Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 B 3
MorgunDiaoio/Ami öæœrg
Fylkismaðurinn Gunnar Þór Pétursson og Eyjamaðurinn Tómas Ingi Tómasson kljást um knöttinn
í leik liðanna á dögunum. Þeir félagar mætast á nýjan leik í undanúrslitum bikarkeppninnar.
Teksl Fýlki að stöðva
sigurgöngu Eyjamanna?
FYRRI undanúrslitaleikurinn í
bikarkeppni karla í knattspyrnu
fer fram í kvöld en þá mætast í
Eyjum ÍBV og Fylkir og hefst
leikurinn á Hásteinsvelli klukk-
an 17.30. Fylkismenn hafa
aldrei komist í bikarúrslitaleik
og til þess að svo verði þurfa
þeir að yfirstíga ansi erfiða
hindrun. Það er heimavöllur
Eyjamanna en á honum hefur lið
ÍBV ekki tapað 36 leikjum í röð í
deild og bikar. Liðin hafa mæst
tvívegis í deildinni í sumar. Fylk-
ismenn gerðu góða ferð til Eyja í
fyrri umferðinni og náðu jafn-
tefli, 2:2, en í Árbænum höfðu
Eyjamenn betur, 3:2, sem er
eini tapleikur Fylkismanna á
heimavelli í sumar. Morgun-
blaðið fékk Loga Ólafsson,
þjálfara FH-inga, til að spá í
spilin fyrir leikinn, en lærisvein-
ar Loga verða í eldlínunni á
morgun þegar þeir sækja
Skagamenn heim í hinum und-
anúrslitaleiknum.
Iljósi þess að hafa ekki tapað á
fjórða tug leikja í röð á heimavelli
sínum og hafa verið á uppleið í síð-
uatu leikjum þá
Guðmundur hlJóta að
Hilmarsson vera sigurstrang-
skrífar legri aðilinn. Fylkis-
menn hafa hins veg-
ar sýnt það í sumar að þeir eru með
mjög gott lið og hafa náð að halda
mjög góðum dampi í nánast allt sum-
ar. Eg held að þetta verði gífurlega
mikill baráttuleikur og eiginlega er
alveg ómögulegt að spá um úrslitin.
Það kæmi mér ekki á óvart ef leikur-
inn færi í framlengingu og úrslitin
mundu jafnvel ráðast í vítaspyrnu-
keppni,“ sagði Logi.
Heldur þú að það sé meira hungur
í liði Eyjamanna að vinna bikarinn
þar sem þeir eiga kannski minnstan
möguleika toppliðanna þriggja í
deildinni á að verða íslandsmeistari?
„Já, það gæti haft áhrif en engu að
síður held ég að hungrið hljóti að
vera til staðar hjá báðum liðum. Það
eina sem gæti kannski fellt Fylkislið-
ið er reynsluleysi og að leikmenn
liðsins geti ekki einblínt á þennan
eina leik heldur séu með hugann við
eitthvað annað. Tölfræðilega séð
eiga Eyjamenn minnsta möguleik-
ann á að verða íslandsmeistarar og
því hljóta þeir að leggja mikla
áherslu á að vinna bikarinn. Það gæti
svo sem hjálpað þeim í þessum leik,“
sagði Logi.
Tómas Ingi og
Kjarlan klárir
Eyjamenn endurheimta tvo
sterka leikmenn í lið sitt fyrir leikinn
en þeir Tómas Ingi Tómasson og
Kjartan Antonsson hafa báðir náð
sér af meiðslum og eru klárir í slag-
inn.
„Það er góður hugur í mínum
mönnum. Við höfum búið okkur vel
undir mjög erfiðan leik og til þess að
vinna þennan leik verðum við að eiga
mjög góðan dag,“ sagði Kristinn R.
Jónsson, þjálfari ÍBV, við Morgun-
blaðið.
Kristinn spumingamerki
Hjá Fylkismönnum er framheij-
inn sterki, Kristinn Tómasson, eina
spumingamerkið. Kristinn hefur átt
við meiðsli að stríða í kálfa og það
skýrist ekki fyrr en í dag hvort-hann
getur leikið.
„Það er enginn beygur í okkur og
menn gera sér grein fyrir því að það
er til mikils að vinna. Ég veit það
manna best sjálfur að heimavöllur
ÍBV er gríðarlega erfiður og menn
þurfa að leggja mikið á sig ef sigur á
að vinnast," sagði Bjami Jóhanns-
son, þjálfari Fylkis, en sem kunnugt
er þjálfaði hann lið ÍBV með góðum
árangri áður en hann tók við Fylkis-
liðinu síðastliðið haust.
Grindavíkur-
stúlkur upp
GRINDAVÍKURSTÚLKUR
tryggðu sér um helgina sæti
á ný í efstu deild kvenna eft-
ir aðeins eins árs dvöl í
fyrstu deild. Grindavík
gerði 2:2 jafntefli við Þrótt á
Bessastaðavelli á sunnudag
en þar sem liðið var með
betri markatölu í úrslita-
keppninni en Þróttur komst
það rakleiðis upp. Fyrir
Grindavík skomðu Erna
Lind Rögnvaldsdóttir og
Bára Karlsdóttir og fyrir
Þrótt þær Anna Björg
Bjömsdóttir og Sigríður J.
Haraldsdóttir.
Þróltur leikur því við
Þór/KA um aukasæti í efstu
deild að ári og em leikdagar
enn óákveðnir.
KSI kvartar
viðFIFA
KNATTSPYRNUSAMBAND ís-
lands, KSI, sendi í gær til Alþjóða
knattspyrnusambandsins, FIFA,
mótmæli vegna brottrekstrar
Brynjars Bjöms Gunnarssonar í
landsleik íslands og Danmerkur sl.
laugardag. Komið hefur í ljós þegar
myndband frá leiknum er skoðað að
brottreksturinn var rangur þar sem
Brynjar kom aldrei við Jon Dahl
Tomasson, þótt sá síðarnefndi félli
við.
