Morgunblaðið - 27.06.2000, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
N æturlíf á
heimsenda
Jsömu mund ryðst tveggja metra hár
Ijóshærður maður í jjólubláum oggulln-
um kjólfötum frá Versace inn á barinn
oghejur upp raustsína með ógurlegu
stríðsöskri. “
ISLENDINGAR eru
sterkbyggðir af náttúr-
unni, felstir fallegii- í
vexti og vel limaðir; og
það er sjaldgæft að hitta
þar krypplinga eða nokkra sem
eru á annan hátt bjagaðir. Svo
reyndist mér sem blóðið í þeim sé
heitara en í öðrum mönnum; og
það mun mega fullyrða að ýmis-
leg læknismeðöl, einkum uppsölu-
og niðurgangsmeðöl, vinna síður
á þá en flesta menn aðra; og kem-
ur það helst til af því að þeir
borða mestmegnis kaldan mat.
Það er einkennislegt í útliti ís-
lendinga að það hvítmatar meir í
augun á þeim en á öðrum mönn-
um, og eru þeir því upp á að sjá
einsogþeir
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
séu að hlusta
eða standi á
glóðum. Frítt
karlmanns-
andlit sést varla á Islandi og ber
ef til vill enn meir á ófríðleika
þeirra fyrir þá sök að þeir eru
með öllu hirðulausir um að halda
sér nokkuð til [...] Þreklyndi og
djúplynd alvömgefni ásamt með
nokkru deyflyndi er þjóðlyndi ís-
lendinga. Það er ekki þar fyrir
sagt að eigi séu til örlyndir menn
og fjörugir; en hin lundin ræður
þó mestu, og það líka hjá kven-
fólkinu.“
Þannig komu íslendingar lækni
nokkrum fyrir sjónir, Schleisner
að nafni, sem kom út hingað frá
Danmörku árið 1847. (Lýsingin
birtist í Pjóðólfí 13. júní 1851 en
er hér tekin upp úr íslenskri bók-
menntasögu III, MM 1996.)
Sjálfsagt hefur maðurinn haft
eitthvað til síns máls, rétt eins og
margir aðrir erlendir höfundar
íslandslýsinga á síðustu öld sem
sögðu í forundran frá þessari þjóð
sem bjó í moldarbyngjum með
rollunum sínum, axlasigin,
vambmikil, sigggróin um hendur,
höfuðstór, bogin og með bjúg í öll-
um limum, lúsug og alltaf um það
bil að kafna úr eigin búklykt en
samt stynjandi upp viskubrotum í
bundnu máli, lesandi fornsögur
sér til lífs og prjónandi til að
halda vitinu, vaðandi drullu upp
að hnjám í verðandi borg með
höfuðið fullt af gamalli menningu
en óafvitandi um samtíð sína,
hvað þá framtíð.
íslandslýsingar eru enn til en
nú eru þær flestar skrifaðar af
blaðamönnum sem er boðið hing-
að með einmitt það að markmiði
að þeir riti íslandslýsingu. Þar til
fyrir skemmstu voru þessar
greinar allar samviskusamlegar
greinargerðir um undur íslenskr-
ar náttúru þar sem sólin hnígur
aldrei, hverir bulla, fjöll gjósa,
jöklar glitra og menn eltast við
skjátur. Varla var minnst á
Reykjavík nema sem nauðsynleg-
an viðkomustað á leiðinni út á
land. Nú er Reykjavík hins vegar
orðin að einhvers konar fordyri
náttúrunnar, hún er hluti af
henni, æðisgengið (nætur)líf
hennar er afsprengi eða að
minnsta kosti hliðstæða óblíðra
náttúruaflanna og gegndarlaust
tísku- og tæknisukkið tilraun til
að yfírvinna einangrunina hér úti
í dumbshafi.
En þótt undarlegt megi virðast
birtast skemmtanaóðir og bjór-
þyrstir borgarbúarnir erlendum
blaðamönnunum á svipaðan hátt
nú og Schleisner læknir sá ís-
lendinga um miðja síðustu öld.
Þeir eru stórir, fallegir og reistir.
Blóðhitinn endurspeglast í yfir-
gengilegri fyrirferð og meðalið
sem þeim er kærast virðist seint
vinna á þeim, heldur rennur á þá
berserksgangur svo það hvítmat-
ar í augun á þeim, og lítur þá út
fyrir að þeir hafi heyrt rödd að
handan eða standi á glóðum. Útlit
íslenskra karla telst ekki frétt, en
þeim mun oftar er talað um fríð-
leika íslenskra kvenna. Hreystin
birtist nú í næturlöngu úthaldi
þótt hin djúplynda alvörugefni og
deyflyndið færist yfir suma þegar
á líður.
