Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 5

Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 B 5 Atli Eðvaldsson segir að íslendingar séu ekki vanir að hafa forystu „AUÐVITAÐ er erfitt að sætta sig við tap, ekki síst fyrsta tapið sem landsliðsþjálfari,“ sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu, eftir leikinn við Dani á laugardags- kvöldið. „Það sem gerir þetta allt mikið verra er að við náðum okkur aldrei á strik. Það var mikil spenna í mönnum og tiíhlökkun vegna leiksins. Af þeim sökum var sem mennnæðu aldrei að sýná sitt rétta andiit. Auk þess feng- um við sannkallaða draumabyrjun með marki snemma. Allt átti að hjálpast að til þess að gera þennan leik sem bestan en af því varð ekki. Frá mínum bæjardyrum séð er ástæðan sú að strax og við skorum kemur upp léttir, menn segja; við erum komnir yfir og því meg- um við ekki tapa niður. Fyrir vikið bökkuðum við alltof mikið, meira að segja inn á okkar eigin vítateig með vindinn í bakið. Það mátti ekki gerast. I síðari hálfleik vorum við mun framar,11 sagði Atli og var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna. Morgunblaðið/Arnaldur Atli segir að þrátt fyrir aukna reynslu landsliðsmanna séu þeir ekki vanir því að hafa forystu, vera með frum- Eftir kvæði í leikjum tvar gegn þjóðum sem Benediktsson fyrirfram eru taldar sterkari. Það hafí svo sannarlega komið liðinu í koll að þessu sinni. „Því miður kom upp sú hugsun; við megum ekki tapa því sem við höfum náð. Þá um leið misstu menn einbeitingu og aga og fara út úr stöðum sínum og hlutverki. Um leið töpum við þolin- mæðinni og Danirnir jafna verð- skuldað, það má segja að mark þeirra hafi legið í loftinu um tíma þegar það kom,“ segir Atli og seg- ir jafnframt að markið hafi verið dæmi um einbeitingarleysið. „Varnarmaður gleymir sér, er ekki í sinni stöðu, danski sóknarmaður- inn kemur á blindu hliðina og voð- inn var vís. Þetta gerðist meðal annars sökum þess að við vorum of aftarlega á vellinum." Eftir þennan slaka fyrri hálfleik, hvað sagðir þú við menn í hálfleik? „Við verðum að fara framar á völlinn og hætta að láta teyma okkur út úr stöðunum. Við megum ekki vera í návígum rétt fyrir framan teig eða á teignum. Allir þurfa að fara framar. Þá sagði ég mönnum að auka þyrfti vinnuna á miðjunni og vera agaðri. En fyrst og fremst fara framar á völlinn. Strax í byrjun síðari hálfleiks fá- um við á okkur klaufalegt mark. Nokkru síðar freista ég þess að fríska upp á liðið með tveimur skiptingum. Því miður fékk lítið að reyna á þær því skömmu eftir var Brynjari Birni Gunnarssyni vikið af leikvelli, afar óverðskuldað að mínu mati auk þess sem það voru margar líkar tæklingar í leiknum án þess að nokkuð væri við þeim sagt. Vopnin voru semsagt slegin úr höndum okkar og þar með viss- um við að framhaldið yrði erfitt. Þegar við vorum orðnir einum færri var eins og menn bitu í skjaldarrendurnar, börðust meira og betur en áður, á sama tíma fengum við tækifæri, en svo sann- arlega voru tækifærin einnig Danamegin." Var ef til vill slæmt að skora svo snemma leiks? „Það má segja það. Þá um leið kom upp hræðsla að tapa fengnum hlut. Þar með fór jafnvægið úr lið- inu um leið. Þetta er atriði sem við getum og verðum að laga. Menn verða að kunna að hafa forystu í stórleikjum og venja sig við þá hugsun að sú staða geti komið upp alveg eins og hitt að við séum und- ir. Það kom líka greinilega í ljós að um leið og við vorum komnir undir var eins og menn fyndu blóðbragð- ið á ný. Þetta sama