Morgunblaðið - 27.06.2000, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fagottfraukur með
hrossalungu
TÖNLIST
Hveragerðískirkja
BJARTAR SUMARNÆTUR
Beethovcn: Píanókvartett nr. 3 í C.
Schubert: Fantasía í f Op. 103 f.
fjórhent pianó. LeClaire: Fiðlusón-
ata í D Op. 9,3. Vivaldi: Fagott-
koncert í a. Auður Hafsteinsdóttir,
Guðný Guðinundsdóttir, fiðlur;
Unnur Sveinbjarnardóttir, víóla;
Gunnar Kvaran, selló; Georg
Kleutsch, fagott; Jónas Ingi-
niundarson, pfanó; Peter Máté,
píanó/semball.
Föstudaginn 23. júní kl. 20:30.
TÓNLISTARÞRÍDÆGRA Hver-
gerðinga, Bjartar sumamætur, hófst
í fjórða sinn á fóstudaginn var í sól
og blíðu. Eftir þakkarávarp forseta
bæjarstjórnar til Tríós Reykjavíkur
og Gunnars Kvaran sellóleikara, sem
verið hafa uppistaða tónleikahalds-
ins þar eystra frá upphafi, hófu
Peter Máte, Auður Hafsteinsdóttir,
Unnur Sveinbjarnardóttir og
Gunnar Kvaran dagskrána með
æskuverki eftir Ludwig van Beet-
hoven, Kvartett nr. 3 í C-dúr fyrir
píanó, fiðlu, víólu og selló. Verkið er
einn af þremur slíkum kvartettum í
Es, D og C (WoO 36), allir samdir í
Bonn 1785, sama ár og Mozart samdi
fyrri píanókvartett sinn af tveimur í
g og Es (K478 og 493).
Unglingsverk Beethovens ber
merki fransk-þýzkrar rókókó-hefð-
ar, þar sem strengirnir eru hugsaðir
meir sem undirleikur við píanópart-
inn en sem þátttakendur með fullum
atkvæðisrétti, og er ólíku saman að
jafna við meistaraverk Mozarts frá
sama tíma, sem í sinni grein er jafn-
afgerandi nýjung og Eroica Beet-
hovens varð 18 árum síðar meðal sin-
fóm'a. Það er varla hægt að segja að
Beethoven hafi gefið strengjunum
tækifæri nema rétt snöggvast í mið-
þættinum (Adagio con espressione),
bezt heppnaða þætti verksins, og
klisjukennt lokarondóið er sízt með-
al frumlegustu smíða Beethovens frá
yngri árum. En fjörlegur flutningur
bætti mikið upp, og syngjandi
Adagioið var mjög fallegt. Það var
áhugavert út af fyrir sig að fá að
heyra þetta sjaldflutta verk. Enn
áhugaverðara hefði þó verið að fá að
heyra g-moll-kvartett Mozarts næst
á eftir!
Peter Maté og Jónas Ingimundar-
son skiptu diskant- og bassahlið
flygilsins á milli sín í næsta verki,
Fantasíu Schuberts í f-moll Op. 103
fyrir fjórhent píanó. í forkynningu
Jónasar kom fram, að fjórhend
píanóverk Schuberts fylla ein sex
bindi, og er hann tnílega ekki aðeins
afkastamestur stórskálda fyrir þá nú
vanræktu grein, heldur er fantasían
eflaust líka meðal mestu meistara-
verka innan hennar. Gróft sagt er
hún í ABA-formi, með líflegu 6/8-
rondói inni á milli harmþrunginna
útkafla í punktaðri hiynjandi og
nokkuð úthaldsfrek, ríflega 17
mínútur að lengd, sem er meira en
virðist miðað við þær hrikalegu kröf-
ur til samstillingar sem greinin al-
mennt og þetta verk sérstaklega
gera til flytjenda.
Það var því varla við að búast að
þeir kappar næðu sama árangri og
píanistar sem sérhæfa sig í fjórhend-
um samleik, líkt og t.a.m. tékknesku
hjónin sem iéku sama verk fyrr í vor
í Salnum. Leikurinn var engu að síð-
ur músíkalskur og oft fallegur,
einkum á rólegum og syngjandi stöð-
um, þrátt fyrir að hendingamótun
hefði almennt mátt vera breiðari og
dýnamísk uppbygging markvissari.
Til sanns vegar má þó færa að þetta
eru atriði sem útheimta mánuði, ef
ekki ár, í samæfingu. Finkur og
loftnótur hrutu allmargar um loft í
hita leiksins, en það gerði í sjálfu sér
ekki svo mikið til. Verra var að kraft-
mestu punkteruðu staðirnir urðu
heldur harðir undir tönn, auk þess
sem ótæpur fortefetill hleypti óþarf-
lega miklu í graut undir lokin í tölu-
verðri hljómgun kirkjunnar.
