Morgunblaðið - 05.09.2000, Qupperneq 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Brynjar Björn Gunnarsson fékk að sjá reisupassann í Laugardalnum
■
Morgunblaðið/Sverrir
Vorum
allt of
varkárir
Ríkharður Daðason átti stóran
þátt í marki Eyjólfs Sverris-
sonar. Eftir aukaspyrnu Rúnars
Kristinssonar inn á
Eftir vítateig Dana stökk
Guðmund Ríkharður manna
Hilmarsson hæst og átti góðan
skalla að markinu sem virtist stefna í
netið. Peter Schmeichel markvörður
Dana gerði vel að verja en Eyjólfur
var eins og oft áður réttur maður á
réttum stað, náði frákastinu og skor-
aði framhjá Schmeichel.
„Ég átti nú von á því að ég fengi
hressilega á kjammann þama frá
Schmeichel þegar markið kom, af
því mér fannst boltinn svo innarlega
en hann hætti við. Ég náttúrulega
horfði ekki á hann en bjóst við því að
hann myndi taka mig út en ég varð
að vona að ég yrði á undan og við
fengum mark uppúr því,“ sagði Rík-
harður.
Þið náðuð ekki að nýta ykkur
þessa óskabyrjun?
„Nei, við gerðum það því miður
ekki. Það var allt í lagi að vera var-
kár í einhverjar mínútur eftir mark-
ið og detta til baka en mér fannst við
aldrei komast út úr því aftur. Við
lágum allt of aftarlega og fyrir vikið
gáfum við þeim tíma til að spila sinn
leik. Ég hafði það á tilfinningunni að
ef við hefðum komið hærra upp völl-
inn hefðu Danimir spilað ömggt og
langt fram og þar með hefðum við
komist inn í leikinn."
Voruð þiðþá ekki að spila það sem
fyrir ykkur var lagt?
„Jú. Við voram að spila 4:4:2 en við
féllum í þá gryfju að falla of mikið til
baka. Ég get vel skilið strákana í
vöminni að þeir skildu bakka. Þeir
voru með fljóta og leikna á móti sér
en ég hefði viljað sjá okkur sækja
meira fram á völlinn. Við gerðum
það gegn Svíum með góðum árangri.
Það var allt í lagi að fara í leikhléið
með 1:1 en síðan fengum við verstu
mögulegu byrjun sem hægt var að
hugsa sér. Eftir það náðum við ekki
að ógna þeim neitt verulega."
Hvaða skýringar hefur þú á að lið-
ið var ekki að spila betur. Voru of
miklar væntingar tilykkar?
„Nei, ég held að það sé ekki málið.
Danirnir era með mjög gott lið. Þeir
era öruggir á boltann og gátu haldið
honum lengi innan sinna raða en
þegar við unnum svo boltann af þeim
ætluðum við kannski að gera allt um
leið og reyna of erfíða hluti. Við verð-
um að kyngja því að sigur Dana var
verðskuldaður. Þeir vora einfaldlega
betri og ég óska þeim til hamingju.
Hvað okkar lið varðar þá verðum við
bara að þjappa okkur saman og læra
af þessum leik,“ sagði Ríkharður.
Franski dómarinn Stéphane Bre, sem átti dapran leik, er hér búinn að vísa Brynjari Birni Gunn-
arssyni, lengst til vinstri, af leikvelli. Pétur Hafliði Marteinsson, Rúnar Kristinsson og Ríkharður
Daðason eru ekki sáttir við ákvörðunina.
Fullkomlega
lögleg tækling
BRYNJAR Björn Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið hjá slök-
um, frönskum dómara um miðjan síðari háifleik en Brynjar hafði
þá betur í návígi við Jon Dahl Tomasson sem lá óvígur eftir.
