Morgunblaðið - 27.06.2000, Side 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Jobeth Williams, Jeff Goldblum, Mary Kay Place, Tom Berenger, William Hurt, Meg Tilly, Kevin Kline og Glenn Close í The Big Chill.
LAWRENCE
KASDAN
Kathleen Turner er ein eftirminnilegri „femme fatale" hvíta tjaldsins á
ofanverðri 20. öld en er engu að síður svo gott sem gleymd og grafin.
Hér er hún ásamt Willliam Hurt í Body Heat.
Á TÍMABILI virtist sem hand-
ritshöfundurinn og leikstjúrinn
Lawrence Kasdan væri að tryggja
sig í sessi sem vænlegasti kvik-
. myndagerðarmaður Banda-
ríkjanna. Handrit hans voru eftir-
sóknarverð, bæði vitræn og með
afbragðsafþreyingargildi í senn.
Honum var líkt við menn eins og
Woody Allen sem hafa staðist betur
timans tönn. Á niunda áratugnum
og við upphaf þess tiunda kom hver
gæðamyndin frá Kasdan sem siðan
hefur ekki náð fyrra formi. Kasdan
er fæddur fyrir 51 ári á Miami
Beach í Flórída. Hugðist gerast
enskukennari í framtíðinni er hann
útskrifaðist frá Michiganháskóla en
leiðin lá til Chicago þar sem hann
sneri sér í þveröfuga átt og fór að
skrifa auglýsingatexta sem sumir
unnu til verðlauna. Kasdan reyndi
snemma fyrir sér við kvikmynda-
' handritaskriftir en varð lítið
ágengt uns hann komst i félagsskap
George Lucas síðla á áttunda ára-
tugnum og átti hlut í frábæru hand-
riti The Empire Strikes Back (’80)
og samdi síðan sögu og skapaði
persónu Indiana Jones í annarri
metaðsóknarmynd, Raiders of the
Lost Ark (’81).
Hlutdeild í handritum tveggja vel
skrifaðra metaðsóknarmynda er
gildur farseðill í leikstjórastólinn
og fyrsta afurðin var enn ein há-
gæðamyndin, Body Heat (’81). Vel
skrifuð, stýrð og leikin og nú stóðu
hinum rétt þrítuga Kasdan allar
dyr opnar í kvikmyndaborginni.
Continental Divide (’81) var skrifuð
af Kasdan og framleidd og tókst illa
til á báðum vígstöðvum. Ævin-
týramynd úr Klettafjöllunum með
John Belushi þótti þunn í roðinu og
gekk illa. Betur heppnaðist sam-
starf hans við Lucas, þeir skrifuðu í
bróðerni handrit þriðju Stjörnu-
stríðsmyndarinnar, The Retum of
the Jedi (83). Sama ár var einnig
frumsýnd The Big Chill, ein besta
mynd Kasdans fyrr og síðar. Kasd-
an náði ekki að fyigja henni fylli-
lega eftir með vestranum Silverado
(’85) sem var engu að síður bráð-
skemmtilegur vel skrifaður og
stýrður með frábæran hóp Ieikara í
helstu hlutverkum: Kevin Kline,
Kevin Costner, Jeff Goldblum,
Scott Glenn, Danny Glover, Brian
Dennehy, Linda litla Hunt og John
Cleese krydda siðan mannvalið.
Þrjú ár liðu, þá birtist The Accid-
ental Tourist á tjaldinu. Dálítið van-
metin, hlý og manneskjuleg mynd
með William Hurt. feykigóðan í hlut-
verki ferðabókahöfundar sem hefur
lokað sig af eftir sonarmissi og
skilnað. Geena Davis stelur senunni
sem sætur og notalegur furðufugl
sem kemur höfundinum aftur á rétt
spor. I Love You to Death (’90), er
vanmetinn, geggjaður farsi með
Kevin Kline í sínu besta formi á
ferlinum í hlutverki kvensams eig-
inmanns. Tracy Ullman er síðri sem
eiginkona hans sem vill bósann feig-
an og gerir allt sem í hennar valdi
stendur til að stytta honum aldur.
1991 kemur Grand Canyon, besta
mynd höfundar á sfðasta áratug.
