Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 16
n
I
m|
t A
Vlggó Sigurðsson stjórnaði Haukum í fyrsta sinn á leikvelli gegn belgísku meisturunum.
Morgunblaðið/Ásdís
Haukamir vom
sjálfum sér verstir
HAUKAR voru sjálfum sér verstir er þeir mættu belgíska liðinu
Eynatten í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á
heimavelli á sunnudaginn. Lokatölur, 22:18, fyrir Hauka en sigur-
inn hefði hæglega geta og átt að vera mun stærri þar sem veru-
legur getumunur erá liðunum. Mestu munaði að leikmenn Hauka
fóru afar illa að ráði sínu í fjölmörgum opnum færum auk þess
sem fimm vítaköst fóru í súginn. Haukar höfðu alla burði til þess
að vinna leikinn með 10 til 12 marka mun og fara afslappaðir í
síðari leikinn eftir viku ytra. Þess í stað er Ijóst að erfiður róður er
fyrir höndum hjá íslandsmeisturunum.
Belgískur handknattleikur hefur
aldrei verið hátt skrifaður á al-
þjóðlegan mælikvarða og víst er að
þeir sem sáu leik-
jvgr inn í íþróttahúsinu
Benediktsson við Strandgötu vita
skrifar að það er engin bá-
bilja. Sóknarleikur
Eynatten var fábreyttur og borinn
uppi af þremur leikmönnum sem
ekki geta talist nema miðlungsmenn
í íþróttinni. Eini ljósi punkturinn í
liði Belga var markvörðurinn, Gerr-
it Stavats, sem ku vera Hollending-
ur. Sá kann sitt fag svo sannarlega
og reyndist leikmönnum Hauka
óþægur ljár í þúfu. Hann varði flest
þeirra opnu færa sem Haukarnir
fengu í leiknum, en reyndist hins
vegar eiga mun erfiðara með að
verjast langskotum.
Haukar lentu í nokkru basli með
að hrista gestina af sér og rétt fyrir
miðjan fyrri hálfleik skildi aðeins
eitt mark liðin að, 6:5, Haukum í vil.
Vörn Hauka var allgóð, liðið lék
framliggjandi vörn og áttu Belgarn-
ir fáa ása upp í erminni til þess að
svara henni. Ef ekki hefði komið til
klaufaskapur Hauka í opnum fær-
um og stórbrotin markvarsla Stav-
ats í marki Eynatten, hefðu leiðir
skilið mun fyrr. Meðal annars brást
Haukum bogalistin í fjórum víta-
köstum sínum í fyrri hálfleik. Mest-
ur var munurinn fimm mörk, 11:6,
þegar hálf sjöunda mínúta var til
leikhlés. í hálfleik skakkaði fjórum
mörkum, 12:8, Haukum í vil.
Síðari hálfleikur leið áfram eins
og sá fyrri án þess þó að Haukum
lánaðist að hrista gestina hressilega
af sér, eins og þeir höfðu þó alla
burði til. Náðu þeir sex marka for-
skoti í tvígang, 18:12 og 20:14, en
undir lokin klóruðu leikmenn Eyn-
atten í bakkann og minnkuðu mun-
inn í fjögur mörk, 22:18.
Segja verður eins og er að leikur-
inn var ekkert sérlega vel leikinn en
taka verður þó tillit til þess að hand-
knattleiksvertíðin er vart hafin og
liðið því vart komin í leikæfingu þótt
leikmenn séu all vel á sig komnir að
öðru leyti. Haukaliðið verður ekki
dæmt af þessum leik, en víst er að
það fór illa að ráði sínu í þessum leik
og gerðu sér óþarflega erfitt fyrir
með því að nýta ekki yfirburði sína.
„Frammistaða okkar var ekki
nægilega góð,“ sagði Viggó Sigurðs-
son, sem þarna stýrði Haukum í
fyrsta sinn í opinberum leik eftir að
hann tók við liðinu í sumar. „Við lék-
um all vel úti á leikvellinum og vörn-
in var sterk, en það nægir ekki þar
sem við brenndum líklega af um
tuttugu dauðafærum auk þess sem
fimm vítaköst fóru út um þúfur. Við
fórum illa að ráði okkar,“ sagði
Viggó en lét þess ennfremur getið
að Haukar væru greinilega betra en
ekki væri víst að það nægði þegar
að síðari leiknum kæmi ytra um
næstu helgi. „Ef við leikum af eðli-
legri getu þá erum við sterkari. Hitt
er síðan annað mál að í Evrópu-
keppninni er munur á því að leika
heima t>g að heiman eins og svart og
hvítt. í síðari leiknum verða hol-
lenskir dómarar og það er alveg víst
að leikmenn Eynatten fá ekki þá
dómgæslu sem við fengum að þessu
sinni á heimavelli. Þannig að síðari
leikurinn getur reynst okkur mjög
erfiður. Við verðum bara að bíta í
skjaldarrendurnar," sagði Viggó.
HEIMSMEISTARAR Svía í hand-
knattleik fögnuðu sigri á fjögurra
landa móti á Spáni um helgina.
Þeir lögðu Spánveija í úrslitaleik,
26:24. Stefan Lövgren skoraði
flest mörk Svía, eða sex. Þetta var
34. mótið sem Svíar hafa tekið
þátt í undir stjórn þjálfarans
Bengts Johanssons, siðan hann
tók við landsliðinu eftir Ólympíu-
leikana í Seoul 1988.