Geir Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri KSÍ, sagði að mótmælin hefðu
verið send í gær ásamt upptöku af
atvikinu. „Við óskum eftir því að
aganefnd FIFA skoði upptökuna og
dragi rauða spjaldið -til baka þannig
að Brynjar verði ekki í leikbanni í
næsta leik okkar í keppninni. Ég
fékk engin afgerandi viðbrögð hjá
FIFA í gær, en þar á bæ vilja menn
skoða málið,“ sagði Geir. Hann lét
þess jafnframt getið að ekki væm
mörg dæmi þess að rauð spjöld
væru dregin til baka. Þó vissi hann
af einu svipuðu atviki í leik í
Evrópukeppninni í fyrra en þá var
rautt spjald og leikbann fellt niður.
Tékkar
„njósnuðu“
TVEIR starfsmenn tékkneska
knattspymusambandsins komu til
íslands til að fylgjast með landsleikj-
um Islands og Danmerkur - leik
ungmennaliðanna í Hafnarfirði á
föstudag og leiknum á Laugardals-
vellinum á laugardag. Þeir höfðu nóg
að gera þar sem þeir vom með penna
og skrifblokkir og skráðu leikina nið-
ur. Islendingar mæta Tékkum í und-
ankeppni HM í Prag 7. október.
Gríndvíkingar fögnuðu
sínum fýrsta titli
GRINDVÍKINGAR tryggðu sér í gærkvöldi sigur í deildabikarkeppni
KSÍ þegar þeir lögðu Valsmenn, 4:0, í síðbúnum úrslitaleik sem
fram fór á Laugardalsvelli. Upphaflega stóð til að liðin lékju úrslita-
leikinn í vor en KSÍ ákvað að f resta honum og leika hann við betri
skilyrði nú í byrjun september. Titillinn sem Grindvíkingar tryggðu
sér í gærkvöldi er sárabót fyrir leikmenn Suðumesialiðsins sem á
endasprettinum misstu af lestinni í baráttunni um Islandsmeistara-
titlinn og vonbrigði leikmanna liðsins þegar þeirféllu út úr bikar-
keppninni með því að tapa fyrir Skagamönnum í vítapsyrnukeppni.
Það tók Grindvfidnga átta mínútur
að finna leiðina í net Valsmanna
en þá skoraði Sverrir Þór Sverrisson
gott mark eftir að
hafa tekið knöttinn
skemmtilega niður í
vítateig Vals. Fjór-
um mínútum síðar
voru Valsmenn nálægt því að jafna
Guomundur
Hilmarsson
skrifar
metin þegar Kristinn Lárusson átti
hörkuskalla í slá eftir glæsilega fyrir-
gjöf Amórs Guðjohnsen. Grindvík-
ingar hertu smátt og smátt tökin og á
35. mínútu bætti Goran Lukic við
öðru marki eftir góðan undirbúning
Sverris Þórs. Skömmu áður fékk Óli
Stefán Flóventsson upplagt færi en
Hjörvar Hafliðason, markvörður
Vals, bjargaði með góðu úthlaupi. í
síðari hálfleik bættu Grindvfldngar
svo við tveimur mörkum. Sinisa Kek-
ic skoraði þriðja markið á 66. mínútu
með skalla eftir góða fyrirgjöf Ólafs
Amar Bjamasonar og Ölafur skoraði
svo sjálfur fjórða og síðasta markið á
89. mínútu með þrumuskoti eftir þrí-
hymingaspil við Goran Lukic.
Grindvfldngar léku eins og þeir
sem valdið hafa og unnu mjög verð-
skuldaðan sigur í leik sem var frekar
á rólegu nótunum. Milan Stefán Jan-
kovic, þjálfari Grindvfldnga, gerði
breytingar á liði sínu fyrir leikinn.
Hann byrjaði með Sinisa Kekic,
Scott Ramsey og Guðjón fyrirliða As-
mundsson á bekknum enda taka þeir
allir út bann í næsta leik sem er gegn
Fylki á íslandsmótinu. Þetta kom
ekki að sök því þeir leikmenn sem
tóku stöður þeirra leystu þær vel af
hendi. Enginn efast um að lið Grind-
vfldnga er geysisterkt og ef rétt verð-
ur haldið á spöðunum á þeim bæ má
búast við að þeir gulklæddu geri
harða atlögu að stærri bikurum en
þessum á næstu leiktíð.
Valsmenn léku oft ágætlega úti á
vellinum, einkum í fyrri hálfleik, en
þegar þeir nálguðust vítateig Grind-
vfldnga mnnu sóknimar oftast út í
sandinn. Leikmenn Vals bám full-
mikla virðingu fyrir mótherjum sín-
um og ef marka má leik Hlíðarenda-
pilta í þessum leik þarf liðið að fá
talsverðan liðsstyrk fyrir baráttuna i
efstu deild á næstu leiktíð.
Fylkismenn fjölmenna til Eyja
STUÐNINGSMENN Fylkis ætla
að fjölmenna til Vestmannaeyja í
dag og hvctja sína menn í bikar-
leiknum gegn IB V sem fram fer á
Hásteinsvelli. Áætlað er að fjöldi
stuðningsmanna Árbæjarliðsins
verði á bilinu 200-300.
Verði ekki flugfært til Eyja
fyrir hádegi í dag fara Fylkis-
menn ásamt dómurunum tfl Eyja
sjóleiðina með Heijólfi og leikn-
um verður þá frestað til morguns.