Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Arafat boðar stofnun Palestínuríkis Sjálfstæði lýst yfir eftir nokkrar vikur? Jerúsalcm. AP. YASSER Arafat lýsti því yfir á sunnudaginn að stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu kynni að verða lýst yfir innan fárra vikna. „Palestína er Rannsókn Egypt Air-slyssins FBItek- ur við BANDARÍSKA alríkislögreg]- an, FBI, tekur í dag við rann- sókn á orsökum þess að farþega- þota Egypt Air fórst úti fyrir strönd Bandaríkjanna í október í fyrra og með henni 217 manns. Sjónvarpsstöðin CNN segir þetta benda til þess að yfírvöld gruni að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Kannanir á hljóðrita vélarinnar þykja hafa leitt í ljós að einn áhafnarmeð- lima hafi farið með bæn áður en vélin steyptist í hafið. Fulltrúi flugfélagsins mun eiga fund með bandarískum rannsakendum í dag til þess að fara yfir upptökurnar sem þessi ályktun er byggð á. okkar, okkar, okkar!“ sagði hann við þúsundir fagnandi stuðningsmanna sinna á Vesturbakkanum. Israelar saka aftur á móti Palest- ínumenn um að draga vísvitandi úr möguleikunum á að friðarviðræður geti farið fram í Bandaríkjunum en stefnt er að því að endanlegir friðar- samningar hafi náðst 13. september. „Við höfum nokkrar vikur enn til stefnu en þær eru hinar mikilvæg- ustu því að undir lok þeirra munum við lýsa yfir stofnun ríkis,“ sagði Arafat í bænum Nablus. Aðstoðar- menn hans sögðu þó að enn væri ekki búið að ákveða hvenær lýst yrði stofnun ríkisins. Arafat ítrekaði enn fremur kröfu Palestínumanna til Jerúsalem sem höfuðborgar ríkis þeirra en þeir vilja að vesturhluti borgarinnar verði höfuðstaður Palestínu. Israel- ar segja aftur á móti að borgin ósk- ipt sé eilíf höfuðborg Ísraelsríkis. David Levy, utanríkisráðherra ísraels, brást hart við ummælum Arafats. „Friðarumleitanir eru óhugsandi með ógnunum," sagði hann. „Ef [Arafat] ákveður að gefa út einhliða yfirlýsingu hefur hann þar með veitt Israel heimild til að nota sömu aðferð.“ ísraelar hafa sagt að ef Palestínumenn lýsi yfir sjálfstæði muni þeir í staðinn inn- lima stóra hluta Vesturbakkans. AP Yasser Arafat á fundi í bænum Nablus þar sem hann lýsti því yfir að hann kynni að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis innan fárra vikna. Bilið breikkar aftur London. Morgunblaðið. SKJÓTT skipast veður í stjórnmál- um. Ihaldsmenn höfðu ekki lengi glaðzt við fréttir um minnkandi mun mdli þeirra og Verkamannaflokks- ins, þegar ný skoðanakönnun leit dagsins ljós í News of the World á sunnudaginn, sem sýndi bilið milli flokkanna aftur upp á 13%, en á dög- unum var það komið niður í 3%. Könnunin, sem unnin er af Mori- fyrirtækinu fyrir blaðið, sýnir fylgi Verkamannaflokksins aftur komið upp í 47%, Ihaldsflokkurinn er með 34% og frjálslyndir fá 14%. Skoðanakönnunin sýnir megna andstöðu Breta við aðild að evrópska myntbandalaginu; 72% vilja halda pundinu en aðeins fimmtungur að- spurðra er tilbúinn til að taka upp evruna í stað pundsins. Þá telja 63% að Verkamannaflokkurinn standi að óþörfu í vegi fyrir umræðum um evr- una og aðild að myntbandalaginu. Könnunin færir forsætisráðherr- anum bæði slæmar fréttir og góðar. Slæmu fréttimar eru að nú eru þeir færri sem treysta honum til að ráða fram úr Evrópumálunum en hinir sem treysta honum ekki; 43% treysta Tony Blair en 44% treysta honum ekki. Góðu fréttirnar eru þær, að hann er samt sá stjómmála- maður, sem menn þrátt fyrir allt treysta bezt í þessum efnum, því 41% treystir formanni frjálslyndra, Charles Kennedy, og fjármálaráð- herranum Gordon Broym en aðeins 32% treysta formanni íhaldsflokks- ins, William Hague, meðan 52% treysta honum ekki til þess að ráða fram úr Evrópumálunum. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hélt naumlega velli í kosningunum í Japan Kjósendur völdu óbreytt ástand Reuters Yoshiro Mori, forsætisráðherra Japans (í miðið), brosir eftir að skýrt var frá fyrstu tölum í þingkosningunum á sunnudag. Með honum eru tveir af forystumönnum Fijálslynda lýðræðisflokksins. Tdkýó. AP, AFP. STJÓRN Japans hélt naumlega velli í kosningunum til neðri deildar þings- ins á sunnudag og stjórnmálaskýr- endur sögðu að kjósendurnir hefðu valið óbreytt ástand fremur en hið óþekkta þrátt fyrir efnahagserfið- leikana í landinu. Stjómarandstaðan sótti þó í sig veðrið í kosningunum og konur fengu fleiri þingsæti en nokkru sinni fyrr í 44 ár. Stjómarflokkarnir fengu 271 þing- sæti af 480, eða 56% sætanna í neðri deildinni, sem er valdameiri en hin efri. Flokkamir vora með 336 þing- sæti af 500 fyrir kosningamar, en þingmönnunum var fækkað um tutt- ugu. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn missti meirihluta sinn í neðri deild- inni og þingsætum hans fækkaði úr 271 í 233. Flokkurinn er því nú háður tveimur smærri flokkum í stjóminni, Komeito, sem nýtur stuðnings búddatrúarmanna, og íhaldsflokkn- um. Fylgi samstarfsflokkanna minnkaði einnig veralega, þingmönn- um Komeito fækkaði úr 42 í 31 og íhaldsflokksins úr 18 í sjö. Stærsti stjómarandstöðuflokkur- inn, Lýðræðisflokkur Japans, styrkti hins vegar stöðu sína og fékk 127 þingsæti. Þingniönnum hans fjölgaði um 32, eða um 30%. Engar breytingar á efnahags- stefnunni Yoshiro Mori forsætisráðherra ját- aði að hann bæri mesta ábyrgð á fylg- istapi Fijálslynda lýðræðisflokksins, sem hefur verið við völd í Japan með aðeins tíu mánaða hléi frá því hann var stofnaður árið 1955. Mori kvaðst þó vongóður um að flokkarnir þrír gætu haldið áfram stjómarsamstarfmu. Hann sagðist einnig vilja að Kiiehi Miyazawa fjár- málaráðherra og Yohei Kono utan- ríkisráðherra héldu embættum sín- um til að þeir gætu undirbúið leiðtogafund átta helstu iðnríkja heims sem verður haldinn á japönsku eyjunni Okinawa 21 .-23. júlí. Stjómmálaskýrendur spáðu því að engar breytingar yrðu á efnahags- stefnu stjómarinnar, sem hefur auldð útgjöldin til opinberra framkvæmda í því skyni að blása lífi í efnahaginn. „Líklegt er að ekkert breytist. Nið- urstaða kosninganna er að almenn- ingur vill algera íhaldssemi, óbreytt ástand,“ sagði viðskiptadagblaðið Ni- hon Keizai Shimbun í forystugrein. Þessi niðurstaða kann að virðast undarleg í Ijósi efnahagserfiðleik- anna í Japan. Hagvöxturinn var mjög lítill í fyrra eftir tveggja ára sam- dráttarskeið. Atvinnuleysið fer vax- andi og skuldir ríkisins hafa stórauk- ist, einkum vegna þeirrar stefnu stjómarinnar að auka útgjöldin í því skyni að stuðla að hagvexti. Hafa ber þó í huga að kjósendur í Japan hafa yfirleitt verið tregir til að kjósa stjómarandstöðuna þegar illa árar í efnahagnum. í kosningabaráttunni var aðallega tekist á um efnahagsmálin. Fijáls- lyndi lýðræðisflokkurinn boðaði enn meiri ríkisútgjöld en litlar efnahags- umbætur. Lýðræðisflokkiuinn lofaði hins vegar að minnka ríkisútgjöldin og draga úr skriffinnsku til að auð- velda athafnamönnum að stofna ný fyrirtæki. Flokkurinn boðaði einnig skattahækkanir til að hægt yrði að grynna á skuldum ríkisins. Hann kvaðst vilja hækka skattleysismörkin og er talið að sú stefna hafi kostað flokkinn mörg atkvæði. 