Morgunblaðið - 27.06.2000, Side 68

Morgunblaðið - 27.06.2000, Side 68
Eignaskipti LU Ráðgjöf ehf Gerö eignaskiptayfirlýsinga Sími 5886944 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. > ( M>r Siglt á sumarnóttu ÞAÐ var bjart yfir í Húnaflóanum þegar nokkrir Norðlendmgar skelltu sér í kvöldsiglingu á nýjum skemmtisiglingabát, Kóp HU 2, fyr- ir skemmstu. Hætt er við að ekki verði jafn bjart yfir sunnanlands næstu daga en Veðurstofan spáir austanátt með rigningu. Skil eru á hægri hreyfingu norður yfir landið og má gera ráð fyrir að nokkuð hvasst verði við suður- og vestur- strönd landsins, eða á bilinu 10-18 metrar á sekúndu. Norðanlands verður þó miklu hægara fram eftir vikunni. Fylkir á toppnum í fyrsta skipti LIÐ Fylkis í Árbæjarhverfí tók for- ystuna í Landssímadeildinni í knatt- spyrnu í gærkvöld er liðið vann Grindavík 2:0. Fylkir hefur ekki áður í 33 ára sögu félagsins verið á toppi efstu deildar en nýliðarnir eru nú einir ósigraðir í.deildinni og hafa eins stigs forskot á KR-inga. Atta umferðum er lokið af átján og aðeins fimm stig skilja að sex efstu lið deildarinnar. ■ Ósigraðir/B3 Nýheimsmynd kallará nýjan Atlas - iBook Grafít Sklpholtl 21 Síml 530 1800 Fax 530 1801 www.applo.la Morgunblaðið/Jón Sigurðsson milljarða króna í þeim tilgangi að styrkja gengi íslensku krónunnar. Seðlabankinn átti í gær fund með fjármálafyrirtækjum vegna þessara mála. Miklar sveiflur hafa verið á gengi krónunnar að undanfömu en gengið lækkaði á fímmtudag og enn meira á föstudag. „Við fórum eðlilega á föstudaginn að reyna að greina hvað þarna hefði verið á ferðinni," sagði Birgir ísleifur. „Okkar niðurstaða var sú að það væri ekkert í undirliggjandi tölum sem skýrði þessa lækkun á genginu. Til dæmis höfum við nýlega hækkað vexti um 50 punkta og vaxtamunur- inn milli íslands og annárra landa er mjög mikill og hefur sennilega sjald- an verið meiri. Að vísu er viðvarandi viðskiptahalli en fjármagnsjöfnuður hefur verið hagstæður vegna þess að það eru miklir íjármagnsflutn- ingar til landsins og ekki sjáanlegt að neitt lát sé þar að verða á. Niður- staða okkar var því sú að þarna væri fyrst og fremst um spákaupmenn að ræða, þ.e.a.s. að einhverjir aðilar á markaðnum vildu reyna að hagnast á því að knýja fram lækkun á gengi krónunnar. Bankastjóm Seðlabank- ans tók þess vegna þá ákvörðun að snúast til varnar. Við viljum halda gengi krónunnar sterku í baráttunni gegn verðbólgunni. Við teljum að þessar aðgerðir okkar hafi heppnast og erum stað- ráðnir í að verja gengi krónunnar og ætlum ekki að láta gengið síga vegna svona spákaupmennsku,“ sagði Birgir Isleifur. Inngrip Seðlabankans hafði þau áhrif að gengið hækkaði um 1,6% miðað við dagslok á föstudaginn var, síðan lækkaði gengið aftur og varð svipað og í upphafí viðskipta um morguninn, en hækkaði aftur er á leið daginn. Viðskipti á gjaldeynsmarkaði námu 19,3 milljörðum í gær BIRGIR ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að atlaga hafi verið gerð að gengi íslensku krónunnar í gær þegar spákaupmenn hafi selt mikið af krónum í þeim tilgangi að hagnast á lækkun krónunnar. Viðskipti með krónur á gjaldeyrismarkaði námu 19,3 milljörðum í gær en svo mikil