Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „en við skulum ekki nota orð“ Morgunblaðið/Sverrir Herra Karl Sigurbjörnsson tekur við bókinni Leyndardómur trúarinnar úr hendi rithöfundarins, sr. Jakobs Agústs Hjálmarssonar. Afhent bók um sakramentið BÆKUR Ljóð LJÓÐASAFN eftir Stefán Hörð Grímsson, Mál og menning, Reykjavík, 2000,235 bls. TILTÖLULEGA lítið hefur verið rannsakað og ritað um mörg helstu íslensku nútímaskáldin, miðað við hvað gerist í öðrum löndum. Kemur til fámennið, auð- vitað, og kannski gætir ákveðinnar feimni gagnvart kanónískum skrifum. Og einn- ig þetta gamal- kunna: að það er erfitt að skrifa um ljóðlist, því erfiðara eftir því sem ljóðin eru slípaðri og ljóðrænni. Umfjöllunin hefur tilhneigingu til að blikna fyrir umfjöllunarefninu og hring eftir hring verður sífellt komið að því sama: að ákveðin tegund af þögn sé eina umfjöllunin sem ekki verður að innantómu gjammi sem beinlínis spillir fyrir ljóðinu. Ljóðagerð Stefáns Harðar má ef til vill lýsa sem svo að hún eigi sér stað í spennunni sem myndast milli annarsvegar þess mikilvægis - of- uráherslu, afmörkun, vægis - sem hvert orð er látið hafa í ljóðunum og hinsvegar vantrúarinnar á tungu- málinu sem tjáskiptatæki, vantrúar sem fylgt hefur nútímaljóðagerð einsog skugginn. Ljóðið „AUt“ (Hliðin á sléttunní) ber merki þessa: í staðinn hugsar raaður um eitthvað sem er fext og hvemig því fari vindur í faxi en við skulum ekki nota orð fyrir alla lifandi muni ekki orð ég bara hangi í hárinu á þér og sjórinn er fyrir neðan Ljóð Stefáns Harðar einkennast af þögnum og eyðum en jafnframt af leit að mannlegri kviku, kjarna; þau leita á ókortlagt svæði í manns- sálinni en í þeim er jafnframt gjarn- an undirfurðulegur húmor. í ljóðun- um eru orðin svipt tengslum við tilteknar áþreifanlegar kringum- stæður og staðsett á opnu svæði þar sem lesandanum er látið eftir að búa sér til nýjar kringumstæður, nýja náttúrumynd, fyrir orðin. Og síðast en ekki síst einkennast þau af fágun og klassískri heiðríkju, svo gripið sé til orðalepps. Bækur Stefáns Harðar eru Glugginn snýr í norður frá 1946, Svartálfadans frá 1951, Hliðin á sléttunni frá 1970, Farvegir frá 1981, Tengsl frá 1987 og Yfirheiðan morgun frá 1989. Það er merkilegt að rekja sig eftir ártölunum; margir af módernistunum hafa aðhyllst alkemíuna gömlu í útgáfustefnu, ígrundað og slípað vandlega, gefið út fátt og látið líða langt á milli bóka, en þó gjarnan styttra á efri árum. Útilokað er að gera upp á milli þessara bóka en Svartálfadans og Yfir heiðan morgun eru ef til vill þekktastar, enda mögnuð verk. Tit- illjóð fyrrnefndu bókarinnar ber öll helstu höfundareinkenni sín, hnit- miðun, hamrað myndmál - og af og til dálítið kankvísan tón, sem síðar má sjá meðal annars í ljóðinu góð- kunna um fuglaskoðarana og skoð- endur þein-a. En þannig hljómar „Svartálfadans": Lifrauð sólkringlan viðrar dreglana út um syngjandi hafflötinn og nóttin kemur í sínum gamla vagni yfir blátt fjall. Við blöndum kvöldskininu í fölgult vínið og bíðum eftir nóttinni sem er að koma. Hnötturinn snýst og löndin elta hvert annað. Friðlaus er snældan sembláþráðinnvindur. Kvöldið réttir að nóttinni strengjaspil tímans við lyftum glösum og drekkum stundarskál. Má ég bjóða í dans? Eftir hjartslætti tímans fólskum blóðtónum stundar stígum við bálvígðan dansinn og nú á að leika eftirlætið okkar Rauðagullssinfóníuna. Má ég einnig biðja um næsta dans dansinn fram á nóttu allra nátta? Kannski er Stefán Hörður þekkt- ari fyrir styttri ljóð, fáeinar línur þar sem hvert orð er hlaðið, ljóð