigurð- ardóttir, borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, kæmu inn í stjórnina í hennar stað þar sem bæði sitja í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, sem er langstærsti hluthaflnn í Línuneti. Jafnframt verð ég að segja að það ber vott um þekkingarskort Ingu Jónu á hlutafélagalögunum að vita ekki að það er í verkahring fráfarandi stjórnar að sjá til þess að tillögur um nýja stjórn komi fram á aðalfundi." Alfreð segir einnig að afskipti Ingu Jónu Þórðardóttur af Línu- neti séu dapurleg. „Hún spáði illa fyrir fyrirtækinu í byrjun og taldi að með stofnun þess væri verið að tefla í tvísýnu með fé skattborgar- anna en Orkuveita Reykjavíkur lagði 214 milljónir til fyrirtækisins í upphafi. I dag er Línanet metin á tvo til þrjá milljarða króna og á eftir að verða verðmætari á næstu misserum. Sem stjórnarmaður brást hún einnig hlutverki sínu þegar hún bar fréttir af stjórnar- fundi í fjölmiðla í þeim tilgangi að sverta fyrirtækið. Eg vísa á bug fullyrðingum hennar um geðþótta- vinnubrögð af hálfu meirihlutans. Þvert á móti hafa meðstjórnendur hennar í stjórn Línunets sýnt ótrúlegt langlundargeð í þágu lýð- ræðisins. Undir stjórn þeirra borgarfull- trúa sem kjörnir voru í stjórn Línunets er fyrirtækið orðið mjög öflugt á fjarskiptamarkaðnum og fráleit krafa af hennar hálfu að krefjast þess að engir borgarfull- trúar sitji í stjórninni en þekking borgarfulltrúanna á störfum fyrir- tækisins er einmitt mjög dýrmæt fyrir Línunet. Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að svara dylgjum Ingu Jónu Þórðardóttur, málflutn- ingur hennar dæmir sig sjálfur.“ Gallabuxur Kvartbuxur — Stuttbuxur Úrval af bolum Rita SKUVERSLU Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10-15. Silki - Hör Buxiir, kjólar og jakkar frá stærð 34. 7<zM> BÍ I® I® \^Neíst við Dunhaga Opiðvirka daga frá kl.10-18, i x sími 562 2230 laugardaga kl. 10-14. ' .... J ..iii!.u.i "!,ui.i jiy.. i.|j.u..ii ni |j iiiii. ii.iii. .i injii ui 11.1 rii j|aiu Urval af stretsbuxum og silkibolum Gott verð TÍSKUVAL Bankastræti 14, sími 552 1555 Glæsilegt úrval af brjóstahöldurum Yfir 100 tegundir Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 BORÐSKREYTINGAR Stjörnuspá á Netinu % mbl.is _ALL.TAf= eiTTHVaO HÝTT Súpa og salatbar aðeins kr. 890.- Hollt og huggulegt Hlaðborð alla virkadaga Aðeins kr. 1.190.- / hádeginu! ASKUR --- ilNCE 1 t 6 6 - SUÐURLANDSBRAUT 4 ; Náttúrulegarsny r Hvöl ur í lyf og heilsu i \ FEGURÐ FRÁ N NATURKOSMETIK á T T Ú RUNNAR HENDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.