Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Batahorfur góð-
ar hja Hauki Inga
HAUKUR Ingi Guðnason, knatt-
spyrnumaður, sem meiddist illa
á læri í leik með KR-ingum
gegn Grindvíkingum á dögun-
um verður að hvfla næstu 5-7
vikurnar.
„Læknarnir voru nokkuð
ánægðir með batann hjá mér og
batahorfurnar eru góðar. Það
er búið að leysast nokkuð vel Ur
blóðpokunum og kekkjunum en
vöðvinn er rifinn á nokkrum
stöðum. Ég var auðvitað hrædd-
ur um að ég þyrfti að gangast
undir aðgerð en sem betur fer
þarf ég þess ekki. Nú tekur við
að byggja vöðvann upp og passa
að fara ekki of fljótt af stað,“
sagði Haukur Ingi við Morgun-
blaðið í gær en hann var þá
nýkominn Ur læknisskoðun.
Haukur Ingi á eitt ár eftir af
samningi sínum við Liverpool
en leigusamningur KR við
Liverpool lýkur þann 24. sept-
ember.
„Ég spila eðlilega ekki meira
með KR f sumar þannig að ég
fer líklega bráðum að koma
mér út til Englands. Ég á að
vísu eftir að ræða við KR og
Liverpool um þau mál,“ sagði
Haukur Ingi.
Helgi fer aftur til
Peterborough
Helgi Valur Daníelsson knatt-
spymumaður, sem svo sannar-
lega hefur slegið í gegn með Fylkis-
mönnum í sumar fær ekkert frí þegar
tímabilinu hér heima lýkur í haust.
Helgi hefur verið á leigusamningi
hjá Fylki í sumar, en hann er samn-
ingsbundinn enska 2. deildarliðinu
Peterborough og skrifaði í vor undir
nýjan þriggja ára samning við félag-
ið. Helgi mun því halda til Englands
um leið og Fylkismenn hafa lokið
tímabilinu.
„Ég mun auðvitað reyna að kom-
ast í liðið hjá Peterborough en ég veit
að það verður ekki létt þar sem tíma-
bihð er byrjað á Englandi. Ég veit
svo ekki alveg hvar ég stend gagn-
vart liðinu. Fyrst félagið leyfði mér
að spila hér heima í allt sumar þá seg-
ir það manni að ég er kannski alveg
inni í myndinni hjá knattspymustjór-
anum. Ég á þrjú ár eftir af samning-
num en ég neita því ekki að ég hef
áhuga á að skoða eitthvað annað,“
sagði Helgi Valur við Morgunblaðið
þar sem hann var staddur á Flughót-
elinu í Keflavík ásamt félögum sínum
í U-21 árs landsliðinu sem mætir
Dönum í Kaplakrika á morgun.
Morgunblaðið/Asdís
Stúlkurnar í Breiðablik fögnuðu meistaratitlinum vel og innilega í Garðabæ, eftir sigurinn á Stjörnunni.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
< JÖRUNDUR Áki Sveinsson,
þjálfari Breiðabliks, var í
sjöunda himni þegar Morgun-
blaðið náði tali af honum
skömmu eftir að Blikar höfðu
tryggt sér íslandsmeistaratitil-
inn. „Ég er geysilegar stoltur
af mínum stelpum og þær eiga
þennan titil svo sannarlega
skilinn. Ég vissi það að þetta
yrði mjög erfitt tímabil. Við
áttum erfiða leiki snemma í
fyrri umferðinni.
Þegar við töpuðum fyrir KR vor-
um við staðráðin í að vinna
hvern einasta leik sem eftir var og við
yrðum að gera það til
þess að vera í þessari
stöðu í dag. Það tókst
næstum því. Við
gerðum jafntefli
gegn ÍBV í Eyjum en frá því við unn-
um KR í vesturbænum var þetta
komið í okkar hendur. Það var lykil-
inn að þessum titli og eftir þann sigur
þurftum við ekki að stóla á nein önn-
ur lið heldur en okkur sjálf,“ sagði
JörundurÁki.
Var ekkert erfítt að undirbúa
stelpumar fyrir þennan leik?
,ÁlIs ekki. Ég sem gamall Stjömu-
maður vissi að þetta yrði mjög erfíð-
. ur leikur. Stjarnan fékk skell í síð-
asta heimaleik sínum og liðið ætlaði
ekki að láta það gerast aftur. Við
fengum hetjulega mótspyrau frá
Stjömustelpunum og þurftum virki-
lega að hafa fyrir þessum sigri. Við
lögðum upp með það að reyna að
koma marki á þær sem fyrst. Það
tókst og auðvitað létti það pressunni
> af stelpunum.“
Stoltur af
stelpunum
Petta er búið að skemmtilegt Is-
kindsmót?