Kasdan hefur ekki tekist að fylgja
gæðum hennar eftir. Hann skrifaði
og framleiddi The Bodyguard (’92)
sem var lítið eftirminnileg ástar-
vella um poppstjörnu og lífvörð
hennar. Sjálfsagt á söngkonan
Whitney Houston stóran þátt í vel-
gengninni sem hin klisjum hlaðna
mynd naut um allan heim og gerði
Kasdan að stórefnuðum manni.
Hvort sem ríkidæminu er um að
kenna hefur fátt komið bitastætt
frá Kasdan síðan. Stórvestrinn
Wyatt Earp (’94), er glæsilegur fyr-
ir auga og eyru (tónlist eftir James
Newton Howard, taka í höndum
Owens Roizman) og leikaraliðið
ekki árennilegt: Costner, Hackman,
Pullman, Madsen, Rosselini, Size-
more með Dennis Quaid í farar-
broddi sem Doe Holliday. Costner
er aftur á móti til baga framan af
sem titilpersónan, fógeti Tomb-
stone. Ári síðar kom French Kiss,
versta mynd leikstjórans, hreinasta
hörmung á að horfa. Kline, sá eðal-
leikari og stórsjarmör, getur ekk-
ert gert til bjargar fáránlegu hlut-
verki fransks kvennabósa og þjófs
sem verður ástfanginn af fórnar-
lambi sínu (Meg Ryan).
Þá er röðin komin að nýjasta
verkinu, Mumford (’99) sem fékk
ágæta dóma en mun fara viðstöðu-
laust á myndbandamarkaðinn hér-
lendis. Sem segir okkur að hún hef-
ur ekki verið talin hafa þá burði
sem með þarf í bíóslaginn. Slík ör-
lög jafnvel ágætustu mynda gerast
æ tíðari.
Sæbjörn Valdimarsson
Sígild myndmönd
BODY HEAT (1981)
★ ★★’Á
Leikstjórnarferill Kasdans byrjaði með látum.
Myndin vakti geysilega athygli, þótti djörf og
heldur enn sínum erótíska sjarma. Ekki síst fyrir
tilstuðlan munaðarlegs leiks Kathleen Turner (í
sínu fyrsta hlutverki) sem skipar sér í fremstu röð
tæfa hvíta tjaldsins með túlkun sinni á dularfullri
og varasamri kvenpersónu sem kemur óvænt inn í
> líf reynslulítils lögfræðings (William Hurt) sem
hún vefur um fingur sér.
Fyrr en varir hefur lögmaðurinn fallist á að
myrða bónda hennar. Yfir og allt um kring er kæf-
andi hitabylgja Suðurríkjanna. Ástarsenur Hurts
og Turners eru óvenju sannfærandi og Mickey
Rourke á snjalla innkomu í minnisstæðu smá-
verki. Allt þetta ágæta fólk (sem sumt er þegar
gleymt) var að feta sín fyrstu skref á tjaldinu og
' ígerir það með stakri prýði.
THE BIG CHILL (1983)
★★★%
Leikarar:. Drama. Bandaríkin. 1983.103 mín.
Er einn þeirra fellur frá koma gamlir skólafé-
lagar saman og endumýja kynnin frá tímum hins
róttæka sjöunda áratugar. Flestum hefur vegnað
vel og nú snýst kappið um peninga frekar en hug-
sjónir. Gamlar ástir og árekstrar koma upp á yfir-
borðið en að lokum una allir tiltölulega sáttir við
sitt. Að mörgu leyti ásækið handrit og skýr per-
sónusköpun auk magnaðs leikhóps (Tom Bereng-
er, Glenn Close, Jeff Goldblum, William Hurt,
Kevin Kline, Meg Tilly, JoBeth Williams), sem
fylgt hefur Kasdan að einhveiju leyti í flestum
hans myndum, gera Stóra hroll að hrífandi þjóðfé-
lagsskoðun og persónulegu uppgjöri við umbrota-
tíma. Skemmtanagildið er ótvírætt, ekki síst
áhorfendum af sömu kynslóð. Tónlist áratugarins
smekklega notuð til að undirstrika eftirsjána.