Eg ætlaði ekki að trúa mínum eigin
augum þegar rauða spjaldið fór
á loft og þetta var fáranleg ákvörðun
hjá dómaranum. Ég fór fram fyrir
manninn og tók boltann af honum og
það má vera að ég hafi komið við leik-
manninn að einhverju leyti.
Þetta var fullkomlega lögleg tækl-
ing enda tók ég boltann en ekki mann-
inn og dómarinn átti ekki einu sinni að
flauta aukaspyrnu," sagði Brynjar við
Morgunblaðið eftir leikinn.
Leikurirm spilaðist ekki eins og þið
ætluðuð ykkur?
„Við voram að hlaupa mikið og elta
og náðum ekki að setja pressu á bolt-
ann nógu vel. Eftir markið féllum við
alltof aftarlega niður á völlinn með
vamarlínuna og með því gerðum við
þetta alltof erfitt fyrir okkur.“
Bæði mörkin sem þið fenguð á ykk-
ur voru frekar ódýr.
Það var grátlegt að fá annað mark
á sig og það var mikið heppnismark.
Þegar ég var að hreinsa þá skaut ég
boltanum í einn sóknarmann þeirra
og boltinn fór beint í netið. Fyrra
markið sá ég af bekknum. Vörnin
opnaðist illa og sóknarmaður Dan-
anna fékk nægt rými tii að athafna sig
og skjóta."
Var þetta ekki í heildina séð
sanngjarn sigur Dana?
„Það er erfitt að kyngja því að
segja að tap sé sanngjörn úrslit en í
dag voru þetta sanngjörn úrslit. Við
eigum að geta spilað miklu betur og
það var mikill munur á þessum leik af
okkar hálfu og leiknum gegn Svíum.
Það er auðvitað slæmt að tapa fyrsta
leik í svona keppni og það á heimavelli
en við verðum bara að taka okkur
saman í andlitinu fyrir næstu leiki,“
sagði Brynjar.
Naumur sigur Tékka
TÉKKAR unnu á laugardag
nauman sigur, 1:0, á Búlgaríu en
bæði þessi lið leika ásamt Islandi
í þriðja riðli undankeppni HM.
Karel Pborsky skoraði úr víta-
spyrnu 17 mínútum fyrir leikslok
eftir að hafa verið felldur í víta-
teignum af Georgi Markov.
Hinir reynslumiklu Tékkar
vora betri aðilinn allan leikinn en
náðu ekki að koma knettinum í
markið ýmist vegna mistaka
sóknarmanna fyrir framan mark-
ið eða stórkostlegrar markvörslu
Zdravko Zdravkovs. Zdravkov
varði meðal annars nokkrum
sinnum laglega frá hinum himin-
háa framherja Tékka, Jan Koll-
er.
Lið Búlgaríu byrjaði rólega í
leiknum og leikmenn virtust
smeykir en óx ásmegin er leið á
leikinn og fengu tvö ágætis
marktækifæri. Stoicho Mladen-
ov, þjálfari búlgarska liðsins,
sagði liðið enn ungt og þyrfti
meiri tíma til að sanna sig.
N-írar mörðu sigur
Rúmlega 8000 manns fylgdust
með leik N-fra og Möltu sem
endaði með 1:0 sigri N-íra á
laugardag í þriðja riðli HM. Phil
Gray sem kom inná sem vara-
maður á 61. mínútu skoraði tæp-
um tíu mínútum síðar en það var
hans fyrsta landsliðsmark eftir
tæplega fimm ára bið. George
Mallia hefði getað skorað
snemma fyrir Möltu en skaut
framhjá úr ákjósanlegu færi. N-
írar sýndu mikinn baráttuanda
strax frá byrjun en náðu ekki að
klára þau fjölmörgu marktæki-
færi sem þeir fengu.
Maltverjar neyddust til að
verja einu sinni á línu áður en yf-
ir lauk en það var ekki fyrr en á
70. mínútu sem varamaðurinn
Gray bjargaði N-írum frá
hneykslisjafntefli.