Morgunblaðið - 27.06.2000, Page 14
14 ÞRIÐ JUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Vistvernd í verki í Hafnarfírði
Vistvænt heimilis-
hald, bætt sambúð
manns og náttúru
HLUTI af daglegu lífi þeirra
Önnu Borgar Harðardóttur
og Jóns Gunnars Grjetarsson-
ar er m.a. að flokka sorp sitt
en þau eru þátttakendur í
verkefninu Vistvernd í verki
eða GAP (Global Action Plan
for the Earth). Þau segja
þetta lífsstfl sem þau hafa nú
tileinkað sér. Morgunblaðið
heimsótti hjónin og fékk að
fylgjast með því hvernig ein
fjölskylda getur lagt sitt af
mörkum til að bæta sambúð
manns og náttúru.
Hvað er GAP?
GAP stendur fyrir Global
Action Plan, en íslenskt
vinnuheiti fyi’ir GAP er Vist-
vernd í verki. Verkefnið er al-
þjóðlegt, en Landvemd hefur
tekið það upp á arma sína og
fjármagnað.
Markmið verkefnisins er að
efla vitund og þekkingu fjöl-
skyldunnar og einstaklinga á
því hvernig megi í daglegu lífl
gera umgengni vistvænni og
stuðla að betri nýtingu nátt-
úruauðlinda, að því er kemur
fram á heimasíðu Landvernd-
ar.
Náttúran er uppspretta
lífsgæða. Maðurinn lifir í og af
náttúrunni. Til að stuðla að
því að sambýli hans við nátt-
úruna gangi vel þarf bæði að
sýna tillitssemi í umgengni
við hana og fara vel með auð-
lindirnar.
GAP er áætlun fyrir fjöl-
skyldur og einstaklinga sem
vilja taka upp vistvænt heim-
ilishald og minnka álagið á
náttúruna og umhverfið. Með
ýmsum einföldum breyting-
um á daglegu lífi má gera lífs-
stíl vistvænni án þess að
draga úr lífsgæðum.
Vistvemd í verki byggist á
hópastarfi. Fulltrúar fimm til
átta fjölskyldna koma reglu-
lega saman nokkram sinnum
yfir tiltekið tímabil. A fundun-
um er heimilishaldið rætt, og
leiðir til úrbóta fundnar. Hver
fjölskylda fær handbók sem
inniheldur góð ráð og leið-
beiningar.
Orkan spöruð eftir
fremsta megni
Anna Borg og Jón Gunnar
vom meðlimir í hópi sem
starfaði í Hafnarfirði frá því í
febrúar. Hópurinn lauk störf-
Morgunblaðið/Þorkell
Hafnarfjarðarbær gaf þátttakendum verkefnisins safnkassa. I hann er lífrænn úrgangur
settur og moltaður. Hér má sjá Jón Gunnar og Onnu Borg henda matarleifum í kassann.
firði safnkassa þangað seni
lífrænu afgangarnir fara. I
kassanum em þeir moldaðir.
Moldin er svo notuð í blóma-
beð þau sem prýða garðinn.
Krakkarnir taka
virkan þátt í lífsstílnum
Börn þehra Önnu Borgar
og Jóns Grétars, Andri,
Sandra og Tinna, taka virkan
þátt í þeim umhverfisvæna
lífsstfl sem þau hafa tileinkað
sér.
Umbúðir utan af nestinu
sem þau fara með í skólann,
fernur og annað slíkt, koma
þau með heim þar sem þær fá
rétta meðhöndlun.
Fyrir þeim hefur verið
biýnt gildi vistvæns lifnaðar-
háttar. Þau eru því meðvituð
um þau áhrif sem einstakling-
urinn getur haft á umhverfið.
Allan pappír nýta þau eftir
fremsta megni. Gjarnan
teikna þau og lita á umslög, en
þau era óendurvinnanleg, í
stað þess að henda þeim ein-
faldlega beint í tunnuna.
Einnig nýta þau pappakass-
ann sem morgunverðarkorn
er selt í. Hann er klipptur nið-
ur og notaður til að teikna á
eða föndra með.
