Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Nettd kærir
SS til Sam-
keppnisstofn-
unar vegna
sinnepsmáls
NETTÓ hefur sent kæm til Sam-
keppnisstofnunar þar sem SS hefur
neitað að selja Nettó sinnep í 350
gramma umbúðum sem fyrirtækið
framleiðir undir vörumerki sínu og
selur í Bónus verslanirnar. „Við
höfum margsinnis farið fram á að fá
að selja þessa stóm sinnepsbrúsa í
verslunum okkar, bæði til að geta
boðið viðskiptavinum okkar hag-
kvæmari kaup og til að veita Bónus
samkeppni. Þama er verið að
byggja skjaldborg um Bónus til að
þeir þurfi ekki að keppa við okkur,“
segir Elías Þorvarðarson verslun-
arstjóri Nettó.
SS gerði samstarfsamning við
Bónus um framleiðslu og sölu á vör-
unni og því er hún aðeins seld í Bón-
us að sögn Hallgríms Hólmsteins-
sonar sölustjóra SS. „Okkar vilji er
að leysa þetta mál farsællega og
helst ekki á vettvangi fjölmiðla.“
Verslunin Svalbarði opnuð á ný
Halda í hefðir
fyrri eigenda
VERSLUNIN Svalbarði við
Framnesveg hefur verið opnuð á
ný og verður rekin með svipuðu
sniði og áður. Viðskiptavinir
eiga því að geta gengið að vest-
firska harðfiskinum sínum sem
vísum.
„Það getur þó verið að sumum
finnist austfirskur blær líka
svífa yfir vötnum," segja nýir
eigendur, Ingvar Gunnarsson og
Hulda Hannibalsdóttir, sem eru
frá Eskifirði og fluttu nýlega til
Reykjavíkur. „Við munum halda
í hefðir fyrri eigenda, bjóða upp
á vestfírskan harðfísk, vera með
siginn físk, maríneraða síld og
hákarl að vestan og austan auk
þess sem við bregðumst ekki
viðskiptavinum þegar kemur að
Þorláksmessu. Þá verður til hjá
okkur vestfírsk skata og hnoð-
mör.“
Ingvar segir að hjá Svalbarða
verði til nokkrar útgáfur af salt-
físki og hann ætlar að breikka
aðeins fískúrvalið og vera með
ýmsa fiskrétti og nýjan físk í
soðið. „Við erum með fískvinnsiu
á Granda og getum útvegað það
fískmeti sem fólk vantar."
Hann segir að núna sé tölu-
vert spurt um svartfuglseggin
og að með haustinu verði hægt
að fá hjá sér reyktan og sviðinn
svartfugl svo og lunda..
Ingvar er bjartsýnn á rekstur-
inn, hann segir Vesturbæinga
hafa tekið sér vel og hefur trú á
því að margir kjósi að eiga við-
skipti við kaupmanninn á horn-
inu.
Morgunblaðið/Sverrir
Ingvar Gunnarsson og Hulda Hannibalsdóttir, eigendur Svalbarða,
ásamt starfsmanni verslunarinnar, Benedikt Sigurðssyni.
Spurt og svarað um neytendamál
40 króna hækkun
á pítsum hjá Domino’s
Hefur verð á pítsum hjá Dom-
ino’s hækkað nýlega?
Fyrir skömmu hækkaði
grunnverð á 11 og 15 tommu
pítsum hjá Domino’s um 40
krónur, en á 8 tommu pítsum um
30 krónur. Einnig hækkaði verð
á brauðstöngum og brauð-
stangasósu um 10 krónur.
„Hækkunin varð meðal annars
vegna aukins hráefniskostnaðar.
Um áramótin hækkaði ostur um
5,6% en okkur munar alltaf mik-
ið um verðhækkanir á osti þar
sem hann er stærsti hluti
hráefniskostnaðar hjá okkur,“
segir Gunnar S. Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Domino’s.
„Hækkunin á sósunni kemur til
af því að við höfum stækkað
sósuskammtinn um leið og við
höfum fengið nýjar innsiglaðar
umbúðir, sem eru dýrari en þær
sem við notuðum áður. Að auki
hafa kassarnir utan um pítsurn-
ar hækkað um 12% í innkaupum
og laun starfsfólks hækkuðu 1.
mars um 3,9%. Þá er bensínverð
alltaf að hækka en þá eykst
kostnaður hjá okkur þar sem við
erum með heimsendingarþjón-
ustu.“
Súpukjöt í Bónus
Hvers vegna var súpukjötið
ekki til, sem auglýst var að
ætti að seljast á 199 krónur
kílóið til 28. júní í Bónus?
„Kjötið átti að koma í nokkr-
um sendingum og fyrsta send-
ingin seldist mjög fljótt upp.
Síðan fengum við fáar og smáar
sendingar frá kjötframleiðand-
anum, sem er á Suðurlandi, eft-
ir jarðskjálftana í síðustu viku,“
segir Guðmundur Marteinsson,
framkvæmdastjóri Bónuss.