Hinn dansandi þokki Fiðlusónötu
Jean-Marie Leclairs undir fjórþættu
kirkjusónötuformi, nr. 3 úr Op. 9,
komst vel til skila í skínandi góðum
leik Auðar Hafsteinsdóttur á móti
Peter Máté á sembal. Tvígripin
Vika í
Barcelona
5. júlí
frá kr.
Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast þessari heillandi
borg sem er tvímælalaust ein mest spennandi borg Evrópu í dag.
Nú getur þú tryggt þér gistingu og sæti til Barcelona á frábærum
kjörum. Þú bókar núna og tryggir þér sæti og gistingu, og 4
dögum fyrir brottför hringjum við í þig og segjum þér hvar þú
gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra
Heimsferða allan tímann.
Verðkr, 39.990
Verð m.v. 2 í herbergi, flug, gisting,
skattar, 5. júií.
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000, www.heimsferdir.is
Verð kr. 34.955
Verð m.v. hjón með bam 2-11 ára,
5. júlí, flug og hótel.
Síðustu
11 sætin
HEIMSFERÐIR
34.955
mörgu og syngjandi voru sérlega
fallega leikin, að ekki sé minnzt á
tápmikinn lokaþáttinn, „Tambour-
in“, sem gneistaði af fjöri. Aðeins var
spurning upp á jafnvægið hvort
hljómborðsparturinn hefði ekki
komið betur fram á píanó, úr því
fiðlan var ekki með girnisstrengi og
semballinn ekki tveggja borða með
„piano“ og „forte“. Það sem heyrðist
af semballeik Peters á lágværari
augnablikum fiðlunnar féll hins veg-
ar vel að strófum Auðar, sem voru
hvort eð var auðheyranlega í aðal-
hlutverki frá hendi franska
síðbarokktónskáldsins.
Jafnvægisvandinn var einnig
nokkuð áberandi í síðasta atriði tón-
leikanna, konsert Vivaldis fyrii- fag-
ott, strengjasveit og fylgibassa - í
„a-moll“, eins og auðkenndur var í
tónleikaskrá (án tillits til þess að af
um 40 fagottkonsertum Vivaldis eru
a.m.k. 4 í a-moll). Eða kannski öllu
heldur vandi forms og litbrigða - því
andstæðurnar milli „Tutti“ og „Soli“,
sem skipta svo miklu í síðbarokkstíl,
komu engan veginn nógu vel fram í
samleik einleikshljóðfærisins við
strengjakvartettinn, þar sem
„ritomello“-kaflarnir voru einfald-
lega leiknir sterkar en innkomustað-
imir með sólistanum, í stað stærri
strengjasveitar með kontrabassa.
Kom það óhjákvæmilega niður á
dramanu í andstæðuríkum rithætti
rauða prestsins í Feneyjum og
fannst manni sú ráðstöfun miklu síð-
ur verjandi en t.d. þegar sumir ein-
leikskonsertar Mozarts eru fluttir „a
quattro", eins og stundum heyrist,
enda tími þrepadýnamíkur og tölu-
setta fylgibassans löngu liðinn undir
lok á 8.-9. áratug 18. aldar.
Burtséð frá þeirri umdeilanlegu
framkvæmd var gaman að hressileg-
um leik þeirra félaga í stuttum en
fyrir sólistann furðukrefjandi kon-
sert Vivaldis, sem hlýtur að hafa átt
glettilega flinkar fagottfraukur í
kvennatónlistarskóla sínum við
Ospedale della Pietá - og með sann-
kölluð hrossalungu, því alinlangar
tónarunur og rúllöður fagottraddar-
innar virtust iðulega ekki gera ráð
fyrir að spilarinn þyrfti að anda.
Leikur Georgs Kleutsch einkenndist
ekki merkjanlega af upprunafræð-
um síðari ára í barokktúlkun fremur
en hjá meðleikurum hans, en þó að
rómantískt víbratóið hefði ugglaust
mátt minnka til málamynda var
tónninn mjúkur og fallegur, og leik-
urinn afslappaður og þokkafullur.
Ríkarður Ö. Pálsson
Nýí"
*^§éiBÍkhreinsunin
símí 533 3634 gsm 897 3634
Allan sólarhringinn.
