Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Spotti. Sæll brdðir góður. Þú lítur vel út. „Vel“, að teknu tilliti til aðstæðna. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hljóðfæri Beethovens. A slóðum meistar- anna með Ingólfí Frá Hermanni Sveinbjörnssyni HINN 4. júní sl. hélt 38 manna hóp- ur undir leiðsögn Ingólfs Guð- brandssonar í tíu daga ferð til Austurríkis og Tékklands á slóðir mestu stórsnillinga tónlistarsögunn- ar. Ferðin var í beinu framhaldi og nokkurs konar hápunktur nám- skeiðs Ingólfs um klassísku meistar- ana á sl. vetri. Ferðin var pflagríms- ferð í heimabæ og dvalarstaði mesta undrabarns og fjölhæfasta stórsnill- ings tónlistarsögunnar fyrr og síðar, Wolfgangs Amadeusar Mozarts, í Salzburg, Vín og Prag. I Vínarborg var að sjálfsögðu einnig lögð rík áhersla á líf og sköpun meistara Beethovens og stórsnillingsins Franz Sehuberts. í ferðinni allri sótti hópurinn tón- leika í heimsklassa nánast á hverju kvöldi, en aðgöngumiðar voru allir löngu fráteknir á vegum Ingólfs af einstakri fyrirhyggju og fag- mennsku. Hápunkturinn í tónleika- veislu hópsins var flutningur á Töfraflautu Mozarts í Vínaróperunni fimmtudaginn 8. júní sl. í allri ferðinni í langferðabifreið hópsins fléttaði fararstjórinn saman leiðsögn, söguskýringum og tónlist- arflutningi af slíkri fagmennsku, þekkingu og innlifun að unun var á að hlýða. Samdóma álit farþeganna er að einn áhrifamesti hápunktur ferðarinnar hafi verið ávarp Ingólfs við styttu Beethovens í Heiligen- stadt, úthverfi Vínarborgar. Þar tár- uðust margir tónlistarunnendur þegar Ingólfur lýsti sálarstríði Beet- hovens og hvemig hann öðlaðist aft- ur trú á lífið og tilganginn á þeim stað og staðfesti í hinu fræga Heiligenstadt-testamenti sínu. Ævistarf Ingólfs Guðbrandssonar er einstakt og ótrúlegt. I rúmlega hálfa öld hefur hann af hugsjón verið brautryðjandi á heimsmælikvarða í kennslu, kórstarfi og ferðum á vit menningar, lista og fegurðar. Rauði þráðurinn í gegnum allt starf Ingólfs er mannrækt, hugljómun og hið já- Ingólfur ávarpar hóp þijátíu og átta íslendinga við styttu Beet- hovens í Heiligenstadt í Vínar- borg. kvæða hugarfar. Alsjáandi maður getur oft þurft aðstoð manns eins og Ingólfs til að lýsa upp sálina og þann- ig njóta og skynja sanna fegurð og listsköpun. Það getur talist sannkall- að afrek að ná að opna sálarglugga sumra og draga gardínuna frá þar sem þungi og drungi ríkir. Ég er sannfærður um að ferð með Ingólfi hefur fyrir margan íslendinginn ver- ið ígildi Heiligenstadt-heilunar, þar sem menn líkt og Beethoven öðluð- ust nýja trú á lífið og náðu aftur lífs- gleði, jákvæði og forvitni - eiginleik- um sem eru undirstaða allra framfara og sköpunar mannsandans. Lífsstarf Ingólfs Guðbrandssonar er óður til gleðinnar og lífsnautnar í besta og fýllsta skilningi þeirra orða. Hafi hann ævarandi og heila þökk fyrir. HERMANN SVEINBJÖRNSSON, Kjartansgötu 7, Reykjavík Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.