Morgunblaðið - 28.09.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.09.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ "2°^ QQ9 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 B 7 I- Morgunblaðið/Sverrir mpíuleikvanginum í Sydney í gær, í sínu síðasta hlaupi - fremst á mynd- inni er sigurvegarinn Irina Privalova. Jlfinningar í mér núna, ætli það il tilfinningaleg ólga,“ sagði Guðrún sér 7. sætið í úrslitum 400 m num í Sydney í gær. „Ég er sátt við lína frammistöðu á leikunum. Ég er (ifæri og ég vona að allir heima séu slenska íþróttahópnum höfum gert onsverðlaun Völu Flosadóttur ita til þess að vera þjóð minni til ir séu ekki sáttir við ákvörðun hennar, telja að hún eigi enn eftir að eiga góð ár til viðbótar í fremstu röð þá virðist Guðrúnu ekki verða hnikað. Úrslitahlaupið í Sydney átti að vera lokapunkturinn og verður það að sögn Guðrúnar. „Þetta var síðasta stórmótið, það er á hreinu. Ég er hins vegar ekki hætt að hreyfa mig, það er einnig alveg Ijóst ogþað er aldrei að vita nema félagar mínir í Armanni geti haft eitthvað gagn af mér áfram í bikarkeppninni," sagði Guð- rún með bros á vör og vitnar til þess fé- lags sem staðið hefur með henni í gegnum súrt og sætt undanfarin ár. „Árin í íþróttunum hafa gefið mér mik- ið, þótt ekki hafi þau alltaf verið dans á rósum. En núna, þegar öllu er botninn hvolft, er ég einfaldlega þakklát fyrir að hafa fengið tækdfæri til að keppa á tvenn- um Ólympíuleikum, það er nokkuð sem fáir fá möguleika á.“ Guðrún sagði að samstaða íslenska hópsins á leikunum hafi verið mikil og hafi þau deilt sorg og gleði vegna írammistöðunnar á leikunum. ,úUidinn er frábær, alveg frábær, síðan við komum til Ástralíu, hér höfum við samglaðst yfir góðum árangri og einnig deilt sorgum þegar miður hefur vegnað. Hópurinn er fámennur en einstaklega vel skipaður og ég tel að við getum borið höf- uðið hátt, í íslenska ólympíuhópnum eru aðeins sannir íþróttamenn og það má alls ekki hengja haus þótt ekki hafi allt gengið upp hjá öllum. íþróttirnar eru einfaldlega þannig að það skiptast á skin og skúrir." En heldur Guðrún ekki að hún fái fíðr- ing í fætumar þegar hún fylgist næst með stórmóti í frjálsíþróttum sem áhorf- andi? „Eflaust fæ ég einhvem fiðring, sér- staklega þegar ég sé hlaupið, enda hefur verið samasemmerki milli mín og hlaupa verulegan hluta ævinnar, segja má að hlaup og ég séu eitt. Það er aldrei að vita nema ég poti mér eitthvað áfram þannig að menn verði ekki alveg lausir við mig. Sjáum til hvað setur,“ sagði Guðrún Am- ardóttir. Paul Doyle, þjálfari Guðrúnar Arnardóttur, segir að hún eigi meira inni sem íþróttamaður Vonast eftir henni á nýjan leik „TILFINNINGAR mínar eru blendnar, en ég er ánægður fyrir hönd Guðrúnar að henni skuli hafa tekist að komast í úrsiit á Ólympíuleikum, það er mikið afrek,“ sagði Banda- ríkjamaðurinn Paul Doyle, þjálfari Guðrúnar Arnardóttur, eftir að hún hafði lokið keppni á Ólympíuleikunum. Það fyrsta sem hún sagði við mig eftir hlaupið var að hún hefði svo gjaman viljað hlaupa hraðar og það sýnir vel hversu jvar metnaðarfullur Benediktsson íþróttamaður hún er. skrifar Hún er ekki fullkom- frá Sydney iega ánægð með það sem hún hefur gert. Þessi metnaður hefur fleytt henni svo langt sem raun ber vitni og við sáum í kvöld,“ sagði Doyle sem hefur séð um þjálfun Guð- rúnar frá síðasta vetri. Guðrún er einn sex íþróttamanna sem hann þjálfar sem tekur þátt í Ólympíuleik- unum í Sydney. Ég er einnig ánægður fyrir hönd íslands, þjóðin á tvo keppendur í úr- slitum frjálsíþróttakeppninnar og þeir ná framúrskarandi árangri. Þannig tel ég að allir á íslandi geti verið ánægðir og stoltir af sínu fólki sem hefur tekið þátt í leikunum.