Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 13
MUKGUNHLADli) BiOBLAD FÖSTUDAGUK 29. SKFl’EMBEK 2000 U 13 Teiknimynd Hayaos Miyazaki upp að hliðinni á Titanic í Japan Átök náttúrunnar HAYAO Miyazaki er fremsti og frægasti teiknimyndahöfundur Jap- ana. Mynd hans, Mononoke prins- essa, er önnur af tveimur kvik- myndum sem aflað hafa yfir 150 milljónir dollara í aðgangseyri í heimalandinu; hin myndin er Titan- ie. Mononoke prinsessa er lauslega byggð á japanskri þjóðtrú og gerist á miðöldum, tímum ólgu og vopna- skaks, tíma samúræjanna. I landinu geisar styrjöld. Tatara-gengið veður um skóg- ana og eyðir þeim þar til hinn mikli skógarguð snýr vörn í sókn og sendir risa- vaxin skrímsli gegn þeim. í af- skekktu þorpi hátt í fjöllum Norður-Japan býr Ashitaka, síðasti ungi her- maður Emishi- gengisins, sem er að deyja út. Til þess að verja þorp sitt verður hann að drepa skrímsli i líki risabjarnar en uppgötvar of seint að sá er í raun varðguð skógarins. Þar með hefur Ashitaka kallað yfir sig bölvun, sem birtist í miklu öri á hægri handlegg. Örið breiðist smátt og smátt út um líkama hans og hann leggur út í háskafullan leiðangur til að halda lífi. Lykilpersóna í því ævintýri er Mononoke prinsessa, ung kona sem alist hefur upp með úlfum. Viðfangsefni Miyasaki í þessari mikilfenglegu teiknimynd er við- leitni karla og kvenna til að lifa í samlyndi og í sátt við náttúruna, og þar þjónar prinsessan sem eins konar tengiliður, sáttasemjari hinna stríðandi afla. Miyasaki segir það ekki hafa verið tilgang sinn að draga upp sagnfræðilega rétta mynd af Japan miðalda, heldur miklu fremur að grafast fyrir um rætur þeirrar, að því er virðist, óleysanlegu togstreitu milli náttúru landsins og iðnvæddrar siðmenningar nútímans. Efnið er því ekki síður við hæfi fullorð- inna en barna. Sú útgáfa, sem Kvikmynda- hátíð í Reykja- vík sýnir nú, er bandarísk og úr smiðju Mira- max-fyrirtækis- ins, sem fengið hefur leikara á borð við Billy Crud- up, Minnie Driver, Claire Danes, Billy Bob Thomton, Jada Pinkett og Gillian Anderson til að Ijá pers- ónunum raddir sínar. Neil Gaiman og Jack Fletcher sáu um handrits- gerð þessarar útgáfu. GERÐ Mononoke prinsessu tók þrjú ár. Hún er sett sam- an úr 144.000 handteikn- uðum og tölvuteiknuöum myndum og hefur engin jap- önsk teiknimynd lagt jafn mik- ið undir. Teiknimyndagerð er stóriðnaður í Japan, ekki sfð- ur fýrir sjónvarp en kvikmynda- hús og er Hayao Miyazaki ókrýndur konungur þess iðn- aðar. Fyrri myndir hans voru allar handteiknaðar og -málaö- ar, en Mononoke prinsessa er 10% tölvuteiknuð. Bruin: Forboðnar astir. Gérard Depardieu leikstýrir í fyrsta sinn Flóttafólk á bar og í bíó FRANSKI leikarinn Gérard De- pardieu er ekki hin dæmigerða kvikmyndastjarna, þéttvaxinn, ef ekki hreinlega feitur og prýddur risastóru ljósaperunefi. En hann er stjarna engu að síður, stjarna vegna ótvíræðra leikhæfileika og sterkrar nærveru á tjaldi og fær yfir hundrað milljónir íslenskra króna fyrir að leika í mynd. Nú hefur Depardieu fært út kvíarnar og leikstýrt sinni fyrstu bíómynd í samstarfi við Frédéric Auburtin. Myndin heitir Brúin eða Un pont entre deux rives og gerist ár- ið 1962. Depardieu leikur sjálfur annað aðalhlutverkið á móti leik- konunni Carole Bouquet, við- kvæman mann sem misst hefur sjálfstraustið og trúna á lífið vegna Gérard Depardieu er afkasta- mikill leikari og staðfestir að vinnusemi sín stafi að sumu leyti af því