Morgunblaðið - 27.06.2000, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 61
FÓLK í FRÉTTUM
Reuters
Þessir búningar sveitarinnar KISS fóru fyrir nokkrar
milljónir á uppboðinu um helgina.
Gerviblóð og
leðurólar
Uppbod á vegum hljómsveitarinnar Kiss
cS*HÐ<*
Styðjum
bö
o
E
nff»v
ar
Segjum nei vlð
unglingadrykkju
www.mbl.is
Á LAUGARDAG var opnað uppboð
á fylgihlutum rokksveitarinnar Kiss
í Los Angeles. Þangað þyrptust að-
dáendur hljómsveitarinnar og létu
sig ekki muna um að eyða 62 milljón-
um króna í ýmsa muni sem einkennt
hafa hljómsveitina í gegnum árin.
Það voru forsprakkar sveitarinnar,
þeir Gene Simmons og Paul Stanley,
sem höfðu safnað óteljandi hlutum
saman í nokkrar vöruskemmur, frá
ferli sem spannar næstum þrjátíu ár.
Tilefni uppboðsins var að þeir fé-
lagar vildu að aðdáendum gæfíst
kostur á að eignast smáhlut í hljóm-
sveitmni, hlut sem annars færi for-
görðum. Hljómsveitin er nú á tón-
leikaferð um Bandaríkin og Kanada
og að mun þetta að öllum líkindum
verða síðasta tónleikaferðalag sveit-
arinnar.
En gítarar og auglýsingavegg-
spjöld voru það allra vinsælasta á
uppboðinu. Þá voru handskrifuð
nótnablöð með lögum á borð við
Christine Sixteen þegin með þökk-
um og rifist var um alla búninga
sveitarinnar frá fyrstu árum hennar.
Þá er líklegast best fyrir þá sem
keyptu eitthvað á uppboðinu að
halda því fyrir sig því í vörulistanum
var skýrt tekið fram að Stanley og
Simmons hefðu einkaleyfi á að nota
hluti tengda hljómsveitinni Kiss í
gróðaskyni. Eða eins og Simmons
sagði eitt sinn: „Við erum alltaf að
fara í mál við alla út af hverju sem er.
Við munum lögsækja ykkur svo inni-
lega að afkomendur ykkar munu
finna til.“
NáttúruLegt
C~vftamfn!
ilsuhúsiö
SkólavörOustíg, Kringlunni, Smáratorgi
og Skipagötu 6, Akureyri
Éa iim mia
r " s, w
fra mertil ||»0||||
á mbl.is
Skemmtilegur netleikur - glæsilegír vinningar
Búningar vinsælir
Uppboðið fór fram í húsnæði í eigu
Paramount Pictures í Hollywood.
Um 300 manns mættu á svæðið en
fjöldi annarra bauð í hluti í gegnum
Netið og síma.
Það sem fór fyrir hæsta upphæð
voru fjórir búningar sem meðlimir
sveitarinnar notuðu á Alive tónleika-
ferðinni á árunum 1996 og 1997.
Rúmlega 13 milljónir voru greiddar
fyrir búningana góðu og ámóta upp-
hæð var greidd fyrir búninga sveit-
arinnar frá tónleikaferðlagi þeirra
árin 1998 og 1999.
En það voru ekki aðeins milljóna-
mæringar sem höfðu efni á að versla
á uppboðinu því gerviblóð sem
Simmons notaði til að spýta yfir
áhorfendur fór á 38 þúsund krónur.
Þá fóru bleikir skór fyrir 44 þús-
und. Myndir, belti og kælibox (?)
fóru fyrir enn minni upphæðir og
runnu ljúflega ofan í unga og félitla
aðdáendur.
Sæl
í sólinni
TÓNLEIKAGESTIR á Glastonbury
tónlistarhátíðinni nutu kvöldsólar-
innar á sunnudag, síðasta degi há-
tíðarinnar. Stuttu síðar tók David
Bowie lagið, en hann hefur ekki
komið fram á Glastonbury síðan ár-
ið 1971, þegar hátíðin var haldin í
annað sinn. Nú, 29 ánim síðar, var
Bowie tekið álíka vel og fyrrum og
kunnu tónleikagestir greinilega að
meta það sem hann hafði fram að
færa.
Notaðir bílar
Nissan Patrol SE - árg. 1998
Ekinn 111.000 km - Verð kr. 3.950.000,-
Nissan Micra - árg. 1998
Ekinn 20.000 km - Verð kr. 990.000,-
Opel Vectra B Cara - árg. 1998
Ekinn 63.000 km - Verð kr. 1.550.000,-
MMC Lancer 1.6 Wag - árg. 1999
Ekinn 15.000 km - Verð kr. 1.480.000,-
Alfa Romeo 156 - árg. 1998
Ekinn 23.000 km - Verð kr. 2.400.000,-
Staðsetning: BORGARBÍLASALAN
Subaru Forester Turbó - árg. 1999
Ekinn 15.000 km - Verð kr. 2.590.000,-
BILAHUSIÐ
Greiðslukjör
við allra hæfi
Opið:
mán.-fös.
kl. 09-18
lau.
kl. 12-17
BORGARBÍLASALAN
GWfftnAriWtíiií 11 ■ sitrii nnti S300