Lífsstfll til frambúðar
Þrátt fyiir að þátttöku
Önnu Borgar, Jóns Gunnars,
Andra, Söndru og Tinnu í
verkefninu sé formlega lokið
munu þau ekki leggja niður
þá fyrirmyndarlífshætti sem
þau eru komin upp á lagið
með.
Einhverjir kynnu að segja
að þeir hefðu ekki tíma til að
stunda vistvænt líferni. Anna
Borg og Jón Gunnar telja það
þó ekki gilda afsökun. Um leið
og fjölskyldan er komin upp á
lagið með að taka tillit til nátt-
úrunnar er þetta orðinn hluti
af hinu daglega lífi sem minna
fer fyrir en ætla mætti.
Morgunblaðið/Þorkell
Jón Gunnar, Anna Borg og Tinna í garðinum. Andri og
Sandra voru fjarverandi þegar myndin var tekin.
Morgunblaðið/porkell
Krakkarnir taka virkan þátt í að bæta sambúð manns og
náttúru. Hér má sjá Tinnu skola fernur.
um í maíbyrjun.
Fjölskyldan hafði haft
nokkra reynslu af vistvænu
heimilishaldi áður en þau
gerðust þátttakendur í Vist-
vernd í verki. Er þau bjuggu
erlendis höfðu þau þegar
komist upp á lagið með að
flokka hluta sorpsins, gler og
pappír.
Verkefnið vistvernd í verki
er fjölþætt. Auk þess að
flokka sorp var sjónum beint
að orkusparnaði, samgöngu-
háttum, innkaupum og vatns-
notkun.
Anna Borg sagði það
skemmtilega viðbót að huga
að þessum þáttum sem Is-
lendingar era gjarnan ómeð-
vitaðir um. Þau gæta þess nú
ávallt að láta vatn ekki renna
að óþörfu og slökkva á ljósum
og öðrum rafmagnstækjum sé
þeirra ekki þörf. Einnig nota
þau bflinn í hófi og hjóla og
ganga mikið.
Innkaupaferðir fjölskyld-
unnar tóku nokkram breyt-
ingum við þátttöku þeirra í
Vistvernd í verki. Til að spara
umbúðir kaupa þau nú mat-
væli í sem stærstum pakkn-
ingum og mestu magni.
Þau taka vörur í vistvænum
Morgunblaðið/Porkell
Hér sést inn í cldhússkáp þar scm fernurnar eru geymdar
eftir skolun. Þegar fernurnar eru þurrar eru þær brotnar
saman og fer þá lítið fyrir þeim.
umbúðum fram yfir aðrar.
Taupoka hafa þau með í versl-
unarleiðangurinn í stað þess
að fá plastpoka undir vörarn-
ar. Plastpoka sem notaðir eru
undir ávexti nýta þau oft og
koma því með gömlu pokana
með sér að heiman. Einnig
leggja þau mikið upp úr því að
velja íslenskt. Því nær sem
varan er heimabyggð þeim
mun minni orka fer í að flytja
hana.
Vart þarf að taka fram að
þau kaupa aldrei einnota vör-
ur, svo sem pappadiska og
glös.
Flokkun sorps
Mesta vinnan fer í að flokka
sorpið en það gera þau sam-
viskusamlega. Gleri, áli,
kertavaxi, pappír, femum og
lífrænum úrgangi er komið
fyrir á viðeigandi stöðum þar
sem úrgangurinn er endur-
unninn eða honum eytt á rétt-
an hátt.
Eins og fram hefur komið
hafði fjölskyldan þegar tekið
til við að flokka sorp í ein-
hverjum mæli áður en hún tók
þátt í verkefninu. Þau höfðu
hins vegar ekki flokkað fernur
sérstaklega frá öðram úr-
gangi né heldur lífrænan úr-
gang.
Að sögn Jóns Gunnars
minnkaði rusl sem kom frá
þeim um helming eftir að þau
tóku að skilja fernur frá öðr-
um úrgangi. Svo þegar lífræni
úrgangurinn var tekinn burt
minnkaði það magn rusls sem
eftir var enn um helming. Eft-
ir eina viku í febrúar vó sorpið
sem kom frá fjölskyldunni 7
kg. Viku í maí vó það hins veg-
ar 3,6 kg eftir flokkun.
