Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 41

Morgunblaðið - 27.06.2000, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 41 UMRÆÐAN Við skundum frá Noregi á Þingvöll Morgunverðarfundur - Morgunverðarfundur Jarðskjálftavá - öryggi mannvirkja KRISTNITAKAN á Þingvöllum fyrir 1000 árum var með frið- samari hætti en þekktist meðal ná- grannaþj óðanna. Norðmenn skipa stór- an sess í þeirri sögu sem við eigum um kristnitökuna. Islenskur söfnuður hefur verið starfandi í Noregi nokkur undan- farin ár. A merkum tímamótum í sögu kirkjunnar okkar vilj- um við að sjálfsögðu taka þátt. I tilefni Kristnihá- tíðar á Þingvöllum hefur sóknar- nefnd íslenska safnaðarins í Nor- egi ákveðið að söfnuðurinn eigi sína sendiboða eins og aðrir söfnuðir þjóðkirkjunnar. Frá upphafi hefur sá hluti safnaðarins sem er á Os- lóarsvæðinu notið krafta kórs Is- lendinga í Osló undir stjórn Bryn- hildar Auðbjargardóttur. Kórinn hefur leitt safnaðarsönginn og sungið stólvers í guðsþjónustum. Kórinn mun verða fulltrúi safnað- arins á Kristnihátíð á Þingvöllum 1. og 2. júlí nk. ásamt presti og for- manni sóknarnefndar. Við ætlum að syngja í Hestagjá á laugardegin- um kl. 11:30 bæði norskan og íslenskan kirkjusöng. Að sjálf- sögðu munum við einnig taka þátt í há- tíðarmessunni á sunnudeginum kl. 13:30 og höfum verið að æfa sálma og messusvör á undan- förnum vikum. Við höldum tónleika í Landholtskirkju að hátíðinni lokinni á sunnudagskvöld kl. 20:00. Það er tilhlökkunar- efni fyrir okkur, sem um lengri eða skemmri tíma búum á erlendri grund, að koma og samfagna með löndum okkar. Það er ekki síst samfélag við ykkur sem við sækj- umst eftir, hittast, taka tal saman og syngja saman. Þrátt fyrir það að sjálf kristni- takan hafi farið friðsamlega fram hefur ekki alltaf ríkt friður í kirkjunni okkar. Jafnvel okkar ungi söfnuður í Noregi hefur ekki farið varhluta af því að á stundum storm- ar hressilega í kirkjunni. En jafnvel þótt við misvitrar menneskjurnar eigum í erjum vegna stærri eða smærri málefna hefur góður Guð vakað yfir þjóðinni okkar smáu á eyjunni þar sem kraftar náttúrunn- ar sífellt minna á þá ógn sem af þeim getur stafað. I þúsund ár. Sú saga er hjá Guði dagur ei meir. Við höfum ástæðu til að þakka Guði fyr- ir það að afkoma kirkjunnar er ekki undir okkur komin heldur honum. Kristnitakan Þrátt fyrir það að sjálf kristnitakan hafí farið friðsamlega fram, segir Sigrún Oskarsdóttir, hefur ekki alltaf ríkt friður í kirkjunni okkar. Oft hefur því verið spáð að kirkjan muni líða undir lok. En kraftur Guðs er ofar okkar skilningi. Þess vegna getum við glöð horft fram á við í nýtt árþúsund þar sem saga kirkjunnar og íslensku þjóðarinnar mun áfram verða samofin. Við sjáumst vonandi sem allra flest á Þingvöllum 1. og 2. júlí! Höfundur er presíur íslenska safnaðarins í Noregi. Sigrún Óskarsdóttir Fimmtudaginn 29. júní næstkomandi kl. 8:15 halda Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðingafélag íslands morgunverðarfund á Grand Hótel Reykjavík um jarðskjálftavá - öryggi mannvirkja. Frummælendur: Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur Ragnar Sigbjörnsson, prófessor Morgunverður verður framreiddur. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Allir velkomnir. Verð fyrir félagsmenn VFl og TFl kr. 400 og aðra kr. 700. Skráning á skrifstofu félaganna Engjateigi 9 I slma 568 8511, bréfasími 568 9703 og með tölvupósti audur@tfi.is eða audur@vfi.is Vorkfrwblngofélog íilandi TaMllmeinMltlig («||||« ( ) \ 999 9 2000 Ölympiuhlaup ISI og C0CA-C0LA miðvikudaginn 28. júní kl. 20.00 við íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal Hlaup, skokk eða ganga - fyrir alla fjölskylduna! 2,5 km-5km-10km Upphitun fyrir hlaup kl. 19.45 - ðlympíufarar verða á staðnum Ókeypis þátttaka — Allir fá verðlaunapening, viðurkenningarskjal og drykk frá Coke ,ú'x ^ ' mm - v* :.QP f. Atmjtmm w VISA wm tSTOD íþróttir á Netinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.