Morgunblaðið - 27.06.2000, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ
42 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
}
UMRÆÐAN
*
Islenska
óperan - far- og
staðfuglar í ís-
lensku sönglífi
TVEIR íslenskir
söngvarar, sem getið
hafa sér gott orð á er-
^féndum óperusviðum,
kveðja sér hljóðs í dag-
blöðum landsmanna nú
um þjóðhátíðarhelgina.
Þeir eru úr röðum
þeirra mörgu og góðu
söngvara sem hafa kos-
ið að verja starfskröft-
um sínum á erlendri
grundu. Við heyrum og
lesum oft á tíðum góða
umfjöllun og gagnrýni
um þessa farfugla okk-
ar og fyllumst þjóðar- Ásrún
stolti. Davíðsdóttir
Það munu vera
nokkrir tugir íslenskra söngvara
starfandi víðsvegar í hinum erlenda
-4 tónlistarheimi. Ekki efa ég að oft hef-
ur baráttan verið erfið, fjölskyldan
fjarri og þeir spurt sig hvort starf at-
vinnusöngvara væri virkilega þess
virði. En þeir hafa kosið sér þetta
hlutskipti, á sama hátt og aðrir hafa
kosið sér það hlutskipti að vinna að
listsköpun sinni hér heima. Og til
allrar hamingju hafa margir tónlist-
armenn kosið að verja starfsævinni
heima á Islandi. Þeir hafa kosið það,
vitandi að það þýddi að þeir gætu
ekki gengið að vinnu vísri, heldur
gert sér grein fyrir að þeir yrðu að
' skapa sér atvinnutækifæri sjálfir.
Tónlistin er ung atvinnugrein á ís-
landi. Sinfóníuhljómsveit Islands hélt
upp á 50 ára afmælið nú á vordögum
og Islenska óperan er 21 árs sé miðað
við frumraunina, I Pagliacci í Há-
skólabíói, en 18 ára sé miðað við
vígsludag heimilis óperunnar, ís-
lensku óperunnar, hússins sem varð
til þess að Islenska óperan hélt velli
og blómstraði. Ofurhugar í íslensku
sönglífi stýrðu óperunni og þar hafa
verið settar upp metnaðarfullar sýn-
ingar, sýningar sem hlotið hafa lof
gagnrýnenda, bæði íslenskra og er-
lendra. Má þar nefna óperur Verdis,
Aida, La Traviata, II Trovatore og
Otello, Töfraflautuna, Cosi fan tutte
«^og Don Giovanni eftir Mozart, Évgeni
Onegín Tjækovskys, Butterfly
Puccinis, Ástardrykldnn og Luciu di
Lammermoor eftir Donizetti, bama-
óperur Brittens, „Búum til óperu“ og
Nóaflóðið, Carmina
Burana eftir Carl Orff
og svo mætti lengi telja.
Þessum sýningum hef-
ur verið haganlega
komið fyrir á litlu sviði
hússins, húsið og sviðið
mætti svo sannarlega
bæta, en það kostar
peninga og peningar
hafa aldrei verið ís-
lensku óperunni útbær-
ir. Þjóðin hefur verið
svo heppin að Kristján
Jóhannsson hefur ekki
kennt öllum íslenskum
söngvurum að verð-
leggja sig!
„Eg held að það
skásta sem væri gert fyrir Islensku
óperuna væri að loka henni. Ég get
ekki séð að ástandið sé neitt betra en
það var fyrir tuttugu árum þegar
Tónlist
Frumkvöðlarnir skila
nú óperunni til næstu
kynslóðar, á brauðfótum
peningalega, segir
Ásrún Davíðsdóttir,
en með dýrmætan
reynslusjóð uppbygg-
ingaráranna.