að hann afli fjár með því að leika í fjölda bfó- mynda til að standa straum af helsta áhugamáli sfnu; „ástríðufullum áhuga á víni“. Depardieu er nefnilega vín- bóndi og framleiðir 350.000 flöskur af víni árlega. langvinns atvinnuleysis. Hann eyð- ir flestum stundum við drykkju á barnum en eiginkona hans, leikin af Bouquet, flýr leiðindi síns lífs inn í heim kvikmyndanna. Eitt sinn þegar hún er stödd í kvik- myndahúsi og grætur yfír West Side Story hittir hún mann og senn hefja þau ástarsamband. Eig- inmaðurinn gerir allt sem hann getur til að fá hana til að snúa aft- ur heim til hans og sonar þeirra. Leikkonan Carole Bouquet segir um persónu sína: „Hún lifði gegn- um kvikmyndirnar. En þegar hún hefur fundið tilgang í eigin lífi þarf hún ekki að fara i bíó. Ég man sjálf eftir því þegar ég á aldrinum tólf til tuttugu ára, að ég var ein- mana og kvikmyndir urðu félags- skapur minn. Ég fer enn oft í bíó en ekki eins oft og þá.“ Jan Hrebejk með kvikmynd um vorið í Prag Uppgjör við kommúnis TEKKNESKI leikstjórinn Jan Hreb- ejk er fæddur árið 1967 og man varla mikið eftir vorinu í Prag ári síðar þeg- ar Rússar réðust inn í borgina og kæfðu þá vonarglóð sem kviknað hafði í tékknesku þjóðarsálinni. Atburðurinn setti mark sitt á hann eins og aðra Tékka, fyrir vikið bjó hann við ógnar- Cosy Dens: Togstreita tveggja fjölskyldna. stjórn kommúnista í rúma tvo áratugi. Það þarf því ekki að koma á óvart að innrás- in í Prag árið 1968 hafi orðið honum efnivið- ur í kvikmynd, hans uppgjör við kommún- ismann. Hrebejk segir söguna með því að stilla tveim fjölskyldum hvorri gegn annarri. Ann- ars vegar föðurnum Sebek, einföldum liðs- foringja í hernum, sem á son á unglingsaldri og styður kommúnista. Hins vegar Kraus, sem barðist með andspyrnuhreyfingunni og hefur slæmar minningar úr stríðinu; hann á táningsdóttur og hefur horn í síðu kommún- ista. Hvor um sig telur sig hafa algjörlega rétt fyrir sér og lendir þeim ósjaldan saman, jafnvel þótt eiginkonur þeirra, hálfþreyttar á rembingnum, reyni að bera klæði á vopnin. Eins og nærri má geta kviknar æskuást milli unglinganna tveggja, sem eru lausir við flokkadrættina úr stríðinu og eiga sameigin- lega hrifningu á byltingakenndri og kapítal- ískri „blómahreyíingunni" Þegar deilur inn- an fjölskyldnanna rísa sem hæst ráðast Sovétmenn inn í Prag með afdrifaríkum af- leiðingum. Kvikmyndin hefur fengið frábær- ar viðtökur í Tékklandi og var aðsóknin svip- uð og á stórmyndina Titanic og verðlauna- myndina Kolya. „Til þess að gera kvikmynd á borð við Heima er best þarf framúrskarandi leikara. Við þurftum fólk sem gat ekki aðeins leikið hlutverkin heldur lagt á vogarskálarnar eig- Tónlist er mikilvægur þáttur í myndum Hrebejks. I Heima er best er hún táknræn fyrir kynslóöabiliö. Foreldrarnir, sem ólust upp við rússneska þjóðlagatónlist, hlusta aðeins á popptónlist sem hlotið hefur náð fyrir eyrum yfirvalda. Unga fólkiö hlustar á tékkneska útgáfu af rokktónlist sem er ekki aöeins uppreisn gegn íhalds- sömumTÍfsviðhorfum foreldrann^ og kommúriistaflokksins, heldurgefurtil kynna hrifningu á vestrænum gildum og andúð á ríkjandi stjórnmálaástandi. in persónuleika og reynslu. Við vorum svo lánsamir að frambærilegustu kvikmynda- stjörnur Tékklands féllust á að leika í mynd- inni,“ segir Hrebejk. Hann lærði í kvik- myndaskóla í Prag og gerði fyrst söngvamyndina Big Beat (1993), sem gerist í lok sjötta áratugarins þegar rokktónlistin barst til Tékklands. Hún vann til fjögurra tékkneskra ljóna, sem eru virtustu verðlaun í Tékklandi, m.a. fyrir bestu leikstjórn og sem besta mynd. Hann vinnur um þessar mundir að ljúfsárri gamanmynd sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni og nefnist „Við verðum að standa saman.