viðskipti hafa aldrei farið fram á einum degi. Seðlabankinn greip til þess ráðs í gærmorgun að kaupa krónur fyrir 2,3 milljarða. Gengið hækkaði um 0,9% og segist Birgir ísleifur telja að aðgerðir Seðlabankans hafi skilað tilætluðum árangri. Birgir Isleifur sagðist telja að það hefði verið gerð atlaga að gengi krónunnar í gær. Bankinn hefði hinsvegar haft upplýsingar um hvað gæti verið í uppsiglingu og verið undirbúinn. „Þetta er í fyrsta sinn, eftir að fjármagnshreyfingar voru gefnar frjálsar milli Islands og ann- arra landa, sem við upplifum þetta hér á landi. Land með sjálfstæðan gjaldeyri getur alltaf búist við að svona nokkuð gerist og við höfum alltaf verið við þessu búnir. Við er- um með samninga við erlendar fjár- málastofnanir sem við getum gripið til ef við þurfum á að halda og eru langt umfram gjaldeyrisforðann en við veitum sem kunnugt er mánað- arlegar upplýsingar um stöðu hans.“ Morgunblaðið hafði samband við Kaupþing í New York og spurði hvort fyrirtækið hefði í gær og fyrir helgi stundað spákaupmennsku með krónur í þeim tilgangi að knýja fram lækkun á gengi íslensku krónunnar. Hreiðar Már Sigurðarson, forstöðu- maður Kaupþings í New York, sagði að fyrirtækið gæfi ekki upplýsingar um viðskipti fyrirtækisins eða við- skiptamanna þess. Hann vísaði því aftur á móti alfarið á bug að fyrir- tækið hefði staðið fyrir atlögu að gengi krónunnar. Gengikrónunnar hækkaði um 0,9% Viðskipti á gjaldeyrismarkaði í gær námu 19,3 milljörðum og er það met en viðskipti með krónur á einni viku eru að jafnaði 10-13 milljarðar. Gengisvísitala íslensku krónunnar hækkaði um 0,9% frá upphafi til loka viðskipta gærdagsins eftir inn- grip Seðlabankans í gærmorgun en bankinn seldi gjaldeyri fyrir 2,3 Loðnu- skipin fylla sig út af Langanesi ÖRN KE var væntanlegur til Siglufjarðar um klukkan þrjú í nótt með fullfermi af loðnu, um 1.100 tonn, sem skipverjar fengu í þremur köstum á fimm tímum í gær. Mokveiði hefur verið á loðn- unni um 50 mílur norðaustur af Langanesi undanfarna daga en þrjú íslensk skip eru byrjuð á loðnuveiðum og fleiri óðum að bætast við. Huginn VE og Guðmundur Ólafur ÓF hafa farið tvo túra en Örn KE var í sínum fyrsta túr í gær. „Hún er í kantinum út af Þistilfirði og er á mikilli ferð í norðvestur,“ segir Sig- urður Sigurðsson, skipstjóri á Emi. „Hún stendur djúpt en það eru góðar torfur í þessu." Verð á loðnumjöli hefur að- eins verið að þokast upp á við að undanförnu, en verðið er samt enn lágt eða um 37.500 kr. fyrir tonnið. ■ Mokveiði/23 Áhugi á vél- fræðinámi ÞRJÁTÍU nemendur hafa skráð sig í vélfræðinám við Verkmenntaskólann á Akureyri en 14 skráðu sig í þetta nám í fyrra. Hjalti Jón Sveinsson, skóla- meistari VMA, segir þetta ánægjulega þróun en að skýr- ingin á þessari aukningu sé fyrst og fremst sú að skólinn hafi staðið ásamt Vélskóla íslands að sérstakri kynningu á náminu fyrir væntanlega nemendur. ■ Nýtt átak/16 110,0 Gengisvísitala ístensku krónunnar mánudaginn 26. júní 113,0- 112,5 112,0 111.5- 111,0 110.5- 26 . j ú n í 9.00 16.11 Birgir fsleifur Gunnarsson seðlabankastjóri um gengisþróun síðustu daga Atlaga gerð að gengi íslensku krónunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.