J,Q
IC
INNRÉTTINGAR
VORTILBOÐ
20-30% afsláttur
Friform
| HÁTÚNI6A (i húsn. Fðnix) SÍMI: 552 4420
óperan var að taka til starfa, og hef
ekki orðið var við mikið skapandi
starf þar nema þar sem er óperukór-
inn.“ Svo mörg voru þau orð Krist-
jáns Jóhannssonar í viðtalinu! Tutt-
ugu ára starf vegið og léttvægt
fundið. Ef til vill spretta óperukórar
fullbúnir úr höfði Seifs sunnar í álf-
unni, en hér á landinu bláa kostar
uppbygging kórs á borð við Kór Is-
lensku óperunnar mikla og óeigin-
gjarna vinnu, vinnu, sem hefur ekki
verið seld út á taxta Kristjáns. Það
hefur verið keppikefli óperunnai- að
bjóða upp á sýningar þar sem kórinn
hefur notið sín, áhorfendum til
óblandinnar gleði, þar hefur hann
þroskast á þessum tuttugu „hallæris-
árum“ undir stjórn framúrskarandi
leikstjóra, en fyrst og fremst stjórn-
andans, Garðars Cortes, sem hefur
mótað kórinn frá upphafi og á allan
heiðurinn af gæðum kórsins, þótt
ekki hafi launatékki hans verið skráð-
ur rneð mörgum aukanúllum.
íslenska óperan, sem „skást væri
að leggja niður“, hefur því alið af sér
kór sem Kristján telur sér samboðið
að syngja með. Þeir tónlistarmenn
Gæfukort SÍBS
SÍBS hefur iátið hanna og
prenta kort sem ætlað er til
fjáröflunar fyrir byggingarsjóð
þjálfunarhúss Endurhæfing-
armiðstöðvar SÍBS að Reykja-
lundi. Fólk er hvatt til að
senda gæfukort þegar fagnað-
artilefni gefast og láta með
því fjárhæð renna til að
styðja sjúka til sjálfsbjargar.
Afgreiðslu og sendingu korts-
ins annast skrifstofa SÍBS,
Suðurgötu 10, sími 552 2150
og skrifstofa Reykjalundar,
sími 566 6200.
cj&W-áj
bchir liann móUer.íd g/Of
i iHefrt dogíms
•Á'náx txf bestu Osi.fr um
y.efu ag yiv»g»'
Operuborg
Evrópu?
sem hér hafa kosið að starfa hafa líka
komið saman sinfóníuhljómsveit,
hljómseit sem Kristján getur sungið
með. Þeir eru ekki heldur á „Krist-
jáns-taxta“. - Nei, íslenskir tónlistar-
menn eru ekki á slíkum töxtum og
það er það sem gerir ykkur kleift,
kæru farsöngvarar, að syngja hér á
íslandi. Það, að einhver skuli vilja
leika hlutverk litlu gulu hænunnar,
sá, uppskera og þreskja, svo þið getið
komið heim og sungið með og við
undirleik þeirra íslensku tónlistar-
manna sem eru og hafa verið að
byggja upp tónlistarlíf hér sl. fimmtíu
ár. Við erum fámenn þjóð, listin er
dýr. Fimmtíu ár - það er nú allur tím-
inn sem uppbygging tónlistarlífs á
íslandi hefur staðið!
Rannveig Fríða er hissa, skilur
ekki að ekki skuli vera hægt að skipu-
leggja tvö ár fram í tímann og ráða
hingað íslenska farsöngvara. Hver
ræður starfsfólk tvö ár fram í tímann
(jafnvel bara á íslenska taxta) sem
veit ekki hvort fyrirtækið getur greitt
út laun morgundagsins? Þeir sem
búnir eru að ganga fyrir fjárveitinga-
valdið sl. tuttugu ár eru löngu búnir
að ganga sig upp að hnjám. Þeir eru
útslitnir, og kannski hálfsvekktir, lái
þeim hver sem vill, að söngvarar sem
syngja á Kristjánstöxtum úti í hinum
stóra heimi skuli vera að senda þeim
tóninn, ládeyða hafi ríkt þessi tuttugu
ár, verk þeirra hafi verið óþurftar-
verk, engum árangri skilað, jafnvel
áskorun um að loka óperunni.
Frumkvöðlamir hafa lokið braut-
ryðjandastarfi sínu. Þeir skila nú
óperunni til næstu kynslóðar, á
brauðfótum peningalega, en með dýr-
mætan reynslusjóð uppbyggingarár-
anna.
Ég skora á ykkur, íslenskir far-
söngvarar og staðsöngvarar, að taka
höndum saman og sýna að þið viljið
styðja íslensku óperuna, nú þegar
hún á erfitt uppdráttar, styðja hana í
verld. Orð ykkar ná eyrum ráða-
manna og fjárveitingavaldsins. Slátr-
ið ekki gæsinni þótt hún verpi bara
íslandstaxta-eggjum í dag, hún á eft-
ir að verpa gulleggjum í framtíðinni
ef að henni er hlúð.
