Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Romario með þrennu ROMARIO skoraði þrennu í endurkomu sinni í brasilíska landsliðið eftir tveggja ára hlé er Brasilía sigraði Bólivíu 5:0 á sunnudag. Wanderley Lux- emburgo, þjálfari liðsins, valdi Romario í liðið sökum mikillar pressu áhorfenda og vegna dræms gengis liðsins að und- anförnu. Luxemburgo hefur gengið fram- hjá Romario síðan hann tók við liðinu en var ljóst að tveir ósigrar í síðustu þremur leikjum undan- keppni HM kölluðu á breytingar - sérstaklega þar sem starf þjálfarans er í hættu. Leikurinn hófst í hellirigningu og ekki leit út fyrir að liðin byðu uppá markaregn. Á 12. mínútu skoraði Romario fyrsta mark sitt úr víta- spyrnu, Rivaldo bætti svo við öðru marki snemma í síðari hálfleik. Und- ir lokin fóru Brasilíumenn að spila af- slappaða knattspyrnu. Alex, Rivaldo FOLK ■ NORSKA handknattleiksliðið Stavanger Hándball, sem Sigurð- ur Gunnarsson þjálfar og Þröstur Helgason leikur með, lék tvo leiki gegn norskum liðum á æfíngamóti um helgina. Stavanger vann fyrri leikinn gegn Runar, 30:29, en seinni leiknum tapaði Stavanger fyrir Drammen, 31:25. Þröstur stóð sig vel í þessum leikjum og skoraði samtals 11 mörk. ■ KA varð um helgina Akureyrar- meistari í knattspymu karla þegar liðið hafði betur gegn grönnum sín- um í Þór, 1:0. Það var Colin Pluck sem skoraði sigurmark KA með skoti beint úr aukaspymu snemma leiks og þar við sat. Slobodan Milosevic, leikmanni KA, var vikið af leikvelli í seinni hálfleik fyrir að gefa leikmanni Þórs olnbogaskot en Þórsarar náðu ekki að færa sér liðsmuninn í nyt. ■ HRAFN Davíðsson, unglinga- landsliðsmaður úr Fylki, hélt út til Englands í morgun en enska úr- valsdeildarliðið Coventry bauð honum að koma út til æfínga með unglingaliði félagsins. Hrafn leikur í stöðu markvarðar og þykir mjög efnilegur. ■ FRONSKU liðin Lens og Bord- eaux náðu sér bæði í leikmenn áð- ur en félagaskiptafrestur fyrir meistaradeild Evrópu rann út á miðnætti í fyrrakvöld. Nenad Grozdic skrifaði undir fjögurra ára samning við Lens og á hann að styrkja miðju liðsins. Portúgalski landsliðsframherjinn Pauleta skrifaði undir við Bordeaux frá Deportivo La Coruna. ■ ARSENAL-maðurinn Kanu sagðist um helgina frekar vilja ein- beita sé að því að leika með Arsen- al og baðst því undan að leika með Nígeríu á Olympíuleikunum. ■ CHRISTIAN Ziege viðurkenndi í gær að það hefði verið algjör mar- tröð að losna frá Middlesbrough til að ganga í raðir Liverpool. Ziege þurfti að hóta Boro lögsókn því þeir vildu ekki lúta að klásúlu í samningi hans þar sem stóð að honum væri leyfílegt að yfirgefa félagið bærist tilboð í hann upp á meira en 660 milljónir. og Juninho fengu nóg pláss og Bóli- vía átti engin svör er Romario bætti við sínu öðru marki á 77. mínútu og þvi þriðja á 81., bæði eftir sendingar frá Vampeta. Marco Sandy skoraði síðan sjálfsmark fyrir Bólivíu og innsiglaði þar með 5:0 sigur Brasilíu. Brasilíumenn rannsakaðir vegna fjársvika Skuggi hefur fallið á sigur Brasilíu gegn Bólivíu á sunnudag þar sem verið er að rannsaka fimm leikmenn ásamt Wanderley Luxemburgo þjálfara vegna fjársvika. Luxemburgo hefur verið ákærður fyrir að falsa skjöl fyrir 30 árum svo að hann gæti leikið í neðri deildum á þeim tíma sem hann lék með Flam- engo og Botafogo. Svikin fólust í því að Luxemburgo lést vera 18 ára er hann var í raun 21 árs. Fyrir vikið gæti hann verið sendur í fangelsi í 3-5 ár eða gert að borga skuld upp á rúmar 800 milljónir króna. Fjármálaráðuneytið þar í landi rannsakar einnig hvort Ronaldo, Romario, Emerson, Paulo Nunes og Renato Gaucho hafi svikið stórar upphæðir undan