Morgunblaðið - 27.06.2000, Page 16

Morgunblaðið - 27.06.2000, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Þorvalds- dalsskokk HIÐ árlega óbyggðaskokk eftir endi- löngum Þorvaldsdal í Eyjafirði fer fram næsta laugardag, 1. júlí, og hefst kl. 10 við Fomhaga í Hörgárdal, sem er um 60 m yfir sjávarmáli. Enda- markið er við Arskógsskóla, sem einnig er 60 metra yfír sjávarmáli. Þorvaldsdalsskokkið er ætlað öll- um, bæði konum og körlum, sem telja sig komast þessa leið hlaupandi, skokkandi eða gangandi. Tímatöku verður hætt eftir 6 tíma. Keppt er í aldursflokkum 16 til 39 ára, 40 til 49 ára, 50 til 59 ára, 60 til 69 ára og 70 ára og eldri. Þrír fyrstu í hverjum aldurs- flokki fá sérstaka verðlaunapeninga auk þess sem allir fá pening sem kom- ast í mark á tilskildum tíma. Skráning er við mætingu, en mæta á við Arskógsskóla kl. 9 um morgun þar sem menn geta skilið ökutæki eft- ir, en þátttakendum er ekið frá Ár- skógsskóla að rásmarki við Fom- haga. Þátttökugjald er 1000 krónur. Þetta er í sjöunda sinn sem efnt er til þessa skokks en sá sem hraðast hefur hlaupið var 2 tíma og 7 mínútur á leiðinni. Elstu þátttakendur hafa verið 78 ára gamlir. Vegalengdin er um 26 kílómetrar. Allbratt er fyrsta spölinn, en eftir um 5 kílómetra leið fer að halla undan fæti með þeim frávikum sem lands- lagið býður upp á. Farið er yfir móa, mýrlendi og norðlenskt hraun og mega menn búast við að blotna í fæt- ur við að fara yfír mýrar og læki. Fjórar drykkjarstöðvar eru á leiðinni og þar verða björgunarsveitarmenn til taks og einnig ekur jeppi mönnum yfir Hrafnagilsá, einu verulegu þver- ána á hlaupaleiðinni. Fleiri skrá sig í vélfræðinám í YMA en 1 fyrra Nýtt átak hleypir lífí í námið NYLOKIÐ er sérstöku átaki til að auka nýskráningar nemenda í vél- fræðinám í Vélskóla íslands í Reykjavík og í Verkmenntaskólann á Ákureyri. Verkefnið var styrkt af aðilum úr atvinnulífinu og var áhersla lögð á að kynna námið fyrir væntanlegum nemendum. Að sögn Hjalta Jóns Sveinssonar, skólameistara VMA, var í raun helmingsaukning í umsóknum á fyrsta ári í vélfræði og var hann mjög ánægður með þá niðurstöðu. Ekki var sömu sögu að segja hjá skólastjóra Vélskóla íslands, Björg- vini Jóhannssyni, en hann taldi sig ekki sjá neinn marktækan mun frá fyrra ári. Hjalti Jón sagðist afar ánægður með þessi jákvæðu viðbrögð sem hefðu skilað sér í 30 umsækjendum, en 14 sóttu um á fyrsta árinu í fyrra. „Þetta fór reyndar heldur seinna af stað en við hefðum kosið. Við vorum búnir að standa fyrir kynn- ingu fyrir 10. bekkinga á svæðinu áður en þetta kom til. Af þeim sökum gátum við ekki komið bæklingnum til þeirra. Þrátt fyrir það var þessi fjölgun í vélstjórninni og þetta átak hleypti lífi í námið að nýju,“ sagði Hjalti Jón. Hann nefndi einnig að þeir sem hefðu sótt um væru greinilega sterkir námsmenn og væru að útskrifast með góðar einkunnir úr grunn- skóla. „Við erum mjög ánægðir með þetta átak og erum áfjáðir í að samskonar átak verði gert í iðnnámi í heild. Að þarna sameinist skólarn- ir, stjórnvöld og atvinnuvegir í að gera verknám sýnilegt og aðlaðandi fyrir ungt fólk,“ sagði Hjalti Jón. „Ég varð ekki var við neina upp- sveiflu í umsóknum, hvort sem það skilar sér seinna," sagði Björgvin Jóhannsson, skólastjóri Vélskóla Is- lands. Hann nefndi sem hugsanleg- ar ástæður, að oft kæmu inn í þetta nám fólk með grunn í járniðn. Þetta fólk hefði úr svo mörgum atvinnu- tækifærum að velja núna að það tímdi ekki að fara í nám, að sögn Björgvins. Hann neitaði því ekki að það urðu honum vonbrigði að engin aukning væri í umsóknum. Aðalstyrktaraðilar átaksins voru LÍÚ og Vélstjórafélag íslands, en einnig komu að verkefninu Sam- band íslenskra kaupskipaútgerða, Sparisjóður vélstjóra og Lands- virkjun. Morgunblaðið/Kristján Dekraðu við þig og þínai Ástareldurinn ...kveikir í þér! Slökunarbaðolían ...