í tímaritið Travel & Leisure
skrifar einn hinna dolfóllnu er-
lendu blaðamanna í mars síðast-
liðnum:
„Við erum klestir upp við gljá-
andi glæsilegan barinn á Ozio,
öskrandi pantanir á drykkjum í
kapp við glymjandi bassann í ís-
lensku tripp-hoppi. Konan bak við
barinn er stórglæsileg, en þegar
hér er komið sögu erum við hætt-
ir að kippa okkur upp við svoleiðis
hluti þar sem allir í kringum okk-
ur virðast vera klipptir út úr
auglýsingu frá Dolce & Gabbana.
Fólkið dansar brjálæðislega upp
á borðum, stólum, öxlum, eða
bara hverju sem er.
Ljósmyndarinn minn, Martin,
er nýlentur í Reykjavík, kominn
beint frá því að mynda frægt næt-
urlífið í Ibiza fyrir tískutímarit.
Hann er orðlaus yfir því sem fram
fer fyrir augum hans. „Hvern
andskotann,“ æpir hann, „var ég
að gera í Ibiza.“
I sömu mund ryðst tveggja
metra hár ljóshærður maður í
fjólubláum og gullnum kjólfötum
frá Versace inn á barínn og hefur
upp raust sína með ógurlegu
stríðsöskri.
„Y aaaaaaaaarrrrrrrgggggh!!! “
Vinir hans taka undir einum
rómi. í Ijós kemur að þetta er enn
einn fastagesturinn. Ekur örugg-
lega Lexus, straujar sokkana.
„Yaaaarrrrrgggh!!!" öskrar hann
aftur, ölfagnandi vinum sínum.
Rétt í því dregur stúlka klædd
eins og Kötturinn með höttinn
skríkjandi vin sinn um gólfið. Við
fætur sér.
í Austurstræti - þessari rólegu
götu sem ég gekk fyrr um daginn
- skrölta hundruðir ungra íslend-
inga yfir á næsta pöbb, syngjandi
og kyssandi hvem annan tilviljun-
arkennt. Vodkaflöskur og bjór-
flöskur þekja gangstéttirnar og
fjörugur danstaktur þrýstir sér
út um hverjar dyr.
„Er einhvers konar hátíð í
dag?“ kallar Martin í gegnum
dyninn. Nei nei, svara ég, bara
ósköp venjuleg helgi í Reykja-
vík.“
Nei nei! Þetta hlýtur miklu
frekar að vera næturlíf á heims-
enda.
Vonandi verða íslandslýsingar
nú á tíð okkur jafn mikil skemmti-
lesning eftir 150 ár og íslandslýs-
ing Schleisners er okkur nú. Það
er þó hætt við því að húmorinn
breytist.
Margmiðlun - Stofnun Sigurðar Nordals vinnur að gerð marg-
miðlunarefnis fyrir byrjendur í íslensku. Inga Rún Sigurðardóttir
hitti að máli Guðrúnu Theodórsdóttur, kennara í íslensku fyrir er-
A ..
lenda stúdenta við HI, en hún hefur unnið lengi að verkefninu.
Morgunblaðið/Porkell
Guðrún Theodórsdóttir og Baldur A. Sigurvinsson vinna að gerð margmiðlunarefnis í íslensku fyrir út-
lendinga. Það er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem koma hingað til náms um lengri eða skemmri tíma.
Hlustað, horft,
lesið og endurtekið
• Mikil áhersla er lögð á hagnýta
íslensku og eðlilegt mál
• Nemendur geta farið á eigin hraða
í gegnum efnið
STOFNUN Sigurðar Nor-
dals bauðst árið 1997 að
taka þátt í þriggja ára
verkefni fimmtán háskóla-
stofnana. Markmiðið er að búa tO
margmiðlunarefni fyrir byrjendur í
Norðurlandamálum, hollensku,
grísku, ítölsku og portúgölsku.
Þetta er í fyrsta skipti sem útbúið
er margmiðlunarefni í íslensku fyrir
erlenda stúdenta. Það er sérstak-
lega sniðið að þörfum þeirra sem
koma hingað til náms um lengri eða
skemmri tíma svo að þeir geti und-
irbúið sig áður með því að læra und-
irstöður daglegs máls og fræðast
um land og þjóð.
Guðrún Theodórsdóttir, stunda-
kennari í íslensku fyrir erlenda
stúdenta við Háskóla Islands, hefur
unnið að verkefninu í um eitt og
hálft ár. Hún segir að mikill skortur
á kennsluefni hafi háð þessari
kennslu. „Það hefur ekkert efni ver-
ið til. Við kennararnir höfum verið
að búa til efni jafnóðum en núna
stendur þetta til bóta,“ segir hún.
Hún bendir á að sérstaklega vanti
efni með tali. Margmiðlunardiskur-
inn mun bæta úr því. Eins og nafnið
gefur til kynna er hann þannig
gerður að hægt er að vinna með
marga miðla í einu. Diskurinn býð-
ur upp á þann möguleika að tileinka
sér tungumálið með því að hlusta,
horfa, lesa og endurtaka, allt eftir
því sem hverjum nemanda hæfir
best.
Að sögn Guðrúnar er diskurinn
hugsaður sem sjálfsnámsefni.
