Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI NEYTENDUR Póstþjónustan breytist hægt og sígandi SVIPAÐAR breytingar eiga sér nú stað í póstþjónustu hér á landi og í Svíþjóð, að sögn Einars Þorsteins- sonar, forstjóra Islandssíma. Mun- ur sé þó á hvernig að breytingunum sé staðið. Þær gerist hægt og síg- andi hér á landi en þeim sé ætlað að gerast hratt í Svíþjóð. Fyrirhugaðar breytingar á póst- þjónustunni í Svíþjóð felast í því að hinum 900 hefðbundnu póstafgreiðslustöðvum þar verður lokað og einfaldari stöðvar munu taka við. Jafnframt er áætlað að fjölga afgreiðslustöðvunum veru- lega, eða í a.m.k. 3.000. Gert er ráð fyrir að stöðvar verði m.a. staðsett- ar í matvörubúðum og bensínstöðv- um en að mun einfaldari þjónusta verði þar í boði en nú er. Að mati yfirmanna sænska Póstsins hefur fyrirhuguð breyting betri þjónustu í för með sér fyrir viðskiptavini. Svipað samstarf við sparisjóðina Einar segir að með þeim breyt- ingum sem fyrirhugðar séu í Sví- þjóð sé ekki verið að draga úr kjarna póstþjónustunnar, heldur sé Pósturinn þar að draga sig út úr því að sinna greiðsluþjónustu fyrir fjár- málastofnanir. Hann segir að sam- starf Islandspósts, t.d. við sparis- jóðina hér á landi, gangi á vissan hátt út á það sama og fyrirhugað sé í Svíþjóð. „Víða um land starfar ísl- andspóstur með sparisjóðum, og reyndar bönkum líka, á þann hátt að þar sem þessar stofnanir eru í sama húsi drögum við okkur út úr greiðsluþjónustu. Við erum með þessu að mæta breyttum tímum því greiðslumiðlunarþátturinn hjá ís- landspósti fer hratt minnkandi. Þá hefur einnig dregið verulega úr þjónustu okkar fyrir Landssímann. A þeim stöðum sem við höfum tekið upp samstarf við fjármálastofnanir erum við því að leita leiða til að við- halda okkar póstþjónustu í öðru rekstrarformi sem er hagkvæmara. Þess vegna er ýmislegt líkt með því sem er að gerast hér hjá okkur og í Svíþjóð." Póstþjónusta almennt að breytast Einar segir að það sé sammerkt með póstþjónustu nánast alls staðar að hið hefðbundna hlutverk póst- hússins sé jafnt og þétt að breytast. Þeim fækki stöðugt sem þurfí á af- greiðslu yfir afgreiðsluborð í póst- húsi að halda. Hlutverk pósthússins sé því að breytast og minnka. „Þá má geta þess að Islandspóstur keyrir sendingar orðið í töluverðum mæli heim til viðtakenda á stærri þéttbýlisstöðum um landið. Við segjum því að þær breytingar sem hafa verið að eiga sér stað og munu eiga sér stað gangi út á að viðhalda eða auka þjónustuna, en við erum hins vegar að aðlaga reksturinn verulega breyttu umhverfi.“ Gjöld fyrir GSM hér á landi hærri en fyrir UMTS í Svíþjóð í SÍÐUSTU viku rann út frestur til að sækja um leyfi til rekstrar þríðju kynslóðar farsímakerfisins, UMTS, í Svíþjóð. Tíu fyrirtæki og fyrirtækja- hópar sóttu um þau fjögur leyfi sem í boði eru. Sænska póst- og fjar- skiptastofnunin mun veita leyfin og munu þau félög sem hreppa þau greiða 12.000 evrur í sænska ríkis- sjóðinn, eða um 900 þúsund íslensk- ar krónur, fyrir leyfin, auk 0,15% af árlegri veltu. Gjöld sem íslensku fjarskiptafyr- irtækin, Landssíminn hf. og Tal hf., greiða í ríkissjóð fyrir GSM-far- símakerfin eru hærri en þau gjöld sem greidd verða fyrir þriðju kyn- slóðar farsímakerfin í Svíþjóð. Islensku fjarskiptafyrirtækin greiddu 15 milljónir króna við út- hlutun farsímaleyfa til Póst- og fjarskiptastofnunar hér á landi. Ár- lega greiða fyrirtækin 0,25% af veltu GSM-farsímakerfanna til stofnunar- innar. Þá greiða þau einnig ákveðið gjald af hverri talrás í radíóstöð. Landssíminn greiðir