ómissandi I nuddpottinn! heilsuhúsið Skólavóróustfe, Krtnglunni. Smdratofgi og Skipagótu 6, Akureyri Glæsihesturinn SESAR frá Vogum (F: Stígur frá Kjartansstöðum, M: Gæfa frá Gröf) verður til afnota í hólfi að Möðruvöllum í Hörgárdal að afloknu Landsmóti hestamanna. Sesar hefur hlotið f. hæfileika 8.33, f. byggingu 8.20 og í aðaleinkunn 8.28. Gjald pr. hryssu kr. 20.000,- Upplýsingar og pantanir í síma 893 3017 Erling, og 894 1345 Baldvin Ari. SESAR FRÁ VOGUM Séra Gunnlaugur Garðarsson blessar Frekjuna, nýtt skip Siglingaklúbbsins Nökkva, við hátíðlega athöfn. Siglingaklúbburinn Nökkvi vígir nýjan kjölbát Frekjan siglir aftur um Pollinn SIGLINGAKLÚBBURINN Nökkvi á Akureyri vígði nýjan kjölbát siðastliðinn föstudag við hátíð- lega athöfn. Það var séra Gunn- laugur Garðarson, sóknarprestur í Glerárprestakalli, sem blessaði bátinn áður en honum var siglt út á Pollinn í fyrsta sinn. Að sögn Tryggva Heimissonar hjá Siglingaklúbbnum Nökkva hefur félagið ekki átt svona veg- legan kjölbát siðan fyrir 1980. Binda menn vonir við að gamlir siglingamenn snúi nú aftur og af því tilefni ætlar Nökkvi að bjéða upp á fullorðinsnámskeið á nýja bátinn, sem hlotið hefur nafnið „Frekjan“, á næstu vikum. „Það má segja að þetta sé nýj- ung hjá félaginu því að það hefur ekki átt kjölbát af þessari gerð síðan á árunum milli 1970 og 80. Þá átti félagið tvo slíka báta og hét einmitt annar þeirra „Frekj- an“, þannig að við erum að nota gamalt nafn,“ sagði Tryggvi. Hann sagði að mjög gott væri að sigla slíkum bátum og vonuðu menn að gamlir siglingamenn sem myndu eftir gömlu bátunum færu að reima á sig björgunar- vestin að nýju. „Við ætlum að hefja námskeið fyrir fullorðna eftir svona tvær vikur,“ sagði Tryggvi. Nýja Frekjan kemur frá Bret- landi og styrkti Akureyrarbær kaup bátsins en bærinn lagði fram hálfa milljón við kaupin. Einnig styrkti Eimskip siglinga- klúbbinn með því að flytja bátinn inn ókeypis. Að sögn Tryggva eru námskeið fyrir börn og unglinga nú í full- um gangi. „Við hefjum kennslu oftast um níu á morgnana og er- um stundum að allt til kl. 10 á kvöldin,“ sagði Tryggvi. Morgunblaðið/Halldór Ingi Styrkja Dalvíkinga UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli knattspyrnuliðs Dalvíkinga, Olíufélagsins Esso og Landflutninga-Samskipa um að fyrirtækin tvö verði aðalstyrktar- aðilar meistaraflokks karla í sum- ar. Á myndinni handsala samning- inn þeir Sigurður Bjarnason, um- dæmisstjóri Esso á Norðurlandi, Gísli Bjarnason frá knattspyrnu- deild Dalvíkur og Gunnar Sig- tryggsson frá Landflutningum Samskip. Ljóðakvöld í Sig’ur- hæðum LJÓÐAKVÖLD verður í Sigurhæð- um - Húsi skáldsins miðvikudags- kvöldið 28. júní og hefst það kl. 20.30 stundvíslega en húsið er opið frá kl. 20. Erlingur Sigurðarson forstöðu- maður Húss skáldsins ræður dag- skránni og flytur hana, en hann hef- ur spunnið þennan þátt í starfi hússins nánast frá upphafi undir heitinu Islands þúsund ljóð í leitinni að fegursta ljóði sem ort hefur verið á íslenska tungu til að fara með fyr- ir áheyrendur. Að þessu sinni verða ljóðin öll bundin björtum nóttum og komið víða við meðal skálda. Ljóðakvöldin verða í Sigurhæð- um a.m.k. hálfsmánaðarlega í sum- ar - 2. og 4. miðvikudag hvers mán- aðar - en ætlunin er að flytja dagskrá í Davíðshúsi í vikunni þar á milli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.