„Nemendur vilja fá efni sem þeir
geta stundað sjálfir. Þeir vilja geta
farið á eigin hraða í gegnum efnið,“
segir hún.
Daglegt líf háskólastúdenta
Tilgangurinn með diskinum er
ekki síst sá að kenna nemendum
eðlilegt mál sem nothæft er við
raunverulegar aðstæður. Efni
disksins byggist á daglegu lífi há-
skólastúdenta. „Þetta er ein saga.
Hún fjallar um tvo háskólastúdenta,
strák og stelpu. Hann er Norðlend-
ingur en hún er að sunnan. Þau eru
að búa til sjónvarpsþátt um há-
skólalífið. Svo fara þau líka út að
skemmta sér, á kaffihús og bari.
Þau eru líka að draga sig saman
þannig að þetta er ástarsaga í leið-
inni,“ segir Guðrún. Saga þeirra er
því rauði þráðurinn í kennsluefninu.
Hún gefur einnig erlendu stúdent-
unum tækifæri til að læra aðeins á
íslenska kerfið í leiðinni.
Eins og flestir háskólanemar eru
ungmennin tvö tæknisinnuð.
Kennsluefnið tekur mið af því og
hluti af æfingunum á diskinum
byggist á því að fylgjast með tölvu-
póstinum þeirra. „Nemendurnir sjá
tölvupóstinn á skjánum og heyra
jafnframt textann lesinn. Þeir geta
líka fylgst með sögupersónunum
fara á spjallrásir á Netinu,“ segir
Guðrún.
Efni disksins er skipt niður í
fimm kafla og eru fimm atriði í
hveijum. Að sögn Guðrúnar þurfa
nemendurnir þó ekki að fara í gegn-
um efnið í neinni ákveðinni röð. Ef
þeir ákveða að fara í gegnum það
allt saman eiga þeir að lokum að
geta sagt frá sjálfum sér á íslensku,
keypt inn, farið í banka og skýrt frá
námi sínu og tómstundum.
Mikil áhersla er lögð á hagnýta
íslensku og eðlilegt mál. Einn kafl-
inn kallast „málaðgerðir" en hann
snýst um það m.a. hvernig á að haga
sér í búðum og á hvaða hátt er
heppilegast að heilsa og kveðja.
Þetta er gert til að gera nemendun-
um kleift að heimsækja ýmsa staði í
borginni eins og sundlaugar og veit-
ingastaði og geta þar vandræða-
laust komið fyrir sig orði.
Öflugt tölvuforrit
Guðrúnu finnst nauðsynlegt að
kenna hluti af þessu tagi. „Útlend-
ingum finnst mjög erfitt að fara út í
búð og segja „ég ætla að fá“. Það er
erfitt fyrir þá að venja sig á það.
Þeim finnst þetta of dónalegt vegna
þess að málvenja þeirra er önnur,“
segir hún.
Öflugt tölvuforrit skorti til að
vinna margmiðlunarefnið. Var þá
brugðið á það ráð að þróa forrit í
Hull. „Háskólinn í Hull stjórnai-
verkefninu. Það hófst í raun með því
að hollenskudeildin í Hull fékk
styrk frá Lingua," segir Guðrún.
Forritið, sem nú er fullbúið, er
eitt hið fullkomnasta sem völ er á
við gerð margmiðlunarefnis í tungu-
málum. Mestu munar þó að við gerð
forritsins hefur verið haft að leiðar-
ljósi að notendur margmiðl-
unarefnisins eigi greiða leið að þeim
upplýsingum sem þar er að finna.
Föst orðasambönd er hægt að
læra án þess að eyða tíma í að skil-
greina þau orð fyrir orð. Þá má
fylgjast með myndbandinu og skoða
annað myndefni, hlusta á textann og
fylgjast þannig með aðalpersónun-
um að störfum.
Auk þess er mögulegt að kafa
dýpra í efnið og athuga merkingu
einstakra orða og fá útskýringar á
málfræðiatriðum með því að sækja
sér upplýsingar í upplýsingabank-
ann sem finnst á margmiðlunardisk-
inum. í honum er einnig að finna
upplýsingar um hljóðfræði málsins,
framburðarreglur og orðalista.
Sérstakur hluti fjallar um land,
þjóð og menningu í fortíð og nútíð.
Hann er allur á ensku enda er hann
einungis til að auðvelda nemendun-
um að kynnast íslandi.
Nokkur verkefni byggjast á því
að geta í eyðurnar. Þá koma kostir
margmiðlunardisksins í ljós því að
nemandinn veit strax hvort hann
hafi svarað rétt.
í dreifingu á næsta ári
Verkefnið er komið vel á veg.
Þess er vænst að verkinu verði lokið
á þessu ári og margmiðlunardiskur-
inn verði settur í dreifingu á næsta
ári.
Lokið var við að þýða handrit
verkefnisins og laga það að íslensk-
um aðstæðum á sl. ári. Þá var
myndbandshlutinn tekinn upp og
teknar um 300 ljósmyndir sem not-
aðar eru með textanum. Allur text-
inn hefur einnig verið hljóðritaður.