Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 33 _____________LISTIR__ Karnival-stemmning á Ingólfstorgi Stemmningfin á sýningn Síríus-leikhópsins á Ingólfstorgi siðastliðinn sunnudag líktist helst góðu karnivali, segir m.a. í umfjöiluninni. LEIKLIST Sirins Tealern MARTIN LUTHER& THOMASMÚNZER Höfundur: Dieter Forte. Leik- hópur: Harriet Abrahamsson, Heidi Fredriksson, Niklas Groundstroem, Mikaela Hasán, Paul Hollánder, Robert Kock, Peter Liittge, Markku Nylander, Paul Olin, Frank Skog, Niklas von Wchorste, Laura Karén, Stan Saanila, Tanja Rau- hala, Tom Sjöberg, Am-Henrik Blomqvist og Leo Gammals. Ingólfstorg, sunnudaginn 25. júni. SIRIUS Teatern er frjáls leik- hópur fínnskra atvinnuleikara sem stofnaður var árið 1992. Hér er um götuleikhús að ræða, þ.e. leikhóp sem hefur ekki fast aðsetur eða heimilisfang. Leikhópurinn hefur að markmiði að setja upp nýstár- legar sýningar sem kalla mætti til- raunaleikhús. Hann hefur aðallega fengist við verk sem sjaldan eða aldrei eru sett upp á fjölum atvinnuleikhúsa. í tilefni af menningarborgarár- inu 2000 hefur hópurinn sett sam- an fjörlega sýningu sem hann ferðast um með á milli menningar- borga Evrópu og er ætlunin að sýna í öllum menningarborgunum níu. Hér er um að ræða verk eftir þýska rithöfundinn Dieter Forte sem ber titilinn Martin Luther & Thomas Munzer. Eins og segir í kynningarbæklingi leikhópsins er hér um að ræða hárbeitta satíru á trúarhræsni og gróðafíkn, á valda- brölt og átök innan kirkjunnar. Leikurinn gerist á tíma siða- skiptanna í Evrópu og eins og tit- illinn gefur til kynna er Marteinn Lúter meðal aðalpersóna, svo og sjálfur páfinn í Róm. Segja má að verkið snúist um átök í hinum ýmsu lögum samfélagsins: Um átök á milli kaþólikka og fylgis- manna Lúters, sem snúast bæði um vald og túlkun á heilagri ritn- ingu; um stéttaátök á milli bylting- arsinnaðra bænda og hins ríkjandi aðals; og um átök um peninga sem kristallast í samskiptum okurlán- ara og skuldara hans. Þetta „graf- alvarlega" efni er hins vegar fram- sett af miklum ærslum og fjöri og tónlist skipar stóran sess í sýning- unni, sem umbreytist öðru hverju í dans- og söngleik. Stemmningin á sýningu Síríus- leikhópsins á Ingólfstorgi síðast- liðinn sunnudag líktist helst góðu karnivali. Leikstíllinn er allur ýkt- ur og ærslafenginn, búningar mjög skemmtilegir og ýmissa athyglis- verðra grasa kennir í leikmunum (t.a.m. eru klósettburstar notaðir á mjög nýstárlegan hátt!). Miskunn- arlaust grín er gert að valdamönn- um kirkju og hirðar og þeir sýndir í sem afkáralegustum aðstæðum (páfínn á klósettinu með harðlífi). Slík „afkrýning" er aðalsmerki góðra karnivala, ráðamenn dregnir sundur og saman í háði og spotti. Hér er um hressilega skemmtun að ræða og ég hvet áhugafólk um leikhús og aðra vegfarendur að fjölmenna niður á Ingólfstorg í dag klukkan fímm, en þá er síð- asta sýning Síríus-leikhópsins hér á landi. Soffía Auður Birgisdóttir Green Tea Til grenningar Fæst í apótekum DmmI um gaidl £0 Dilbert á Netinu ég)mbl.is ÞAÐ KOSTAR ÞIG EKKI MIKIÐ AÐ AUKA AFKÖSTIN í VINNUNNI Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 19.851 kr. á mánuði Fjármbgnunarleiga Utborgun 199.799 kr. 11.879 kr. á mánuði R«kstrarlaiga er miBuS er við 24 mánufii og 20.000 km okstur á ári. Fjármögnunarleiga er mi6u8 vi8 60 mánuBi og 25% útborgun, greiSslur eru án vsU. Vsk leggst ofan á leigugreiBslur en viSkomandi fær hann endurgreiddan ef hann er me8 skattskyldan rekstur. Allt verS «r án vsk. ATVINNUBÍLAR FyRlRTÆKJAÞJÓNUSTA Grjóthálsi 1 Si'mi 575 1200 Söludeild 575 1225 HYunoni Sláttuori Þekkt varahlutaþjónusta l,,,l,l,,,,,,,,^?/Aft|lírTeíe!ZrwíIííl,lorfíAí^««>ríSiir leilrnr 01 urvaii Sláiu í gegn og erfiiii veriur leikur einn - Útsölustaiir um allt land VETRARSOL HAMRABORG 1-3- S 564 1864

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.