um 26 milljónir á ári Ólafur Þ. Stephensen, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála Landssímans, segir að áætluð velta farsímaþjónustu Landssímans á þessu ári verði um 4,8 milljarðar króna, sé tekið mið af veltunni á fyrri helmingi ársins. Þar í séu bæði GSM- og NMT-kerfin. Miðað við það gefur það 0,25% gjald sem Lands- síminn greiðir af veltu farsímakerfis- ins til Póst- og fjarskiptastofnunar um 12 milljónir króna á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun var fjöldi tal- rása sem Landssíminn hafði á síðast- liðnum áramótum samtals 4.141. Gjald fyrir hverja talrás er 3.300 krónur. Miðað við fjölda talrása á síðustu áramótum greiðir Landssím- inn um 14 milljónir króna á ári fyrir talrásir í radíóstöðvum. Heildargjöld Landssímans í ríkissjóð fyrir rekst- ur farsímakerfisins eru því samtals um 26 milljónir króna á ári. Ekki fengust upplýsingar hjá Tali hf. um veltu GSM-farsímakerfis fyr- irtækisins. Hafa má þó í huga að ný- lega var greint frá því að 50 þúsund- asti viðskiptavinur fyrirtækisins hefði tengst GSM-farsímakerfi þess. Viðskiptavinir Landssímans, sem tengdir eru GSM-farsímakerfi hans, eru um 125 þúsund. Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun var fjöldi tal- rása sem Tal hf. hafði um síðustu áramót samtals 1.472. Gjöld Tals hf. í ríkissjóð vegna talrása eru því um 5 milljónir króna á ári. --------------- Basisbank hefur starfsemi NETBANKINN Basisbank, sem hefur engin útibú önnur en hin raf- rænu,_ hóf starfsemi í Danmörku í gær. I fréttatilkynningu frá bankan- um segir að sú staðreynd að bankinn reki engin útibú þýði að hann geti boðið viðskiptavinum sínum hag- stæðustu vexti sem í boði séu. Þar fyrir utan greiði viðskiptavinir nær aldrei þóknun fyrir þjónustu bank- ans. Bankinn er alltaf opinn og þjón- ustufulltrúar hans svara í símann til klukkan tíu öll kvöld. Basisbank hefur í hyggju að hefja starfsemi víðar á Norðurlöndunum á næstu mánuðum, en að sögn Svan- bjöms Thoroddsen, framkvæmda- stjóra einkabankaþjónustu íslands- banka-FBA og stjórnarmanns í Basisbank, eru engin áform uppi um að hefja starfsemi hér á landi. Miklar breytingar í Galleri Sautján-húsinu Verslanirnar Eva og Gall- eri opnaðar á ný í október Morgunblaðið/Ásdís Skóverslunin hefúr verið flutt á sömu hæð og dömudeildin. VEGNA samruna NTC hf. og Evu ehf. á síðasta ári standa nú yfir breytingar hjá fyrirtækinu. Versl- unin Eva og verslunin Galleri hafa nú verið fluttar af Laugavegi 42 og munu opna á Laugavegi 91, í Galleri Sautján- húsinu, í byrjun október. „Framkvæmdir standa nú yfir og mun verslunin Eva verða opnuð þar sem skóverslunin var áður en um er að ræða 300 fermetra rými sem er í endurhönnun,“ segir Svava Johan- sen, eigandi NTC hf. „Ekkert hefur verið sparað til að gera þessa versl- un sem glæsilegasta og höfum við fengið breska arkitektinn Chris Wiezcycki til að vinna með okkur en hann er fær á sínu sviði.“ Skóverslunin hefur þegar verið flutt og opnuð á hæðinni þar sem dömudeildin er. Að sögn Svövu verða miklar breytingar gerðar á útliti verslunar- innar Evu, verslunin verður áfram stílhrein en fær nýtt útlit á nýrri öld. „Við verðum engu að síður með skemmtilega hluti sem minna á þessa fallegu og rótgrónu verslun sem var lengi staðsett á Laugavegi 42 en Marta Bjamadóttir hafði sér- stakt handbragð í versluninni. Hólmfríður Óskarsdóttir verður áfram verslunarstjóri á nýja staðn- um og ég veit að viðskiptavinir kunna vel að meta það.