með meitlaða titla og klassísk þemu. í ljóðinu „Mögn“ er þemað oflæti og fylgifiskur þess ásóknarkenndin: Verði þér dýri þóttans litazt um hvarvetna sérðu augntóttir fylltar svörtu hatri reka flótta þinn. Dýrvopnsins! þær eru þú ogóttiþinnoghatur Ljóðasafn Stefáns Harðar Gríms- sonar sætir tíðindum í íslenskri bókaútgáfu. Bækur hans eru óað- skiljanlegur hluti kanónu íslenskrar ljóðlistar og fagnaðarefni að þær skuli gerðar aðgengilegri með end- uiútgáfu svo hægt er um vik að kynna sér eitt okkar helsta skáld. TONLIST Hveragerðiskirkja BJARTAR SUMARNÆTUR ítalskir fornsöngvar, sönglög eftir Wolf og Árna Thorsteinsson og óperuaríur eftir Tsjækovskij, Verdi og Donizetti. Kristinn Sigmundsson bassi; Jónas Ingimundarson, píanó. Sunnudaginn 25. júm'kl. 20:30. LOKATÓNLEIKAR Bjartra sumarnátta, þriggja daga tónlistar- hátíðar Hvergerðinga, fóru fram á sunnudagskvöldið var við þvílíka aðsókn að kirkjubekkir hrukku ekki til og þurfti að grípa til fjölda auka- sæta. Af því má marka vinsældir Kristins Sigmundssonar bassa- söngvara, sem með Jónasi Ingi- mundarsyni píanóleikara sér til fulltingis hefur reynzt einhver öfl- ugasti kraftsegull sem um getur í hérlendu tónleikahaldi hin seinni ár, þá sjaldan sem söngvarinn hefur átt þess kost að vitja heimahaganna úr amstri erlendra óperuhúsa. Sá erill fer sem kunn- ugt er fremur vaxandi en hitt, og því skiljanlegt að dagskráin austan fjalls skyldi í meginatriðum vera óbreytt frá því er þeir félagar tróðu upp í Salnum í Kópavogi sl. 6. jan- úar. Gætu einhverjir hlustenda fyr- ir hálfu ári sem komu aftur í þetta sinn því hugsanlega hafa orðið fyrir vonbrigðum. Svo var þó hvorki að sjá á storm- andi undirtektum tónleikagesta í Hveragerðiskirkju, né heldur á meðferð þeirra tvímenninga á dag- skrárefninu, sem var engu lakari en í fyrra skipti, burtséð frá votti af einhvers konar kverkaeymslum sem héldu örlítið aftur af söngvar- anum í allra fyrstu lögunum og kom honum til að fella svínslega flúraríu Alidoros úr Öskubusku Rossinis niður af dagskrá í seinni hlutanum. Greinilegt var að innlifun Ki’ist- ins í hinum ítölsku „arie antiche", sem í janúar voru sungnar beint af augum, hafði aukizt stórum í milli- SKÁLHOLTSÚTGÁFAN hefur gef- ið út, í tilefni kristnihátíðarárs, bókina Leyndardómur trúarinnar, bók um altarissakramentið, eftir sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Bókina tileinkar hann þeim söfnuðum sem hann hefur þjónað ogaf því tilefni afhenti hann biskupi Islands, herra Karli Sigurbjörnssyni, og fulltrúum safnaða sinna bókina á dómkirkju- loftinu sl. laugardag. Að sögn sr. Jakobs er bókin sam- in til að koma til móts við þann tíðinni, því túlkunin var orðin miklu persónulegri en áður, eins og sást strax á t.d. portamento-söng hans í Pur dicesti, o bocca bella (Lotti) og falsettutilþrifunum í Danza, fanciulla gentile (Durante), auk fjölda minna áberandi núansa. Kvefvotturinn (eða hvað það nú var) gerði aðeins vart við sig í Lungi del caro bene (Sarti), þrátt fyrir glæsi- legt sostenútó, og sömuleiðis í ítölsku smérbassaúttektinni á Malia eftir Tosti, en söngvarinn reif sig fljótlega upp með atvinnumennsku- legri rútínu. Túlkunarleg fjölbreytni Kristins, sem í þeim efnum ber af flestum löndum sínum óperumenntuðum, var raunar orðin það mikil í ítölsku fornsöngvunum, að mann grunaði að eitthvað hlyti hann að hafa sinnt þeim á þeytingi sínum milli söng- húsa erlendis á undanförnum mán- uðum. Eða hvaðan voru annars komin innileg ástarhryggðin í Chanson d’adieu og mjúkróma ljóð- ræni treginn í L’ultima canzone (bæði e. Tosti), sem svo lítið fór fyr- ir í janúar? Nema þá Kristinn sé einn af þessum fádæma snillingum sem auka við sig á sjömílnastökk- um, meðan aðrir fara fetið. Eins og fyrri daginn gerðu hin kaldhæðnu lög Hugos Wolf mikla lukku hjá áheyrendum, kannski sér- staklega súrrealísk lýsing hans á timburmönnum, Zur Warnung (Víti til varnaðar), og mynduðu krass- andi andstæðu við göfugmannlegu aríu greifans úr Eugen Onegin Tjækovskíjs. Líkt og í janúar kom hún í stað tveggja niðurfelldra Wolf-laga, og vatt Kristinn sér úr háðfuglsgervi yfir í hávelborinheitin með jafnlítilli fyrirhöfn og kameljón bregður litum. Arían var stórkost- lega vel flutt, blæbrigðaauðug og af göfugmannlegum tilfinningahita. Að frátöldu fyrsta laginu af sjö eftir Árna Thorsteinsson, Vorgyðj- an kemur, sem var svolítið stirt, myndaði sú syrpa (enn líkt og fyrri daginn) músíklegan hátind tónleik- anna að viti undirritaðs, og mátti varla á milli einstakra laga sjá, því hvert var öðru glæsilegra og sér- mikla fjölda fólks sem hefur lært að meta altarissakramentið á síðustu áratugum. Bókin er ætluð leik- mönnum og þannig ekki samin sem fræðibók heldur til andlegrar upp- byggingar. „Segja má að vakning hafi orðið í kirkjunni að þessu leyti og tengist hún almennri eflingu helgihalds kirkjunnar, aukinni þátttöku leik- manna í kirkjulegu starfi almennt en kórastarfsemi kirkjunnar sér- staklega," segir sr. Jakob að lokum. staklega til yndisauka þeim er kunna að meta hið fágaða og fín- gerða. En til að nefna eitthvað stóðu kannski ekki sízt upp úr einlægnin og hlýleikinn í Kirkjuhvoli, lagi sem auðvelt er að gera væmið en Krist- inn færði upp í æðra veldi með ein- hverju sem ekki er of stórt upp í sig tekið að kalla „geníalítet". Litaskal- inn var ótrúlega breiður í þessum oftast lágstemmdu perlum Árna í meistaralegri túlkun Kristins, og píanóleikur Jónasar reis þar hvað hæst á eftirminnilegu kvöldi. Stórskotaaríur óperusviðsins voru síðastar á dagskrá. Fyrst heró- ísk aría Bankós úr Macbeth eftir Verdi sem kom í stað aríu Alidoros úr „La Cenerentola“, síðan hin dramatíska Dalle stanza ove Lucia úr „Lucia di Lammermoor" eftir Donizetti og loks D’Egitto lá sui lidi úr Verdióperunni „Nabucco". Tón- list fyrir stóra sali, sem útheimtir styrk, hæð og úthald - oftast á kostnað nálægðar og fágunar ljóða- söngsins. Dæmigert dálæti margra óperu- unnenda á fyrst og fremst háum, sterkum og löngum tónum hefur í vitund annarra komið ákveðnu óorði á óperusöng, a.m.k. þegar grynnst ristir, og það kom einmitt upp í huga undirritaðs hér, enda þótt hvorki beri að vanmeta þörf flytj- enda fyrir „dúndrandi" niðurlag né heldur ósk áheyrenda um að leysa listamennina út með myndarlegum bravúr. Þrátt fyrir stórglæsilegan söng Kristins í þessum aflraunum var ekki laust við að kenna mætti vott af grófleika á útopnari stöðum, og músíklegt inntak, einkum þó í síðustu aríunni, virtist manni í litlu samræmi við smágerðari gimstein- ana framar á dagskrá, þar sem listin faldi listina í stað þess að útbásúna. En það væri líklega að berja höfði við stein að ætla sér að hrófla við þeim straumi. Alltjent var ekki að sökum að spyrja; tónleikagestir risu á fætur að leikslokum við dynjandi lófatak og náðust ekki niður fyrr en eftir tvö róleg aukalög. Ríkarður Ö. Pálsson Hreinlætistæki Öðruvísi hreinlætistæki Margar gerðir fyrirliggjandi á lager Sérpantanaþjónusta OPIÐ ÖLLKVÖLD TIL KL. 21 &É% METRO Skeifan 7 • Sími 525 0800 Stefán Hörður Grímsson Hermann Stefánsson Víti til varnaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.