“ Martha Fiennes ræðstekki á garðinn þar sem hann er lægstur Púskín, Ónegín, Tchaikovsky, Tiennes... EVGENÍ Ónegín er sannarlega eitt af höfuðverkum bókmennt- anna. Þjóðskáld Rússa Aleksander Púskín lauk við söguljóðið árið 1931. Þar dró hann upp skarpa mynd af rússneskri náttúru og samtíma sínum, svo mjög að einn gagnrýnenda kallaði ljóðið „al- fræði um lífið í Rússlandi“. Martha Fiennes er því ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrstu kvikmynd sem hún leikstýr- ir. Ónegín (Ralph Fiennes) er ófull- nægður og sjálfumglaður ungur maður sem segir skilið við Péturs- borg þegar hann erfir sveitasetur auðugs frænda síns. Þar kynnist hann sveitunga sínum Vladimir Lensky (Toby Stephens) og Olgu unnustu hans (Lenu Headey). En það er systir Olgu, Tatyana Larina (Liv Tyler), sem hefur mest áhrif á hann. Tatyana tjáir honum ást sína, en hann vill ekkert með hana hafa og snýr aftur til Pétursborgar. Nokkrum árum síð- ar fer Ónegín í aftur í sveitina og hittir Tatyönu, sem þá er gift öðrum manni. Það rennur upp íyrir honum að hjarta hans er gagntekið af ást til hennar, - en það er um seinan. Sama ár og Évgení Ónegín var gefinn út fór að síga á ógæfuhliðina hjá Púskín. Hann giftíst eyðslusamri og skapríkri daðurdrós sem kom honum á vonarvöl og dró úr honum allt vinnu- þrek. Hún naut þess að oma sér við hlýjar augnagotur karlpeningsins, jafnvel keisarinn sjálfur hafði augastað á henni. Púskín reyndi að öðlast sálarfrið með því að ferðast út á land en í hvert skipti sem hann sneri aftur til Pét- ursborgar jókst óhamingja hans. Svo fór að Púskín skoraði einn af áleitnustu aðdáendum konu sinnar á hólm. Hann beið bana í einvíginu og deildi þar með örlögum sögu- persónunnar Ónegín. Evgení Ónegín hefur vakið mörgum innblástur. Turgenjev, Tolstoj og Dostojevski lýstu því oft yfir að Púskín hefði verið þeirra lærifaðir. En sagan hafði ef til vill mest áhrif á líf tónskáldsins Tchaikovsky. Þrátt fyrir að honum litist ekkert á hugmyndina í fyrstu samdi hann óperu byggða á ljóðinu á átta mánuðum. Á þeim tíma barst honum einlægt bréf frá kvenkyns aðdáanda sem tjáði honum ást sína, ekki ósvipað Tatyönu. Tchaikovsky var samkynhneigður og má ætla að hrifning hans á Tatyönu hafi ráðið úrslitum um að hann giftist konunni. Eins og’ nærri má geta varð það ekki farsælt hjónaband. Fiennes-fjölskyldan á heiðurinn af Ónegín. Stórleikarinn Ralph, sem tvívegis hefur verið tilnefndur til óskarsverðlauna, er íramleiðandi og fer með aðalhlutverk, systir hans, Martha, leikstýrir og bróðir hans, Magnús, semur tón- hstina. Martin Donovan er í hlutverki prinsins Nikitin, sem giftist Tatyönu. Donovan er kunn- astur fyrir að leika í fjórum af myndum jaðar- leikstjórans Hals Hartley. MTV-kynslóðin Martha Fiennes hóf ferilinn á því að leik- stýra auglýsingum ogtónlistarmynd- böndum. Leikkonan LivTyler haslaði sér völl á sama vettvangi; hún var sæt stelpa í rokkmyndböndum Aerosmith þar sem faðir hennar Steve Tyler nær jafnvel meiri teygju á gúmmíkjaftinn en sjálfur Jagger. Ralph Fiennes í titil- hlutverkinu: Ófull- nægður ungur maður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.