Morgunblaðið - 05.09.2000, Page 6

Morgunblaðið - 05.09.2000, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stefnt að því að malbika brautamót Reykíavíkurvallar í vikunni ef veður verður hagstætt Morgunblaðið/Ámi Sæberg Framkvæmduni við Reykjavíkurflugvöll hefur seinkað örlítið en stefnt er að því að ljúka malbikun brautamótanna í vikulok. Verður í framhaldi af því unnt að taka norður-suður brautina í notkun á ný. Stefnt að opnun á ný á laugardag HALDIST veður þurrt í Reykja- vík síðari hiuta vikunnar er stefnt að því að taka megi í notk- un norður-suðurbraut Reykjavík- urflugvallar á laugardag eftir að brautamðtin hafa verið malbikuð. Verkinu átti að ljúka á miðnætti annað kvöid en tveggja sólar- hringa seinkum er fyrirsjáanleg. Búið er að maibika annað lagið á brautamótunum og segir Ólafur Hilmar Sverrisson verkefnissljóri að veður verði að vera vel þurrt til að unnt sé að malbika síðara lagið. Útlit sé nokkuð óvíst næstu daga en stefnt sé að því að verk- inu ljúki á föstudagskvöld. Ólafur Hiimar segir verkið í heild örlítið á eftir áætlun en Ijúka átti framkvæmdum við austur-vestur brautina í lok sept- ember. Segir hann ljóst að það dragist um nokkra daga. Búið er að endurnýja vestari hluta aust- ur-vestur brautarinnar og er unnt að nota þann kafla sem er 930 metra langur fyrir takmar- kað flug. Meðan brautamótin eru endurnýjuð hefur norðaustur- suðvesturbrautin aðallega verið notuð. Takist að ljúka verkinu eins og nú er áætiað verður í framhaldi af því unnt að aflétta ákveðnum takmörkunum sem verið hafa umferð stórra flug- véla. Nokkur röskun varð á flugi framan af degi í gær vegna óhag- stæðrar vindáttar. Áhugahópur myndaður til baráttu gegn umferðarslysum Boðar til borgarafundar um umferðaröryggismál Trjávöxtur með ágæt- um í sumar TRJÁVÖXTUR hefúr verið með betra móti í sumar, að sögn Brynjólfs Jónssonai-, framkvæmdastjóra Skóg- ræktarfélags íslands. „Trjávöxtur hefur verið með ágæt- um um land allt í sumar,“ segir Brynj- ólfúr. „Sumarið hefur verið hlýtt. Það hafa ekki verið nein stórveður sem oft fara illa með tré, en nývöxtur á trjám er viðkvæmur fyrir veðri.“ Brynjólfur segir einnig líklegt að vöxtur verði góður næsta sumar, sérstaklega telur hann að barrtré muni dafna vel. „Barrtré eru þeim eiginleika gædd að þau taka út mesta vöxtinn sumarið eftir. Það hefúr verið mjög góður vöxtur í sumar, en sumarið í fyrra var einnig ljómandi gott og það hefur skil- að sér nú. Sumarið í ár er vel yfir meðallagi og með betri vaxtarsumr- um hér á landi,“ segir Brynjólfur. STANZ-HÓPURINN heita samtök fólks sem vill sporna gegn umferðar- slysum og koma með tillögur til úr- bóta í umferðaröryggismálum. Hóp- urinn boðar til almenns borgara- fundar í ráðhúsi Reykjavíkur 6. september kl. 17.30 nk. Meðal þeirra sem taka til máls verða fórnarlömb umferðarslysa og aðstandendur þeirra auk framsögumanna og full- trúa stjórnvalda, lögreglu, heilbrigð- isþjónustu o.fl. Meðal þess sem Stanz-hópiuinn leggur til er að umferðarlöggæsla verði efld um allt land og lögreglan hafi þannig fyrirbyggjandi áhrif. Hópurinn vill tvöfalda Reykjanes- brautina og útrýma einbreiðum brúm, auka vegmerkingar og herða aðhald og eftirlit með hönnun um- ferðarmannvirkja. Þá vekur Stanz- hópurinn athygli á því að í öðrum löndum hafi verið farin sú leið að veita ungum ökumönnum ökurétt- indi í áföngum. Þannig er ökuskír- teini þeirra stigskipt þannig að heimild þeirra til að aka kraftmiklum bílum er takmörkuð og kröfur til endumýjunar á ökuskírteinum eru háðar því að ungir ökumenn hafi ekki verið ákærðir eða dæmdir fyrir alvarleg umferðarlagabrot. Einnig hafi gefist vel að takmarka heimildir þeirra til aksturs að næturlagi og að bílar þeirra eru sérmerktir til að byrja með. Þá er hvatt til þess að ökunemum verði gefinn kostur á sér- hönnuðu æfingasvæði svo þeir geti æft sig í akstri við mismunandi að- stæður. Almenningnr komi að málinu Stanz-hópurinn vill að rannsókn- arnefnd umferðarslysa vinni á svip- aðan hátt og rannsóknarnefnd flug- slysa þannig að allir þættir umferðarslyssins verði rannsakaðir ofan í kjölinn og birtar eins fljótt og auðið er. Hópurinn vill að dómsmála- ráðherra skipi