Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 42

Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐFINNUR ÓLAFUR EINARSSON + Guðfínnur Ólaf- ur Einarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri í Bol- ungarvík, fæddist í Hnífsdal 17. október 1922. Hann Iést á Hrafn- istu í Hafnarfirði sunnudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar: Elísabet Hjaltadóttir húsmóð- ir og Einar Guðfínnsson útgerð- ar- maður í Bolung- arvík. Guðfínnur var elstur átta syst- kina sem öll lifa bróður sinn. Þau eru: Halldóra, gift Haraldi Ás- geirssyni; Hjalti, kvæntur Guð- rúnu Halldóru Jónsdóttur; Hildur, gift Benedikt Bjarnasyni; Jónatan, kvæntur Sigrúnu Oskarsdóttur; Guðmundur Páll, kvæntur Kri- stínu Marsellíusdóttur; Jón Frið- geir, kvæntur Margréti Kristjáns- dóttur; Pétur Guðni, kvæntur Helgu Aspelund. 17. apríl 1955 kvæntist Guðfinn- ur Maríu Kristínu Haraldsdóttur frá Sauðárkróki, f. 17. aprfl 1931. Foreldrar hennar voru Guðrún Ingi- björg Bjarnadóttir húsmóðir og Haraldur Júlíusson kaupmaður á Sauðárkróki. Bróðir Maríu er Bjarni, kaup- maður á Sauðárkróki, kvæntur Ásdísi Kri- stjánsdóttur. Börn þeirra Guð- finns og Maríu eru: 1) Einar Kristinn, al- þingismaður, búsettur í Bolungarvík, f. 2.12. 1955, kvæntur Sig- rúnu J. Þórisdóttur kennara. Börn þeirra eru Guð- finnur Ólafur og Sigrún María. Sonur Einars er Pétur. 2) Hara- ldur, sölustjóri, búsettur í Hafnar- firði, f. 25.11.1957, kvæntur Önnu Rós Bergsdóttur, kennara: Börn þeirra eru: María Kristín, Ingi- björg Huld og Ragnheiður Harpa. Sonur Haralds er Einar. 3) Guðrún Kristín, stjórnsýslufræðingur á heilbrigðissviði, búsett í Kópavogi, f. 8.7.1961. Guðfínnur lauk námi frá Verslunarskóla íslands árið 1941. Var lengst af frá þeim tíma og til ársins 1992 stjórnandi og fram- kvæmdastjóri í fyrirtækjum Ein- ars Guðfinnssonar í Bolungarvík. I stjórn Sölumiðstöðvar Hrað- frystishúsanna frá árinu 1961 til 1992. í stjórn Coldwater Seafood corp. í Bandaríkjunum frá 1962- 1992 þar af stjórnarformaður frá 1977. í stjórn Jökla hf. frá 1976 til 1988 þar af stjórnarformaður frá 1978. í stjórn Tryggingamið- stöðvarinnar hf frá 1965 til 1995. Þar af formaður frá 1977 til 1991. í stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur frá 1942 til 1995 og þar af formað- ur frá 1962 til 1995.1 stjórn Lífeyr- issjóðs Bolungarvíkur frá stofnun og um árabil. Varaformaður Sfld- arútvegsnefndar frá 1977-1979 og í stjórn Sfldarverksmiðja ríkisins um all mörg ár. f stjórn og um tíma stjórnarformaður Vélbátaábyrgð- arfélags Isfírðinga. Sat í áratugi í stjórn og samninganefndum Ut- vegsmannafélags Vestfjarða. Minningarathöfn um Guðfínn Einarsson var haldin í Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 2. sept- ember sl. Útför Guðfinns fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. borða ísinn flögraði stór fugl í kring- um hann og reyndi að taka ísinn af honum. Það var sama hvert afi fór, fuglinn elti hann. En afi gaf sig ekki heldur borðaði ísinn hratt og örugg- lega. Meira að segja eftir að afi veiktist og var kominn inn á Hrafn- istu, þá fór Guðfinnur stundum til hans með litra af ís og þeir nafnar kláruðu hann saman. Rætur afa voru fyrir vestan í Bol- ungarvík enda var hann uppalinn þar og vann þar alla sína starfsævi. Eftir að hann flutti suður vegna veikindanna dvaldi hugur hans fyrir vestan, við