bragð verða menn einnig að finna þegar þeir hafa frumkvæðið og forystuna." Miðjuleikmennirnir ná sér alls ekki á strik í leiknum og þar af leiðandi verður sóknarleikurinn allur bitlausari. Hvernig stóð á því? „Miðjan týnist einfaldlega, hún verður algjörlega óvirk. Menn fundu ekki hver annan og fyrir vikið var mikið um röng hlaup og ranglega tímasett. Það verður til þess að það verður ekki neitt úr neinu. Þá vorum við alltaf á sama hraðanum, okkur tókst aldrei að sprengja upp leikinn. Hraðabreyt- ingarnar voru ekki fyrir hendi.“ Atli sagði ennfremur að það hafi verið vitað fyrirfram að danska lið- ið væri tæknilega gott og mikið fyrir að halda knettinum innan liðsins, reyna aðeins að „svæfa" andstæðinginn. Á vissan hátt hafi það tekist, en slíkt hafi ekki þurft að koma á óvart. „Við vissum hvernig þeim líkar best að leika og vorum undir það búnir en tókst ekki að svara þeim. Fyrir utan síðustu tíu mínúturn- ar áttu Danir ekkert fleiri færi en við. Þeir héldu boltanum meira, en það kom ekkert út úr því að ráði.“ Ekki horn fyrr en f síðari hálfleik Að mati Atla segir það meira en mörg orð um hversu varfærnisleg- ir íslensku leikmennirnir voru að þeim tekst vart að vinna auka- spyrnu í fyrri hálfleik eftii að hafa komist yfir og þá hafi þeir ekki fengið hornspyrnu fyrr en í síðari hálfleik. „Við vorum alltaf varkárir undan golunni, við áttum að vera ennþá ákveðnari. í stað þess að láta kné fylgja kviði í stöðunni 1:0 lögðumst við í vörn eins aftarlega á vellinum og mögulegt var.“ Ertu sammála því að alltof margir leikmenn íslenska liðsins hafi ekki náð sér á strik, ekki tek- ist að leika eins vel og þeim er mögulegt? „Undir það get ég tekið. Hjá okkur verða allir leikmenn að ná toppleik til þess að vinna leik sem þennan. Hver einasti maður verð- ur að leggja sig fullkomlega fram, gerist það ekki verður niðurstaðan þessi.“ Voru of miklar væntingar gerðar fyrir leikinn? „Nei, alls ekki. Það er alls ekki til of mikils ætlast að vinna Dani, síður en svo og við eig- um eftir að vinna þá áður en langt um líður. Væntingar fyrir leikinn voru ekki of miklar. Okkur langaði til þess að vinna, við vildum vinna. Þeir þurftu hins vegar að vinna og þarna er stórmunur á. Staðan var síðan orðin sú að okkur fannst við verða að vinna, þar lá villan hjá okkur, við urðum ekki að vinna, enginn neyddi okkur til þess, held- ur áttum við að vinna af því okkur langaði til þess, ekki vegna neins annars. Menn þurfa bara að venja sig við þessa stemmningu.“ (SrLWÍg Firma- og hópakeppni Stjörnunnar árið 2000 $ Firma- og hópakeppni Stjörnunnar í knattspyrnu verður haldin laugardaginn 9.9.2000. Keppnin fer fram á grasvelli Stjörnunnar við Ásgarð. Keppnin hefst kl. 9.00 og líkur um 17.00. Spilað verður í 6 manna liðum með markmanni. Spiluð verður riðlakeppni og tvö efstu liðin úr hverjum riðli taka þátt í úrslitakeppni. Leikmenn úr liðum í Landssímadeild og 1. deild karla eru ekki gjaldgengir í þessa firma- og hópakeppni. I.verðlaun: Ferðavinningur að verðmæti 150.000,-kr auk 6 kassa af bjór og 10 pizzur í boði Pizzunar Garðabæ. 2. verðlaun: Glæsilegir vinningar frá Puma umboðinu og 3 kassar af bjór og 10 pizzur. 3. verðlaun: Glæsilegir vinningar frá Puma umboðinu og 10 pizzur. Skráning og nánari upplýsingar í síma 565 6860 eða senda tölvupóst á roggi@umfstjarnan.is Þátttökugjald er kr. 15.000,- og greiðist áður en keppni hefst. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 31.8.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.