Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLA6 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 C 7 K V 1 K M Y N D A H Á T í Ð WBB8ŒBBBBBHÆ R E Y K J A V í K Sturla Gunnarsson: Mætirmeð nýjustu myndina sína. verki Camus,“ segir Sturla, sem heimsótti unga manninn í fangelsið þar sem hann dvelur nú og And- rew Berzins handritshöfundur eyddi einnig löngum stundum. „Heimurinn er fullur af fólki eins og Darren,“ segir leikstjórinn. „Flestum þeirra tekst að komast klakklaust í gegnum lífið án þess að fremja morð, án þess svo mikið sem fremja lögbrot af neinu tagi. Ég held að þessi piltur geti ekki fundið til með öðrum, hann hefur enga mannlega tilfinningu og enga samvisku. Hann lifir því frá augna- bliki til augnabliks og er við fyrstu kynni ótrúlega sannfærandi og sjarmerandi. Ungur að aldri lærði hann að vera það sem umhverfið vildi að hann væri, hinn fullkomni herramaður. En það risti ekki djúpt. Glæpir hans stafa ekki, að mínu mati, af uppeldislegum áhrif- um eða félagslegum. Það vantaði eitthvað í hann frá byrjun." Sturla Gunnarsson er fæddur á íslandi en fluttist til Vancouver sjö ára að aldri. Hann býr nú í Tor- onto en á marga ættingja og vini á íslandi og býr enn yfir nokkurri íslenskukunnáttu. NORSKI leikstjórinn Hans Petter Moland er einn af gestum Kvikmyndahátíð- ar í Reykjavík að þessu sinni. Hann er íslendingum að góðu kunnur fyrir fyrstu mynd sína, Secondlöitnanten (1993), sem hér hefur verið sýnd, bæði í bíói og sjónvarpi, en önnur mynd hans, Kjærlighetens kjötere (1995), hefur ekki borist hingað enn, þótt hún hafi viða fengið verðlaun og góðar viðtökur. Moland hefur hins vegar meðferðis í farteskinu til Islands þriðju og nýjustu mynd sína, Aber- deen, sem er norsk-skosk sam- framleiðsla og Variety hefur kallað „vegamynd um tilfinningaárekst- ur“. Hans Petter Moland, sem nú er 44 ára að aldri, hefur verið kallaður einn af „pragmatistum" norrænnar kvikmyndagerðar; fyrirtæki hans Moland Film Co. er stærsti auglýs- ingamyndaframleiðandi Norður- landa og slíkar myndir hafa ekki aðeins aflað honum fjölmargra við- Með ís í maganum Hans Petter Moland er sagður geta orðið afburða framleið- andi, því hann hafi svo gott vit á fjármálastjórn. En hann yrði hins vegar óþolandi fyrir leik- stjóra, kunnáttusamur, athug- ull, ýtinn og svo nákvæmur að jaðrar við smámunasemi. Þess vegna sé hann ekki framleiðandi, heldur leikstjóri með þessa sömu eiginleika og þar af leiðandi óþolandi fyr- ir framleiðendur! Honum er lýst sem leikstjóra með ís í maganum, yfirvegaður og ein- beittur. urkenninga heldur einnig fjár- magns til að stunda bíómyndagerð öðrum þræði. Ástæða þess að hann hóf feril sinn í auglýsingum var þó ekki fjárhagsleg, heldur leist hon- um ekki á blikuna í þröngu og Stellan Skarsgárd ogCharlotte Rampling í Aberdeen: Fordrukkinn faðir snýr heim. Hans Petter Moland: Þriðja bíómyndin. Sturla Gunnarsson skyggnist inn í myrka sál Hugarheimur móðurmorði Morgunblaöiö/Jón Gústafsson þröngsýnu umhverfi norskrar bíó- myndagerðar þegar hann kom heim frá námi í Bandaríkjunum. Hann hafði farið þangað 18 ára gamall til að læra kvikmynda- og leikhúsfræði og ekki síður til að „leita að sjálfum sér“. Honum hafði ekki liðið vel heima í Noregi, var utangátta í skóla og þurfti útrás. „Enginn sá mig, enginn filmaði mig. Mér fannst ég verða að koma höndum yfir myndavél því að filma aðra er leið til að aðrir sjái mann,“ hefur hann sagt. Því hefur verið haldið fram að leiknar bíómyndir Molands fjalli einmitt um leitina að sjálfsvirðingu, auk þess að vera pólitískar grein- ingar. í