Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 13

Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 13 Afmælisdagskrá Nóa-Síríuss Leyfísbeiðnin rataði ekki rétta boðleið SKEMMTIDAGSKRÁ Nóa-Sír- íuss á Lækjartorgi á föstudaginn var stöðvuð af lögreglunni en markaðsstjóri fyrirtækisins hafði fengið rangar upplýsingar frá lög- reglunni þegar hann bað um leyfi fyrir skemmtiatriðunum. Leyfis- beiðnin rataði ekki rétta boðleið innan lögreglunnar og því stöðvaði varðstjóri lögreglunnar þau eftir að hafa fengið kvörtun um hávaða. Mannleg mistök urðu til þess að Hjálparsveit skáta í Reykjavík láð- ist að biðja um leyfi fyrir tendrun neyðarblysa í Esjuhlíðum. Hjalti Jónsson, markaðsstjóri Nóa-Síríuss, segir afar miður að annars vel heppnaður afmælis- fagnaður fyrirtækisins á föstudag- inn hafi endað sem raun ber vitni. Varðandi notkun neyðarblysa í Esjuhlíðum segir hann að Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík hafi verið fengin til að skipuleggja þann hluta hátíðarhaldanna. Tendrun blysanna var lokaþátturinn í skemmtidagskrá starfsmanna Nóa-Síríuss og fjölskyldna þeirra sem hafi haldið á Esjuna í góðri trú um að gengið hefði verið frá öllum formsatriðum. Það kom hinsvegar á daginn að fyrir mistök hafi hjálparsveitin ekki sótt um formlegt leyfi fyrir flugeldasýning- unni. Hjálparsveitin gleymdi að sækja um leyfi fyrir blysum skemmtiatriðin í krafti 4. gr. lög- reglusamþykktar Reykjavíkur þar sem segir að lögreglustjóri geti „bannað notkun hátalara, hljóm- flutningstækja, hljóðfæra, eða ann- ars þess háttar á eða við almanna- færi, ef ástæða er til að ætla að hún valdi ónæði eða truflun". Taldi ekki þörf á leyfi Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri miðborgarinnar, segir að hún hafi talið að ekki væri nauðsynlegt að fá leyfi frá lög- reglunni til að vera með skemmti- atriði á Lækjartorgi. Hún hafi því gefið starfsmanni Nóa-Síríuss þær upplýsingar að engin leyfi þyrfti til skemmtanahalds af því tagi sem fyrirtækið ætlaði að standa fyrir, svo lengi sem ekki fylgdi hávaði. Kristín segir að það hafi komið sér mjög á óvart að lögreglan hafi stöðvað skemmtiatriðin. „Eg hélt að Lækjartorg væri opinbert torg og það mætti nota það innan vissra takmarka,“ sagði Kristín. „Við get- um ekki alltaf verið að kvarta und- an nágrannanum þótt við heyrum aðeins í honum.“ Hún segist vona að þetta verði ekki til þess að fólk hætti að sækjast eftir því að vera með uppákomur í miðborginni. „Eg vil gjarnan að fólk komi og sýni listir sínar í miðborginni.“ Löggæslumenn landsins sækja námskeið í landamæraeftirliti Ljósmynd/Gunnlaugur Arnason Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra ávarpaði þátttakendur á námskeiðinu í gær. Smygl á fólki arðbærara en eiturly fj asmy gl NÁMSKEIÐ í landamæraeftirliti á vegum Lögregluskóla ríkisins var haldið í Keflavík í gær. Allir lög- gæslumenn landsins, sem sinna landamæraeftirliti, sóttu námskeið- ið en um 140 starfsmenn lögreglu, tollgæslu og Landhelgisgæslu ís- lands fræddust um persónueftirlit á landamærum. Námskeiðið er tví- skipt og fyrr í sumar fór fram al- menn fræsla um efnisatriði Scheng- en-samningsins. ísland gerðist aðili að samningnum árið 1996. Samn- ingurinn leggur áherslu á að herða svokallað ytra landamæraeftirlit en aðildarlönd samningsins slaka á landamæraeftirliti sín á milli. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra ávarpaði þátttakendur og sagði nauðsynlegt að leggja áherslu á það að löggæslumenn landsins fengju markvissa þjálfun í landa- mæraeftirliti svo að hægt væri að annast persónueftirlit með þeim hætti sem skylt er samkvæmt Schengen-samningnum. Að hennar sögn hefur hún beitt sér fyrir nán- ari samvinnu íslenskra og banda- rískra lögregluyfirvalda. Fjórir bandarískir sérfræðingar frá Innflytjendastofnun Bandaríkjanna komu hingað til lands vegna nám- skeiðsins og sáu þeir um kennsluna í gær og fræddu þátttakendur með- al annars um hvernig þekkja má fölsuð skilríki. John Hughes, starfsmaður Inn- flytjendastofnunar Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn, sagði smygl á fólki hafa aukist til muna í Norður- Evrópu. Að hans sögn er það orðið arðbærara að smygla fólki á milli landa heldur en að smygla eitur- lyfjum. Hughes sagði smygl á fólki ekki vera eins algengt á íslandi og annars staðar í Norður-Evrópu og hrósaði hann íslenskum stjónvöld- um fyrir að grípa í taumana áður en smygl á fólki yrði að alvarlegu vandamáli sem erfitt væri að upp- ræta. Kristinn Ólafsson, sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, segir að fyrir misskilning hafi þeim láðst að sækja um leyfi fyrir neyðarblysunum. Mannlegum mis- tökum sé um að kenna og félögum í hjálparsveitinni þyki þessi at- burður mjög miður. Sá sem upp- haflega fékk verkefnið fór til út- landa og sá sem tók við taldi víst að leyfi lægju fyrir. Rétt fyrir klukkan fjögur á föstudaginn var skemmtiatriði á vegum Nóa-Síríuss stöðvað á Lækjatorgi. Skemmtidagskráin fólst í því að tveir landskunnir lyft- ingakappar buðu vegfarendum að reyna á krafta sína og hljóta að launum súkkulaði. Hjalti segir að framkvæmdastjóri miðborgar hafi tjáð honum að fyrirtækið þyrfti engin leyfi fyrir skemmtiatriðun- um á Lækjartorgi. Starfsmaður Nóa-Síríuss hafi einnig sagt lög- reglumanni, sem hafði verið tengil- iður hans vegna annarrar upp- ákomu á föstudaginn, af fyrirhugaðri skemmtidagskrá á Lækjartorgi og fengið þær upp- lýsingar að sá lögreglumaður myndi sjá um að útvega leyfi. Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir að markaðsstjóri Nóa-Síríuss hafi fengið rangar leiðbeiningar frá lögreglunni þegar hann spurðist fyrir um leyfi fyrir skemmtidag- skrá á Lækjartorgi. Af einhverjum ástæðum hafi beiðni hans ekki rat- að rétta boðleið innan embættisins. Að öðru leyti sé bannað að notast við hátalarakerfi á Lækjartorgi á skrifstofutíma Héraðsdóms og Stjórnarráðsins. Þegar kvörtun barst til lögreglunnar vegna háv- aða á Lækartorgi hafi hún stöðvað Grunnnám í Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun hefst 14. okt. 2000 Leiðþéinandi Thomas Attlee DO,MRO,RCST COLLEGE OF CRANIO-SACRAL THERAPY sími 699 8064/564 1803 www.simnet.is/cranio Þú verður fær um að dansa við 90% af öllum lögum sem leikin eru ö venjulegum dansleik eftir 6 tíma 44. starfsár ííimé&m Auðveldir og skemmtilegir. Bók fylgir með lýsingu á dánsunum 10 tíma námskeið Ásgeir, margfaldur Islandsmeistari, og Gummi kenna. Samkvæmisdansar - hamadansar Áratuga reynsla okkar og þekking tryggir þér bestu fáanlegu kennslu. 14 vikna námskeið fyrir fullorðna 14 vikna námskeið fyrir börn. Dansleikur i lokin. Freestyle Gömlu dansamir 10 tima námskeið og þú lærir ótrúlega mikið. Keponisdansar Erla Haraldsdóttir kennir. Salsa Dansinn sem fer sigurför um heiminn.___________ 10 tíma námskeið Svanhildur Sigurdardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir frábærir þjálfarar í keppnisdönsum. 14 vikna námskeið - Mæting lx, 2x eða 3x i viku Brúðarvalsmn Kenndur í einkatíma. Uaprifíunarttmar Einn tími á sunnudögum Einn dans tekinn fyrir í hvert skipti Dans ársim La Luna Taktu sporið—Frír danstími Hjón og einstaklingar ókeypis 1 kynningardanstími = ÓO mín. Kennt verður: 1 spor í s-amerískum dansi. 1 spor í standard dansi. Músík: Að kunna að dansa í takt við tónlist Innritun fer fram í síma 552 0345 milli kl. 15 og 22 daglega til 12. sept. Bðrn - Ókeypis kytmmaartimL Panta þarf tíma í síma 552 0345. Geymið augtýsinguna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.