Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 31 LISTIR Snilld o g stemmning TOJVLIST Hveragerðiskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Flutt var tónlist eftir Michai Spisak, Francois Devienne og Becthoven. Flytjendur voru Unnur Sveinbjarn- arddttir, Georg Kleutsch, Auður Hafsteinsddttir, Guðný Guðmunds- ddttir, Péter Máté og Gunnar Kvaran. Laugardaginn 24. júní. BJARTAR sumarnætur í Hvera- gerðiskirkju er nafn á tónleikaröð sem Tríó Reykjavíkur, þ.e. Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Peter Máté, hefur staðið fyrir undanfarin ár, nú í fjórða sinn, og fengið til liðs við sig tónlistarfólk í fremstu röð. I ár eru það Unnur Sveinbjarnardóttir, Georg Kleutsch, Auður Hafsteinsdóttir, Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. A tónleikunum sl. laugardag voru flutt þrjú verk, fyrst Duetto Concertante fyrir lágfiðlu og fagott eftir Michal Spisak, sem Unnur Sveinbjarnardóttir og Georg Kleutsch fluttu. Spisak (1914—65) var pólskur tónsmiður sem lærði hjá Nadiu Boulanger í París og settist þar að. Helstu verk hans eru konsertar, ýmist fyrir eitt eða tvö píanó, og kammertónlist. Tónmál verka hans, svo sem ráða má af dúettinum, er tematískt, að mestu tóntegundabundið og nokkuð hefð- bundið í formskipan, samanber endurtekningar tónhugmynda. Kleutsch er „virtúós“ á fagott og var leikur hans og Unnar aldeilis glæsilegur, t.d. upphafskaflinn, Lento, sem er mjög lagrænn, skýr í tónferli og formskipan. Allegro- kaflarnir voru afburða vel mótaðir, sérstaklega þó lokakaflinn. Leik- tæknin hjá Kleutsch er stórkostleg og tónmótunin einnig, hvort sem leikið var á lágsviði eða hásviði hljóðfærisins, sem Spisak notar til hins ýtrasta eða þar sem tónmálið skal „sungið“, sem gerir fagottið einstaklega mannlegt hljóðfæri. Samleikur Kleutsch og Unnar var einstaklega góður og auk þess átti Unnur glæsilega leiknar strófur, enda afburðagóður lágfiðluleikari. Annað viðfangsefnið á tónleikun- um var kvartett fyrir fagott og strengi eftir Francois Devienne (1759-1803), franskan tónsmið (sjöunda son söðlasmiðs) og flautu- leikara, er starfaði fyrst við óper- una í París og seinna í lúðrasveit þjóðarvarðliðsins, sem var síðar breytt í almenna tónlistarstofnun, og um 1795 í „konservatoríum“ Parísar, sem síðar varð einn fræg- asti tónlistarskóli heims. Þar kenndi Devienne aðallega á flautu og lagði grunninn að flautumennt Frakka en lék þó jöfnum höndum á óbó og fagott. Sem tónskáld náði hann fyrst vinsældum eftir stjórn- arbyltinguna, samdi ellefu óperur og sérlega skemmtilega kammer- tónlist. Fagottkvartettinn er leik- andi lfflegt verk, sem var sérlega vel flutt og þá ekki síst af Kleutsch, en bæði fagottið og fíðlan, í höndum Auðar, höfðu forustu um samskipan tónhugmyndanna, svo sem mjög var tíðkað á þessum tíma, en ein- mitt Mozart mun vera meðal þeirra fyrstu sem lögðu öllum hljóðfærum jafnt til í útfærslu tónhugmynd- anna. Tónleikunum lauk með „Erkiher- togatríóinu" eftir meistara Beet- hoven, en þetta verk er eitt af mörgum meistaraverkum snillings- ins. Tríóið fluttu, auk Gunnars, Guðný x Guðmundsdóttir og Peter Máté. í heild var verkið hófstillt í hraða, svo að allar tónhugmyndir verksins komust einstaklega vel til skila og samleikurinn var fallega „dýnamískur“, þar sem sumar tón- línurnar bókstaflega „sungu“, í sér- lega vel mótuðum og yfirveguðum leik. Það sem finna mætti að var að hröðu kaflarnir voru einum of hæg; ir, þótt slíkt sé auðvitað álitamál. í hægu ferli heyrist allt en hraðinn eykur á spennuna, eins og t.d. í skersóinu, þar sem í einföldu tón- ferli (upphafsstefið hreinn dúr- tónstigi) og snöggum skiptum stuttra tónhugmynda vantaði galsa þann er einkennir „skérsó“ Beet- hovens. Þá var á stundum eilítið of- gert um áherslur, sérstaklega í bassanum, bæði hjá sellóinu og ekki síður píanóinu. Það er hægt að leika svona meistaraverk á svo marga vegu og þótt verkið í heild væri of hófstillt í hraða var margt sem komst einstaklega fallega til skila, svo sem í hæga söngþættinum (Andante cantabile), sem var sér- lega fallega fluttur og stemmnings- ríkur. Jón Asgeirsson Dverga- steinn kom- inn út í Danmörku FYRIR skömmu kom út í Danmörku bókin Dvergasteinn eftir Aðalstein Asberg Sigurðsson. Bókin nefnist Dværgstenen í þýðingu Meta Fanö, en útgef- andi er CDR-for- lagí Arósum. í umfjöllun Berlingske Tid- ende segir m.a.: .. hafi skrifað Dvergastein af einlægni sem danskar bók- Islenskar barna- bækur geti á stundum virkað gamal- dags en ekki þessi.“ í Fyens Stiftstidende segir m.a.: „Þetta er grípandi og óhugnanleg bók, sem er skrifuð á léttu og upplestrarvænu máli.“ Ennfremur segir þar að það sé tilhlökkunarefni að fleiri bækur höfundarins komi út á dönsku. Dvergasteinn, sem kom fyrst út hjá Almenna bókafélaginu 1991,er væntanleg í nýrri útgáfu á þessu ári. Aðalstcinn Á. Signrðsson menntir skortir. Yerð 1.588.000 kr. Mégane Break C__^ er kominn á kreik Grjótliáls 1 Sírni 575 1200 Söludeild 575 1220 Mégane Break Grand Comfort Break státar ekki aðeins af stærra farangursrými en aðrir skutbílar í sama flokki heldur hefur hann allan þann öryggis- og þaígindabúnað sem hugurirm gimist. Mégane Break fæst nú í sérstakri Grand Comfort útgáfu; enn betur búinn. Komdu og prófaðu stærri og betur búinn bíl. RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.