Morgunblaðið - 28.09.2000, Síða 3

Morgunblaðið - 28.09.2000, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 B 3 HANDKNATTLEIKUR Leikandi létthjá Völsurum GRÓTTA/KR fékk slæma útreið í fyrsta leik sínum í fyrstu deild handboltans í gær er liðið tapaði 25:14 fyrir sprækum og leikglöð- um Valsmönnum á Hlíðarenda. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en Valsmenn sigu framúr er líða tók á fyrri hálfleik. Þeir voru með örugga sjö marka forystu í hálfleik og bættu við sig í síðari hálfleik og unnu með 11 marka mun. Valur misnotaði fyrstu sókn sína í leiknum og því var það KR/ Grótta sem skoraði fyrsta mark leiksins. Liðin náðu fljótt takti í leiknum Eyst&nsdóttir °g skiptust á að skrifar skora og var jafn- ræði með liðunum fram undir síðari hluta hálfleiksins. Valsmenn tóku þá að leika afar ag- aðan varnarleik og nýta sóknir sín- ar til fullnustu. Grótta/KR átti eng- in svör og var sóknarleikur liðsins oft á tíðum afar tilviljunarkenndur. Valsmenn sigu framúr og héldu uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks. Liðið lék öruggan varnar- leik og erfitt fyrir leikmenn Gróttu/ KR að finna glufu að marki. Vals- menn voru þó ekki eins atkvæða- miklir í sóknarleiknum og í fyrri hálfleik en Grótta/KR náði ekki að nýta sér það þar sem liðið hélt áfram að misnota hverja sóknina á fætur annarri. Helst vantaði í liðið leikmann sem tekið gæti af skarið í sókninni. Greinilegt var að liðs- heildin fékk að njóta sín í vörn Vals. I sókninni lék liðið einnig vel en þar stóð Daníel Ragnarsson uppúr og skoraði 11 mörk. Hornamaðurinn Ingvar Sverrisson var einnig at- kvæðamikill með fimm mörk og hinn ungi leikstjórnandi Vals, Snorri Guðjónsson, stjórnaði skipu- lega og skoraði að auki fjögur mörk. Hinn nýi markvörður Vals, Ronald Eradze, stóð einnig fyrir sínu í markinu. Gengi liðsins í vetur veltur líklega á því hvernig hinir fjölmörgu ungu piltar í Valsliðinu munu standa sig. „Eg var nokkuð sigurviss fyrir leikinn en átti kannski ekki von á ellefu marka sigri,“ sagði Geir Sveinsson þjálfari Vals í leikslok. „Drengirnir unnu vel fyrir þessu og ég er stoltur af frammistöðu þeirra. Vörn og markvarsla stóðu uppúr og svo áttum við í kjölfarið ágætis hraðaupphlaup og lékum agaðan sóknarleik. Ég tel mig vera með tvo menn í hverja einustu stöðu og það geta allir komið inná og tekið við hver af öðrum,“ sagði Geir. Hjá Gróttu/KR var línumaðurinn Magnús A. Magnússon öflugur og sívinnandi. Hilmar Þórlindsson var einnig drjúgur og skoraði fimm mörk. Ljóst er þó að liðið á erfitt starf fyrir höndum ætli það ekki að lenda undir í baráttunni í vetur. Morgunblaðið/Golli FH tapaði gegn Fram í gær. Markahæsti leikmaður Fram, Gunnar Berg Viktorsson, fylgist vel með tilþrifum línumannsins Hálfdáns Þórðarsonar. Vilhelm tryggði Fram sigur á FH á síðustu stundu FÁTT benti til annars en Fram myndi tapa gegn FH í fyrstu umferð íslandsmótsins í handknattleik karla þegar stundarfjórðungur lifði af seinni hálfleik liðanna í Kaplakrika í gærkvöldi. Staðan var 16:11, fyrir heimamenn og Framarar höfðu ekki skorað mark í seinni hálfleik. Sebastían Alexandersson tók þá til sinna ráða er hann lokaði marki Framara, leikmenn FH misstu kjarkinn í sókninni og Framarar komust að nýju inn í leikinn. Það var ungur leikmaður í liði Fram, Vilhelm G. Bergsveinsson, sem skoraði tvö síðustu mörk Framara og tryggði þeim eins marks sigur, nokkrum sekúndum fyr- ir leikslok. Hafnarfjarðarliðið var raun beittara í aðgerðum fyrstu 45 mínútur leiksins. Héðinn Gilsson mataði félaga sína á góðum sendingum og Sigurgeir Á. skrifar Ægisson virtist geta skorað þegar honum sýndist. Sóknarleikur Framara var stirður og eftir að Gunnar Berg Viktorsson var tek- inn úr umferð riðlaðist sóknarleik- ur þeirra og Björgvin Björgvins- son í stöðu leikstjórnanda náði sér aldrei á strik. Markverðirnir náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og þar með gáfust fá færi á hraðaupp- hlaupum. Framarar þurftu að hafa mikið fyrir því að finna glufur á vörn FH og með seiglu tókst þeim að minnka muninn í 10:9 í lok fyrri Sigurður Elvar Þórólfsson hálfleiks og sem dæmi um vand- ræði Framara var dæmd leiktöf á liðið einum leikmanni fleiri. Vandræðin héldu áfram í sóknar- leik Fram í byrjun seinni hálf- leiks en þeir geta þakkað kjark- leysi FH-inga í sóknarleik sínum og markvörslu Sebastíans að