nefnd þar sem m.a. sitji fulltrúar almennings og aðrir aðilar sem hafa reynslu af umferðar- málum s.s. atvinnubílstjórar, lækn- ar, lögreglumenn og aðstandendur látinna og slasaðra. Meðal þeirra sem standa að stofn- un Stanz-hópsins eru foreldrar fóm- arlamba umferðarslysa, ökukennar- ar, ökumaður sem er mænuskaddaður eftir umferðarslys, lögreglumaður o.fl. Á heimasíðu hópsins; www.stanz.is, er hægt að koma með tillögur og ábendingar í umferðarmálum. Héraðsdómur Reykjaness fellst á kröfu lögreglimnar í Kópavogi um nálgunarbann Nálgunarbanni beitt í fyrsta skipti hérlendis HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness féllst í gær á kröfu lögreglunnar í Kópavogi um að maður, sem ók á erlendan mann nýlega, sæti nálgun- arbanni. Mun þetta vera í fyrsta skiptið sem slíkt bann er sett sam- kvæmt lögum sem sett voru fyrr á þessu ári. Samkvæmt úrskurðinum er manninum óheimflt í sex mánuði að koma í eða vera við hús eða bif- reiðageymslur á afmörkuðu syæði í Kópavogi sem afmarkast af Hamra- borg í norðri, Vallartröð og Neð- stutröð í austri, Digranesvegi í suðri og Hafnarfjarðarvegi í vestri. Jafnframt er honum bannað að veita eftirför, heimsækja eða vera með öðru móti í beinu og milliliða- lausu sambandi við eiginkonu sína, dóttur hennar og erlendan sam- starfsmann konunnar. Mörg kærumál til rannsóknar I dómsúrskurðinum kemur fram að lögreglan í Kópavogi hafi til rannsóknar allmörg kærumál á hendur manninum sem öll eru sögð hafa átt sér stað í eða við Kópavog þar sem eiginkona mannsins býr ásamt dóttur sinni og öðrum manni. Konan rekur jafnframt fyrirtæki þar sem hinn maðurinn vinnur. Maðurinn og konan standa í skiln- aðarmáli og hafa samskipti þeirra verið stirð frá því í júlí. Maðurinn hefur verið kærður fyrir lík- amsárásir, fyrir að stinga gat á hjólbarða bíls í eigu hins mannsins og brjóta glugga í húsnæðinu þar sem konan rekur fyrirtækið. Mað- urinn mun m.a. hafa brotið fram- rúðu bifreiðar þeirra þar sem hún stóð í bifreiðageymslunni. Hann gaf þá skýringu á verknaðinum að kon- an hafi ekki viljað tala við hann og því hefði hann brotið rúðuna. Bif- reiðin væri hins vegar eign þeirra beggja. Hinn 19. ágúst hafði lögregla af- skipti þar sem komið hafði til handalögmála. Segir í úrskurðinum að konan muni hafa lent í átökum við vinkonu mannsins og hann hafa gripið til svokallaðrar stuðbyssu. Að sögn dótturinnar mun maðurinn hafa beitt stuðbyssunni gagnvart henni, móður hennar og samstarfs- manni en því neitar maðurinn. Sam- kvæmt lögregluskýrslu var maður- inn mjög illur og hótaði að snúa aftur um kvöldið og lemja hinn manninn og rústa íbúðina. Daginn eftir kom maðurinn enn á staðinn og veitti fólkinu eftirför í fólksbif- sreið inni í bílageymslu við Hamra- borg og ók þar á samstarfsmann konunnar með þeim afleiðingum að hann kastaðist upp á vélarhlíf bif- reiðarinnar og framrúðu en konurn- ar tvær munu hafa náð að forða sér á hlaupum, samkvæmt framburði sjónarvotta. Maðurinn ók því næst á brott án þess að huga að meiðsl- um mannsins sem hann ók á en var handtekinn skömmu síðar. ítrekað raskað friði Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi en Hæstiréttur hnekkti þeim úrskurði. í úrskurði héraðsdóms nú segir ljóst að maðurinn hafi á undanförn- um vikum ítrekað raskað friði um- rædds fólks með ofsóknum, ónæði að næturlagi, ofbeldi og hótunum um beitingu ofbeldis en vettvangur háttseminnar sé yfirleitt í eða við heimili þeirra og starfsstöð í Kópa- vogi. Beri rannsóknargögn málsins með sér að stígandi hafi verið í þeim ofsóknum og keyrði um þver- bak þegar maðurinn veitti fólkinu eftirför í fólksbifreið og ók á hinn manninn. I héraðsdómi segir síðan að fallast megi á það með lögreglu að rökstudd ástæða sé til að ætla að maðurinn muni fremja afbrot gagn- vart umræddu fólki eða að minnsta kosti halda áfram að raska friði þess verði ekki tafarlaust gripið í taumana. Því sé rétt að verða við kröfu um nálgunarbann. Þar breyti engu þótt maðurinn dvelji nú tíma- bundið í Kópavogi og sé búið óhag- ræði af því að geta ekki sótt opin- bera þjónustu innan þess svæðis sem nálgunarbannið tekur til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.