Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 10
10 ÞRIÐ JUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Embætti forstöðumanns Rannsóknarstofu í kvennafræðum
Reykj avíkurborg
greiðir helming
kostnaðar
PÁLL Skúlason, rektor Háskóla ís-
lands, og Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir, borgarstjóri Reykjavíkur, undir-
rituðu í gær samstarfssamning sem
felur í sér að Reykjavíkurborg greið-
ir helming kostnaðar við embætti
forstöðumanns Rannsóknarstofu í
kvennafræðum við Háskóla íslands
til næstu þriggja ára. Alls nemur
kostnaður borgarsjóðs vegna samn-
ingsins 5,4 milljónum króna. Starfið
verður auglýst á næstu dögum.
I yfirlýsingu frá Háskóla Island
og Reykjavíkurborg segir að for-
stöðumanni sé m.a. ætlað greiða
fyrir rannsóknum í kvennafræðum
í þágu Reykjavíkurborgar en rann-
sóknir á sviði jafnréttismála séu
nauðsynlegar svo hægt sé að meta
stöðu þeirra hjá borginni. Stórauka
þurfi fræðilegar upplýsingar um
stöðu kynjanna svo hægt verði að
taka tillit til þess við alla stefnumót-
un og ákvarðanatöku í framtíðinni.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
sagði við undin-itun samningsins að
rannsóknir á sviði kvennafræða
væru mjög mikilvægar og að hún
vænti góðs af samstarfinu við HÍ en
samvinna borgarinnar og háskól-
ans hefur verið að aukast upp á
síðkastið.
Morgunblaðið/Sverrir
Páll Skúlason, rektor Háskóla Islands, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, undirrituðu í
gær samstarfssamning. Við hlið þeirra silja Kristín Blöndal, formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar
(t.v.), og Rannveig Traustadóttir, dósent í Félagsvísindadeild HÍ (t.h.).
Sigurður Sigurðsson t.v. og veiðifélagi hans með fyrstu laxana úr Laugardalsá við Djúp.
Hörkubyrjun
í Leirvogsá
EKKI verður annað sagt en að veiði
hafi farið vel af stað í Leirvogsá er
hún var opnuð á sunnudaginn. Alls
veiddust 12 laxar fyrsta daginn, sjö
fyrir hádegi og fimm til viðbótar á
seinni vaktinni. Að sögn Bergs
Steingrímssonar hjá SVFR vakti
það athygli að laxarnir á morgun-
vaktinni voru allir fremur smáir, eða
á bilinu 3 til 4 pund. Laxarnir veidd-
ust við brúna og í Snoppunni. Ekki
sást lax ofar í ánni en í Birgishyl.
Glaðnar yfir
í Kjósinni
Veiði er heldur að hressast í Laxá í
Kjós þessa dagana, þannig veiddust
sex laxar í beit í Kvíslafossi í gær-
morgun og dagsveiðin síðustu daga
hefur verið 6 til 10 laxar, sem er mik-
il bót frá því sem var í byrjun.
Talsvert er að ganga af fiski og lík-
legt að meira hefði veiðst ef veður
hefði verið hagstæðara, en sól og
blíða hefur verið á suðvesturhominu
síðustu daga, sem kunnugt er.
Dauft yfir Laxá
í Dölum og Álftá
Laxá í Dölum og Álftá á Mýrum
voru opnaðar á sunnudagsmorgun
og fengu menn ekki harðsprerrur af
fiskidrætti. Gylfi Ingason kokkur við
Laxá sagði sex laxa á landi eftir einn
og hálfan dag og voru þeir frá 4 og
upp í 17 pund. „Nei, menn sjá ekki
mikinn lax og þessir sem veiddust
voru dreifðir,“ bætti Gylfi við.
í Álftá veiddist einn lax, 6 punda,
við Hrafnkelsstaðabrú, en menn sáu
nokkra laxa á 3-4 stöðum. „Áin er
vatnslítil og glær og erfitt að fá lax-
inn til að taka,“ sagði Dagur Garð-
arsson, einn leigutaka árinnar, sem
hóf veiðiskap á sunnudagsmorgun.
