Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Evrópski fjáifestingarbankinn lánar Reykjavíkurborg
Nýtt lán til
Nesjavalla
Morgunblaðið/Þorkell
EVRÓPSKI fjárfestingarbankinn
(EIB) og Reykjavíkurborg skrifuðu í
gær undir samning um lán bankans
til borgarinnar. Lánið er ætlað til
stækkunar Nesjavallavirkjunar og
er um einn og hálfur milljarður ís-
lenskra króna með fimmtán ára láns-
tíma.
Lánar mikið til samgöngu-
og orkumála
Ewald Nowotny, varaforseti bank-
ans, undirritaði lánssamninginn fyrir
hönd bankans. í samtali við Morgun-
blaðið sagði hann að bankinn hefði
lánað til framkvæmda á Islandi frá
árinu 1995 og nú næmu útistandandi
lán til Islands rúmlega tíu milljörðum
króna. Bankinn hefur áður lánað til
framkvæmda við Nesjavelli en hann
hefur einnig lánað til holræsafram-
kvæmda í Reykjavík, vega og ann-
arra samgöngumannvirkja. „EIB er í
SANYL
ÞAKRENNUR
Fást í flestum byggingavöru-
verslunum landsins.
ALFABORG
Knarrarvogi 4 • Sími 568 6755
Fyi ir þvottahusið
Skolvaskar
Intra skolvaskarnir eru framleiddir
á vegg eða innfelldir f borð.
Stærðir:
48 x 38 x 19 cm
54 x 45 x 23 cm
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sfmi: 5841088 • Fax: 5641089 • tengi.is
eigu aðildai-ríkja Evrópusambands-
ins (ESB) og þjónar sem banki þess,“
sagði Nowotny og bætti við:
„Tveir þriðju hlutar lána bankans
eru innan ESB en þriðjungur er utan
sambandsins. Utan ESB eru það að-
allega ríki sem sótt hafa um aðild
sem fá lán en EFTA-ríkin eru einnig
í viðskiptum við bankann. Bankinn á
að standa undir sér þannig að hann
veitir ekki styrki eða niðurgreidd lán
en fylgir samt ákveðinni stefnu sem
ESB mótar. Bankinn er í raun þró-
unarbanki að því leyti að hann lánar
tiltölulega meira til jaðarsvæða og
leggur áherslu á að beina lánum sín-
um þangað sem þau nýtast best til að
auka hagvöxt. Þess vegna er mikið
lánað til uppbyggingar samgöngu-
kerfis landa og orkumála. Frá Islandi
fer ég til dæmis til Noregs þar sem
undirritað verður lán til Statoil vegna
smíði oliuleiðslu til Þýskalands.“
Stærsti opinberi
þróunarbanki heims
Að sögn Nowotny er EIB stærsti
opinberi þróunarbanki heims með
fimmtíu prósent hærri lánveitingar
en Alþjóðabankinn. Bankinn er fjár-
magnaður með skuldabréfaútgáfu og
Ewald Nowotny, varaforseti Evrópska fjárfestingarbankans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Jón Sig-
urðsson, bankastjóri Norræna íjárfestingarbankans við undirritun láns vegna stækkunar Nesjavallavirkjunar.
sagði Nowotny að vegna stærðar og
stöðu bankans fengi hann mjög hag-
stæð lánskjör en hann er í svokölluð-
um AAA-lánshæfisflokki.
Stuölar að efnahagslegri
einingu Evrópu
Þegar Nowotny var spurður út í
ástæður þess að aðildarríki ESB
reka saman slíkan banka sagði hann
bankann hafa verið stofnaðan um leið
og ESB sjálft og þá hefði þörfin fyrir
fjármagn til uppbyggingar verið gíf-
urleg.
„Nú hefur bankinn, auk hinna al-
mennu lánveitinga til samgöngu-
mannvirkja, það hlutverk að fylgja
með lánveitingum eftir stefnu ESB
um ódýrari orku og bætt umhverfi.
Oh'uleiðslan sem við lánum Norð-
mönnum fyrir fellur vel að öðru
markmiðinu auk þess sem hún styð-
ur tengsl þjóða í Evrópu sem er líka á
stefnuskrá okkar en lánið vegna
Nesjavalla fellur einkar vel að hvoru
tveggja. Með því er verið að styðja
við hagkvæma og hreina orkufram-
leiðslu.