„Deildin er búin að vera mjög
skemmtileg. Hún var virkilega
spennandi og gaman að sjá að
breiddin er að aukast í kvennaboltan-
um. Það er gaman þegar mótið er að
ráðast í síðustu umferðinni og ég er
bjartsýnn fyrir hönd kvennaknatt-
spyraunnar hér á landi.“
Hvað tekur við hjá þér eftir tíma-
bilið?
„Tímabilið er ekki alveg búið. Við
eigum eftir stórleik gegn KR í úr-
slitaleik bikarkeppninnar og að sjálf-
sögðu stefnum við að sigri í þeim leik.
Ég er ennþá starfandi hjá Breiða-
bliki. Samningur minn við félagið er
að renna út svo skoða ég bara stöð-
una þegar tímabilið er búið,“ sagði
Jörundur.
Þakka þetta mikilli breidd
Margrét Ólafsdóttir hefur verið
lykilleikmaður í liði Breiðabliks mörg
undanfarin ár en hún er einn fárra
leikmanna í liðinu sem varð meistari
síðast með liðinu fyrir þremur árum.
„Það var tími til kominn að ná bik-
amum aftur í Kópavoginn. Ég þakka
þennan titil þeirri miklu breidd sem
er hjá okkur. Þó svo að við höfum
misst þrjár stelpur til útlanda fyrir
skömmu kom bara maður í manns
stað. Það var svolítið stress í okkur
fyrir þennan leik en það var mikill
léttir að ná að skora í byrjun leiksins.
Eftir það var þetta eiginlega aldrei í
hættu. Ég mundi segja að við höfum
stigið stórt skref í átt að þessum titli
þegar við unnum KR i vesturbænum
og við lögðum þann leik upp sem úr-
slitaleik mótsins. Nú er þetta að baki
og næsta verkefni er bikarúrslita-
leikurinn gegn KR. Þar ætlum við að
undirstika hvaða lið er best á land-
inu,“ sagði Margrét Ólafsdóttir.
Fyrsti titillinn
„Ég er alveg í skýjunum, enda er
þetta í fyrsta skipti sem ég verð ís-
landsmeistari. Þetta var erfiður leik-
ur. Stjörnustelpurnar börðust vel og
gáfu okkúr aldrei írið. Ég þakka
þennan titil góðri liðsheild. Við höf-
um náð mjög vel saman í sumar og
höfum uppskorið eftir því. Það var
auðvitað gaman að skora markið sem
réð úrslitunum. Það kom mér á óvart
að boltihn skyldi fara inn en að sama
skapi var það mjög ánægjulegt,"
sagði hinn skæða Rakel Ögmunds-
dóttir sem skoraði sigurmarkið með
glæsilegu skoti. í fagnaðarlátunum
sýndi Rakel bol undir keppnistreyj-
unni sem á stóð „I love Jesus“.
Lét plata mig
Sigfríður Sophusdóttir stóð á milli
stanganna í marki Breiðabliks þrjár
síðustu umferðimar en hún var köll-
uð til leiks þegar Þóra B. Helgadóttir
hélt til Bandaríkjanna. Sigfríður
lagði skóna á hilluna fyrir tveimur ár-
um en hún var í sigursælu liði Blika
áður en KR-ingar tóku við hlutverki
Breiðabliks sem besta lið landsins.
„Ég var búin að leggja skóna á hill-
una fyrir tveimur árum og ég ætlaði
aldrei að koma aftur í boltann. Ein-
hverra hluta vegna lét ég plata mig
en auðvitað er gaman að bæta einum
íslandsmeistaratitli í safnið. Þetta
átti reyndar ekki að vera nema einn
leikur en nú eru þeir orðnir þrír og
verða kannski fleiri. Ég hef varla
hreyft mig í þijú ár og auðvitað er ég
svolítið ryðguð. Ég hef hins vegar
ekki miklar áhyggjur því ég er með
öflugan vamarmúr fyrir framan mig.
Síðasti deildarleikur Sigrúnar
SIGRIJN Óttarsdóttir, fyrirliði
Breiðabliks, lék sinn sfðasta
deildarleik fyrir Breiðablik þeg-
ar liðið tryggði sér íslan-
dsmeistaratitilinn með því að
sigra Stjörnuna, 1:0. Sigrún hef-
ur verið fyrirliði Breiðabliks all-
ar götur síðan 1991 en þetta var
sjötti íslandsmeistaratitill henn-
ar með félaginu en hún varð fs-
landsmeistari, 1991, 1992, 1994,
1995, 1996 og 2000.
Sigrún lýkur svo ferlinum
þegar hún leiðir Iið sitt til Ieiks
í úrslitaleik bikarkeppninnar en
Breiðablik og KR eigast við í úr-
slitaieik 17. september nk.