þeir fengu tækifæri að nýju síðustu 15 mínúturnar. Skyttur og leik- stjórnandi FH, Héðinn, Sigfús og Valur Arnarsson, skoruðu ekki mark í seinni hálfleik og það var vendipunktur leiksins er Björgv- in Björgvinsson fór að taka Héð- in úr umferð. Hjálmar Vilhjálms- son, sem hafði lítið sést, skoraði tvö mörk í röð og minnkaði mun- inn í eitt mark, 19:18. Lokamínút- urnar voru spennandi, Lárus Long kom FH í 20:18 og Gunnar Berg Viktorsson skoraði 19. mark Fram úr vítakasti. Ungu leik- mennirnir í liði Fram tóku síðan af skarið og kláruðu leikinn og þar fór fremstur í flokki Vilhelm G. Bergsveinsson í stöðu leik- stjórnanda. „Ég hugsaði bara um að skora og við vissum að framlengingin biði okkar ef við skyldum klikka á síðustu sókninni. FH-liðið var mun grimmara en við í leiknum en við náðum að vera þolinmóðir og þetta tókst með góðum varnarleik og Sebastían varði vel í seinni hálf- leik,“ sagði Vilhelm G. Bergsveins- son, leikmaður Fram. Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður FH, var nokkuð bratt- ur þrátt fyrir tapið. „Það má segja að við höfum hent sigrinum frá okkur. Við vorum fimm mörkum yfir og með leikinn í hendi okkar, en þá hættum við að gera þá hluti sem við gerðum vel. Mistökin voru kjarkleysi hjá lykilmönnum í sókn- inni en menn eru staðráðnir í að læra af þessum leik. Þetta er einn leikur af mörgum og við erum að pússa saman nýtt lið sem þarf að- eins lengri tíma,“ sagði Berg- sveinn. Magalending nýliðanna BLIKAR, nýliðarnir í fyrstu deild karla, fengu harkalega lendingu þegar þeir fengu íslandsmeist- ara Hauka í heimsókn í Smár- ann í Kópavogi. Himinn og haf skildu liðin að - annað þraut- reynt toppiið en flestir piltarnir í Kópavogsliðinu að spila sinn fyrsta leik í efstu deild og úrslit- in voru eftir því, 21:40. Blikar náðu tveggja marka for- ystu, 4:2, með góðri baráttu en þá færðu Haukar vamarleikinn utar _____________ á völlinn og það sló svo á sóknarleik Stefán Blikanna að þeir Stefánsson skomðu ekki mark úr tíu sóknum á 12 mínútum á meðan Haukarnir skor- uðu átta mörk úr sínum tólf sóknum. Zoltan Belanyi var þá settur til að taka af skarið hjá Breiðabliki en það tafði Hafnfirðinga lítið þrátt fyrir að þeir hafi átt í vandræðum með færin sín til að byrja með. Eftir hlé hélt markaveislan áfram þegar Haukar skoruðu úr tæplega níu af hverjum tíu sóknum. Þegar leið á leikinn fór að bera á einbeitingarleysi í blandi við óþarflega grófan leik og ekki bætti úr skák þegar dómarar leiksins gerðust ákafir í að reka menn af velli og ekki gætti alltaf samræmis í þeim dómum og frekar að hafi hallað á ný liðanna. Blikar byrjuðu fullir sjálfstrausts en áttu ekkert svar þegar mótherj- arnir breyttu taktíkinni í varnarleik- num með því að grípa þá áður en þeim tókst að gera almennilega at- lögu að marki þeirra. Byrjunin sýndi að þessir piltar kunna eitthvað fyrir sér en þá vantar tilfinnanlega reynslu. Markverðirnir Rósmundur og Guðmundur Karl Geirsson ásamt Zoltan og Birni Hólmþórssyni voru bestir hjá Breiðabliki. „Ég bjóst ekki við þessum úrslitum miðað við hvern- ig gengið hefur hjá okkur að undan- förnu,“ sagði Rósmundur Magnús- son, fyrirliði og markvörður Breiðabliks, eftir leikinn. ,Að vísu kom Rússinn til okkar í gær og júg- óslavneska skyttan var ekki með svo að það var ekki reynslumikið lið inná en við munum sækja í okkur veðrið þegar líður á mótið. Þetta voru held- ur ekki bestu mótherjamh- til að byrja á en við örvæntum ekki.“ Haukar notuðu tækifærið í þessum leik og æfðu ýmsa taktík, til dæmis að spila upp á vamarleik og brjótast í gegn, enda skomðu þeir aðeins þrjú mörk utan af velli. Þá lék Aliaksandr Shamkuts á als oddi en eftir hlé var komið að Einari Erni Jónssyni og Þorvarði Tjörva Ólafssyni og auk þess áttu Rúnar Sigtryggsson og Halldór Ingólfsson ágætan leik. „Það var erfitt að halda einbeitingu og við ræddum í leikhléinu að halda henni og það gekk upp núna en hefur ekki gengið sem best að undanfömu," sagði Rúnar Sigtryggsson úr Hauk- um. „Breiðablik er á byrjunarreit svo þetta segir ekkert um stöðu okkar í deildinni og við eigum eftir að þróa leik okkar mikið. Samt gekk ýmislegt sem við höfum lagt áherslu á upp hjá okkur í kvöld, til dæmis línuspil og nýting á dauðafæmm, sem hefur ver- ið vandamál, en stefnan hjá okkur er að vinna einn leik í einu.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.