atvinnulífið, vinina og fjölskylduna. Afi var reyndar mjög ánægður með íbúðina sína í Hafnar- firði. Hann sýndi okkur stoltur út- sýnið af svölunum hjá sér og naut þess að fylgjast með umferð bát- anna. Óhveheittégunniþér- Allt hið besta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor afturglóðisólogvor og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. (Steinn Steinarr.) Elsku afi. Þú varst okkur sönn og góð fyrirmynd og veittir okkur mikla gleði og ánægju. Við eigum margar góðar og kærar minningar um þig og fyrir þær erum við þakklát. Guðfínnur Ólafur Einarsson og Sigrún María Einarsdóttir. Sásem eftir lifir deyrþeimsem deyr en hinn dáni lifir íhjartaogminni mannaerhans sakna. Þeireruhimnamir honumyfir. (Hannes Pét.) Góður maður er genginn þar sem Guðfinnur tengdafaðir minn var. % Ljúft er að minnast allra þeirra góðu stunda sem ég átti með honum. Tíminn er fugl sem flýgur svo hratt. Rúmlega tuttugu ár eru liðin síðan ég kynntist tengdaföður mín- um og fjölskyldu hans. Minningarn- ar hrannast upp. Eg, borgarbarnið, sem ekki hafði getað hugsað mér áð- ur búsetu annars staðar en á hinu svo kallaða Stór-Reykjavíkursvæði er allt í einu komin til Bolungarvík- ur. Allt er breytt, sjóndeildarhring- urinn stækkar og aðrar áherslur komnar inn í líf mitt. Atvinnulífið er blómlegt og mikill uppgangur. Lífið gengur út á það hvað bátamir eru að fiska og að næg vinna sé í landi. Stór og samhent fjölskylda tengdaföður míns lætur sér hag bæjarbúa miklu skipta. Fyrirtæki Einars Guðfinns- sonar eru máttarstólpar bæjarins. Tengdafaðir minn ásamt tveimur bræðra sinna stýrir fyrirtækjunum. Faðir þeirra, Einar Guðfinnsson, er heldur aldrei fjarri þótt árin séu far- in að færast yfir. Á þessum árum hafði Guðfinnur í mörg horn að líta. Það gefur að skilja að ærið starf hefur það verið að stjórna stóru fyrirtæki og sinna stjórnunarstörfum í ýmsum öðrum fyrirtækjum. Vinnudagurinn var því oft langur, ýmis erfið mál varð að leysa og hugurinn bundinn við það að allt gengi upp hinn næsta dag. Guðfinnur var vakinn og sofinn yfir að allt gengi sem best i Bolungarvík. " Hann var alinn upp við það að helga Bolungarvíkinni krafta sina. Þegar ég lít til baka til þessara ára stendur upp úr mannkostamaðurinn Guðfinnur Einarsson, einlægur, blíð- ur og laus við allan yfírgang. Það kom mér mjög á óvart að svo önnum kafínn maður skyldi ætíð gefa sér tíma til að sinna þeim sem til hans leituðu, háum sem lágum, ungum sem öldnum og í annan tíma hef ég ekki kynnst bambetri manni. Eg tók strax eftir því að börn löðuðust að honum og það eitt segir hvaða mann rfiann hafði að geyma. Guðfinnur var mikill fjölskyldu- maður og unni konu sinni og börnum heitt. Eftir að við tengdadæturnar bættumst við fengum við að njóta ástúðar hans í ríkum mæli. Sjaldan hef ég séð stoltari afa en þegar fyrsta bamabarnið hans, alnafni hans Guðfinnur Ólafur, leit dagsins .rfjós. Síðan bættust sex barnabörn við og öllum þeim var hann afar kær. Guðfinnur var afi í þess orðs bestu merkingu. Bamabörnin nutu þess að vera í návist hans og ætíð hafði afi tíma fyrir þau. Notalegt var að fá að sofa hjá ömmu og afa, láta þau dekra við sig og þegar þreytan helltist yfir hnippa í afa og fá hann til að lesa fýr- ir svefninn. Fyrir mig sem kem úr lítilli fjöl- skyldu var það ómetanlegt að kynn- ast svo stórri og samhentri fjöl- skyldu