Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 C 5 K V 1 i KMYNDAHÁTÍÐ í R E Y K J A V í K Djöflareid: Skæruhernaður í borgarastríðinu. Krjúpandi tígur, dreki í leynum: Ang Lee gerir bardagamynd. Óvenjuleg karatemynd úr smiðju Angs Lee Eru heiövirðar.konur i slagsmalum? OPNUNARMYNDIN Karatemynd meö harövítug- um konum í bardögum, þar sem hugarfluginu ergefinn laustaumur, erframlag Angs Lee til Kvikmyndahátíöar í Reykjavík, ásamt myndinni Djöflareiö. Pétur Blöndal talaöi viö leikstjórann og aöra af aðalleikkonunum Bondstúlkuna Michelle Yeoh, sem kallar ekki allt ömmu sína. TVÆR kvdkmyndir eftir Ang Lee verða sýndar á kvikmyndahátíð í Reykjavík. Annars vegar er það óvenjuleg karatemynd, Krjúpandi tígur, dreki í leynum, sem er opnun- armynd hátíðarinnar, og hins vegar Djöflareið, sem gerist í borgara- styrjöldinni í Bandaríkjunum og fjallar um litla hersveit Suðurríkja- hermanna sem stundar skæruhem- að á afskekktum sveitavegum. Ang Lee er geðþekkur leikstjóri, sem haslaði sér fyrst völl með hugljúfri gamanmynd, Brúðkaupsveislunni (1993) og réðst m.a. eftir það í gerð myndar við skáldsögu Jane Austin, Sense and Sensibility (1995), sem fékk góðar viðtökur gagnrýnenda. Joe Schamus og Hui-Ling Wang, dyggir samstarfsmenn Ang Lee í gegnum tíðina, skrifuðu handritið að Krjúpandi tígri, dreka í leynum. Pað er byggt á samnefndri skáldsögu frá fimmta áratugnum eftir kínverska rithöfundinn Wang Dulu. Kvik- myndin kostaði rúman milljarð í framleiðslu og var alfarið tekin upp í Kína, enda fannst Ang Lee tími til kominn eftir að hafa gert þijár myndir í röð á enska tungu. Að- spurður tekur hann undir að asískar kvikmyndir séu meira áberandi en áður á Vesturlöndum, ekki síst á kvikmyndahátíðum: „Ég hef ekki séð allar þessar myndir, en held að hróð- ur asískrar kvikmyndagerðar hafi aukist undanfarin tíu til fimmtán ár.“ Hélt upp á Bruce Lee Hann heldur áfram: „Ég er enginn sérstakur talsmaður fyrir asískar kvikmyndir. En mér finnst þetta uppörvandi fyrir asíska kvikmynda- gerðarmenn því það hefur orðið mik- ill samdráttur í asískum kvikmynda- iðnaði. Aður töluðu allir látlaust um Hollywood, einkum ef myndir fengu alþjóðlega markaðssetningu. Nú er- um við að upplifa það í fyrsta skipti að persónuleg höfundarverk frá Asíu séu opnunarmyndir á kvikmyndahá- tíðum og keyptar beint á alþjóða- markað. Það er hvetjandi fyrir hæfi- leikaríka kvikmyndagerðarmenn. Þá er það upplífgandi fyrir kvikmynda- húsagesti að fá að horfa á eitthvað nýtt af nálinni, afsprengi ríkrar sköpunargleði, sem er upprunalega ástæðan fjTÍr því að fólk fór yfir höf- uð á kvikmyndir. Við höfum sannar- lega markað okkur sess og ég vona að gróskan verði viðvarandi, en þetta sé ekki tískufyrirbrigði sem líður hjá.“ Hvað réð því að Ang Lee af öllum leikstjórum ákvað að gera bardaga- mynd? „Bardagamyndir voru sú kvikmyndahefð sem ég ólst upp við [í Pingtung í Tævan] og þá voru Bruce Lee og Jackie Chan mínar hetjur," svarar hann. „Mig hefur langað til að gera karatemynd síðan ég var strák- ur. Ég komst að raun um að það er enginn hægðarleikur. Eftir tökur á bardagaatriðunum, sem kröfðust mikillar samhæfingar og voru af- skaplega tímafrekar, varð mér ljóst að ég hafði aðeins um 20% af fjár- mununum, tímanum og starfs- orkunni eftir í önnur atriði myndar- innar. Karatemyndir hafa verið stimplaðar B-myndir en mér finnst þær stórkostlegt leið til að segja það sem manni býr í brjósti, hvort sem það er ljóðrænt, drama eða eitthvað annað. Mér finnst synd að þessi grein kvikmynda njóti ekki meira sannmælis. Kvikmyndagei’ðarmenn ættu að gera sameiginlegt átak til þess að auka hróður hennar því hún er mikilvægur hlekkur í frásagnar- listinni.“ Vírar til að ýkja hreyfingarnar Ang Lee notaði víra til að stjórna hreyfingum leikaranna í bardagaatr- iðunum. „Það var til að gera hreyf- ingarnar ýktari og hraðari. Ég velti því lengi fyrir mér hvort ég ætti að notast við víra eða ekki. Mér var ljóst að ég þyrfti að uppfylla kröfur as- ískra áhorfenda sem væru vanir slík- um aðferðum. Ég tók þann pól í hæð- ina að vestrænir áhorfendur myndu venjast þessu eftir að hafa séð eitt tfi tvö atriði. í það minnsta var ég reiðu- búinn að taka þá áhættu." En hvað fannst leikurunum um þetta? Fannst þeim ekkert athuga- vert við að heyra: „Jæja, þetta verð- ur allt í lagi, þið stígið eitt skref til hliðar og fljúgið, tiplið á vatnsfletin- um og skjótist svo upp í loftið eins og raketta." Hann svarar: „Ég var ánægður með að kvikmyndastjörn- urnar sem léku í myndinni kusu að treysta tökuliðinu í einu og öllu og láta allt yfir sig ganga, létu sig hafa það að svífa í lausu lofti heilu og hálfu dagana.“ Svo bætir hann við bros- andi: „Ungu leikararnir sem eru ekki búnir að skapa sér nafnl voru auð- vitað ekki spurðir." Nú grípur Michelle Yeoh orðið: „Skemmtileg uppákoma er tengd þessu þegar við vorum við tökur í skóginum og eiginkona Chow Yun Fat fór á salernið. Þegar hún kom út aftur var hann kominn í áttatíu feta hæð, hékk í vír og höfuðið sneri nið- ur. Hann skellihló, en ég held að hún hafi ekki verið eins hress.“ Með lífið í lúkunum á öðrum Yeoh hefur áður leikið í bardaga- myndum og er því öllu vön. „Það vita allir að ég hef stundað bardaga- íþróttir síðan ég var krakki,“ segir hún. „En vinna með víra er ólík hefð- bundnum bardagaíþróttum að því leyti að maðui’ hefur ekki fullkomna stjóm á hreyfingum sínum og tíma- setningu. Þá er líf manns bókstaflega í lúkunum á fjórum mönnum, sem kippa manni upp eða láta mann falla, og maður verður að læra inn á breyttan rytma, hvenær þeir láta til skai-ar skríða og hvenær ekki. í þessari mynd var ég mun öruggari með sjálfa mig þegar ég hékk í vfrun- um. Það var hægt að má þá út úr myndinni og því gátu þeir verið gild- ari. Áður hafði ég unnið með víra þar sem óvæntar hreyfingar hefðu getað slitið vírinn og þá hefði maður fallið beint á andlitið úr þrjátíu feta hæð. Fyrir vikið gátum við kannað marg- ar hreyfingar og áhættuatriði, bar- dagaatriði í lausu lofti, sem áður fyrr voru mun háskalegri.“ Hún lítur á Ang Lee og segir: „Þetta er krefjandi og auðvitað óskaplega sársaukafullt, því um mittið eru reyrðar ólar sem spenna það í fjórtán þumlunga, maður nær varla andanum og þarf að láta líta út fyrir að þetta sé hægðarleikur, sér- staklega þegar leikstjóri sem aldrei hefur hangið á vír er að segja manni fyrir verkum." Ang Lee skellihlær og hún heldur áfram: „Okkur langaði oft til að festa hann upp á vír og skilja hann þannig eftir. Það erfið- asta var ekki víravinnan, heldur leiklistin meðan á bardögunum stóð. Það er auðvelt að gera sér upp reiði í bardaga, því þá þarf maður bara að lifa sig inn í atburðarásina, en í þess- ari mynd, með þessum herramanni," segir hún og vísar höfðinu í átt að Ang Lee, „verður maður að virka yf- irvegaður og djúpt þenkjandi, eins og ekkert markvert sé á seyði, en muna að maður er með öll þessi háskalegu vopn í höndunum. I fýrstu er maður sannfærður um að þetta muni ekki takast, - en einhvern veg- inn gengur allt upp að lokum.“ „Og leikararnir sluppu lifandi,“ bætirAngLee við. Kastaði mér utan í vegginn „Raunar hefur Ang Lee mjög gaman af því að læra bardagaíþrótt- ir,“ segir Yeoh. „Þegar við hittumst í fyrsta skipti í New York tókum við æfingu í Tai Chi og hann kastaði mér utan í vegginn. Það fyrsta sem kom upp í hugann á mér var: „Ef þú bara vissir hvað þú varst að kalla yfir þig. Bíddu bara, þangað til tökur hefj- ast!