“ Meiri breidd í húsinu Vandaður og stflhreinn fatnaður fyrir konur verður áfram ein- kennandi fyrir verslunina Evu að sögn Svövu. „Við höldum öllum helstu merkjum okkar áfram eins og Nicole Farhi, DKNY, Gerard Darel, Virmani, Free Lance og Bassotto. Þá verða skemmtilegar nýjungar eins og Joseph sem nýtur vinsælda erlendis fyrir góða hönn- um og áhugaverð efni.“ Öll merldn sem eru seld í Evu eru í sérverslunum erlendis en það hef- ur verið að færast í vöxt síðustu ár að hátískufyrirtæki opni sínar sér- verslanir. „Sömu fyrirtæki bjóða upp á afmarkaða deild („consess- ion“) fyrir hvert merki í stærri verslunarhúsum líkt og verður í Evu. Það skemmtilega við þetta er að þama er auðvelt að máta fatnað frá mörgum merkjum á sama tíma.“ Verslunin Galleri, sem var einnig á Laugavegi 42, verður sett upp á dömuhæðinni á annarri hæð. Hún verður afmörkuð að sögn Svövu og kemur til með að halda utan um 4 merki; French Connection, DKNY jeans, Calvin Klein jeans og Diesel. „Þessi merki vinna öll mjög vel sam- an og em í svipuðum verðflokld. Húsnæðið að Laugavegi 91 er stórt og það verður gaman að sjá þessa nýju breidd í því.“ Aukið vöruúrval fyrir karlmenn Þá standa yfir breytingar á fyrstu hæðinni þar sem herradeildin er staðsett. „Verið er að opna búðina mikið, hún verður öll léttari og betra að sjá fötin áður en komið er að. Vömúr- valið þar er breitt; DKNY- herralín- an, Paul Smith, Van gils og 4 you hefur verið á boðstólnum en ýmsar nýjungar verða þai- einnig eins og French Connection. Þá verður skó- úrvalið aukið.“ I kjallaranum, sem er 200 fer- metrar, er hversdagsfatnaður eins og Diesel, Levis, Fila og fleira fyrir bæði kynin. Dömufatnaður í stórum stærðum Fleiri nýjungar em væntanlegar frá fyrirtækinu innan skamms. I byrjun október stendur tfl að opna Part Two verslun í Kringlunni þar sem Centmm var áður til húsa. „Part Two er sérlína frá In Wear sem er dömufatnaður í fallegum efnum á góðu verði og í stærri stærðum. Með þeirri verslun emm við að þjóna nýjum hópi viðskipa- vina. Hvað varðar verslunina Centmm þá er vörumerkjum hennar gerð góð skil í öðram verslunum okkar eins og In Wear og DKNY. Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvað verður um sjálfa verslunina." Verð á sykri hækkar um 5-12% NÝLEGA hækk- aði Nathan & 01- sen, umboðsaðili Dansukker á ís- landi, verð á öll- um sykurvömm um 5 til 12%. Að sögn Þor- steins Gunnars- Strásykur sonar, markaðs- Melis 2 kg. stjóra Nathan & Olsen, hafa hækkanir á heims- markaðsverði verið miklar undan- farna mánuði. „Aðalástæður þess- ara hækkana em að framboð af sykri hefur minnkað í heiminum samhliða aukinni eftirspurn. Þá hefur sterkur bandaríkjadollari áhrif, “ segir Þorsteinn og bætir við að strásykurinn hækki mest. 14% verðhækkun á SMA Gold þurrmjólk ar féllu niður á þeirri síðarnefndu sem kemur upp á móti hækkun á dollaranum.“ B-SUPER K Sérvalin bætiefni fyrír taugarnar ÉK náttúrulega! €ilsuhúsið Skólavörðustlg, Kringlunni & Smératorgi HINN 10. september mun SMA Gold þurrmjólk frá Austurbakka hækka um 14%. Að sögn Auðar Guðmundsdóttur, deildarstjóra dagvömdeildar Aust- urbakka, hefur þurrmjólkin verið á sama verði í tólf ár. „Astæða hækk- unarinnar er fyrst og fremst hækk- un á þurrmjólkinni erlendis og síð- an hefur bandaríkjadollar hækkað um tæp 11% á stuttum tíma.“ Að sögn Auðar er hér um að ræða þurrmjólkina SMA Gold. „Við emm með fleiri tegundir af þurrmjólk þar sem verðið stendur í stað eins og SMA Progress, fyrir böm eldri en sex mánaða, og Nur- soy-sojamjólkina, en ákveðnir toll-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.