skatti, segir brasi- líska blaðið Jornal do Brasil. Roma- rio sagði fyrir skömmu skilið við konu sína Monicu en lögfræðingar hennar segja að hann eigi meðal ann- ars eignir á nafni annars fólks. Fjögur félög eru einnig undir smá- sjánni hjá fjármálaráðuneytinu fyrir að gefa ekki upp til skatts söluverð leikmanna. Það eru félögin Flam- engo, Palmeiras, Sao Paulo og Cor- inthians sem gáfu ekki upp sölu á leikmönnunum Roberto Carlos, Edilson, Edmundo og Dida. Birmingham til Njarðvíkur NJARÐVIKINGAR hafa samið við bandaríska leikmanninn Brenton Birmingham og mun hann leika með liðinu á komandi leiktíð. Birmingham lék með Njarðvíkingum tímabilið 1998- 1999 og með Grindvíkingum á síðasta leiktímabili þar sem hann skoraði 32,1 stig að meðalatali og var valinn besti erlendi Ieikmað- ur deildarinnar. „Þetta var Iangbesti kosturinn fyrir okkur og Brenton hentar leikstíl liðsins mjög vel,“ sagði Friðrik Ragnarsson, annar þjálf- ara Njarðvíkur. „Brenton þekkir liðið vel og við vitum að hann er einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur leikið hér á landi. Einnig mun unglingastarf félags- ins njóta góðs af komu hans þar sem Brenton mun þjálfa yngri flokka Njarðvíkur," sagði Friðrik að lokum. Njarðvíkingar hafa einnig fengið danska landslið- smanninn, Jes Vincents Hansen, en hann var stigahæsti leikmaður danska liðsins á Norðurlandamót- inu sem fram fór í Reykjanesbæ í sumar. Athygli vekur að Jóhann- es Albert Kristbjörnsson sýndi góða takta er hann lék með Njarðvík á Hraðmóti Vals á dög- unum og annar reyndur leikmað- ur, Rúnar Árnason, æfir einnig með liðinu þessa dagana. Herbert Amarson til nýliða Vals HERBERT Arnarson hefur ákveðið að að leika undir stjórn Péturs Guðmundssonar í sameinuðu liði Vals og Fjölnis í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur. Herbert, sem er 28 ára og einn leikreyndasti leikmað- ur íslenska landsliðsins í körfu- knattlcik, lék á siðasta ti'mabili með atvinnumannaliði Donar Groningen frá Hollandi. Mikil óvissa var um áframhaldandi samning Herberts við liðið og ekki tókst að semja við önnur erlend lið sem sýnt höfðu áhuga. Brynjar Karl Sigurðs- son, fyrrverandi þjálfari og leikmaður ÍA, hefur tilkynnt félagaskipti í Val/Fjölni og á næstu dögum er von er á króatíska leikstjórnandanum Drazen Jozic og rúmlega 2 metra háum kanadískum fram- herja. Með komu áðurnefndra leikmanna er ljóst að nýliðarn- ir munu styrkjast töluvert frá því á Valsmótinu á dögunum. Brenton Birmingham klæðist á ný búningi Njarðvíkinga. 1 Peebles í Skallagrím m - Bush til Þórsara MIKIL hreyfíng hefur verið á fé- lagaskiptum körfuknattleiksleik- manna að undanförnu en frestur til að skipta um félag samdæg- urs rann út 1. september síðast- liðinn. Markverðustu tíðindin eru þau að Warren Peebles sem áður hef- ur leikið með Val og Grindavík hefur gert samning við Skalla- grím. Tveir rússneskir leimenn hafa einnig samið við Borgnes- ingana og eru það Andrei Krioni 26 ára og Evgeny Tomilovski 35 ára en báðir leikmennimir em tveggja metra háir framherjar. Þórsarar frá Akureyri hafa feng- ið til sín gamlan kunningja, Clift- on Bush, sem leikið hefur með Breiðabliki, Snæfelli og nú síðast með KFÍ á ísafírði. Hamar í Hveragerði fær góðan liðsstyrk en Bandarikjamaðurinn Chris Dade sem lék með Haukum að hluta á síðasta leiktímabili verð- ur með Hamarsmönnum í vetur. Gríski leikstjórnandinn Tony Pomones sem lék með Snæfell á síðasta tímabili verður með Tind- astól í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (05.09.2000)
https://timarit.is/issue/133244

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (05.09.2000)

Aðgerðir: