Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
BÍÓBLAÐ
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 C 9
Wong Kar-wai er krónprinsinn í asísk
Landkönnuðurí
kvikmyndalista
i kvikmyndagerð
heimi
rinnar
stuði fyrir ást: Nýjasta
og erótískasta verk Wongs.
Fallnir englar (1995) er mynd-
brotasafn um titilpersónurnar,
furðufugla af ýmsu tagi, en beinir
einkum athygli að tvemur stefjum;
það fyrra blandar saman örvænting-
arfullu kynlífi og öfgafullu ofbeldi,
hið síðara er harmrænn farsi eða
farsakenndur harmleikur um þrá-
hyggju.
Lukkulegir saman (1997) færði
Wong leikstjóraverðlaunin í Cann-
es. Þar segir hann frá tveimur
hommum frá Hong Kong sem eru
staddir í Argentínu og elskast eins
og þeir séu að berjast. Samband
þeirra gæti verið líking fyrir sam-
band Hong Kong og Kína, þ.e. að
vera samanen sundur. En leikstjór-
inn segir: „Fyrir mig er þetta ekki
mynd um samkynhneigð, heldur
ástarsaga um það að vera einmana
með öðrum, hamingjusamur með
sjálfum sér og sinni fortíð.“
í stuði fyrir ást (2000) er nýjasta
mynd Wongs og hreppti verðlaun í
Cannes sl. vor fyrir leik og töku.
Hún gerist í Hong Kong árið 1962
og segir frá ritstjóra einum sem flyt-
ur með eiginkonu sinni í nýtt hús-
næði. 1 sama hús flytur einnig ung
kona ásamt sínum eiginmanni. Mak-
amir eru báðir langdvölum í burtu,
þau hafa félagsskap hvort af öðru í
vaxandi mæli og komast að því að
makamir eiga í ástarævintýri.
Myndin er sögð viðkvæmasta og
erótískasta verk Wongs til þessa.
ÞAÐ er ekki
seinna vænna en
íslenskir kvik-
myndaáhuga-
menn kynnist
verkum hins 42
ára Hong Kong-
búa Wongs Kar-
wai. Hann á að-
eins sjö kvik-
myndir í fullri
lengd að baki og
fáum við að sjá
þrjár þeirra hér
á hátíðinni. Engu
að síður er hann
talinn helsti
framlínumaður
asískra samtíma-
kvikmynda, jafn-
vel nútímakvikmynda yfirleitt. Eins
og gagnrýnandi New York Times
hefur sagt: „Wong hugsar með
myndavélinni og með hverri nýrri
mynd virðist hann skapa nýtt stafróf
fyrir miðilinn. Enginn getur klippt
innan atriða eins og hann, tjáð til-
finningasveiflur með klippingu...“
Wong Kar-wai fæddist í Shanghai
en fluttist fimm ára að aldri til Hong
Kong ásamt fjölskyldu sinni. Þar
nam hann grafíska hönnun en fékk
mikinn áhuga á ljósmyndun, einkum
verkum ljósmyndara eins og
Roberts Frank, Henris Cartier:
Bresson og Richards Avedon. í
framhaldinu stundaði hann nám í
gerð sjónvarpsleikrita og hóf störf
sem aðstoðarmaður við gerð slíkra
mynda hjá sjónvarpsstöð í Hong
Kong. Fljótlega fór hann að skrifa
eigin sjónvarpsmyndahandrit og
síðar kvikmyndahandrit fyrir aðra
leikstjóra, ekki síst Patrick Tam,
sem tók þennan unga hæfileika-
mann upp á sína arma og framleiddi
fyrstu bíómynd hans, Meðan tárin
streyma (1988). Myndin var valin í
Gagnrýnendavikuna á Cannes-há-
tíðinni. Næsta mynd á eftir, Villtir
dagar (1991), staðfesti þær vonir
sem frumraunin vakti og var víða
verðlaunuð.
Wong gengur í verkum sínum
þvert á ýmsar hefðir í kvikmynda-
Reglur fyrir þann
sem brýtur reglur
Kínversk stjómvöld settu árið
1996 nýjar reglur fyrir kvik-
myndagerðarmenn: Ef menn
ætla að gera mynd í Kína þurfa
þeir fyrst að afhenda yfirvöldum
handrit sem sé alveg eins og
sú mynd sem gerð verður eftir
því. Um þessar reglur segir
Wong Kar-wai: „Ég veit ekki
hvaða ðhrif reglurnar hafa á
aðra kvikmyndageröarmenn en
sjálfur styðst ég aldrei við
handrit!"
gerð. Frumraun-
in, Meðan tárin
streyma, er eina
mynd hans sem
byggist á skrif-
uðu handriti.
Hann er umfram
allt brautryðj-
andi stílisti,
skapar ásamt
tökumanni sín-
um, Astralanum
Christopher
Doyle, marg-
brotið myndmál
þar sem svart-
hvítt slæst við
undarlega nakt-
ar litasamsetn-
ingar, hraðar
tökuhreyfingar í kyrru landslagi
laða fram sérstætt existensíalískt
leiksvið fyrir sögur um einsemd, ein-
angrun og flóknar siðferðislegar
spurningar, gjarnan kryddaðar of-
beldi. Og fjölmiðlar á Vesturlöndum
voru ekki lengi að finna stimpilinn:
Hinn kínverski Quentin Tarantino!
Allt þetta speglast í myndunum
þremur sem hér verða sýndar.
Fallnir englar: Furðufuglar ísviðsljósinu.
Lukkulegir saman: Astarsaga um einmanaleika.
Takeshi Kitano sækir fyrirmynd Kikujiros í föður sinn
Kihujiro: / móðurleit.
Byrjaði
JAPANSKI leikstjórinn Takeshi Kitano festi
sig í sessi fyrir alvöru á alþjóðavettvangi með
kvikmyndinni Flugeldar sem vann gulUjónið í
Feneyjum árið 1997. Leikstjórnarferillinn hófst
óvænt árið 1989. Þá var honum boðið að leik-
stýra Ofbeldisfullri löggu þegar leikstjórinn for-
fallaðist. Kitano endurskrifaði handritið og mót-
aði hvassan og kaldhæðinn stfl, sem átti eftir að
verða hans aðalsmeriri í yakuza-glæpamyndum
á borð við Á suðupunkti (1990) og Sónatína
(1993). Kitano varð alræmdur fyrir grafísk of-
beldisatriði og ískalt yfirbragð í aðalhlutverki
mynda sem hann leikstýrði og skrifaði handritið
að. Hann breytti þó út af þeim stfl í myndunum
Sena við sjóinn (1991), Færðu eitthvað? (1995)
og Krakkar koma heim (1996).
Kikujiro er eitt af stflbrotum Kitano. Masao
litli hefur engan til að leika sér við. Gert hefur
verið hlé á fótboltaæfingum og vinir hans eru
famir á ströndina. Það er jafnvel enn leiðinlegra
en ella fyrir þennan níu ára dreng að búa hjá
ömmu sinni. Hann leggur því af stað í leit að
móður sinni, sem hann hefur aldrei hitt, með
mynd og heimilisfang í farteskinu. Þar sem
hann er lítt fjáður er Kikujiro fenginn til að
fylgja honum. í fyrstu virðast þeir ekki eiga vel
saman, Kikujiro er grófur, hávær og alltaf í
auraleit. í ofanálag virðist honum vera í nöp við
krakka. En þeir lenda í ótrúlegustu ævintýrum
saman og smátt og smátt kemur í ljós að þeir
bæta hvor annan upp.
Fyrirmyndina að persónunni Kikujiro sækir
Kitano í föður sinn, sem hann hefur sagt að hafi
BÖrn og
flækingshundar
Kitano segist ekki hafa átt í neinum |
erfiöleikum með að ná því besta úr
ungum mótleikara sínum. „Þetta var
ekki ósvipað því að kvikmynda flæk-
ingshund og vilja ná mynd af honum j
brosandi," segir hann. „Maður þarf i
bara að leggja girnilegt bein fyrir fram- '
an hundinn. Svo ég keypti stundum I
leikföng handa stráknum til að halda
honum viö efnið."
verið dulur og óreglusamur. í æsku dáðist hann
mjög að föður sínum sem var húsamálari og
gerði lakkaða trémuni, auk þess að vera fjár-
hættuspilari og eiga í erfiðleikum með að sjá
fjölskyldu sinni farborða, hvað þá greiða húsa-
leiguna. Móðir Kitanos var aftur á móti reglu-
semin uppmáluð og taldi hún son sinn á að fara í
háskólanám. Hann hætti áður en náminu lauk
og réði sig í ýmis lausastörf, eins og að vinna
kassastarf á fatafelluknæpu.
Það var á kabarett í næsta nágrenni sem hann
lærði að dansa og steppa og ýmsa líkamstján-
ingu, sem varð kjaminn í reglulegu uppistandi
hans í japönsku sjónvarpi, en þar treður hann
upp átta sinnum í viku. Þá hefúr hann gefið út
nokkrar skáldsögur og smásagnasafn, ritgerðir
og ljóð, auk þess að teikna skrípasögur og vera
listmálari. Má sjá nokkur af verkum hans í
Flugeldum og Kikujiro. Loks má geta þess að
Kitano fjármagnar áhugamannalið í hafnabolta
og keppir stundum sjálfur með liðinu.