Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAUUR 27. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Guð mætir mann-
inum í orðinu
BÆKUR
Trúarbragðafræði
GUÐFRÆÐI MARTEINS
LÚTHERS
Höfundur: Sig-urjón Árni Eyjólfs-
son. Útgefandi: Hið íslenska bók-
menntafélag. Útgáfuár: 2000.
Stærð: 560 bls.
VIÐ minnumst kristnitökunnar
árið 1000 og annarra mikilvægra at-
burða í íslenskri kristnisögu með
ýmsum hætti á þessu ári. Skammt
er síðan út kom veg-
legt fjögurra binda
verk um kristnisögu
fslands sem hjálpar
okkur til að minnast
þeirrar trúar og sögu
sem við byggjum
menningu okkar á.
Annað merkt framlag
til skilnings á íslenskri
kristni er það ritverk
sem hér er til umfjöll-
unar. Það er útskýring
á helstu þáttum í guð-
fræði Marteins Lúth-
ers, föður þeirrar
kirkjudeildar sem
flestir íslendingar til-
heyra.
Margir helstu þættir
guðfræði Marteins Lúthers eru út-
skýrðir í þessari bók með hliðsjón af
túlkun hans á Jóhannesarguðspjalli
frá árunum 1535-40 en þá var guð-
fræðihugsun hans að mestu fullmót-
uð og siðbótin orðin fost í sessi.
Oftast hefur Lúther verið túlkað-
ur út frá trúarreynslu sinni og at-
höfnum við upphaf siðbótar og skýr-
ingum hans á Páli postula sem eru
frá yngri árum hans er guðfræði
hans var í mótun. í formála segir að
guðfræði Lúthers hafi lítið verið
skýrð út frá túlkun hans á Jóhann-
esarguðspjalli. Þetta verk er því ut-
an meginstraums Lúthersrann-
sókna síðustu áratuga og nýtt
framlag til þeirra. Reynt er að
kynna Lúther sem mest með eigin
orðum og margar tilvitnanir í verk
hans hafa venð þýddar á íslensku.
Helstu spurningar sem leitast er við
að svara eru: 1. Hvaða guðfræðihefð
styðst Lúther við? 2. Hvaða hefðum
hafnar hann? 3. Hverjar eru helstu
nýjungar í guðfræði hans? Jafn-
framt eru helstu þættir Lúthers-
rannsókna kynntir.
Bókin skiptist í þrjá aðallhluta:
Forspjall, Kristsfræði og Líf í trú.
í Forspjalli er saga Lúthersrann-
sókna rakin, fjallað um aðgreiningu
lögmáls og fagnaðarerindis, hinn
hulda og reiða Guð og samviskuhug-
takið. Efni Kristsfræðihlutans er
Jesús sem orð Guðs, holdtekjan,
tvenns konar eðli Krists, friðþæg-
ingin og tengsl dauða og upprisu
Krists út frá Æðstuprestsbæninni í
17. kafla Jóhannesarguðspjalls.
Þriðji aðalhlutinn, Líf í trú, fjallar
um bænina, réttlætinguna af trú,
prófun trúarinnar, trú og skynsemi
og trúna andspænis afhelgun ver-
aldarinnar.
Þessi bók gefur góða mynd af
miklum hluta guðfræði Marteins
Lúthers og sögu margra hugmynda
hans í hefð kirkjunnar. Að baki því
liggja margra ára fræðistörf höfund-
ar sem hefur efnið á valdi sínu. Ólíkt
mörgum guðfræðiritum er þessi bók
áhugaverð aflestrai’ og lesandinn
nær óvenjugóðu sambandi við höf-
undinn. I niðurlagi bókarinnar er
guðfræði Lúthers heimfærð inn í að-
stæður nútímamannsins og notuð
sém svar við tilvistarkreppu hans.
Þar segir meðal annars: „Erfiðleikar
mannsins í nútímanum
felast í því að hann hef-
ur lokað sig inni í sjálf-
sköpuðum heimi og er
fangi í einveru og ein-
semd með sjálfum
sér...Leiti maðurinn
Guðs í Ijósi sjálfskap-
aðra mælikvarða finn-
ur hann ekki persónu-
legan Guð, heldur hinn
hulda Guð. Guð nálgast
manninn á allt annan
hátt en maðurinn telur
í ljósi skynsemi sinnar.