sem fjölskylda Einars Guð- finnssonar er. Mér eru minnisstæð jólaboð fjölskyldunnar á jóladag. Þá kom öll stórfjölskyldan í Bolungar- vík saman og gerði sér glaðan dag. Þá var tengdapabbi í essinu sínu með stóran barnaskara í kringum sig. Ekki sparaði hann sig við að ganga marga hringi i kringum jólatréð, lék og söng allt eftir því hvað textinn bauð upp á hverju sinni. Þá ljómaði Guðfinnur. En nú er hans fallegi tenórsöngur hljóðnaður. Tengdafaðh minn átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu ár. Sjúkdómurinn rændi þennan mikla mann þreki og gerði hann lít- inn og máttfarinn. Ekki vil ég láta hjá líða að minnast á tengdamóður mína í þessu sambandi. Hún stóð eins og klettur við hliðina á manni sínum í veikindastríði hans og reyndi af öllum mætti að gera honum lífið bærilegt. Sjaldan hef ég séð eins ást- ríkt samband og þeirra hjóna. Þegar erfiðleikarnir steðjuðu að kom það enn frekar í ljós. María var sannköll- uð hetja og við sem næst stóðum dáðumst að umhyggju hennar og dugnaði. I hvert sinn er ég heyri góðs manns getið kemur tengdafaðir minn upp í hugann. Ég er ríkari eftir að hafa kynnst hans hreinu sál og góðu eiginleikum. Nú er skarð fyrir skildi. Við bömin, tengdadætur og barnabörn söknum elskulegs föður, tengdaföður og afa. En mestur er missir Maríu, tengdamóður minnar. En öll erum við þakklát góðum Guði fyrir að binda enda á þjáningar hans. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Hvil í friði, kæri tengdafaðir. Sigrún J. Þórisdóttir. Elsku Guðfinnur minn. Ég sit hér og horfi á mynd af þér. Þú brosir á þessari mynd. Mikið varstu fallegur maður. Fallegur í víðtækri merkingu þess orðs. Hávaxinn, grannur og teinréttur. Alltaf vel klæddur. En þú hafðir líka svo fallegt hjarta. Þú gast glaðst innilega þegar vel gekk en tókst líka nærri þér þegar á móti blés. Börn áttu greiðan aðgang að hjarta þínu og gilti þá einu hvort það voru þín eigin bamaböm eða önnur börn. Þú gafst þeim athygli þína óskerta. Mér varstu góður tengdafaðir. Þú hvattir mig til dáða þegar ég leitaði til þín og varst óspar á hrós í minn garð. Dætrum mínum varst þú ynd- islegur afi og minningarnar em okk- ur dýrmætar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín tengdadóttir, Anna Rós. Ein af fyrstu minningum okkar um afa tengdust heimsóknunum á skrifstofuna hans í Bolungarvík. Hann gaf sér alltaf tíma fyrir okkur og skipti þá engu máli hversu upp- tekinn hann var. Þetta var dæmigert fyrir afa. Hann hafði alltaf nægan tíma fyrir okkur barnabörnin og öll börn löðuðust að honum. Afi var barnbesti maður sem við höfum þekkt, jafnt við okkur sem önnur börn. Við munum líka þegar afi var sendur upp til að svæfa okkur. Hann var kvöldsvæfur og bækurnar ekki alltaf svo spennandi fyrir fullorðið fólk. Það byrjaði að hægja á lestrin- um hjá honum og á endanum datt bókin á ennið á afa. Aldrei slapp hann þó svo auðveldlega, því við vöktum hann alltaf til að halda lestr- inum áfram. Alltaf tók afi þessu með þeirri ljúfmennsku sem einkenndi hann. Eftir að við byrjuðum í skóla fylgdist hann vel með hvernig námið gekk hjá okkur. Hann vildi að okkur gengi vel í skólanum. Við systkinin vorum mjög ung þegar afi byrjaði að kenna okkur að reikna. Stærðfræðin var hans uppáhald. Ymsan hugar- reikning lærðum við þannig, sem hefur komið okkur að góðum notum. Þá kom ósjaldan fyrir að lesturinn