Úr laxi í silung
Pétur Pétursson leigutaki Vatns-
dalsár sagði í gærdag að enn væri
dræm veiði í ánni og einhvers staðar
milli 15 og 20 fiskar veiddir, allt að 18
punda fiskar. „Menn finna sér eitt og
annað að dunda, þannig er mikill sil-
ungur í ánni og margir hafa gaman
af því að veiða hann. Einn útlending-
urinn fór t.d. með litla netta stöng og
þurrflugu efst í Hólakvörnina og
veiddi þar á skömmum tíma fjórar
stórar bleikjur, tvo sjóbirtinga og
tvo staðbundna urriða og þótti það
ekki leiðinlegt,“ sagði Pétur.
Fjórir úr Fljótaá
í gærdag voru komnir fjórir laxar
á land úr Fljótaá, allir á bilinu 10 til
14 pund. Menn sjá fáa laxa í ánni enn
sem komið er.
Silungsveiði
upp og ofan
Mokveiði hefur verið á silunga-
svæði Vatnsdalsár og hefur heyrst
að nærri 1.200 silungar séu komnir á
land og er það ólíkindatala miðað við
hve skammt er liðið á veiðitímann, en
Pétur Pétursson leigutaki laxasvæð-
isins staðfesti töluna.
Á Amarvatnsheiði hefur verið
mjög góð veiði og urriði sem sagður
var 7 punda í Morgunblaðinu fyrir
helgi var víst 9 pund og leiðréttist
það hér með. Snorri veiðivörður
sagði hins vegar rólegt í Reykja-
vatni, þar hefðu t.d. verið átta karlar
í tvo daga með sextíu bleikjur.„Það
eru fáir fiskar á marga menn,“ sagði
Snorri. Mývargur er að ná sér upp á
Heiðinni og óhætt að mæla með að
netin gleymist ekki heima.
Útvarpsráð um viðbrögð
við jarðskjálftanum
Hnökrar voru
á útsendingu
Sjónvarpsins
Á FUNDI útvarpsráðs í gær var
fjallað um viðbrögð Ríkisút-
varpsins og Sjónvarpsins við
jarðskjálftanum hinn 17. júní sl.
Að sögn Þórunnar Gestsdóttur,
ritara ráðsins, sem stjórnaði
fundinum, voru lagðar fram
greinargerðir frá stofnunum, þar
sem farið var yfir viðbrögðin.
Sagði hún að fundarmenn hefðu
verið sammála um að hnökrar
hefðu verið á útsendingum og að
gera hefði mátt betur.
„Það hefði verið æskilegra að
senda út fréttir klukkan 19 í stað
20.45 en maður er alltaf vitur eft-
irá. Að öðru leyti stóð starfsfólk
útvarps og sjónvarps vel að mál-
um,“ sagði hún. „Við erum
reynslunni ríkari eins og kom í
ljós þegar seinni skjálftinn reið
yfir.“
Koma upplýsingnm
oftar að
í greinargerð Bjarna Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra
Sjónvarpsins, segir að draga
megi margvíslegan lærdóm af
viðbrögðunum. Meðal annars er
tekið fram að við þær aðstæður
sem sköpuðust 17. júní hafi verið
rangt að senda ekki líka út frétt-
ir kl. 19 á venjulegum fréttatíma
Sjónvarpsins og að á meðan á út-
sendingu stóð hefði mun oftar
þurft að koma upplýsingum til
áhorfenda í formi skjátexta, töl-
uðum orðum og fréttamyndum
eftir því sem þær bárust. Einnig
hefði mun oftar þurft að benda
áhorfendum á Textavarpið og á
útsendingar útvarpsins á FM og
langbylgju.
„Eftir á að hyggja hefði þurft
að gera þetta mun oftar," segir í
greinargerðinni.
Bent er á að endurgera þurfi
verklagsreglur sem unnið er eftir
og kynna þær vel starfsmönnum.