Guð mætir manninum í
orði, hinu talaða orði
manna um orð Guðs
sem er Jesús Rristur.“
(bls. 505-6)
Þessari bók er ekki ætlað að vera
tæmandi umfjöllun um guðfræði
Marteins Lúthers og ekki er fjallað
beint um mörg mikilvæg atriði guð-
fræðinnar svo sem sköpunarguð-
fræði, tveggja ríkja kenninguna,
kirkjuna, skírn og sakramenti. Höf-
undur vonast þó til að geta bætt um
betur með útgáfu annarrar bókar
síðar.
Band bókarinnar og allt útlit er
vandað. Framsetning höfundar er
skýr og ber þess vott að hann er ná-
kvæmur vísindamaður. Ef setja má
út á eitthvað þá er íslenskan ekki
alls staðar alveg hnökralaus og
heimildir sem vitnað er í eru flestar
á þýsku en kostur hefði verið að gefa
einnig upp heimildir á ensku þar
sem fleiri eru læsir á hana.
Guðfræði Marteins Lúthers er
mikið ritverk, á sjötta hundrað
blaðsíður.
Ekkert sambærilegt rit um lúth-
erska guðfræði hefur áður komið út
á íslensku.
Ljóst er að þetta mun verða
grundvallamt um guðfræði Lúthers
hér á landi um ókomin ár. Útgáfa
þess er mikið afrek og vegleg gjöf til
íslenski-ar kristni og sérstaklega
lútherskrar kirkju á afmælisári
kristnitökunnar.
Höfundur og útgefendur eiga
mikinn heiður skilið íyrir að ráðast í
þetta mikla verkefni. Vonandi verð-
m- höfundi að ósk sinni að gefa út
aðra bók um guðfræði Marteins
Lúthers. Þetta rit er ekki léttmeti
en hentar þeim, leikum og lærðum,
sem vilja öðlast djúpan skilning á
guðfræði Lúthers.
Kjartan Jónsson
Sigurjón Árni
Eyjólfsson
Fjarskyldir
frændur
í Bláu
kirkjunni
kirkjunnar á Seyðisfirði.
AÐRIR tónleikar á dagskrá tón-
leikaraðarinnar Bláa kirkjan á
Seyðisfirði verða annað kvöld,
miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Þá
koma fram Sigurður Flosason
saxófónleikari og orgelleikarinn
Gunnar Gunnarsson.
„í fyrstu sýnast saxófóninn og
orgelið ekki eiga margt sameigin-
legt. Annað hljóðfærið á sér
margra alda sögu tengda guðs-
húsum og helgihaldi. Hitt var
fundið upp um miðja nítjánda öld
og hefur fyrst og fremst ritað
sögu sína í bækur djass- og dæg-
urlagatónlistar, bækur sem
sjaldnast eru geymdar í guðshús-
um. Þegar betur er að gáð kemur
í ljós að ýmislegt tengir þessi
ólíku hljóðfæri, saxófónninn er
knúinn áfram af mannsandanum
en orgelið upprunalega af físi-
belg,“ segir Muff Worden, for-
stöðumaður tónleikaraðarinnar.
„Þó að saxófóninn tengist djassi
og dægulagatónlist en orgelið
kirkjulegri tónlist, eiga bæði
hljóðfærin sögu og tilveru í heimi
hins. Þannig á saxófóninn sér um-
talsverðar klassískar tónbók-
menntir og skýtur öðru hvoru upp
kollinum í sinfónískri tónlist og
kammertónlist. Stöku djasstónlist-
armenn hafa hljóðritað á pípu-
orgel, þeirra á meðal Fats Waller
og Count Basie,“ segir Muff.