fyrir svefninn varð að víkja fyrir reikningi. Þótt veikindin sæktu á afa hin síðari ár gleymdi hann aldrei að spjorja okkur hvernig gengi í skólan- um. Hann var mjög stoltur af því að alnafni hans hefði ákveðið að feta í fótspor hans og fara í Verzlunarskól- ann. Afi okkar var sælkeri í meira lagi og þá sérstaklega þegar kom að ís. Þá gat hann borðað endalaust. Eins og þegar við vorum úti í Flórída. Við fórum í dýragarð og afi fékk sér ís. Allan tímann meðan afi var að Elsku afi. Við söknum þín mikið en um leið erum við þakklátar fyrir að nú geti þú hvílst í friði. Nú vitum við líka að þér líður vel. Við eigum margar góð- ar minningar frá því að við vorum yngri eins og þegar þú fórst með okkur í sund, kenndir okkur lög, last fyrir okkur á kvöldin og þegar þú fórst með okkur niður á bryggju í Bolungarvík. Svo fyrir þremur árum fluttuð þið amma hingað í Hafnarfjörðinn. Þar sagðir þú alltaf að þér liði vel. Þú varst svo ánægður með íbúðina ykk- ar ömmu við sjóinn. Það var gaman að geta komið til þín því þú varst svo góður vinur og afi. Okkur finnst líka gott að hafa verið hjá þér síðustu dagana þína. Þú, Guð mins lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. (M. Joch.) Þínar afastelpur, María Kristín, Ingibjörg Huld og Ragnheiður Harpa. Eftir einstaklega gott sumar hér vestur í Bolungarvík sjáum við nú fyrstu merki haustsins. Birtu bregð- ur fyrr, húmið sækir á. Brátt mun sumarskrúði náttúrunnar hopa fyrir litum haustsins, sem þrátt fyrir feg- urð sína marka á sinn hátt upphaf endalokanna. Þeir minna okkur á að allt hefur sinn tíma, sitt upphaf og sinn endi. Það var einnig farið að hausta í lífi föðurbróður míns, Guð- finns Einarssonar, síðustu árin. 111- vígur sjúkdómur sótti að honum og dró hann til dauða 27. ágúst sl. Með Guðfinni er genginn mikilhæfur at- hafnamaður. Alla starfsævi sína var hann í forystu fyrir útgerð og fisk- vinnslu fyrirtækja Einars Guðfinns- sonar, sem um áratugaskeið vonj burðarás heils byggðarlags. Hann átti þess ekki einungis kost að horfa á heimabæ sinn Bolungarvík, breyt- ast úr litlu sjávarþorpi í myndarleg- an kaupstað, heldur lék hann stórt hlutverk í þeirri íramfarasögu. Jafn- framt voru honum falin margvísleg trúnaðarstörf innan sjávarútvegsins. Hann sat um langa hríð í stjórn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og ýmissa dótturfyrirtækja og gegndi trúnaðarstörfum innan margra fé- laga og samtaka í vestfirskum sjáv- arútvegi. Þá sat Guðfinnur í stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur frá tví- tugsaldri og fram yfir sjötugt, eða í meira en hálfa öld, þar af sem for- maður síðasta aldarþriðjunginn. Ég man Guðfinn fyrst sem ungan mann, þá undir fertugu. Hann var óvenju hár maður, brosmildur og hlýr, en jafnframt alvörugefinn. Skrifstofuherbergið hans á gömlu skrifstofunni, sem þá var nýja skrif- stofan, var á milli herbergja afa og föður míns. Símarnir hringdu lát- laust og margir þurftu að ná tali af þeim feðgum. Þrátt fyrh- það annríki sem að sjálfsögðu íylgdi umsvifa- miklum rekstri, gaf Guðfinnur sér alltaf tíma til að tala við okkur krakkana. Mér eru minnisstæðar heimsóknir okkar til hans á skrif- stofuna. Þá sýndi hann okkur gjarn- an skipamyndir í erlendum blöðum, klippti þær út og gaf okkur. Þótt honum hafi eílaust oft fundist komur okkar tíðar, man ég aldrei eftir að hann vísaði okkur