Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 11
70 ára
afmæli
Skógrækt-
arfélags
Islands
SKÓGRÆKTARFÉLAG íslands,
landsamband skógræktarfélaganna,
er 70 ára í dag. Félagið var stofnað á
Alþingishátíðinni á Þingvöllum hinn
27. júní 1930. Félögin eru nú 60 tals-
ins með yfir 7 þúsund félagsmenn.
Meginmarkmið félagsins hefur frá
upphafi verið að endurheimta gróð-
urlendi, rækta og klæða landið skógi.
„Þegar félagið var stofnað voru
margir þeirrar skoðunar að erfitt
eða jafnvel óframkvæmanlegt væri
að rækta skóg á íslandi," segir m.a. í
frétt frá félaginu og segir einnig að
árangurinn tali sínu máli; í dag séu
um 200 svæði, samtals um 20 þúsund
ha í umsjón skógræktarfélaganna.
„Skógræktarfélag íslands hefur
með störfum sínum átt mikinn þátt í
að móta viðhorf almennings til skóg-
ræktar á íslandi. Félagið hefur lagt
mikla áherslu á fræðslu og upplýs-
ingamiðlun til almennings, m.a. með
öflugu útgáfustarfi, námskeiðahaldi,
opnum fræðslufundum og skipulögð-
um gönguferðum um skóglendi.
Þá hefur félagið notið vaxandi
skiinings og stuðnings fjölmarga að-
ila, sem hefur gefið félaginu aukinn
styrk til að sinna umfangsmiklum
verkefnum," segir einnig í fréttinni.
Skógræktai’félag Islands vill
koma á þessum tímamótum fram-
færi þakklæti til þeirra fjölmörgu
einstaklinga og fyrirtækja sem lagt
hafa málstað skógræktar Iið með
ómældum tíma, vinnu og fjármunum
og í kvöld verður gestum félagsins
boðið til dagskrár á Þingvöllum.
----------------
Hæstiréttur
hafnar beiðni
um endur-
upptöku
HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað því
að taka upp að nýju mál ákæruvalds-
ins á hendur Erlu Bolladóttur sem
dæmd var í þriggja ára fangelsi fyrir
rangar sakargiftir í Geirfinnsmálinu
og flem brot.
Hæstiréttur bendir á í úrskurði
sínum að engin ný gögn hafi verið
lögð fram sem styðji beiðni Erlu um
endurupptöku málsins. Erla hefur
ekki neitað því að hafa gefið skýrslur
hjá lögreglu og fyrir dómi sem leiddu
til þess að hún var sakfelld.
Hún segir á hinn bóginn að lög-
regla og rannsóknardómari hefðu
þrýst á sig á að gangast við tilgátum
um að þeir sem ráku veitingahúsið
Klúbbinn hefðu verið viðriðnir hvarf
Geirfinns Einarssonar.
-----M-«-------
Norðurlanda-
mót í brids
hefst í dag
KEPPNI á Norðurlandamótinu í
brids hefst á Hótel Örk í Hveragerði
í dag. Þar keppa lið frá Norðurlönd-
unum sex í opnum flokki og kvenna-
flokki.
Tvær umferðir verða spilaðar í
dag og hefst fyrsta umferð klukkan
10 og hin klukkan 15. Islendingar og
Færeyingar eigast við í fyrstu um-
ferð í báðum flokkum en aðrir leikir
eru milli Svíþjóðar og Danmerkui’ og
Finnlands og Noregs.
Norðmenn eru núverandi Norður-
landameistarar í opnum flokki en
Svíar í kvennaflokki.
Morgunblaðið/Sverrir
Lagadeildin
fær skjávarpa
RAGNHILDUR Arnljótsdóttir,
formaður stjórnar Lögfræðinga-
félags Islands, Jónatan Þór-
mundsson, forseti lagadeildar Há-
skóla íslands, og Halldór
Jónatansson, formaður stjórnar
Hollvinafélags lagadcildar, við af-
hendingu skjávarpa sem félögin
færðu lagadeildinni að gjöf.
I frétt frá félögunum segir að
með gjöfinni vilji félögin sýna í
verki stuðning við það fræðslu-
starf sem unnið er innan laga-
deildar og leggja sitt af mörkum
til þess að kennarar við deihlina
geti á hverjum tíma nýtt nýjustu
upplýsingatækni við störf sín.
larus
Rúmgóður eðalvagn
á hreint ótrúlegu verði!
KIA Clarus er einstaklega rúmgóður bíll, hlaðinn þægindum
eðalvagnsins og öryggi fjölskyldubílsins. KIA Clarus er knúinn
sérlega hjóðlátri en kraftmikilli 2000 vél með rafeindastýrðri fjöl-
innsprautun. Snerpa og mýkt einkenna aksturseiginleika KIA Clarus
og eini aukabúnaðurinn er vindskeið og dráttarbeisli, allt annað
er staðalbúnaður!
Kíktu við hjá okkur í KIA ÍSLANDI
að Flatahrauni 31, því sjón ersögu
ríkari og reynsluakstur KIA Clarus
óviðjafnanleg reynsla.
Staðalbúnaður:
2 loftpúðar, hraðanæmt vökvastýri, veltistýri,, ABS bremsur, diskabremsur, á öllum
hjólum, TCS spólvörn, útvarp og geislaspilari, 6 hátalarar, samlitir stuðarar, samlitir
speglar, rafstillanlegir útispeglar, þokuljós að framan og aftan, litað gler, fjölstillanleg
framsæti, niðurfellanlegt aftursæti 60/40, fjarstýrð samlæsing, stafræn klukka, hástætt
bremsuljós, hreyfiltengd þjófavöm, bamalæsingar, bílbeltastrekkjarar, hæöarstillanleg
öryggisbelti, rafmagn írúðum, 14" álfelgur.
• Clarus Sedan GLX
2000cc vél, 133 hestöfl, rafeindastýrð efi fjölinnsprautun.
• Clarus Sedan OLX sjálfskiptur
2000cc vél, 133 hestöfl, 4 þrepa sjálfskipting, rafeindastýrð efi fjölinnsprautun.
• Clarus Wagon GLX sjálfskiptur
2000cc vél, 133 hestöfl, 4 þrepa sjálfskipting, rafeindastýrö efi fjölinnsprautun.
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI
SÍMI 555 6025
!
i
I
Öryggi og þægindi í fyrirrúmi
KIA Clarus er nút'mabíll þar sem öll hönnun lýturað fyllsta
öryggiog hámarks þægindum þeirra sem
aka um iþessari lúxuskerru KIA flotans.
KIA ÍSLAND
Verð nú aðeins
1.590.000
Clarus Sedan GLX beínskiptur
www.kia.is