“ Guðrún hefur tekið framfömm undir stjórn Doyles þótt hún hafi ekki verið undir hans stjórn nema í minna en eitt ár. Honum hefur tekist að draga kosti hennar fram og koma meira jafnvægi á frammistöðu henn- ar. Doyle segist ekki hafa eina skýr- ingu á því hvernig standi á framför- um hennar. Hann hafi í sjálfú sér ekki breytt miklu í æfingum hennar frá því sem verið hefur undanfarin ár. „Breytingamar eru ekki neitt gríðarlegar. Snemma árs unnum við mikið í tæknilegum atriðum, bættum styrkinn og reyndum að bæta tækni hlaupsins. Það sem ég held að hafi haft góð áhrif á Guðrúnu er sú góða stemmning sem er innan þess hóps sem hún æfir í, áður var hún meira ein við æfingar, en síðan hún kom til mín hefur hún verið hluti af hópi og það hefur laðað fram það besta í henni, veitt henni stuðning auk þess að hún hefur félagsskap af íþrótta- mönnum sem stefna að sama marki.“ Nú ætlar Guðrún að hætta, fínnst þér hún ekki hætta of snemma? „Það finnst mér. En ég veit hins vegar að hana langar til þess að rifa seglin eftir að hafa lagt mikið á sig til þess að ná árangri á undanförnum áram. I mínum huga er enginn vafi á að hún getur enn bætt veralega við sig, efniviðurinn er fyrir hendi. Ég hef að undanförnu minnt hana á það á hverjum degi að á næsta ári komi hún aftur og fari að æfa fyrir 100 metra grindahlaup, sem mig langar til þess að hún spreyti sig á. Guðrún hefur tekið sína ákvörðun og ég virði hana þótt ég leyfi mér um - leið að láta þær skoðanir mínar í ljósi að hún eigi að taka slaginn eitthvað lengur. En ég ætla hinsvegar að gera mitt besta til þess að hún endurskoði ákvörðun sína. Það reynir mjög á taugarnar, ekk- ert síður en líkamann, að vera íþrótt- maður og til þess að ná árangri þurfa menn að leggja sig alla fram, gefa sig fullkomlega í hlutverkið. Það er mjög krefjandi og getur verið lýjandi til lengdar. En ég vona svo sannar- f lega að hún verði komin á fullt við æfingar á nýjan jeik þegar kemur fram á næsta ár. Ég get bara vonað, ákvörðunin um að halda áfram eða taka upp þráðinn á nýjan leik er al- gjörlega í valdi Guðrúnar," sagði Doyle. Knvaiova Rússlandi Ólympíumeistari í 400 metra grindahlaupi kvenna. Fædd: 22. nóvember 1968 í Malakhoa, Rússlandi. Á 12 ára gamlan son. Helstu afrek: Varð í þriðja sæti í 100 metra hlaupi á Ól- ympíuleikunum í Barcelona 1992 og var í silfursveit Rússa í 4x100 metra boðhlaupinu. ■ Náði öðm sæti í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramót- inu í Gautaborg 1995 og varð þriðja í 100 metra hlaupinu. ■ Er Evrópumeistari í 200 metra hlaupi frá því í Búda- pest 1998 og varð önnur í 100 metra hlaupinu. ■ Sneri sér að 400 metra grindahlaupi fyrr á þessu ári og hefur náð betri árangri með hverju hlaupi. ■ Lagði stund á skautahlaup áður en hún sneri sér að spretthlaupum. Rússinn Irina Privalova kemur í mark sem sigurvegari í 400 m grindahlaupi kvenna, með Guðrúnu Arnardóttir á vinstri hönd og á hægri hönd hennar er Nouzha Bidouane frá Marokkó. Gaf ekki á sjóinn ÞAÐ gaf ekki á sjóinn hjá Haf- steini Ægi Geirssyni siglinga- manni á Ólympíuleikunum í gær. Þá átti að fara áttunda umferð keppninnar á Laser- kænum sem frestað var í fyrradag vegna veðurs. Kepp- endur voru í bið í sex klukku- stundir niðri við höfn í gær eftir að þeir fengu merki um aðhefja keppni en vegna ótta mótshaldara um að leiðinda- veður með þrumum og elding- um væri í aðsigi var keppninni sífellt frestað. Ekkert varð úr óveðrinu eins og óttast var heldur brást á með þvílíkri blíðu. Samt sem áður var hik á mótsstjórninni og því varð ekkert úr keppni að sögn Birgis Ara Hilmarssonar sem er Hafsteini til halds og trausts á leikunum. Nú er stefnt að því að sigla þrjár um- ferðir í dag en upphaflega var áætlað að fara tvær. Síðasta umferðin er síðan áformuð á föstudaginn en byr ræður. 3*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.