Reuters
Að fíla málverkið
MYNDLISTARMAÐURINN Teddy
mundar „pentskúfinn" í dýragarðin-
um í Jerúsalem. Þessi stæðilegi mál-
ari er fæddur í Taílandi fyrir sextán
árum og nýtur þeirrar sérstöðu í
listheiminum að vera fíll af asísku
kyni. Hann hélt fyrir skemmstu sína
fyrstu sýningu, ásamt félögum sín-
um Susan og Michaelu sem einnig
eru fflar með aðsetur í fyrrnefnum
dýragarði. Sotheby’s í Tel Aviv
efndi í kjölfarið til uppboðs á þrjátíu
verkum eftir þríeykið og rann ágóð-
inn til fflaverndunar.
Snillingur
TOiVLIST
íslenska óperan
SAMLEIKUR Á KLARI-
NETTOG PÍANÓ
Martin Fröst og Þorsteinn Gauti
Sigurðsson fluttu verk eftir
Debussy, Poulenc, Anders Hillborg,
Kristian Blak, Brahms og D.
Lovreglio. Sunnudaginn 25. júní.
TÓNLEIKAFYRIRTÆKI er
nefnist Nordvest Musik og staðið
hefur fyrir tónleikum á Islandi,
Grænlandi og Færeyjum var með
tónleika í Islensku óperunni sl.
sunnudagskvöld, þar sem fram
komu sænski klarinettleikarinn
Martin Fröst og píanóleikarinn Þor-
steinn Gauti Sigurðsson. Það er ekki
auðhlaupið að því að koma sér inn á
tónleikamarkaðinn hér á landi, sem
sannaðist á nefndum tónleikum, þar
sem áheyrendur voru í allt 13. Þarna
skaust mönnum og það meii'a að
segja í menningarborginni, því
Martin Fröst er snillingur og hefði
t.d. yngri kynslóðin haft gaman af
allt að því poppaðri leikrænni túlkun
og dansi einleikarans, sem auk þess
að brjóta upp hefðbundnar tónleika-
venjur lék alvarleg meistaraverk af
hreinni snilld.
Tónleikarnir hófust á fyrstu rap-
sódíunni eftir Debussy og var strax
ljóst að Martin Fröst er snillingur.
Þrátt fyrir að leikur hans sé á stund-
um yfirdrifinn í fágun getur hann
„sleppt fram af sér beislinu", svo
sem heyra mátti í klarinettsónötunni
eftir Poulenc, er var aldeilis glæsi-
lega flutt. Konsert fyrir klarinett og
hljómsveit eftir Anders Hillborg,
sem hér var fluttur í styttri útgáfu
og hljómsveitarþátturinn fluttur af
geisladiski, var hreint út sagt stór-
kostlega útfærður, bæði hvað varðar
leikræna og allt að því dansandi út-
færslu einleikarans. Því miður var
ekki neitt að lesa um Hillborg (1954)
í efnisskrá og ekki heldur um Kristi-
an Blak (1947), sem er færeyskt tón-
skáld, en eftir hann var frumflutt
skemmtilegt verk sem nefnist Dia-
logue nr. 2, er var sérlega vel ilutt,
svo að verkið hljómaði allt að því
rómantískt.
Klarinettsónatan í f-moll eftir
Brahms var glæsilega flutt en eins
og fyn- er sagt með nokkuð yfirdrif-
inni fágun í tónmótun og túlkun, svo
að heildarsvipur verksins var sér-
lega fínlegur, er þó naut sin sérstak-
lega í hæga þættinum, er var frá-
bærlega fallega mótaður.
Lokaverkið á tónleikunum var kon-
sert-fantasía um stef úr La traviata
eftir Verdi sem gerð var af Donato
Lovreglio (1841-1907), ítölskum
klarinettleikara, sem samkvæmt
tísku síns tíma gerði sér mat úr vin-
sælum stefjum eftir Verdi og lék sér
að því að bæta við þau leiktæknitil-
brigðum, sem voru að mörgu leyti
skemmtilega útfærð en ekki laus við
feilnótur þegai' mest gekk á í hraða
og yfirferð.
Þorsteinn Gauti Sigurðsson lék
einstaklega vel og fylgdi einleikaran-
um af nákvæmni og átti sjálfur frá-
bæra spretti, sérstaklega í Brahms
og Poulenc en einnig var leikur hans
sannfærandi í tvíleiknum eftir
Ki'istian Blak. Átti Þorsteinn þó
nokkuð í þessum frábæra tónleikum,
sem var mikill missir fyrir þá sem
ekki mættu í íslensku óperuna sl.
sunnudagskvöld, því auk þess að
flutt var góð tónlist er engum vafa
undirorpið að Martin Fröst er snill-
ingur á klarinett hvað varðar tækni
og túlkun, bæði leikræna og músík-
lega, og að samleikur Þorsteins
Gauta var hreint frábær að öllu leyti,
svo að þessa tónleika verður vert að
muna lengi.
Jón Ásgeirsson