Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 16
16 C FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 BÍÓBLAÐ MORGUNBLAÐIÐ K V 1 KMYNDAHÁTÍÐ í R E Y K J A V í K Sex Pistols færöi Bretum anarkisma og bakaöi íhaldssömum öflum í þjóöfélaginu vandræði. Var þaö til nokkurs? Pétur Blöndal talaði viö Julien Temple, leikstjóra heimildarmyndar um Sex Pistols, sem segirfrá þessari umdeildu pönksveit og hræringunum bakviö trommusettiö. Julien Temple með kleenex-mynd um Sex Pistols Minnir á harm SEX Pistols hristi upp í menningar- lífinu í breska konungsveldinu um miðbik áttunda áratugarins svo um munaði. I hugum sumra var það . vegna fyrstu blótsyrða í beinni út- sendingu á BBC-sjónvarpsstöðinni, sem urðu til þess að yfir pönksveit- ina reið hneykslunaralda og EMI rifti við hana útgáfusamningi, aðrir rifja efalaust upp óheflaða sviðs- framkomu þar sem meðlimir sveit- arinnar ældu á sviðið og spýttu á áhorfendur, enn aðrir minnast óreglunnar og eiturlyfjaneyslunn- ar, sem átti eftir að draga bassaleik- arann Sid Vicious til dauða, þá hafði hann hugsanlega myrt eiginkonu sína Nancy Spungen. Svo eru þeir sem eru áhangendur Sex Pistols enn þann dag í dag og setja einu breiðskífu sveitarinnar á fóninn við hátíðleg tilefni, „Never Mind The Bollocks - Here’s The Sex Pistols." Ef til vill eru þeir í virðing- arstöðum, en luma á byltingar- kenndum minningum frá pönktíma- bilinu, gaddaólum og hanakömbum, vel má hugsa sér að þeir hnýti bindið um ennið á sér, rífi ermamar af jökkunum, fari úr buxunum, greiði hárið upp í Ioft með skóáburði, hoppi í leðursófasettinu og öskri af öllum lífs og sálar kröftum: „Mamma!“ Þeim líður betur á eftir. Julien Temple, leikstjóri heimild- armyndar um Sex Pistols sem nefn- ist Ogeð og ofsi, er ekki í neinum vafa um að pönksveitin eigi enn er- indi við almenning. „Það hefur eng- in hljómsveit slegið Sex Pistols við og haft viðlíka áhrif á samfélagið á jafn skömmum tíma,“ segir hann. „Hún hélt uppi áköfum og ofsa- fengnum vörnum fyrir einstakling- inn, sem sótt er að úr öllum áttum og af svo miklu kappi að það er virkilega ógnvekjandi. Vissulega eigum við að hafa áhyggjur af því að fílar og nashyrningar deyi út, en við verðum líka að gera okkur grein fyrir að manneskjan er í útrýming- arhættu." Hvernigþá? „Það er unnið að því markvisst að eyða meðvitundinni um að maður hafi sjálfstæða tilvist. Næsta skref verður að gramsa í erfðavísum og kvikmynda allar ferðir manna. Það sem George Orwell skrifaði um í 1984 hefur löngu ræst og fer versn- andi, en almenningur hefur ekki hugmynd um það. Fólki er uppálagt að hugsa ekki; ókosturinn við lýð- ræði er sá að almenningur hefur engan samtakamátt og rís ekki upp. Enginn hugsar lengur. Það er hættulegt framtíð mannkynsins. Svo allt sem vekur til umhugsunar, sérstaklega ungt fólk sem getur enn aðhafst eitthvað, er af hinu góða. Sex Pistols höfðu slíka rödd áður fyrr. Núna kann engin hljóm- sveit lykilnúmerið að þeim skáp. Ef fólk horfir á myndina vonast ég hins vegar til að hugdjarft fólk sjái mis- tökin sem hljómsveitin gerði og geri betur, láti jafnvel til skarar skríða á öðrum vettvangi en í tónlistinni." Einhverjar hugmyndir? „Mér fannst kvikna vonarneisti í óeirðunum í Seattle og ekki síður þegar einhver felldi út vefsíður stórfyrirtækja eins og Yahoo.com og Amazon.com. Það virðist hægt að spyrna við fótum. Það er ánægju- legt að fólk mótmæli og sé meðvitað um fortíðina. Ef fólk veit ekki hvað- an það kemur hefur það ekki hug- mynd um hvert á að halda. Það sem stakk mig mest við gerð Ógeðs og ofsa var hversu fljótt veður hafa skipast í lofti. Mér líður eins og sjöundi áratugurinn hafi verið fyrir stríð; það er ótrúlegt hversu tíminn líður hratt og breytingarnar eru ör- ar.