Mistök að fella
niður fréttir
„Ég tel Ríkisútvarpið og
Sjónvarpið hafa staðið sig býsna
vel en við gerðum þau mistök að
senda ekki út fréttir klukkan 19
þó að það hafi verið löngu
auglýst að fréttir yrðu klukkan
20.45,“ sagði Bogi Ágústsson,
fréttastjóri Sjónvarps.
„Við vorum búin að vera með
marga aukafréttatíma fyrr um
daginn og síðast klukkan 18.30
en við hefðum átt að koma inn í
það minnsta með skjátexta. Að
öðru leyti gekk fumlaust og fljótt
fyrir sig að afla frétta, eins og
nokkur kostur var á þessum degi
þegar álagið var mikið á síma-
kerfin. Ég skil að fólk ætlist til
mikils af Ríkisútvarpinu og það
er eðlilegt að gagnrýna ef ekki er
brugðist við á fullkominn hátt en
ég tel að þessi gagnrýni sé að
sumu leyti full harkaleg."
Þingi Sambands ungra framsóknarmanna lauk um helgina á Hólum í Hjaltadal
Andstæðar fylking-
ar í Evrópumálum
EINAR Skúlason var endurkjörinn
formaður Sambands ungra fram-
sóknarmanna á sambandsþingi sem
lauk á laugardagskvöld á Hólum í
Hjaltadal. Hæst bar á þinginu um-
ræður um utanríkismál en að sögn
Einars urðu þar töluverð átök meðal
andstæðra fylkinga.
Fyrir þingið hafði utanríkismála-
hópur SUF útbúið tillögu að ályktun
þar sem bókstaflega var mælt með að
aðildarviðræður við ESB byrjuðu
strax en ekki náðist eining um þá til-
lögu á þinginu. í umræðum um málið
skiptust ungir framsóknarmenn í
þrjár ólíkar fylkingar og um hríð
stefndi í að kosið yrði á milli þriggja
tillagna að ályktun um Evrópumál.
Að lokum var þó sæst á þingsályktun
sem Einar viðurkennir að sé nokkurs
konar málamiðlun á milli mjög ólíkra
skoðana.
í þeirri ályktun sem SUF sendi á
endanum frá sér kemur íram að Sam-
bandsþing ungra framsóknarmanna
skorar á ríkisstjóm Islands að hún
hefji sem fyrst vinnu við að skilgreina
markmið Islands ef til aðildai’við-
ræðna við ESB kemur. Segir í álykt-
uninni að mikilvægt sé að íslendingar
skilgreini stöðu sína þannig að við
verðum undir það búin að taka
ákvörðun um hvort sótt verður um
eður ei.
Aðspurður sagði Einar að ályktun-
in væri í raun mjög sterk að því leyti
að þarna væru ungir framsóknar-
menn að skora á utanríkisráðherra að
halda áfram þeirri vinnu sem hafist
hefði í vetur. Nú vilji SUF að farið
verði á næsta stig málsins, þ.e. að
staða íslands gagnvart ESB verði
skoðuð, beinlínis með aðild í huga. Þá
mótmælti Einar þeim orðum Össurar
Skarphéðinssonar, sem hann viðhafði
í DV í gær, að ungir framsóknarmenn
væru að taka stefnu Samfylkingar-
innar hráa í þessum efnum. Sagðist
Einar ekki muna betur en að Sam-
fylkingin hefði á fundi sínum í maí
fellt tillögu um að skilgreina samn-
ingsmarkmið, en það væri einmitt slík g|
tillaga sem SUF væri að samþykkja H
núna.
Aðspurður hvort SUF væri með
þessari ályktun að reyna að koma
Framsóknarflokknum í fararbrodd í
Evrópusambandsmálunum sagði
Einar að það hefði komið í Ijós um
helgina að í flokknum væri mjög sterk
undiralda með Evrópusambandsað-
ild, sérstaklega meðal yngri kjmslóð-
ar ílokksins, og sagðist eiga von á því
að flokkurinn yrði fýrirferðarmikill í
þessain umræðu á næstu mánuðum.