Morgunblaðið - 27.06.2000, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 59
FÓLK í FRÉTTUM
TðNLEIKAR
Háskólabfó
SELMA BJÖRNSDÓTTIR
Útgáfutónleikar Selmu Björnsdótt-
ur í Háskólabiói laugardaginn 24.
júní ásamt hljómsveit undir stjórn
Þorvalds Bjarna Þorvaldssonar.
ÞAÐ MÁ segja að tónleikar Selmu
Bjömsdóttur síðastliðinn föstudag
hafi að vissu leyti verið í sérflokki.
Þar sem popptónleikar eru vanalega
haldnir seint að kvöldi til í einhverju
öldm'húsanna og gestir eru milli tví-
tugs og fertugs var nokkuð skemmti-
leg nýbreytni að mæta í Háskólabíó
klukkan tvö efth’ hádegi þar sem
barnakösin gekk í bylgjum og meðal-
aldur var, lauslega áætlað, um 12 ár.
Áður en í tónleikasalinn kom gat að
líta ægimarga og stóra auglýsinga-
fána frá Mjólkursamsölunni og af-
hent var forláta derhúfa við inngang-
inn. Einhvem veginn verða
tónlistarmenn að fjánnagna list
sína... eða iðn, hugsaði ég með mér.
Salurinn var smekkfullur og
stjömumar í augum bamanna lýstu
hann upp þegar Selma steig á svið í
alh-i sinni neonbleiku dýrð. Hún olli
þeim ekki vonbrigðum, enda afbragðs
skemmtikraftur og sjarmerandi
söngkona sem stjómaði sýningunni
af öryggi og hressileik, jafnt hljóm-
sveit og dönsurum sem áhorfendum.
Ekki slæm fyrirmynd fyrir ungviðið.
Textamh' við lögin á dagskránni
vom allir á ensku nema viðlagið í einu
þeirra, Respect Yourself. Ég fór ekki
að velta því neitt sérstakiega fyrir
mér fyrr en frasar eins og „put your
hands together“, sem þýðir á góðri ís-
lensku: klappið saman lófunum fóra
að renna af vöram Selmu á milli laga.
Þá vai'ð mér litið á bömin sem sátu
sitt hvoram megin við mig og athug-
aði hvort stjömurnar í augum þeirra
hefðu nokkuð breyst í spurningar-
merki. Svo var ekki, aðdáun þeirra
vai’ hrein, athyglin óskipt. Þegar
heim kæmi myndu þau kannski fara í
Selmuleik, syngja lögin hennar og
segja „put your hands together" fyrir
framan spegil.
Þegar svo tvö gömul Todmobile-
lög vora dregin ofan af háaloftinu og í
ljós kom að textunum við þau hafði
verið snúið á ensku fór ég að spyrja
mig spuminga. Hér voram við stödd í
Reykjavík, á tónleikum þar sem
meirihlutinn var íslensk börn og text-
unum hafði verið snúið af móðurmáli
þeirra og yfir á ensku. Hver var til-
gangurinn með því? Vora Selma, Þor-
valdur Bjami og félagar þeirra að
æfa sig fyrir heimsreisuna? Viidu þau
vita hvernig „put yom- hands togeth-
er“ hljómaði í Háskólabíói áður en
lengraværi haldið?
Vindurinn undir vængjunum
Ég var f\jót að bægja þessum hug-
leiðingum frá til þess að einbeita mér
að tóniistinni, því um hana snýst þetta
nú allt saman, eða hvað? Það var gam-
an að sjá hvemig hjjómsveit og bak-
raddir sameinuðust sem einn hugm- í
flutningnum undir söng Selmu, enda
sannkallaðir fagmenn á ferðinni. Þeir
voru óbrigðult úrverk sem missti
aldrei úr slag, tryggur vindm- undir
vængjum Selmu. Hljóðfæraleikaram-
ir vissu hver stjaman var og vora því
ekkert að hafa sig meira í frammi en
til var ætlast en gerðu það líka vel. Það
var einna helst Kjartan Valdimarsson
hljómborðsleikari sem slysaðist til að
sýna örlítil tilþrif.
Morgunblaðið/Sverrir
„Hún [Selma] hefur röddina með sér auk þess að hafa þá heillandi
návist sem poppstjömur þurfa að hafa til að ná langt á sínu sviði, eins
og sýndi sig í Háskólabíói," segir m.a. í dómnum.
Lögin á dagskránni sem ekki vora
gamlir diskó- eða poppsmellir eftir
ýmsa erlenda höfunda vora flest eftir
Þorvald Bjarna. Ef til væri eitthvað
sem héti „meðal-lög“ ætti það mjög
vel við þau sem flutt vora. Þ.e. lög
sem allir geta sungið með og margir
haft gaman af, lög sem 900 gestir Há-
skólabíós vora komnir til að heyra og
njóta. Dægurflugur augnabliksins
sem eflaust verður skipt út fyrir ótal
aðrar á hraða poppsins en enginn
spáir í það hvorki á líðandi stund né
síðar meir.
Þegar kom að því að flytja smellinn
góðkunna All out of luck var
„smekkvísinni gefið frí í stundar-
korn“, eins og sessunautur minn
komst að orði. Áður en uppranalega
útgáfan af því var flutt var spiluð
endurhljóðblöndun af laginu af
bandi. Selma yfirgaf þá sviðið, þrír
dansarar komu inn hennar í stað og
hljómsveitin sat aðgerðalaus. Meira
að segja rödd Selmu hljómaði af
bandi og höfundur endurhljóðblönd-
unarinnar ekki nefndur einu orði.
Þetta var afskaplega einkennileg
uppsetning, reyndar fullkomlega
hallærisleg og stakk nokkuð í stúf
„Salurinn var smekkfullur og
sljörnurnar í augum banianna
lýstu hann upp þegar Selma
steig á svið í allri sinni neon-
bleiku dýrð,“ segir Kristín
Björk m.a. í dómnum.
því þangað til hafði sýningin virkað
ágætlega sem slík.
Selma er ágæt söngkona og mikill
kraftur í henni, það verður að segjast
eins og er. Hún hefur röddina með
sér auk þess að hafa þá heillandi ná-
vist sem poppstjörnur þurfa að hafa
til að ná langt á sínu sviði, eins og
sýndi sig í Háskólabíói. Salurinn
bókstaflega stóð eða settist, klappaði
saman lófunum eða setti upp derhúf-
ur fyrir Selmu eins og viljalaus verk-
færi í hennar höndum. En líkt og þeg-
ar eldað er ofan í mikinn fjölda fólks á
maturinn það til að verða dálítið
bragðdaufur. Hvar var neistinn og
metnaðm’inn? Af hveiju semja Þor-
valdur Bjarni og Selma ekki ný lög í
stað þess að jaska út gömlum Tod-
mobile-lögum? Er ástæðan hug-
myndaleysi eða ótti við að taka
áhættu og koma með lög sem leggjast
ekki nógu vel í fjöldann? Annars er
það auðvitað frjálst val tónlistarfólks
hvort það kemur fram við tónlistina
sem listgrein eða iðn. En er þetta
draumur bamanna sem fara í hljóm-
sveitaleiki, dansa hliðar saman hliðar
°g syngja í hárbursta fyrir framan
spegil?
Kristín Björk Kristjánsdóttir
Klappið saman lófunu
Kr.3.995,-
Vindhani 24
ál/ svartur
Skráðu þig |)
/ vefklúbhinn
www.husa.is
verð
Garðkanna 7,5 1
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Kr.1.995,-
Hitaniælir inni/úti digital
-10"+70"C skynjari dregur
2,8m-max/min