“ Giuseppe Tornatore afhjúpar þjóðsögu sem ekki er til í CINEMA Paradiso tjáði ítalski leikstjórinn Giuseppe Tornatore heimi kvikmyndanna ást sína og virðingu með eftirminnilegum hætti og túlkaði um leið æskuminningar sínar einkar fallega á tjaldinu. Fyrir hlaut hann Óskarsverðlaun og mikl- t ar vinsældir um heim allan. I mynd þeirri sem nú er sýnd á Kvikmynda- hátíðinni í ReykjayQj er það tónlistin sem fær ástarjátriihguTörhatorés. Þjóðsagan um 1900 dregur nafn sitt í senn af ártali og persónu. 1900, leikinn af breska leikaranum Tim Roth, er laumufarþegi sem ftnnst á fyrsta degi síðustu aldar á fyrsta farrými millilandaskipsins The Virg- inian. 1900 verður smám saman sjálflærður tónlistarsnillingur og tónleikar hans um borð í skipinu laða að fleiri farþega en nokkurt annað skip fær á millistríðsárunum. Sjálfur +'neitar 1900 staðfastlega að fara í land. Tomatore segir söguna í röð aft- urhvarfa, þar sem trompetleikari skipshljómsveitarinnar rifjar löngu síðar upp kynni sín af þessum sér- kennilega snillingi. Meðal helstu kafla þeirrar fi-ásagnar er eins konar i personur „Vinna mín með leikurum," segir Giuseppe Tornatore, „felst aöeins í því sem ég þarf að gera og segja til að sannfæra þá um að taka að sér hlutverk sem mér finnst henta þeim. Um leiö og þeir hafa þegið hlutverkið breyt- ast þeir úr fagmönnum kvik- myndageröar yfir í þær pers- ónur sem ég hef falið þeim að leika og vil að þeirveki til lífs- ins." tónlistareinvfgi 1900 og Jellys Roll Morton (Clarence Williams III), sem á að hafa heyrt þjóðsöguna um tón- listargetu hans. Jelly Roll var til í raunveruleikanum, öfugt við 1900, og er því Tomatore hér á ekki ósvip- uðum miðum og Woody Allen í Þjódsagan um 1900: Tónlistarsnill- ingur á hafí úti. Sweet And Lowdown. Það er Ennio Morrecone, sem leggur Þjóðsögunni um 1900 til tónlist og þykir hafa tek- ist vel upp. Myndin þykir fagurlega gerð, rómantísk í besta máta og er óður Tomatores til listarinnar; skipið verður tákn fyrir þörf listamannsins fyrir einangran frá veraldarvafstr- inu svo hann geti einbeitt sér að því að skapa fegurð. Sjálfur hefur Tornatore ekki alltaf notið þeirra forréttinda. Hann vann fyrir sér sem ljósmyndari ungur að aldri, fékkst við heimildamynda- og sjónvarps- þáttagerð áður en fyrsta bíómyndin sá dagsins ljós árið 1986. Þjóðsagan um 1900 er sú sjötta í fullri lengd. Tornatore er Sikileyingur, 44 ára að aldri. Listam I olgu Ógeð og ofsi: Heimildarmynd um Sex Pistols. Þú hefur verið viðloðandi Sex Pistols frá því þú rambaðir fram á sveitina í vöruskemmu í hafnar- hverfi Beaconsfield í Hertfordshire árið 1975. Ertu nú loks búinn að tæma kvótann? „Ég átti þetta eftir,“ svarar hann. „Ég er ánægður með að hafa fengið tækifæri til að rýna í innviði hljóm- sveitarinnar, því áður [í heimildar- myndinni Stóra rokksvindlinu] var sem ég guðaði á glugga eins og í hafnarhverfinu forðum. Sagan í Ógeði og ofsa er mun manneskju- legri. Ég vona að það komist til skila hvernig hljómsveitin þeyttist eins og halastjarna um sólkerfi fjöl- miðla og frægðar. Það var eins og meðlimir sveitarinnar væra að stökkva í gegnum logandi hring; þrír smugu í gegn en einn festist og varð eldinum að bráð.