á bug, í mesta lagi bað hann okkur að mæta örlítið seinna. Guðfinnur hóf snemma að vinna með föður sínum, Einari Guð- finnssyni í ört vaxandi atvinnu- rekstri hans í Bolungarvík. Hann var sendur til náms í Verzlunarskóla Is- lands, sem títt var um drengi sem hasla vildu sér völl í viðskiptum á þeim tíma. Meðfram náminu þótti sjálfsagt að hann sæi um ýmis inn- kaup fyrir útgerðina og verslunina heima í Bolungarvík. Mörg skemmti- leg sendibréf hafa varðveist sem fóru á milli þeirra feðga á skólaái'um Guðfinns. Bréfin sýna að til mikils var ætlast af skólapiltinum sem þá var enn á táningsaldri. Þótt boðið hafi verið upp á framhaldsnám til stúdentsprófs í Verzlunarskólanum hefur það vart verið valkostur fyrir Guðfinn frænda. Hugurinn var heima í Bolungarvík og störfin köll- uðu. Ekki var síst þörf fyrir ungan mann með góða menntun í færslu bókhalds. Enda varð það hans hlut- skipti fyrstu árin eftir að námi lauk að handfæra bókhaldið fyrir atvinnu- reksturinn. Bókhaldsvinnan var að miklu leyti unnin um kvöld og helg- ar, þannig að vinnuvikan var oft löng. Atvinnureksturinn varð viðameiri með hverju árinu sem leið. Tveir af yngri bræðrum Guðfinns, Jónatan og Guðmundur Páll, komu til starfa við fyrirtækin, næg voru verkefnin. Fyrirtækin urðu stór og öflug, rekst- urinn var afar fjölþættur. Nýir bátar og síðar skip bættust í flotann. Frystihúsið var stækkað, rækju- verksmiðja var sett á laggirnar, byggð var síldarverksmiðja, ný verslun tók til starfa. Á síldaráran- um var rekin söltunarstöð á Siglu- firði í samvinnu við Skafta Stefáns- son og síðar var einnig rekin söltunarstöð á Seyðisfirði. Allt að átta bátar voru gerðir út á síld á veg- um fyrirtækjanna, þannig að umsvif- in vora ærin. Bolungarvík óx og dafnaði í takt við vöxt fyrirtækisins, þótt íbúum fækkaði víðast á Vest- fjörðum. Þeir voru fáir Bolvíking- arnir sem ekki komu einhverju sinni að starfi við fyrirtækin, á síðustu fjóram áratugum aldarinnar. Guðfinnur var framkvöðull. Dæmi um það er að eftir hran síldarstofns- ins ferðaðist hann um Bandaríkin ásamt Hjalta bróður sínum, sem var einn af framkvæmdastjóram S.H., til að kynna sér veiðar og verkun á skelfiski. Sú ferð varð kveikjan að því að Bolvíkingar hófu að nýta hörpudisk, og komu ýmsir í kjölfarið. Vinnslan stóð í þrjú ár en var hætt sökum skorts á vinnuafli. Jónatan faðir minn og Guðfinnur vora nánir samstarfsmenn við stjórnun fyrirtækjanna í tæp 50 ár. Mikil vinátta var á milli þeirra bræðra og reyndar fjölskyldunnai- allrar. Ég þekkti því Guðfinn vel allt frá barnæsku. Ég átti þess kost að vinna náið með þeim bræðrum í tæp fimmtán ár. Fyrstu árin var Einar afi jafnframt í fullu fjöri. Það var af- ar lærdómsríkur tími fyrir mig og ég kynntist Guðfinni með öðram hætti. Eftir að hafa unnið í áratugi við sjáv- arútveginn, hafði hann yfirgrips- mikla þekkingu, bæði á veiðum og vinnslu. Hann hafði ungur fengið mannaforráð. Hálfþrítugur fór hann fyrst til Siglufjarðar að sjá um síld- arkaup og útréttingar við nótaskip fyrirtækisins. Meðan síld var söltuð á Siglufirði, dvaldist Guðfinnur því langdvölum fyrir norðan. Aldurinn var heldur ekki hár, þegar hann samdi um smíði á fyrsta bátnum erlendis, en þeir samningar urðu nokkrir áður en yfir lauk. Guðfinnur bjó því að afar fjöl- þættri og langri reynslu. Sem fyrr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.