Morgunblaðið - 26.11.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.11.2000, Qupperneq 24
24 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 ¥---------------------------- MORGUNBLAÐIÐ i-H SiMÖSÍ >4 ■ ||ú:' Ljósmyndir/Áskell Öm Kárason .^Kemal Atatiirk er nefndur „faðir tyrknesku þjóðarinnar“ og sér hans víða stað. Ilér standa herinenn vörð um minnismerki um „frelsisstríðið“ 1922-23 sem var háð undir hans forystu og markar upphaf Tyrklands nútímans. Á hafnarvoginni. Sú starfsgrein þótti okkur frumleg- ust meðal heimamanna að sitja fyrir fólki með baðvog og bjéða vigtun gegn gjaldi. Þennan hittum við á Galatabrúnni. Vigtina þyrfti að stilla betur. Með skák mönnum I Istanbul íslendingar sendu sveit- ir bæði í karla- og kvennaflokki á Olymp- íumótið í skák í Istanb- ul. Áskell Örn Kárason «*»fór fyrir hópnum sem fararstjóri og þótt árangurinn yrði ekki eins og vænst hafði ver- ið, voru sárabæturnar að fá að skoða sig um í sögufrægri borg, káklistin er talin eiga upp- haf sitt á Indlandi, aðrir segja í Persíu. Þaðan barst hún vestur ^ií Miðjarðarhafslanda og svo út um allan heim. Frá því Ólympíuskák- mótin hófu göngu sína á millistríðs- árunum hafa Miðjarðarhafsslóðir einmitt oft verið vettvangur þeirra. Frá stríðslokum hefur þrisvar verið teflt í Júgóslavíu hinni gömlu, tvisv- ar á Grikklandi og í ísrael, einu sinni á Möltu og á frönsku Rivier- unni. Einnig á nálægum slóðum, í Sviss, á Svartahafsströnd Búlgaríu, í Kákasusfjöllum, við Kaspíahaf austur o g við Persaflóa, aðeins kipp- korn frá fornum heimaslóðum skáklistarinnar. Árið 2002 verður •tfit í Slóveníu og 2004 líklega á eyj- unni Menorcu við Spánarstrendur. Nú er nýlokið 34. Ólympíuskák- mótinu í Istanbul, hinum fornfræga Miklagarði við Bospórussund, þungamiðju þess heimshluta sem hér um ræðir. Þar tefldu tvær ís- lenskar sveitir; í opnum flokki með- al 125 annarra þjóða og í kvenna- '^kki þar sem 86 sveitir voru mættar til leiks. Hér heima vakti þátttaka okkar í kvennaflokki sér- staka athygli, enda langt síðan kon- ur hafa teflt fyrir íslands hönd á Ól- ympíuskákmóti. Árangur beggja sveita á mótinu olli vonbrigðum, enda erum við íslendingar góðu vanir þegar afrek á skáksviðinu eru annars vegar og sættum okkur ekki við annað en okkar fólk skipi sér í hóp hinna bestu. Það voru annars Rússar sem sigruðu í karlaflokki, Þjóðverjar urðu í öðru sæti og Úkraínumenn og Ungverjar jafnir í því þriðja. Allt eftir bókinni, nema hvað góður árangur Þjóðverja kom á óvart. I kvennaflokki voru úrslit eins og vænst var; kínversku stúlkurnar vörðu Ólympíumeistaratitil sinn, stúlkur frá Georgíu urðu í öðru sæti og þær rússnesku í því þriðja. Skákfj ölskyldan Ólympíuskákmót eru miklar há- tíðir; þar hittist skákfjölskylda heimsins á tveggja ára fresti. Það er ekki bara verið að tefla; hér hittast gamlir kunningjar og vinir. Með nýju móti bætast alltaf einhverjir nýir í hópinn, enda fjölgar þátttöku- þjóðum sífellt, en í 1600 manna hópi eru ávallt mörg kunnugleg andlit. Stemmningin í upphafi móts gæti líkst því sem stundum er á réttar- degi heima á íslandi; menn taka tal saman