“ Er myndin búin að veralengi í bígerð? „Við vissum að til væri mun meira efni og áhuginn var fyrir hendi, en það rættist aldrei úr því. Við voram komnir í samband við áhugasama rappútgáfu árið 1992, en það var ekki fyrr en Channel 4 tók fram- kvæðið að ég gekk í málið. Það þurfti einhvern til að ýta við mér, því það er alveg nógu mikil óráðsía að gera kvikmynd um rokksveit, en að gera tvær myndir um sömu rokksveitina er algjört brjálæði. Ég komst fljótlega að því að það gæti verið spennandi að gera kvikmynd um það hvað gerðist bakvið tjöldin. Fyrir vikið safnaði ég öllu því efni sem mér fannst skemmtilegt og lýsti tíðarandanum, án þess að hafa handrit til að miða við. Ég bara fet- aði mig áfram og það var dásamlegt frjálsræði því ég gat klippt inn veð- urspána, fréttir og jafnvel Ríkharð III. Ég hafði ekki hugmynd um hvort það myndi virka, en prófaði það og komst að því að það var bráðfyndið. Uppbygging sögunnar er líka áhugaverð því hún er sögð frá fimm sjónarhornum. Ég leit aldrei á þetta sem heimildarmynd; ég veit ekki einu sinni hvað heimildarmynd er. Ég lít á mig sem sögusmið og fór með handritið eins og skáldskap. Það vildi svo til að hann er sannur en engu að síður minnir þetta á harmleik Shakespeares, - í þremur þáttum." Þú þakkar Danny De Vito sér- staklega. Af hverju? „Góð spurning," svarar hann og verður hugsi. „Tónlistarstjóri kvik- myndaframleiðslufyrirtækis De Vitos kom að gerð myndarinnar. Ég hitti De Vito samt ekki fyrr en á sviði á Sundance-hátíðinni þegar hann kynnti myndina. Það var spaugilegt því hann lést vera pönk- aður náungi og hrópaði: „Mér fannst þessi andskotans djöfulsins mynd vera útfríkuð og gargandi snilld. Mig langar til að kynna fyrir ykkur þennan helvítis Julien Temple.“ Þá gekk ég á sviðið,“ segir Temple og gerir sér upp hógværð. „Ég hafði aldrei hitt hann áður. Ég sá lítið fyrir sterkri sviðslýsingu nema að það glitti í dvergvaxna fíg- úra. Og hann var að hvísla ein- hverju mér þegar ég gekk til hans. Ég heyrði það illa fyrir glymjandi lófaklappinu og spurði: „Hvað ertu að segja? „Þá hvíslaði hann milli samanbitinna tannanna: „Faðmaðu mig, faðmaðu mig.“ Svo hljóp hann til mín og ég tók hann í fangið. Og allir áhorfendur héldu eflaust að við hefðum þekkst í áratugi, urðu klökkir og hugsuðu með sér: „En hvað þeir era miklir vinir Temple og Danny De Vito.“ Ég held að þarna hafi ég fengið ómetanlega innsýn í hvaða háttur er hafður á þegar óskarsverðlaunin era af- hent.“ Johnny Lydon [sem áður gekk undir nafninu Johnny Rotten] var lítt áberandi í fyrri heimildarmynd- inni sem þú gerðir um Sex Pistols árið 1980, Stðra rokksvindlinu. Urðu sárindi milli ykkar eftir það? „Já,“ svarar Temple. Hvernig leystuð þið það? Tók það kannski tvo áratugi? „Já, þar sem við reyndum aldrei að gera upp sakirnar," svarar Temple kæruleysislega. „Þetta angraði mig ekki neitt. Allir í hljóm- sveitinni lentu upp á kant og end- uðu eins og hráviði í Löngufjöra. Öllum var orðið mjög í nöp hverjum við annan. Ég man eftir því að hafa verið við pissuskálina á nætur- klúbbi á miðjum níunda áratugnum, litið upp, séð Johnny Lydon í spegl- inum og hugsað með mér: „Helvítis bastarðurinn." En hann er ágætur. Ég held að hann hafi aftur skipt um skoðun á mér eftir að hann las um-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.