Þessu til viðbótar er bankinn far-
inn að kaupa í sjóðum sem fjárfesta í
nýjustu upplýsingatækni. Sjóðirnir
kaupa svo í fyrirtækjum á þessu sviði
og þannig styður bankinn líka þá
uppbyggingu. Bankinn reynir aftur á
móti að gæta þess að starfa ekki á
þeim sviðum þar sem einkabankar
starfa til að ýta þeim ekki út af mark-
aðnum og á hann raunar gott sam-
Sonera í samruna-
hugleiðingum
STÆRSTA fyrirtækið í Finnlandi
á sviði þráðlausra fjarskipta, Son-
era, mun hugsanlega sameinast
öðru fjarskiptafyrirtæki innan sex
mánaða, að þvi er fram kemur í
Wall Street Journal á Netinu.
Nýlega var tilkynnt að finnska
ríkisstjórnin hefði fengið heimild
til að selja rúman 53% hlut ríkisins
í Sonera.
Yfirmenn Sonera hafa að sögn
átt óformlegar viðræður við nokk-
ur fjarskiptafyrirtæki og sjá ekk-
ert því til fyrirstöðu að formlegar
viðræður hefjist bráðlega og Son-
era sameinist öðru fyrirtæki fyrir
árslok.
Nokkur stærstu fjarskiptafyrir-
tæki í Evrópu hafa sýnt Sonera
áhuga á síðustu mánuðum, m.a.
Telefonica á Spáni, France Tele-
com, KPN í Hollandi og Vodafone
AirTouch. Talsmaður KPN segir
þó ólíklegt að af samruna þess við
Sonera verði, þar sem finnski
markaðurinn sé lítill. Talsmaður
Vodafone segir verðið á Sonera of
hátt. Talsmenn France Telecom og
Telefonica vildu ekki tjá sig.
Sonera er metið á um 2.900
milljarða íslenskra króna og er
annað verðmætasta fyrirtækið
skráð í Kauphöllinni í Helsinki, á
eftir Nokia. Verð hlutabréfa Son-
era hefur þó lækkað um 47% síðan
það var í árshámarki í mars sl.
Fyrirtækið þykir eiga mikla mögu-
leika á farsímamarkaðnum en of
lítið og einangrað til að ná langt á
eigin spýtur. Forsvarsmenn fyrir-
tækisins taka undir það og segjast
vilja taka þátt á alþjóðlegum mark-
aði. Sonera hefur þegar fengið út-
hlutað leyfi fyrir rekstri UMTS-
farsímakerfis í Finnlandi og á
Spáni og mun sækja um í Þýska-
landi og Sviss í samstarfí við aðra.
Sonera hefur starfað með ís-
lenska hugbúnaðarsjóðnum og
felst samstarfið í að fjárfesta í fyr-
irtækjum í upplýsingatækni á
Norðurlöndunum. Sonera og ís-
lenski hugbúnaðarsjóðurinn hafa
t.d. keypt í samstarfi 45% hlut í ís-
lenska hugbúnaðarfyrirtækinu
ZOOM hf. Eignarhlutur Sonera í
ZOOM nemur 31,6%. Gunnar V.
Engilbertsson, framkvæmdastjóri
Islenska hugbúnaðarsjóðsins, segir
fjárfestingasamstarf fyrirtækjanna
í fullum gangi og býst ekki við
öðru en að það haldi áfram þrátt
fyrir samrunahugleiðingar Sonera.
Fyrirmæli frá Samkeppnisráði til INTÍS og Íslandssíma
vegna úthlutunar á lénum
Oheimilt að veita upplýs-
ingar tengdar umsóknum
SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint
þeim fyrirmælum til Internets á ís-
landi hf. (INTÍS) og Íslandssíma hf.
að óheimilt sé að þeir starfsmenn
Internets á Islandi hf. sem koma að
eða starfa við skráningu og úthlutun
léna veitþöðrum starfsmþnnum Int-
ernets á Islandi hf. eða Íslandssíma
viðskipta- eða tæknilegar upplýs-
ingar sem þeir fá í hendur í tengsl-
um við umsóknir á lénum. Hið sama
eigi við um stjórnarmenn fyrirtækj-
anna. Þá sé óheimilt að starfsmenn
Íslandssíma hf. komi að skráningu
og úthlutun léna eða hafi aðgang að
framangreindum upplýsingum.