300 þingmannanna vora kjömir í einmenningskjördæmum og 180 í hlutfallskosningum. Lýðræðisflokk- urinn fékk mest fylgi í borgunum og fór t.a.m. með sigur af hólmi í 13 ein- menningskjördæmum af 25 í Tókýó en Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í aðeins átta. í hlutfallskosningunum fékk Lýðræðisflokkurinn fimm þing- sæti í borginni og Frjálslyndi lýðræð- isflokkurinn þrjú. Stjómarflokkurinn reiddi sig aðal- lega á stuðning dreifbýliskjósenda, sem hafa notið góðs af opinbera framkvæmdunum og niðurgreiðslum ríkisins. „Kjósendumir völdu óbreytt ástand en stjómin hélt mjög naum- lega velli,“ sagði japanski hagfræð- ingurinn Yukari Sato. „Þeir sendu Fijálslynda lýðræðisflokknum þau óbeinu skilaboð að hann yrði að breytast.“ Nokkrir af stórlöxum Frjálslynda lýðræðisflokksins náðu ekki kjöri í kosingunum, þeirra á meðal Takashi Fukaya viðsldptaráðherra og Toku- ichirio Tamazawa landbúnaðarráð- herra. Mori kennt um fylgistapið Yoshiro Mori er einkum kennt um fylgistap flokksins, en hann er einn óvinsælasti forsætisráðherra lands- ins eftir síðari heimsstyijöldina vegna ýmissa axarskafta frá því hann tók við embættinu af Keizo Obuchi fyrir þremur mánuðum. Obuehi fékk heilablóðfall í byrjun apríl og lést sex vikum síðar. Kjörsóknin var 62,49%, sú næst- minnsta í sögu landsins. Þessi litla kjörsókn er talin hafa stuðlað að því að stjómin hélt velli. Margir ungir Japanir hafa lítinn áhuga á stjórn- málunum og æ fleiri eldri kjósendur virðast telja að ekki skipti máli hveij- ir stjómi landinu, ekkert breytist. Þingkonum Qölgar 23 konur áttu sæti í neðri deildinni en þeim fjölgaði í 35 í kosningunum. Konur hafa ekki verið fleiri á þinginu frá fyrstu þingkosningunum í landinu eftir síðari heimsstyijöldina árið 1946, en 39 konur náðu þá kjöri. 202 konur vora í framboði í kosn- ingunum á sunnudag og fleiri en nokkru sinni fyrr. Þótt þingkonunum hafi fjölgað era þær aðeins um 7% þingmannanna og það hlutfall er með því lægsta í iðn- ríkjum heims. Aðeins ein kona, Kay- oko Shimizu umhverfisráðherra, er í stjóminni. Ein af þeim fáu konum sem hafa komist til áhrifa í japönskum stjóm- málum er Takako Doi, leiðtogi Jafn- aðarmannaflokksins sem fékk 19 þingsæti og bætti við sig fimm. Tíu konur era nú í þingliði flokksins. Konan sem fékk mesta athygli í kosningabaráttunni var hins vegar Yuko Obuchi, 26 ára dóttir Keizo heitins Obuchi. Hún náði kjöri þótt hún hefði enga reynslu af stjómmál- um, en í Japan hefur það næstum þótt sjálfsögð kurteisi að kjósa ekkju eða bam stjómmálamanns sem fellur frá. Sú siðvenja sætir þó vaxandi gagnrýni. „Mér líkaði ekki hvernig hún not- aði samúðaratkvæðin,“ sagði Yuko Hirana, 25 ára starfskona nýs net- þjónustufyrirtælds í Tókýó. „Við þurfum fleiri konur í stjómmálin sem vita hvað þær era að gera.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.