GRAND CANYON (1991)
★★★%
Gerð á meðan Kasdan var tæpast farinn að slá
vindhögg og var enn einn af hákörlunum í Holly-
wood. I Miklagljúfri íýnir hann skemmtilega í
mannlífsflói-una og kvikmyndaiðnaðinn í Los Ang-
eles. Fylgst með sundurleitum hóp íbúanna; lög-
fræðingum, vörubfistjórum, húsmæðrum, kvik-
myndaframleiðendum, sem tvinnast saman af
tilviljun í laglega fléttaðri framvindu og mynda
vináttubönd. Þrátt fyrir mismunandi hörundslit,
efni og aðstæður. Hlý, notaleg mynd, frábærlega
vel skrifuð af Kasdan hjónunum sem sjá ekki að-
eins skoplegu hliðina á daglegu amstri í stórborg-
inni heldur vekja spumingar og draga athyglina
að því sem betur mætti fara. Ekki síst í samskipt-
um kynþáttanna. Leikhópurinn er stóríínn, með
Kevin Kline, Danny Glover og Steve Martin í
þeirra venjulega, trausta formi.
MYNDBOND
Ovenjuleg
mynd
Tony litli
(Kleine Teun)
Stríðsmynd
★★★%
Leikstjóri: Alex van Warmerdam.
Aðalhlutverk: Alex van Warmcr-
dam, Annet Malherbe, Ariane
Schluter. (95 mín) Holland. Berg-
vík, 1998. Bönnuð innan 12 ára.
ÁSTARÞRÍHYRNINGUR mynd-
ast þegar einföld bóndahjón fá
kennslukonu til þess að bóndinn læri
loksins að lesa. Hér
er gott dæmi um
frábært innihald í
lélegum umbúðum.
Þegar kápan á
myndinni er skoð-
uð gæti verið um
eina af bandarísku
„Hallmark“-sjón-
varpsmyndum að
ræða. En myndin
er svo langt frá því
að vera venjuleg. Þróun þessa sál-
sjúka ástarþríhymings er glæsilega
unnin af öllum sem koma nálægt
myndinni. Leikstjórinn, handritshöf-
undurinn og aðalleikarinn Warmer-
dam sinnir öllum störíúm sínum af
stakri snilld. Konurnar em einnig
frábærar í sínum hlutverkum.
Myndataka Mai-c Felpelaan er minn-
isstæð en hún er líkust málverki sem
virðist kyrrlátt á yfirborðinu en undir
niðri liggur eitthvað óhugnanlegt.
Það er lítil hreyfing á myndavélinni í
gegnum alla myndina en þegar hún
hreyfist er það gífurlega áhrifamikið.
Varast ber að taka þessa mynd sem
afþreyingu því hún á eftir að skilja við
mann algjörlega þmrausinn tilfinn-
ingalega og með óbragð í munninum.
Ottó Geir Borg
/
A hrakhólum
Rótleysi
(Tumbleweeds)
I) rama
★★★
Leikstjórn og handrit: Gavin
O’Connor. Aðalhlutverk: Janet
McTeer og Kimberley Brown. (102
niín.) Bandarikin, 1999. Myndform.
Bönnuð innan 12 ára.
HÉR SEGIR frá rótlausri tilveru
suðurríkjadömunnar Mary Jo Walk-
er og dóttur hennar Ovu. Mary Jo á
að baki röð mis-
heppnaðra ástar-
sambanda og fyrir
vikið hafa þær
mæðgur ferðast
um þver og endi-
löng Bandaríkin.
Móðirin hefur
nefnilega þann
háttinn á að hlaup-
ast á brott í stað
þess að horfast í
augu við vandamálin. Þetta er mjög
vel gerð kvikmynd sem segir sögu af
flóknu sambandi móður og dóttur af
einstöku næmi. Þær Mary Jo og Ava
eru trúverðugar og lifandi persónur,
móðirin hefur sína galla en er ekki
fordæmd fyrir þá á neinn hátt. Þeh-
eru einfaldlega hluti af óheftum en
dálítið manískum persónuleika henn-
ar sem breska sviðsleikonan Janet
McTeer túlkar hér á eftirminnilegan
hátt. Kimberley Brown gefur hinni
skynsömu dóttur einkar manneskju-
legt yfirbragð, og er það ánægjuleg
tilbreyting að sjá svo þroskaðan leik í
bamshlutverki í bandarískri kvik-
mynd. Leikstjóri og meðhöfundur
myndarinnar, Gavin O’Connor, leik-
ur sjálfur vörubflstjórann sem Mary
Jo tekur saman við og er einkar góð-
ur í því hlutverki. Rótleysi er því í
alla staði eftirminnileg kvikmynd
sem ég mæli hiklaust með.
Heiða Jóhannsdóttir