“ Við æfðum daglega á tökustað og gengum alltaf úr skugga um að Ang æfði með okkur. Ef stóð til að kvelja okkur var sanngjarnt að hann kveldist líka. En hann hafði ánægju af þessu, fannst gaman að læra á vopnin og beita sverði. Það var líka mikilvægt að hann lærði þetta, því hann var búinn að sjá bardagaatriðin fyrir sér í huganum, en maður veit aldrei um hvað þau snúast fyrr en maður reynir þau líkamlega. Uthald hans jókst við að æfa með okkur, hann fékk betri skilning á hreyfing- unum, hvaðan þær voru sprottnar, og í ofanálag varð hann einn af hópn- um. Svo ég mæli með þessu." Talandi um vopnin, ekki eru þau öll til í raunveruleikanum? Sum þeirra líta út eins og læknisáhöld hrollvekju Davids Cronenbergs, seg- ir blaðamaður. „Ég fletti vopnurn upp í þar til gerðri yfiriitsbók og valdi þau sem mér leist best á og taldi að kæmu best út á hvíta tjald- inu. Síðan fann ég upp á stjakanum, með öllu því skelfilega sem honum fylgdi.“ Hann glottir mannalega: „Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu mikill skelfir ég væri fyrr en ég gerði bardagamynd." Aðspurður um hvort nokkur mun- ur sé á því að vinna með asískum og evrópskum kvikmyndastjörnum, svarar hann: „Stjömur eru stjörnur. Þær verðskulda meiri athygli en aðrir leikarar. Það má segja að þær séu samningsbundnar áhorfendum; ímynd þeirra hefur mótast á mörg- um árum og þær skipa fastan sess í huga almennings. Maður verður að taka mið af því, hvort sem maður ýtir undir það ekki. Þær eru stjömur og það er ekki að ástæðulausu. En hvort þær eru vestrænar eða asískar skipt- ir engu máli. Ég vel gjarnan að vinna með kvikmyndastjömum sem eru einnig góðir leikarar og hafa eitthvað fram að færa. Það er fagfólk og al- gjör draumur að vinna með því.“ Varð að breyta til eftir Bond Michelle Yeoh segir að ástæðan fyrir því að hún valdi að leika í Krjúpandi tígri, dreka í felum hafi ekld verið handritið, sem hún fékk ekki upp í hendurnar fyrr en á seinni stigum, heldur leikstjórinn Ang Lee. „Það gerði útslagið," segir hún. „Eft- ir að hafa leikið í [Bond-myndinni] Tomorrow Never Dies varð ég að leika í kvikmynd sem væri á öðram nótum og myndi auka hróður minn sem leikkonu. Þegar við Ang Lee hittumst fyrir þremur áram sagði hann við mig: „Mig langar að leik- stýra bardagamynd í anda Sense and Sensibility.“ „Frábært," sagði ég og sýndi því áhuga því ég hef fylgst með Áng Lee í gegnum tíðina og haft un- un af myndum hans. Ég vissi að hann virðir og elskar leikara sína, hvernig hann tekst á við margbreytileika til- finninga og sögupersóna, hvernig hann getur verið vinalegur í tali en á sama tíma djúpgrandaður í hugsun. Jafnvel þótt hann hefði sagt mér að ég myndi leika á móti þremur mun yngri og fallegri leikkonum hefði ég látið slag standa. Það hefði ekki skipt máli.“ En verður það ekki að teljast óvenjulegt að það mæði mest á kon- um í bardagaatriðum myndarinnar? „Jú,“ svarar Ang Lee og brosir. „Konan mín sagði við mig eftir að hafa séð myndina í fyrsta skipti: „Hefur þú einhvern tíma séð heið- virða konu í slagsmálum?" Vissulega er það óalgengt, en það sem er enn óvenjulegra er að bæta við leiklist og drama. Ég vissi að það gæti verið hættulegt því leikararnir gætu misst einbeitinguí hreyfingum og stungið hver annan. Én í viðureignum kvennanna er virkileg tilfinning fyrir bardagaíþróttinni, sem er nauðsyn- leg myndinni. Og ég get ekki varist stolti þegar ég horfi á afrakstur allr- ar þessarar vinnu, því það er margt í myndinni sem ég hef ekki séð í öðr- um kvikmyndum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.