„Smám saman vék því hugmynd
endurreisnarinnar um fjölhæfa
listamenn, og hið langa dauða-
stríð spunans í klassískri vest-
rænni tónlistarhefð hófst. Þó að
spuninn hyrfi endanlega úr meg-
instraumi klassiskrar tónlistar um
aldamótin nítján hundruð átti
hann sér tvö örugg fylgsni, annað
nýtt en hitt gamalt. Hið eldra var
sem fyrr í daglegu starfí organ-
ista, hitt í hinni nýju djasstónlist
og öðrum tónlistarformum af
afró-amerískum uppruna."
„Þessir tveir fjarskyldu frænd-
ur, kirkjuorgelið og djassinn, hitt-
ast hér og það eru fagnaðarfund-
REYKJAVÍKURHÖFN KL 18
Fólk og bátar í norðri
Fóik og bátar í noröri er fljótandi far-
andsýning um borð í flutningaskipinu
ms. Nordwest - sýning meö einstöku
safni báta frá öllum Noröurlöndun-
um, Eistlandi og Hjaltlandseyjum.
Flutningaskipiö Nordwest heimsaskir
í sumar ellefu hafnir í sex löndum. í
dag veröur leiösögn um sýninguna.
wap.olis.is
ir. Aðrir veislugestir eru
kirkjuleg tónlist liðinna alda,
klassisk tónlistarhefð og fjöl-
breytt spunaform ólíkra tónlistar-
tegunda," segir Muff Worden.
Miðar á tónleikana má fá á
skrifstofu Bláu kirkjunnar, Rán-
argötu 3 á Seyðisfirði, og í kirkju
fyrir tónleikana.
Morgunblaðið /Amaldur
Skipasýning ískipinu ms. Nordwest
O J Eg m-2000
( Þriðjudagur 27. júní
Leifur heppm fór huldu höfði...
LEIKLIST
Theatre Thalia
„LEIF THE LUCKY“
Leikhópur: Brian Samsboe, Linda
Fallentin og Stephan Vemier.
Hraunbyrgi, Víðistaðatúni, laugar-
daginn 24. júní.
ÞAÐ fór mjög leynt að á nýaf-
staðinni Víkingahátíð í Hafnarfirði
var boðið upp á leiksýningu danska
leikhópsins Theatre Thalia sem
hingað var kominn með spunasýn-
inguna Leif the lueky, um landa-
fundi Leifs heppna. Undirrituð
mætti á fyrii’hug'aða sýningu á
föstudagskvöldi en henni varð að af-
lýsa vegna dræmrar aðsóknar. Á
laugardeginum klukkan þrjú lék
hópurinn fyrir fámennan hóp áhorf-
enda sem skemmti sér konunglega á
ágætri sýningu, en ekki veit ég
hvemig fór um frekari sýningar
sem fyrirhugaðar voru á laugar-
dagskvöldi og sunnudeginum.
Theatre Thalia er þriggja manna
leikhópur sem hefur sjálfur sett
saman bráðskemmtilegt verk um
Vínlandsferð Leifs heppna. Þau lýsa
verkinu sem „brjálaðri kómedíu
byggðri á Vínlandsfundi víkinga fyr-
ir 1000 árum“. Uppbygging sýning-
ainnnar minnti mjög á sýningu
Ormstunguhópsins íslenska á Gunn-
laugs sögu ormstungu, sem margir
íslenskir leikhúsgestir muna eftir.
Með fáum en útsjónarsamlega
hönnuðum leiktjöldum og leikmun-
um sigldu leikararnir þrfr vestur um
haf, námu land á Hellulandi, Mark-
landi og Vínlandi, áttu samskipti við
skrælingja og rituðu sögur á bókfell
- svo nokkuð sé upp talið. Tíma-
rammi leiksins spannaði nokkrar
aldir og persónurnar nokkrar kyn-
slóðir og brugðu leikararnir þrír sér
í hin ýmsu gervi eftir þörfum. Leik-
urinn var fluttur á dönsku og ensku
og þeir sem ekki skildu allt sem tal-
að var náðu samhenginu vel af lát-
bragðinu einu saman.
Hér var um vel unna og skemmti-
lega leiksýningu að ræða og að-
standendum Víkingahátíðarinnar er
lítill sómi að hinni vægast sagt lé-
legu markaðssetningu á sýningunni.