Ég skora á ykkur: Gangið á fund
nýráðins óperustjóra, Bjama Daní-
elssonar, honum veitir ekki af stuðn-
ingi. Gangið á fund hans, en ekki til að
vita hvað óperan getur gert fyrir ykk-
ur, heldur spyrjið: „Hvað get ég gert
fyrir íslensku óperuna - nefndu nafn
mitt ef þér liggur h'tið við!“
Höfundur er söngkennari og
söngvari íKór Islensku óperunnar.
EF TIL vill yrði þessi grein
áhrifameiri ef ég væri innfæddur ís-
lendingur, en ég vil koma þessum
skrifum á framfæri af
tveim ástæðum: I
fyrsta lagi veit ég að
margir íslendingar era
sama sinnis og ég, og
nokkrir hafa þegar lát-
ið skoðanir sínar í Ijós í
þessu blaði. í öðra lagi
finnst mér ég hafa til
þess sama rétt og hver
annar íslendingur að
gera mér væntingar
um að fá eitthvað fyrir
þá háu skatta sem við
(öll?) greiðum hér.
Guðrún Pétm-sdóttir
hefur lýst með frábær-
um hætti þeim verk-
efnum og vandamálum
sem blasa við íslensku
óperanni. Hún hefur samt ekki út-
skýrt hvers vegna sú leið var valin
sem hlaut að leiða til uppsagnar
manns sem, að því er best verður
séð, uppfyllti allar kröfur til þess
Menning
Óperuhús sem ekki hef-
ur á að skipa haefum
listrænum stjórnanda
er ekkert annað, segir
Richard Simm, en enn
ein yfírprísuð stein-
steypuhöllin.
starfs sem auglýst var, enda ráðinn
til starfans, hóf að vinna verkið og
skilaði mjög góðum árangri! Hvað er
svona flókið við þetta mál? Sam-
kvæmt grein sem birtist í Morgun-
blaðinu fyrir nokkra var hér um að
ræða ráðningaklúður fremur en
persónulegan ágreining. Það var
vissulega afar leitt að lesa um hvern-
ig ráðningarsamningi var klúðrað.
Augljóslega hafa menn mismunandi
skoðanir á því hvernig reka beri óp-
erahús, en að nota slíkt sem átyllu til
að hrekja hæfan listrænan stjórn-
anda úr starfi hlýtur að lokum að
hafa neikvæð áhrif á gæði þeirra
verka sem óperahúsið
setur á svið.
Þetta er ekki einhver
menningarviti í fíla-
beinstumi, heldur
mjög hæfur tónlistar-
maður og tónlistar-
flytjandi. Hann hefur
helgað sig tónlistinni
og hann er afar vel að
sér varðandi val á verk-
efnum. Hann er ein-
faldlega rétti maðurinn
í þetta starf. Nú væri
það vel við hæfi, þegar
mönnum hafa orðið á
mistök, að biðjast af-
sökunar og reyna að
leiðrétta mistökin.
Hvers vegna var ekki
reynt að telja Gerrit hughvarf og
leyfa honum að halda áfram þvi
starfi sem hann augljóslega vinnur
svo vel? Reynsla sú og hæfni sem
hann býr yfir er ekki á hverju strái.
Gott óperahús hefur ekki efni á að
fleygja frá sér hæfileikum þessa
manns. Ekki era heldur jafn hæfir
einstaklingar standandi í biðröð til
að ganga í starf hans. Er það svona
sem stjóm óperahússins kveður og
þakkar fyrir sig, án þess að gefa
honum einu sinni tækifæri til að
koma í framkvæmd jafnvel broti af
þeim áætlunum sem hann eflaust
hefur unnið að? Þessi tónlistarmað-
ur hefur veitt íslenskum söngvuram
margvísleg tækifæri til að skapa sér
fjölbreyttari efnisskrá.
Með tilliti til þessa og frábærrar
frammistöðu hans era þessi við-
brögð mér með öllu óskiljanleg.