Secondlöitnanten tekst gamall hermaður á við togstreitu heigulsháttar og hugrekkis, tryggðar og heiðarleika, þar sem ástin er stríð á borð við það sem geisaði á vígvellinum. í Kjærlig- hetens kjötere berjast þrír menn í köldu, ísuðu Iandi fyrir viðurkenn- ingu og virðingu hver annars og komast að því að slíkt öðlast menn ekki nema með sjálfsvirðingu. Og í nýju myndinni, Aberdeen, er sjálfs- virðingin einnig í brennidepli, þar sem er saga af ungri konu (Lena Heady), lögræðingi á framabraut í London, sem er send af veikri móð- ur sinni (Charlotte Rampling) til Noregs að sækja fordrukkinn föður sinn (Stellan Skarsgárd) og færa hann til meðferðar í Aberdeen í Skotlandi. Og vegna þess að faðir- inn er of drukkinn til að komast um borð í flugvél neyðast feðginin til að aka af stað. Myndir Molands - hann ritar handritið með Kristin Amundsen - fjalla um myrkar hliðar mannlífsins en eygja ævinlega útleið, leið ástar- innar. Þær þykja flétta saman að- ferðir bandarískra bíómynda, ekki síst hvað varðar hraða, sjónræna atburðarás, við hina mannlegu evrópsku frásagnarhefð. I Aber- deen vinnur Moland með sömu lyk- ilmönnum og í Kærlighetens kjöt- ere, vini sínum Skarsgárd, tökumanninum Philip Ogaard og hönnuðinum Janusz Sosnowski. Pólska tónskáldið Zbigniew Preisn- er, sem lengi vann með Kieslowski, leggur myndinni til seiðandi tón- list. Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞU ERT Ví ’ ESTUR- íslenski leikstjór- inn Sturla Gunnarsson lýsti í samtali við Bíóblað- ið fyrr á árinu löng- un til að koma með verðlaunamynd sína Such a Long Journ- ey á næstu Kvik- myndahátíð í Reykjavík. Nú verð- ur þeirri löngun fullnægt, því hann er einn af gest- um hátíðarinnar en sýnir ekki Such a Long Journey heldur glænýja mynd, sem heitir Scorn eða Fyrirlitning. Fyrir tæpum áratug sótti hann einnig hátíðina heim, þá með frum- raun sína í bíómyndagerð, póli- tísku spennumyndina Diplomatic Immunity (1991). Hann hafði áður verið og er enn eftirsóttur sjón- varpsleikstjóri í Kanada og Banda- ríkjunum, hefur leikstýrt þáttum í syrpum á borð við Alfred Hitch- cock Presents, The Twilight Zone, ENG, auk sjónvarpsmynda með nafnkunnum leikurum eins og Paul Sorvino, Kelly McGillis, Lauren Hutton og Christopher Plummer. Eftir Sturlu liggja einnig marg- verðlaunaðar heimildarmyndir og stuttmyndir og er hann ótvírætt í fremstu röð kanadískra leikstjóra um þessar mundir. Such a Long Journey var önnur bíómynd hans í fullri lengd, tilnefnd til 12 verð- launa kanadísku kvikmynda- akademíunnar og hreppti þrenn, var næstvinsælasta myndin í Kan- ada í fyrra og hefur verið sýnd víða í bíóum, í Bandaríkjunum og Fyrirlitning: Morðingi í skólastofunni. Kvikmyndin og humanisminn „Þegar best lætur er kvikmynd- in æðsta húmaníska listgrein- in,“ segir Sturla Gunnarsson. „Hún birtir mannlíf meö svo sterkum, beinum og afdráttar- lausum hætti að viö tengjumst því persónulega milliliöalaust.” Bretlandi þ.á m., og fengið af- bragðs dóma. Scorn er byggð á sannsögulegum heimildum og ger- ist í Victoríu í Kanada fyrir tæpum áratug. Þar segir frá Darren Hu- eneman, aðlaðandi en sjálfhverfum ungum manni, sem leiðist borgara- legt líf sitt og fjölskyldunnar. Þeg- ar hann les í skólanum leikritið Caligula eftir Camus heillast hann af hugmyndum hins brjálaða keis- ara um frelsið og illskuna og undir þeim áhrifum segir hann skilið við lög og siðferði og myrðir móður sína og ömmu. „I rauninni gerist hann morðingi fyrir misskilning á Hans Petter Molénd aðlagar bandarískar aðferðiif evrópskri hefð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.