Kannski þykir það ekki við hæfi að
notast við nútíma fjölmiðlun á hátíð
sem leitast við að endurskapa vík-
ingaöldina? Eða var kannski við
góðviðrið sem ríkti á höfuðborgar-
svæðinu um helgina að sakast? Spyr
sá sem ekki veit. En þeir þremenn-
ingar í Theatre Thalia sem lögðu á
sig ferðalag hingað með leikbúnað,
leik- og sköpunargleði í farteskinu
eiga ekkert nema heiður og þakkir
skildar. Lítið þýðir þó að mæla með
sýningunni því leikhópm*inn er ef-
laust löngu floginn af landi brott
þegar þessar línur birtast á prenti.
Soffía Auður Birgisdóttir
Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju
27 tónleikar á starfsárinu
EITT af því sem sett hefur svip á
menningar- og listalíf Reykjavíkur-
borgai’ á undanfömum sumrum er
tónleikaröð Hallgrímskirkju: Sum-
arkvöld við orgelið sem nú er að
hefja göngu sína í áttunda sinn
sunnudaginn 2. júlí og verða 27 tón-
leikar við orgelið.
Að þessu sinni er tónleikaröðin
undirbúin í samvinnu við Reykjavík
- menningarborg Evrópu 2000. Org-
anistamir sem leika eru allir frá hin-
um menningarborgunum og leika
þeir hver og einn tónlist frá heima-
borg sinni eða heimalandi.
Auk tónleikanna á sunnudags-
kvöldum kl. 20 leika organistamir
einnig á hádegistónleikum kl. 12
laugardaginn fyrfr. Þessir tónleikar
standa hálfa klukkustund. Sem íyrr
em einnig hádegistónleikar á
fimmtudögum í samvinnu við Félag
íslenskra organleikara. Þar er í
þetta sinn fitjað upp á því nýmæli að
með orgelinu heyrist ýmist annað
hljóðfæri eða söngrödd.
Á fyrstu sunnudagstónleikunum
sunnudaginn 2. júlí leikur Karstein
Askeland frá Björgvin verk eftir JS
Bach, Ketil Hvoslef og Max Reger.
9. júlí leikui’ Hákan Wikman frá
Helsinki verk eftir Pekka Kostiain-
en, JS Baeh, Philip Glass og Mauri
Wiitala. 16. júlí leikur José L.
Gonzáles Uriol frá Santiago de
Compostela verk eftir Antonio de
Cabezón, Pablo Brana, Juan Caban-
illas, óþekkt spænsk tónskáld frá 17.
og 18. öld, Jesús Guridi og Bemardo
Juliá. 23. júh' flytur Andrzej Bialko
frá Kraká verk eftir JS Bach, Mend-
elssohn-Bartholdy, César Franck,
Mieczyslaw Surzynski og Max Reg-
er. 30. júlí leikur Andrea Macinanti
frá Bologna verk eftir JS Bach,
27 tónleikar verða í Hall-
grímskirkju í tónleikaröðinni
Sumarkvöld við orgelið.
Ottorino Respighi, Gioacchino Ross-
ini og Marco Enrico Bossi. 6. ágúst
leikur Luc Antonini frá Avignon
verk eftir Louis Marchand, JS Bach,
Mozart, Mendelssohn-Bartholdy,
Saint-Saéns, Marcel Dupré og Oliv-
ier Messiaen. Hinn 13. ágúst flytur
Jozef Sluys frá Brussel verk eftir
Peeter Cornet, Abraham van den
Kerckhoven, JN Lemmens, César
Franck, Alphonse Mailly og Joseph
Jongen. 21. ágúst leikur á orgelið
Jaroslav Túma frá Prag verk eftfr
JS Bach, Jan Krtitel Kuchar, óþekkt
tékkneskt tónskáld frá 18. öld, Jaro-
slav Túma, Bedrich Janácek og Petr
Eben. Á lokatónleikunum, 3. sept-
ember, leikur Hörður Áskelsson
verk eftir JS Bach, Jehan Alain, Jón
Hlöðver Áskelsson (framflutningur
á verkinu Súlur 2000), César Franck
og Charles-Marie Widor.