I ákvörðun samkeppnisráðs segir
jafnframt að starfsmenn Internets á
Islandi hf. sem hafa aðgang að við-
skipta- eða tæknilegum upplýsing-
um sem veittar hafa verið í tengsl-
um við umsóknir á lénum skuli
undirrita yfirlýsingu um trúnað og
þagnarskyldu. Hið sama eigi við um
stjórnarmenn Internets á íslandi
hf. og Íslandssíma.
Þá skal Internet á íslandi hf.
tryggja að jafnræði ríki milli keppi-
nauta fyrirtækjanna og þeirra
deilda fyrirtækjanna sem eru í sam-
keppni við þá varðandi meðferð á
umsóknum um lén.
Samkeppnisstofnun barst erindi
frá Landssíma íslands hf. í desem-
ber 1998 þar sem þess var krafist að
mælt verði fyrir um fjárhagslegan
aðskilnað milli þeirrar starfsemi
Internets á Islandi hf. sem sé í sam-
keppnisrekstri og þeirrar starfsemi
sem njóti verndar einkaleyfis. Þá
var þess farið á leit að athugað verði
hvort gjaldtaka fyrir skráningu net-
léna gefi ástæðu til íhlutunar sam-
keppnisráðs samkvæmt 17. gr. sam-
keppnislaga
Kröfur Landssíma Islands hf.
voru síðan ítrekaðar og endurskil-
greindar í febrúar síðastliðnum, auk
þess sem sérstaklega var vakin at-
hygli á kaupum Islandssíma hf. á
70% hlut í INTÍS.
starf við menn í bankaþjónustu í
Evrópu. Til að auðvelda þetta eiga
fulltrúar þeirra þátt í stefnumótun
um lánveitingar bankans," sagði
Nowotny.
Spurður hvort ástæður lánveiting-
anna til Islands væru eingöngu við-
skiptalegs eðlis sagði Nowotny að
svo væri ekki. Þetta væri hagkvæm
lánveiting en einnig spilaði inn í að
bankinn vildi stuðla að efnahagslegri
einingu Evrópu. Til þess að ná því
marki hefði bankinn meðal annars
gert samþykkt fyi-r á þessu ári um að
lána allt að 1,2 milljarða evra til
EFTA-ríkjanna á næstu tveimur ár-
um og lánið til íslands væri hluti af
þeirri áætlun.
Límtré
hf.
kaupir
Garða-
stál hf.
LÍMTRÉ hf. hefur keypt fram-
leiðslutæki og rekstur Garða-
stáls hf. í Garðabæ. Garðastál
hf. hefur um árabil framleitt
þak- og veggklæðningar úr
málmi fyrir húsbyggingar, þ.e.
garðastál og bárujárn. Starf-
semi Garðastáls hf. hófst árið
1977 sem deild í Héðni hf., en í
ársbyrjun 1995 hóf Garðastál
hf. starfsemi sem sjálfstætt
hlutafélag. Velta félagsins hef-
ur verið um það bil 160 milljónir
króna á ári, að því er fram kem-
ur í upplýsingum frá Límtré hf.
FBA Ráðgjöf hf. sá um verð-
mat vegna kaupanna, leiddi
samningaviðræður og hafði
umsjón með samningagerð.
Rekurtvaer
verksmiðjur
Límtré hf. var stofnað á
Flúðum 1982 og framleiðsla
hófst í júní 1983. Fyrirtækið er
almenningshlutafélag í eigu
einstaklinga, fyrirtækja, sveit-
arfélaga og stofnfjárfesta.
Hlutafé þess er 136 milljónir. í
dag rekur Límtré hf. tvær
verksmiðjur, aðra á Flúðum og
hina í Reykholti, Biskupstung-
um. í verksmiðjunni á Flúðum
er framleitt límtré, en í Reyk-
holti eru framleiddar þak- og
veggeiningar, frysti- og kæli-
klefar, milliveggir fyrir mat-
vælavinnslu og frystiklefahurð-
ir.
Límtré hf. hefur nýverið
keypt meirihluta hlutafjár í
Vírneti hf. í Borgamesi sem
framleiðir m.a. saum og nagla,
báru- og trapisustál og ál, auk
þess að stunda almenna blikk-
smíði og járnsmíði.