Allir meðlimir fjölskyld-
unnar taka þátt í að skola
fernur eftir notkun. Enginn
lætur sitt eftir liggja. Eftir að
þær þorna era þær brotnai'
saman. Taka fernurnar því
mjög lítið pláss uns haldið er í
næstu ferð í endurvinnsluna
en þangað þarf að fara reglu-
lega.
Lífrænn úrgangur fer hins
vegar ekki Iengra en út í garð.
Hafnarfjarðarbær gaf þátt-
takendum hópsins í Hafnar-
Hafnarfjörður
Varalögreglustjóri telur að Gullinbrú, Vflmrvegur og Strandvegur beri hærri hámarkshraða
Dómstólar hafa hafnað
ökuleyfissviptingu
Grafarvogur
INGIMUNDUR Einarsson,
varalögreglustjóri í Reykja-
vík, telur að Gullinbrú, Víkur-
vegur og Strandvegur í Graf-
arvogi beri hugsanlega hæni
hámarkshraða en þar er nú í
gildi., Að mínu viti bera þess-
ar götur hærri hámarkshraða
en SO km/klst og gætu þess
vegna borið 60 km/klst
hámarkshraða," segir hann.
Lögreglan hefur hvatt
Reykjavíkurborg til að huga
að samræmi í reglum um
hámarkshraða í borginni í
framhaldi af niðurstöðum
dómstóla í málum manna sem
ákærðir hafa verið l'yrir of
hraðan akstur.
Dómarar hafa þar hafnað
kröfum lögreglu um ökuleyfis-
sviptingu fyrir 94-96 km/klst
akstur á Víkurvegi, Strand-
vegi og Gullinbrú. Ingimund-
ur segir nauðsynlegt að taka
mið af þessum dómum; fram
hjá þeim verði ekki litið.
Sektir dæmdar en
sviptingu hafnað
„Dómstólar hafa ekki verið
okkur sammála um að rétt
væri að svipta ökumenn öku-
leyfi, sem gerst hafa brotlegir
á þessum stöðum. Við eram í
klemmu út af þessu,“ sagði
hann.
Ingimundur nefndi í sam-
tali við blaðamann dæmi um
tvo dóma frá síðasta ári þar
sem menn vora ákærðir fyrir
94-96 km/klst akstur á Víkur-
vegi og Gullinbrú. Fyrir dómi
var krafist refsingar og öku-
leyfissviptingar en dómarar
dæmdu 20-50 þús. kr. sektir
en sýknuðu ökumenn af kröfu
um eins til tveggja mánaða
ökuleyfissviptingu.
Ingimundur sagði að dóm-
ari rökstyddi niðurstöðu sína
með tilvísun í góð akstursskil-
yrði og að brot hefði verið
framið utan íbúðabyggðar á
þeim tíma sólarhrings þegar
umferð var í lágmarki. Því hafi
ekki verið um svo vítaverðan
akstur að ræða að hann eigi að
leiða til ökuleyfissviptingar
lögum samkvæmt. Þessa nið-
urstöðu hafi Hæstiréttur stað-
fest í öðra tilvikinu.
„í framhaldi af þessu gerð-
um við borginni viðvart að við
teldum rétt að umferðarnefnd
borgarinnar tæki til athugun-
ar og hugleiddi hámarkshraða
á ákveðnum götum, sérstak-
lega Gullinbrú, Víkurvegi og
Strandvegi," sagði hann og
sagði að ekki hefðu verið lagð-
ar fram ákveðnar tillögur af
hálfu lögreglu, einungis til-
mæli um að málið yrði tekið til
skoðunar í umferðarnefnd.
En telur lögreglan þá rétt
að borgin hækki hámarks-
hraða á þessum götum?
„Hugsanlegt væri að hækka
hámarkshraðann þarna upp í
60 km/klst,“ sagði Ingimund-
ui'. „Þetta era allt saman vegir
sem gefa ökumönnum tilefni
til að ætla að þarna sé há-
markshraðinn hærri en 50
km/klst. Það er allt í umhverf-
inu sem gefur mönnum vís-
bendingu um það.“
Ingimundur sagði enn
fremur að nú stæði yfir undir-
búningur að því að samræma
reglur um hámarkshraða á
Reykjavíkursvæðinu öllu.
„Þetta er liður í því sem við
vildum koma á framfæri,"
sagði hann.