og spyrja tíðinda; hvað hefur gerst síðan síðast; auk þess sem litið er yfir hjörðina til að skoða hvaða skákmenn skila sér í þetta sinn og hverja vantar. Þarna ægir saman öllum hugsanlegum þjóðum og kyn- þáttum - og skákstyrkleikinn er víst æði misjafn. Allir eru komnir til Ist- anbul til að reyna sig í keppni við aðrar þjóðir, fæstir gera sér vonir um verðlaun og sumir eru aðeins mættir til að vera með - og e.t.v. einmitt til að hitta gamla kunningja; upplifa Ólympíuandann. Skákfjölskyldan hnappar sig gjarnan í þrjá meginhópa eftir mál- Tefldu allar skákir með bros á vör en blönduðu sér ekki í toppbaráttuna; skákkonur frá Jemen. Þessi seldi svaladrykk á torgi fyrir utan Basarinn. Sérstakt aukagjald fyrir ferðamenn. Eitt af hásætum Tyrkjasoldáns, alsett gulli og eðalsteinum. svæðum. Fyrst er að nefna þá sem ræða gagn og nauðsynjar skák- heimsins á ensku; Vesturevrópu- búar, hluti þriðja heimsins og enskumælandi þjóðir hvar sem er á kringlunni. Þá er það slavneski eða rússneski hópurinn; sveitir frá Sov- étríkjunum gömlu ásamt Austur- Evrópu, auk alls þess fjölda af sov- ésku bergi brotins sem flutt hefur til annarra landa. Loks má nefna stóran hóp spænskumælandi fólks; alla rómönsku Ameríku, íbúa Spán- ar, Portúgals og e.t.v. Ítalíu. Flestir eiga aðgang að einhverjum hópnum, og til eru þeir sem komast að fleiri en einum, málamenn sem tala við alla; förumenn sem spyrja almæltra tíðinda og flytja fregnir. Ekki bara Halim A1 Tyrkland er langt í burtu frá ís- landi. Mörgum íslendingum er það e.t.v. helst kunnugt sem heimaland Halims A1 og hafa á seinni árum séð það í gegnum þann glugga sem sýn- ir deilu þeirra Soffíu Hansen um dæturnar tvær. En Tyrkland er margt fleira, og það er síst af öllu þessi mynd sem Tyrkir vilja gefa af sér út á við. Við setningu Ólympíuskákmótsins var ræðumönnum tíðrætt um Olymp- IST, umsókn Istanbul um Ólympíu- leikana 2008. Mótið nú skyldi vera einskonar forleikur eða æfing til að sýna umheiminum að borgin sé kjörinn vettvangur fyrir stærsta viðburðinn; Ólympíuleikana sjálfa. Ekki fer á milli mála að Tyrkir leggja mikla áherslu á opnun til vesturs, nútímavæðingu ríkisins. Þeir minna á legu landsins á mörk- um austurs og vesturs. Land mikill- ar sögu á leið inn í framtíðina. Ung þjóð í gömlu landi. Landið er víðáttumikið og fjöl- mennt. Þar búa tæpar 70 milljónir manna. Hin eftirsótta nútímavæðing steytir á ýmsum skerjum. Enn eru stórir landshlutar afar vanþróaðir og menntunarstig lágt. Lýðræði á sér skamma sögu og þótt í landinu ríki nú fjölflokkalýðræði er ljóst að spilling er mikil í stjómkerfinu. Herinn er áhrifamikill og mjög sýni- legur - enda má segja að borgara- stríð ríki austast í landinu við að- skilnaðarsinna Kúrda. Atvinnulífið er enn háð miklum pólitískum af- skiptum og markaðsbúskapur því nokkuð haltrandi. Erfiðast viður- eignar er þó e.t.v. hve menntun þjóðarinnar er skemmra á veg komin en vestar í álfunni; heimamenn telja sjálfir að allt að 20% allra barna á grunn- skólaaldri stundi ekki skóla, og mörg þeirra vinna myrkranna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.