Það er ekki lítið mál og ómerki-
legt að svona listamaður skuli hafa
séð sig tilneyddan til að rita „dapur-
legasta bréf sem hann hefur nokkru
sinni skrifað". Þess ber og að minn-
ast að óperuhús sem ekki hefur á að
skipa hæfum listrænum stjórnanda
er ekkert annað en enn ein yfirprís-
uð steinsteypuhöllin. Á Menningar-
borg Evrópu virkilega ekki betra
skilið?
Höfundur er píanóleikari
Richard
Simm
Fj árhags vandi íþrdttafé-
laga - hugmynd að lausn
EINS og almenning-
ur veit hrjáir fjárhags-
vandi mjög mörg
íþróttafélög hér á landi.
Þessi vandi virðist fara
vaxandi og oftar en ekki
endar hann á borði
sveitastjómanna sem
neyðast til að reiða
fram fúlgur til að bjarga
málunum. Margar
ástæður era fyrir þessu
og má nefna sem dæmi
að sífellt dregur úr
styrkjum, sníkjum og
sölumennsku því að
miklu fleiri aðilar en
íþróttafélögin nota
þessa aðferð nú en áður
var. Fólk hefur nóg annað að starfa
og er upptekið og eins era margir
orðnir þreyttir á þessari söfnunarað-
ferð.
Meiri kröfur
í dag era kröfur sífellt meiri um að
þjálfarar séu með einhverja menntun
og svört vinna er á undanhaldi og
verður þetta allt dýrara fyrir félögin.
Æfingakostnaður verður hærri fyrir
iðkendur og þetta leiðir hvert af öðra.
Félögin hafa löngum fengið alls konar
styrki frá bæjarfélögunum upp í
kostnað og oft hefur sá styrkur rann-
ið til meistaraflokkanna. Nú era fleiri
og fleiri félög að skilja unglingastarfið
frá og jafnvel að stofna
hlutafélög í kringum
meistaraflokkana og er
þaðvel.
Ég er á þeirri skoðun
að bæjarfélögin eigi að
stíga skrefið til fulls og
greiða í sérhvert viður-
kennt íþróttafélag sem
sinnir unglingastarfi,
einhvers konar pott
sem þjálfarar geta sótt
laun sín í. Þessi pottur
yrði eingöngu fyrir
barna- og unglinga-
starfið. Þannig fengju
þjálfararnir laun sín
greidd úr potti félagsins
og má nefna sem dæmi
um þetta að kennarar tónlistaskóla fá
laun sín frá bæjarfélögunum. Bæjar-
félagið byggir og rekur mannvirkin
og greiðir launin - og hvað er þá eftir?
Ekkert dýrara
Foreldrar geta lagt eitthvað af
mörkum og sá peningur færi í bolta
og önnur leiktæki, einnig ferðalög og
fleira. Bæjarfélögin þyrftu ekki leng-
ur að taka á móti öllum erindunum
varðandi styrki. Iþróttafélögin skil-
uðu svo kvittunum frá þjálfuram eftir
hvert ár og með því væra öll fjármál á
hreinu. Ég efast um að þetta yrði
bæjarfélögunum miklu dýrara þegar
allt er tínt til en ég hef nýlega kynnt
íþróttastarf
Greiðslan úr sameigin-
legum sjóði yrði fyrir
börn og unglinga, segir
Ásdis Ólafsdóttir, og
síðan verða stóru karl-
arnir og konurnar að
bjarga sér sjálfar.
mér þjálfarakostnað hjá nokkrum
stóram félögum.
Það er hægt að fyrirbyggja skulda-
söfnun sem loðir við mörg félög sem
treysta á bæjarfélagið. Greiðslan úr
sameiginlegum sjóði yrði fyrir böm
og unglinga og síðan verða stóra karl-
arnir og konurnar að bjarga sér sjálf-
ar. Gaman væri að reyna þessa aðferð
sem ég tel að muni verða ofaná í
framtíðinni og er ég viss um að það
væri öllum til góðs. Það er bara
spuming hvaða sveitarfélag verður
fyrst og ég er viss um að það verður
Kópavogur eins og í svo mörgum öðr-
um málum sem tekið er á með mynd-
arbrag.
Höfundur er fþróttakennari og
varabæjarfulltrúi i Kópavogi.
Ásdís
Ólafsdöttir