Svíar unnu Dani 23:21 og Aust-
urríkismenn 40:27. Svíar eru
Ekki verður vikið frá þessum leik
án þess að minnast á frammistöðu
færeysku dómarana, Petersens og
Johansens. Frammistaða þeirra var
afar slök og voru þeir nánast eins og
byrjendur á tíðum og ekki þekktu
þeir undirstöðuatriði íþróttarinnar,
a.m.k. var það ekki sýnilegt að
þessu sinni. Eiga þeir félagar
greinilega langt í land að verð-
skulda það að dæma leik í Evrópu-
keppni. Skautlegasta dæmið var
þegar þeir létu Belga taka miðju
eftir að leiktíminn var útrunninn í
fyrri hálfleik, af því að belgíska lið-
inu lánaðist ekki að taka frumkast
áður en tíminn rann út. Oft hefur
sést einkennilega dæmt í leikjum
hér á landi en víst er að í annan tíma
hefur ekki orðið vart eins sérstakr-
ar dómgæslu og
samræmingarlausrar og að þessu
sinni.
geysilega öflugir og þeir ætla sér
að sækja fast eftir eina gullinu
sem þeir eiga eftir að höndla - Ól-
ympiugulli í Sydney.
Þess má geta að Svíar verða
fyrstu mótherjar íslendinga á HM
í Frakklandi í janúar. Portúgalir,
sem mæta íslendingum í öðrum
leiknum á HM, komu í veg fyrir að
Þjóðveijar fögnuðu sigri á al-
þjóðlegu móti í í Strassborg í
Frakklandi um helgina - unnu þá
24:23 í síðasta leik mótsins, en áð-
■ PAOLO Maldini, fyrirliði ítalska
landsliðsins í knattspyrnu jafnaði
leikjamet Dinos Zoff þegar Italir
gerðu jafntefli við Ungveija, 2:2, í
undankeppni HM í Búdapest á
sunnudaginn. Maldini lék þarna
sinn 112. landsleik en hann spilaði
fyrst með landsliðinu 1988. Zoff
lék 112 leiki í marki ítala frá 1968
til 1983.
■ ARSENAL keypti í gær lettn-
eska varnarmanninn Igor Stepan-
ov frá Skonto Riga fyrir 150 millj-
ónir króna. Stepanov lék mjög vel í
vörn Letta þegar þeir töpuðu 0:1
fyrir Skotum í undankeppni HM á
laugardaginn en Arsenal hefur
fylgst með honum í marga mánuði.
■ ANDREJS Rubins, félagi Step-
anovs í Skonto Riga og landsliðinu,
gæti einnig verið á leið til Arsenal
en hann leikur sem kantmaður.
■ SÆNSKI knattspyrnumaðurinn
Jepser Blomqvist, sem er á mála
hjá ensku meisturunum í Man-
chester United, þarf enn og aftur
að gangast undir aðgerð á hné og
þar með er ljóst að hann verður á
sjúkralistanum eitthvað lengur en
Blomqvist missti af allri leiktíðinni
í fyrra vegna meiðsla.
■ RONNIE O’SulIivan sigraði
Mark Williams í úrslitaleik, 7:5, á
fyrsta stórmóti atvinnumanna í
snóker á þessu tímabili sem lauk í
Brighton á sunnudag. O’Sullivan
lagði Stephen Hendry í undanúr-
slitum og Williams vann John
Higgins.
■ KRISTJAN Helgason er fallinn
úr keppni á þremur af fjórum at-
vinnumótum í snóker sem hann
hefur tekið þátt í undanfama daga.
I öllum tapaði hann strax í 2. um-
ferð. Hann er hins vegar kominn í
4. umferð á opna breska meistara-
mótinu og mætir þar Alfíe Burden
á fimmtudaginn.
■ ERIK Mykland var dæmdur til
að greiða tæpar 300.000 í sekt til
norska knattspyrnusambandsins
vegna brots á útivistarreglum
landsliðsins. Norskir blaðamenn
rákust á Mykland á öldurhúsum í
miðborg Oslóar aðeins tveimur
dögum fyrir leik liðsins gegn Arm-
enum og málið hefur vakið mikla
athygli í Noregi.
■ HENNING Berg, fyrirliði
norska landsliðsins, studdi vel við
bakið á Mykland eftir bæjarferðina
en þeir félagar vora aðalpers-
ónurnar í svipuðu atviki á HM í
Frakklandi árið 1998. Berg og
Mykland bratu þá útivistarreglur
liðsins og laumuðust inn í búðir
norska liðsins um miðja nótt eftir
heimsókn á franska skemmtistaði.
■ WEST Ham hefur fengið varnar-
jaxlinn Darren Peacock að láni í
einn mánuð frá 1. deildar liðinu
Blackbum. Nokkrir af varnar-
mönnum West Ham eiga í meiðsl-
um og því fór Harry Redknapp,
stjóri West Ham, þess á leit við kol-
lega sinn Graeme Souness hjá
Blackburn að fá Peacock að láni.
ur höfðu Þjóðveijar unnið Frakka
21:19 og gert jafntefli við Rússa,
25:25. Rússar, sem lögðu Portú-
gala 28:23, unnu Frakka 26:23.
Frakkland vann Portúgal í fyrsta
leik mótsins, 30:16.
Strax eftir mótið héldu landslið
Þjóðveija og Frakka til Þýska-
lands, þar sem þeir skildu jafnir í
vináttuleik i' Homburg, 21:21.
Landslið Spánar, Svíþjóðar
Þýskalands, Frakklands og Rúss-
lands taka þátt í ÓL í Sydney.
Svíar sterkir á Spáni