„Framleiðslunni seinkaði vegna
þess að fólk var að huga að
heimilum sínum og eigum og
mætti því skiljanlega ekki til
vinnu. Eftir að framleiðslan
komst í samt lag bárust fleiri
sendingar, til dæmis kom stór
sending af kjötinu í búðir á
föstudag. Viðskiptavinir hafa nú
þegar keypt fimm tonn af kjöt-
inu en í allt voru til sjö tonn hjá
framleiðanda. Það eru því enn
til tvö tonn af kjöti hjá framleið-
anda sem eiga enn eftir að
koma í búðir.“
Nýverið var stofnaður Vinaklúbbur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Arskort ekki
lengur fáanleg
EKKI er lengur hægt að kaupa
árskort í Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinn í Laugardal sem í fyrra
kostuðu 2000 krónur fyrir börn og
3000 krónur fyrir fullorðna. I
staðinn býðst gestum að gerast
meðlimir í nýstofnuðum Vina-
klúbbi Fjölskyldu- og húsdýra-
garðsins. Árgjaldið í hann er 6500
krónur en árskort er meðal ann-
ars innifalið í því verði að sögn
Tómasar Óskars Guðjónssonar,
forstöðumanns Fjölskyldu- og
VERÐHÆKKUN er fyrirhuguð
á nokkrum vörutegundum frá
fyrirtækinu Kötlu 1. júlí. Meðal
þess sem hækkar eru bökunar-
dropar, salt og lyftiduft. Til dæm-
is hækkar verð á kardimommu-
dropum einna mest, um 16,7%, en
hækkunin er mismikil eftir teg-
undum, því mismunandi ástæður
liggja að baki hækkuninni á
hverri tegund að sögn Tryggva
Magnússonar, framkvæmdastjóra
Kötlu. „Það hefur ekki orðið
hækkun á vörunum frá okkur frá
SúreJbiisvörur
Karin Herzog
Silhouette
húsdýragarðsins. „Stöku árskort-
in eru ekki lengur fáanleg því sala
þeirra borgaði sig ekki fyrir okk-
ur. I staðinn bjóðum við fasta-
gestum að ganga í Vinaklúbbinn
sem hefur mælst vel fyrir. Með-
limum klúbbsins er boðið upp á
ýmsar nýjungar í þjónustu, auk
árskortsins standa til boða
fræðsluferðir í hverjum mánuði,
fréttabréf um starfsemi garðsins,
bolur, barmmerki og sérkjör í
veitingahúsi garðsins.“
því í október 1997 en síðan þá
hefur orðið mikil aukning á fram-
leiðslukostnaði í samræmi við al-
mennar hækkanir á innlendum
markaði, svo sem hækkun á orku-
verði um 12% og launahækkanir,
en laun hafa hækkað um 25% á
þessum tíma. Hráefnin sem við
notum og umbúðir hafa einnig
hækkað umtalsvert á þessum
tíma, sem dæmi má nefna hefur
verð á kardimommuolíu sem við
notum í kardimommudropa
þrefaldast enda eru þeir sú vöru-
tegund sem hækkar hvað mest
hjá okkur. Þessi hækkun er óhjá-
kvæmileg, við höfum verið að
reyna að bíta á jaxlinn og hækka
ekki en núna verðum við að láta
undan ef við eigum að geta haldið
áfram."
Nýtt
Matreiðslurj ómi
KOMINN er á
markað mat-
reiðslurjómi frá
Mjólkursamsöl-
unni. í fréttatil-
kynningu segir
að fituinnihald
hans sé 15% sem sé innan við helm-
ingur þess fitu- og hitaeininga-
magns sem er að finna í hefðbundn-
um rjóma. Rjóminn hentar vel til
matargerðar og sem útálát en hann
hentar ekki til þeytingar.
Efni fyrir
þunnhærða
KOMIÐ er á markaðinn Toppik,
hárefni fyrir þunnhærða. I frétta-
tilkynningu frá Apolló-hárstúdíói
segir að efnið sé náttúrulegt, gert
úr keratínprótíni. Efnið er greitt í
hárið og það fer úr við venjulegan
hárþvott. Efnið verður selt í Borg-
arapóteki og á hársnyrtistofum.
Léttjógúrt
KOMIN er í verslanir léttjógúrt frá
Pascual. í fréttatilkynningu frá
Innnes ehf. segir að fituinnihald
jógúrtsins sé 1,2 g í hverjum lOOg.
Jógúrtið fæst með þremur bragð-
tegundum, með sumarávöxtum, an-
anas og melónum, og jarðaberjum.
Það er selt í 500 gramma einingum
sem hver inniheldur fjórar 125
gramma umbúðir. Jógúrtið er án
litar- og rotvarnarefna og geymist í
sex mánuði frá framleiðsludegi.
Gólfdúkur
BÆST hefur í litaval Marmoleum
dual gólfdúka, en í fréttatilkynn-
ingu frá Kjarani hf. segir að þeir
séu nú fáanlegir í 30 nýjum litum og
mynstrum. Nýju dúkarnir eru m.a.
í rauðum, grænum og bláum lita-
tónum. Dúkamir fást í tveggja
metra breiðum rúllum en einnig
fást 18 litir af dúkaflísum.
Þráðlaus
veðurstöð
SAMEY hefm’ hafið sölu á þráðlaus-
um veðurstöðvum. I fréttatilkynn-
ingu kemur fram að hún gefi upp-
lýsingar um veðurfar, svo sem hita,
raka, regn, vindstyrk, vindátt og
loftþrýsting. Veðm’stöðin saman-
stendur af móttökustöð og nemum
og er með snertiskjá. í fyrstu er veð-
urstöðin boðin á kynningarverði.
Yerðhækkun á
vörum frá Kötlu