Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 57 I DAG BRIDS Ilmsjón (luAmundiir l’áll Ariiarsnn NORÐURLANDAMÓTIÐ í opnum flokki og kvenna- flokki hefst í dag á Hótel Örk í Hveragerði, en mótið er haldið annað hvert ár. ísland vann sinn. fyrsta sigur í opna flokknum í Reykjavík 1988. Arið 1990 vannst kvenna- flokkurinn í Færeyjum, opni flokkurinn vannst aftur 1992 í Svíþjóð, og enn aftur 1994 í Finnlandi, en 1996 og 1998 enduðu Islendingar í öðru sæti. Norðmenn eru ríkjandi meistarar í opna flokknum, en Danir í kvennaflokki. Tveir spilarar úr norska lið- inu 1998 eru meðal þátttak- enda nú, en það eru Boye Brogeland og Erik Sæl- ensminde, en með þeim spila nú Tom Höyland og Geir Brekka. Þeir Erik og Boye fengu verðlaun fyrir bestu sagnröðina í eftirfarandi spili úr mótinu 1998: Suður gefur; NS á hættu Norður + DG72 vD ♦ A10853 + KD10 Vestur Austur ♦Kl09 +64 * K972 vG864 ♦ KG74 ♦ D962 +96 +742 Suður AÁ853 »Á1053 ♦ - +ÁG853 Vestur Norður Austur Suður 1 iauf Pass 1 tíglll] Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 2 spaðar Pass 3spaðar Pass 41auf Pass 4 hjörtn Pass 4grönd Pass 5lauf Pass ötfglar Pass 6iauf Pass 6spaðar Pass Pass Pass Kerfið er eðlilegt að grunni til, en þeir luma á ýmsum tæknibrellum. Tígulsvarið er annaðhvort veikt með langan tígul eða geimkrafa með minnst fjóra. Suður myndi segja grand með hálit og jafna skiptingu, svo hann lof- ar minnst fimmlit í laufi til hliðar við hjartað með með endursögn sinni á einu hjarta. Grandsögn norðurs er krafa í þeirra kerfi, en síð- an lýsir suður skiptingunni að fullu með tveimur spöðum og eftir að norður styður spaðann taka við fyrirstöðu- sagnir. Það er eftirtektarvert að norður hirðir ekki um að sýna tígulásinn á móti sann- aðri eyðu, né heldur svara honum við fjórum gröndum, sem er lykilspilaspuming. Fimm tíglar er spuming um trompdrottningu, sem norð- ur sýnir ásamt laufkóng með sex laufum. Slemman er góð og ætti a.m.k að vinnast oftast í 3-2- tromplegu. Erik var í suður og fékk út tígul. Hann trompaði og spilaði smáum spaða að blindum, sem vest- ur tók og spilaði aftur spaða. Það var tekið með ás, laufi spilað á kóng til að trompa tígui og eftir hjartaás og stungu var síðasta trompið tekið og lagt upp. Tólf slagir. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- núiner. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Arnað heilla /7A ÁRA afmæli. I dag i U þriðjudaginn 27. júní verður sjötugur Þórarinn Þórarinsson, bygginga- meistari og kennari, Mána- braut 9, Kópavogi. Þórar- inn verður að heiman á afmælisdaginn en mun láta andvirði afmæliskaffis renna til Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum og biður hann þá sem hugðust gleðja hann með skeytum og gjöfum á afmæhsdaginn að láta Um- hyggju njóta þess. SPRON 1150 reikn: 26-653 Um- hyggja kt. 691086-1199. F A ÁRA afmæli.í dag, U U þriðjudaginn 27. júni, verður fimmtugur Tryggvi Þór Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Brev- bararegatan 5 i Örebro Sví- þjóð. Eiginkona hans er Svanhvít G. Ingólfsdóttir. Á afmælisdaginn taka þau á móti gestum á heimili sínu í Örebro. SKAK limsjón Helgi Áss (irétarsson ALÞJÓÐLEGI meistarinn Manuel Bosboom (2.461) er íslenskum skákmönnum vel kunnur, en þó sér- staklega hafnfirskum þar sem hann er meðlimur í Skákfé- lagi Hafnafjarðar. Á hollenska meistara- mótinu voru honum oft mislagðar hendur eins og framvinda stöðunnar gegn stór- meistaranum Jeroen Piket (2.633) leiddi í ljós. 30. ... Hxb2! 31. Hxb2 Hvítur tapar manni eftir 31. Dxb2 Bxe4. 31. ... Dcl+ 32. Kh2 Bxe4 33. Bxe4 He6! 34. Db8 Eftir hið eðlilega svar 34. Dd4 hefur svartur unnið tafl með 34. ... Hxe4! 34. ... Hxe4 35. Hb6 Hh4+ 36. Kg3 Dhl 37. Kf3 Ddl+ og hvítur gafst upp þar sem eftir verður 38. Kg3 Dg4 er hann mát. “mrr' k k Í . ■/ : ■ Al 2 ........ ■ Svartur á leik. Með morgunkaffinu O Má ég fá hamarinn þinn lánaðan, Þór? Þú deyrð úr hlátri þeg- ar þú sérð myndbandið frá skíðaferðinni okkar. UOÐABROT Stormur Ég elska þig stormur, sem geisar um grund og gleðiþyt vekur í blaðstyrkum lund, en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur og bjarkirnar treystir, um leið og þú þýtur. Þú skefur burt fannir af foldu og hól, þú feykir burt skýjum frá ylbjartri sól, og neistann upp blæs þú og bálar upp ioga og bryddir með glitskrúði úthöf og voga. Þú þenur út seglin og byrðinginn ber og birtandi, andhreinn um jörðina fer. Þú loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur og lífsanda starfandi hvervetna vekur. Og þegar þú sigrandi um foldina fer, þá finn ég, að þrótturinn eflist í mér. Ég elska þig kraftur, sem öldurnar reisir. Ég elska þig máttur sem þokuna leysir. Ég elska þig, eiska þig eilífa stríð, með ólgandi blóði þér söng minn ég býð. Þú alfrjálsi loftfari, hamast þú hraður. Hugur minn fylgir þér djarfur og glaður. Hannes Hafstein STJÖRNUSPA eftir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Pér hættir til að horfa á málin um offrá eigin sjónarhóli. Mundu að aðrir hafa líka sitt að segja. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú þarft að skapa þér betri yfirsýn yfir verkefni þitt. Áð öðrum kosti áttu það á hættu að geta ekki lokið við það. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér finnast of margir sækja að þér í einu og vilt því leita uppi einveruna. Gættu þess þó að brenna ekki allar brýr að baki þér. Tvíburar . ^ (21. maí - 20. júní) Þér hefur gengið vel að vinna aðra til liðs við þig og nú reynir á forystu- hæfileika þína að leiða málið til lykta. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þegar allt kemur til alls er það vináttan sem skiptir mestu máli. Sinntu því vin- um þínum og gefðu þér tíma til að hlusta á þá. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Þú hefur engar efasemdir varðandi markmið þín og átt því auðveldara með að fá fólk til samstarfs við þig. Rómantíkin blómstr- Meyja (23. ágúst - 22. sept.) <SÍk Það er engin skömm að því að skipta um skoðun ef öll rök hníga til þess. Fjör- ug skoðanaskipti eru alltaf til ánægju. Vog (23. sept. - 22. okt.) Þú ert glaðlyndur og öll samskipti ganga vel bæði í starfi og einkalífi. Nú er rétti tíminn til að ganga að samningaborði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Finndu þeim þvi farveg þar sem þeir fá notið sín. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) AO Hugmyndaauðgi þín dreg- ur langt í samkeppni við aðra. Búðu þig samt undir harða samkeppni sem þú þó átt að geta sigrast á. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4MP Nú þarftu að taka á hon- um stóra þínum í fjármál- unum. Gættu sérstaklega að útgjöldunum og dragðu þau saman eftir mætti. Vatnsberi , . (20. jan. - 18. febr.) eÍ® Þú veltir fyrir þér lífinu og tilverunni þessa dagana. Gefðu þér tíma til að njóta fegurðar náttúrunnar með þínum nánustu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) >%■» Það er svo sem gott og blessað að gera áætlanir en gakktu ekki svo langt að þú hafir ekkert svigrúm fyrir sjálfan þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. EVO-STIK | TRELIM «< evo-stik| ÞÉTTIEFNI ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Ertu að breyta? Ertu að flytja? Ertu að breyta um stíl? 25% afsláttur í nokkra daga Antikhúsgögn, ljósakrónur, lampar, veggklukkur, gömul dönsk postulínsstell. Raðgreiðslur Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.—fös. kl. 12—18 og iau. kl. 11—17. — Þú finnur ýmsa valkosti hjá okkur — Viktoria Antik • Grensásvegi 14 • Sími 568 6076 Fræðsluauglýsing frá Landlæknisembættinu www.landlaeknir.is Lífið er línudans Okkur getur auðveldlega skrikað fótur á lífsins leið, en afleiðingarnar þurfa ekki að vera alvarlegar, því mikill munur er á fífldirfsku og fyrirhyggju. Áhætta er eðlileg í daglegu umhverfi okkar. Hafðu vaðið fyrir neðan þig og hugsaðu um afleiðingar gerða þinna: • Snertu ekki fíkniefni. Ein tilraun getur gert útaf við þig • Spenntu beltin og aktu hægar en þig langar til • Njóttu kynlífs með fullri meðvitund og notaðu smokkinn • Óvissuferðir eru frábærar en ekki án fyrirhyggju • Reykingar eru aldrei áhættunnar virði • Ef þú notar áfengi notaðu það í hófi • Ekki gleyma hvíldinni, reglubundinn svefn er öllum nauðsynlegur Lifðu lífinu lifandi og njóttu þess! Landlæknisembættið ■> HUGSKOT Brúðkaupsmyndatökur Nethyl 2, sími 587 8044 Kristján Sigurðsson, Ijósmyndari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.